Vísir - 27.11.1964, Page 5
5
ut I önd 1 niorgun
utlÖnd 1 morgun
útlöhd í morgun
utlönd í morgun
Enn bnrizt í Stunleyville
Kongóherinn hefur fengið liðsoukn
Um leið og kommúnistafor-
sprakkar hamast út af mannúðarað
gerðum Belga og Bandaríkjamanna
berast hinar hroðalegustu fréttir
um aðfarir uppreisnarmanna.
Brezka útvarpið segir frásagnir
flóttamann f því, sem gerzt hef
ir f Stanleyville svo hroðalegar, að
ekki sé hægt að endurtaka það í út
varpi, svo sem lýsingar á drápum
O'j mannáti. Og enn er barizt f
Stanleyville og í gærkvöldi var
ekki nema hluti borgarinnar alger
lega á valdi stjórnarhersins, en
hann mun hafa fengið mikinn liðs-
auka. Megn óánægja var meðal
hvítra málaliða í stjórnarhernum.
Höfðu þeir safnazt saman á flugvell
inum í borginni og neituðu að
halda áfram að berjast, nema þeir
fengju mála sinn greiddan í gjald
miðl: landa sinna.
Spaak, utanríkisráðherra Belgíu
sagði í gær, að hlutverki belgiska
liðsins yrði lokið með brottflutn-
ingi hvftra manna, sem það bjarg
aði í Paulis f ■ Norður-Kongó, um
200 manns. Gert er ráð fyrir að
belgiska fallhlífarliðið safnist sam
an í Kamina-flugstöðinni og verði
flogið heim þaðan, næstu nótt eða
á morgun (laugardag).
Enn munu vera nokkur hundruð
hvftra manna í Norður-Kongó, að
allega í Watsu og öðrum bæ íil.
Hvort fallhlífarliðið á að bjarga
þeim er ekki ljóst.
UPPÞOT í
HÖFUÐBORGUM
Uppþot urðu í gær í Kairo og
Nairobi og fleiri borgum, til þess
að mótmæla aðgerðum Belga og
Bandaríkjamanna til þess að bjarga
hvftum mönnum. Ruðzt var inn í
bókasafn sendiráðsins og kveikt
í þvf og brann það til ösku. Fyrir
utan sendiráð Nairobi var hvolft
bifreiðum og kveikt í þeim. Og
kommúnistaforsprakkar hvarvetna
hamast út af mannúðaraðgerðun-
um og fordæma þær og ríkir um
það eining milli sovézkra og
kfnverskra kommúnistaforsprakka.
I Nairobi gagnrýndi Nyerere Breta
fyrir aðild að aðgerðunum þar sem
þeir hafi leyft afnot af Scunsioney
sem millistöð fallhlífarliðsins.
MANNÚÐARAÐGERÐIN OG
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Brezka útvarpið segir, að ekki
hafi náðst samþykki helmings
Afríkuþjóða til þess að taka mál
ið fyrir á vettvangi Sþ og ekki
Iíklegt að það verði gert, a.m.k.
ekki eins og horfir þessa stundina.
Kynsjúkdómar
breiðast út
í sænska læknablaðinu eru
látnar i ljós áhyggjur út af ört
vaxandi útbreiðslu syfilis. Árið
1958 bættust við 73 ný tilfelli, en
1963 voru þau komin upp í 316.
Prófessor Hellerström yfirlæknir
í Karolinska sjúkrahússins (húð- og
kynsjúkdómadeildarinnar), segir,
að gera megi ráð fyrir aukinni út
breiðslu kynsjúkdóma í heiminum
yfirleitt, nema gert verði sameig-
inlegt átak þjóða til þess að
stemma stigu við þeim. Orsakirnar
, segir hann margar: Breytt þjóðfé
lagsleg skilyrði, bráðari líkams-
þroski unglinga og meira frjáls-
ræði, aukin skcmmtiferðalög og
meiri tilfærslur og umrót á ýmsum
sviðum. I Danmörku hafa syfilis-
tilfelli tvöfaldazt og í meira en
helmingi tilfella barst smitunin er
lendis frá.
ERLENDAR FRETTIR
í STUTTU MÁLI
Vegna vaxandi starfsemi SAMVINNUTRYGGINGA og Líftryggingafélagsins
ANDVÖKU mun félögin þurfa á auknu starfsliði að halda nú þegar og á næstu
mánuðum.
Hér er um ýmiskonar störf að ræða svo sem við sölu trygginga, uppgjör tjóna,
endurtryggingar, bókhald, skýrsluvélar (IBM), vélritun og símavörzlu. Æskilegt
er að umsækjendur hafi góða verzlunarmenntun og reynslu í viðskiptum.
Lögð verður áherzla á, að starfsfólkið eigi kost á víðtækri þjálfun og reynslu,
sem geri því kleift, að taka að sér ábyrgðarmeiri og þar með betur launuð störf,
gerðar verða kröfur um áhuga, ástundun og nám m. a. um þátttöku í Trygg-
ingaskóla S.l.T. Vinnuskilyrði verða mjög góð.
Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál, sé þess óskað.
Umsækjendur snúi sér til Helga Sigurðssonar,
sjónar, sem mun veita nánari upplýsingar.
forstöðumanns Skrifstofuum-
mmsm
ic Á landsfundi jafnaðarmanna-
flokksins í Vestur-Þýzkalandi,
höldnum i Karlsruhe, var sam-
þykkt að stuðla að nánari tengsl
um Efnahagsbandalags Evrópu
og Fríverzlunarbandalagsins
(EFTA).
•k Utanrikisráðherrar Bandaríkj
anna og Vestur-Þýzkalands, De-
an Rusk og Gerhard Schröder,
hafa látið í ljós ósk um, að
samkomulag náist bráðlega um
stofnun kjarnorkuflotadeildar,
og að sem flest NATO-ríki ger-
ist aðilar.
★ Herlög hafa verið sett í Sai-
gon í Suður-Vietnam og aðal-
stöð Buddhista umkringd her-
liði.
k Sovétríkin vara Bandarikin
við að hefja sprengjuárásir á
Norður-Vietnam.
★ Chen Yi utanrikisráðherra
Kína er allt f einu kominn al-
gerlega óvænt til Jakarta ■
Indónesíu. Hann sagði við kom-
una, að engin sérstök vandamál
væru á döfinni milli Kínverja
og Indónesa.
k Portúgalsstjórn tekur fram )
tilefni ummæla Harolds Wilsons
forsætisráðherra Bretlands
neðri málstofunni nýlega, —
(þau voru þess efnis, að Bretar
ætluðu ekki að selja vopn til
Portúgals til notkunar í nýlend-
um þeirra) — að Portúgal geti
keypt vopn á markaði, sem sé
hagstæðari en brezkur markað-
ur.
k Vitað er með vissu, að 13
skipverjar af norska olíuflutn-
ingaskipinu, sem sökk eftir á-
rekstur úti fyrir New York, hafa
farizt, en 4—5 er saknað.
jDÍngsjá Visis
þingsjá Vísis
þingsjá Vísis
Leiklistarstaiísemi — Veiting prestakalla
í gær voru fundir i báðum deild
um og sameinuðu þingi.
í sameinuðu þingi fóru fram
atkvæðagreiðslur um mál, sem
rædd voru s.I. miðvikudag.
f efri deild voru 3 mál á dag-
skrá en 2 þeirra voru tekin úí
af dagskrá, en Karl Kristjánsson
mælti fyrir frv., sem hann flytui
um breytingar á landskiptalögum
í neðri deild voru 2 mál á dag-
skrá, leiklistarstarfsemi áhuga-
manna, sem kom frá nefnd, og
haldið var áfram 1. umræðu um
frv. kommúnista um endurálagn-
ingu útsvars og tekjuskatts.
Þá tók Björn Fr. Biörnsson
sæti sitt á Alþingi.
LEIKLISTARSTARFSEMI
ÁHUGAMANNA
Pétur Pétursson mælti fyrir
nefndáráliti á frv. um leiklistar
starfsemi. Sagði hann nefndina
vera sammála í öllum meginat-
riðum og flytja nokkrar breyting
artillögur. Rætt hefði verið við
ýmsa aðila um málið m. a.
framkvæmdastjóra Bandaiags is-
lenzkra leikfélaga.
Þá sagði hann, að nefndin væri
.^ammála um, að ef frv. yrði að
lögum, þá væri það mikiil styrkur
fyrir starf áhugamanna um leik
list.
Eins og áður segir flytur nefnd-
:n nokkrar breyttill. og eru þas:
riestar fluttar í samráði við nefnd
þá, er upphaflega samdi frv.
Breytingartillögur nefndarirmar
miðast fyrst og fremst við að
auka áhuga leikfélaga á þvi að
sýna barnaleikrit, en það telur
nefndin mjög þýðingarmikið og
í öðru Iagi að auka áhuga á
flutningi íslenzkra leikrita, bæði
nýrra og eldri, með þvi að styrkja
þær sýningar sérstaklega. Þá
segir I áliti nefndarinnar, að gert
sé ráð fyrir í frv. að bæjar- og
sveitarsjóðum sá skylt að greiða
jafnhá framlög rikinu í A-flokki,
en 50% í B. og C-flokkum, og
séu viðbótartekjur umfram ríkis-
framlög tryggðar með þessu. Þá
sagði ræðumaður uir, tillögu Sig-
urvins Einarssonar, sem gerir ráð
fyrir að Bandalag íslenzkra leik-
félaga hafi tillögurétt um úthlut
un styrkja til leiklistarsarfsem;,
að sér fyndist eðlilegt að mennta-
málaráðuneytið hefði þessa út-
hiutun með höndum I byrjun þar
sem hér væri um algert nýmæli
að ræða.
Síðan voru breyttill. nefndar
innar samþykktar, en tillaga Sig-
urvins felld og frv. vísað tií 3.
umræðu.
í STUTTU MÁLl
Karl Kristjánsson mæiti fyrir
frv. um breytingar á landskipta-
lögum. Sagði hann, að frv þetta
væri flutt til að skera ákveðið úr
um viss ákvæði núgildandi laga,
sem væru mjög loðin.
Þá var fram haldið f neðri deilcf
1. umræðu um frv. um endur
álagningu skatta og útsvars. Tóku
til máls þeir Einar Ágústsson, Lúð
vík Jósefsson og Eðvarð Sigurðs-
son.
VEITING PRESTAKALLA
Lagt hefur verið fram á Alþingi
frv. um breytingar á lögum um
veitingu prestakalla. Kom frv
þetta fram á Alþingi I hittifyrra
en hlaut þá ekki afgreiðslu og var
sent til umsagnar nýlokins kirkju-
þings, þar sem það var samþykkt
1 frv. er gert ráð fyrir, að sé
prestur ekki kallaður til embætt-
is, þá verði hann kosinn af sér-
stökum kjörmönnum, sem eru
sóknarnefndarmenn og safnaðar-
fulltrúar. Að lokinni kosningu
skaf veita þeim umsækjanda emb-
ættið, sem hlot’ið hafi % atkvæða
og telst það þá Iögmæt kosning.
Hafi hins vegar enginn umsækj-
anda hlotið tilskilið atkvæða-
magn, skal biskup mæla með ein-
hverjum tveimur, ef fleiri en einn
sækja, er hann telur, þegar tillit
er tekið til allra aðstæðna, standa
næst því að hljóta embættið, og
I þeirri röð, sem næst liggur að
hans dómi, og skal ráðherra þa
veita öðrum hvorum þessara
manna embættið.
Einnig er kjörmönnum heimilt
að kalla prest, ef % þeirra eru
sammála um einhvern tiltekinn
mann.
Ennfremur er gert ráð fyrir, að
prestsembættin að Skálholti, Hól- *
um og Þingvöllum séu veitt at
forseta íslands samkvæmt tillögu
biskups og kirkjuráðs.
Þá hefur og verið lagt fram
frv. um skipan sóknarnefnda, og
er það komið óbreytt frá kirkju-
þingi. Gert er ráð fyrir tveim
breytingum frá núgildandi lögum:
að sóknarprestar og safnaðarfull-
trúar sitji fundi sóknarnefnda, þó
án atkvæðaréttar, og þá er lagt
til, að í sóknarnefnd megi vera
allt að 11 menn.
En reglur um sóknarnefndar
menn eru þær samkv. frv. að þeir
séu 3 f sóknum með færri en 500
íbúa, annars 5, unz tala sóknar
manna nær 1000 eða fleiri, þá
skal kjósa tvo menn til viðbót-
ar f sóknarnefnd fyrir hver full
2000 sóknarmanna, sem við bæt-
ast, en þó aldrei fleiri en 11.
i