Vísir - 27.11.1964, Page 6

Vísir - 27.11.1964, Page 6
V í S IR . Föstudagur 27. nóvember 1964. Grein öissfs — Frarnh. af bls. 9 því, að þetta hefur haft sín á- hrif á það, hvaða markmiðum hefur þótt æskilegt að keppa að í efnahagsmálum, þannig að þar sem sá hugsunarháttum var ríkj- andi fyrir stríð, að nægilegt væri að tryggja jafnvægi í efnahags- málum, eins og það hefur verið kallað, er nú jafnhliða og ekki síður lögð áherzla á það að efla hagvöxtinn. Og þó að Island sé ekki þróunarland þá eru efna- hagsvandamál smáríkja, hvort sem þjóðartekjur þar eru meiri eða minni á ýmsan hátt skyld efnahagsvandamálum þróunar- landanna. Má þar nefna sem dæmi skort á sérfræðingum og einhliða uppbyggingu atvinnuveg anna o. fl„ þannig að þó að það geti verið lærdómsríkt fyrir hvaða land sem er, að kynnast vandamálum þróunarlandanna og taka þátt í að leysa þau, þá á það af þessari ástæðu ekki sízt við um smáríkin eins og okkar land. Þá má og nefna það, að enda þótt umrædda aðstoð beri eins og ég sagð'i að veita án bak- þanka um markaðsöflun og þess háttar, þá höfum við á alþjóð- legum vettvangi margvísleg við- skipti við þróunarlöndin, þannig að veiVilji þeirra geti orðið okk- ur mikils virði. En þátttaka í að- stoð við þau er líklegri til að glæða þann veivilja en kaup- sýsluviðskipt'i einvörðungu, án þess að á nokkurn hátt skuli I reynt að gera mikið úr mikil- | vægi hinna síðarnefndu. Ég er ekki fjarri því, að það j kynni að sumu leyti að hafa bæt- andi áhrif á hugsunarhátt margra íslendinga að kynnast því, hvað raunveruleg fátækt er, því að þó að fátækt sé vissulega vandamá! einnig hér á landi og þjóðartekj- um og þjóðarauði sé nokkuð misskipt, þá eru þau vandamál þó smávaxin í samanburði við hliðstæð vandamál þróunarland- anna og félst það þó ekki í þess- | um orðum, að ekki beri að vinna | að lausn þessara vandamála j einnig hér. Meiri almenn þekking á hinu alþjóðlega vandamáli fátæktar- innar gæti i senn að mínu áliti átt þátt í því að draga úr þess- ari orsök hægari efnahagsþróun- ar hér á landi en ella þyrfti að vera, jafnframt því, sem sú þekking gæti komið að haidi við lausn slíkra vandamála bæði að því, er snertir einstakar þjóð- félagsstéttir og landshluta, sem kunna að hafa dregizt meira aft- ur úr en æskilegt má telja. Fösfudagsgrein —j Frh. af bls. 7. ; j spillt fyrir Þýzkalandsför hans. Því er líklegt, að þessi furðu- j lega gasárás á hir.n þýzka starfs- 1 mann hafi verið framkvæmd aí Öryggislögreglunnj rússnesku ; hreinlega í bióra við Krúsjeff. Ef ; til vill hefur henni verið ætlað ' að eyðileggja áætlanir hans um , býzkalandsförina, ef til vill var ; Öryggislögreglan að reyna kr3ít- ana. Það verður og að telja líklegt, , að Krúsjeff hafi krafizt skýringa ; á framferði Öryggislögreglunnar J í þessu máli, en hún þá ekki lát- ið stilla sér til veggjar. Má því ímynda sér, að harðar deilur hafa orðið um þetta mál, og Öryggis- lögreglan ekki verið ánægð með afsökun Krúsjeffs. Síðan hvarf Krúsjeff suður til Svartahafsins I sumarbústað sinn og mun hann þá hafa grunað að ástandið væri uggvænlegt, en vænzt þess að lögreglan þyrði. ekki að láta til skarar skríða gegn sér. Þannig er líklegt að hinar ó- hugnanlegu staðreyndir bak við frávikningu Krúsjeffs séu. Það ó- hugnanlegasta við þetta allt er, að Öryggislögreglan kemur nú að nýju fram sem riki í ríkinu. jgf Shelepin hinn nýi flokksstjórn armaður og stjórnandi Örygg- islögreglunnar er hinn raunveru- legi valdamaður, þá er erfitt að ímynda sér, að hin „samvirka for- usta“, sem nú er kölluð, vinni eftir eðlilegum stjórnmálaaðferð- um. Öryggislögreglan er vön að beita öðrum aðferðum en samn- ingum og samkomulagi, hennar vopn eru fangabúðir og gálgi. Og sé hún að verki, þá yrði það líka skiljanlegt, að erfitt er að finna Krúsjeff eða vita hvar hann er niður kominn. Látið er í það skína að hann dveljist í íbúð ríkisins í Moskvu. En hafi verið notaðar að- ferðir lögreglunnar getur fullt eins verið að hann sitji í öðru húsi ekki langt frá, hinu alræmda Lubjanka-fangelsi. Það virðist nú ljóst, að þeir tvímenningarnir Brésnév og Kosy- gin séu ekki hinir raunverulegu valdamenn Sovétríkjanna í dag. Það er einhver samsærishópu'-, sem ræður völdum og í honum er Shelepin mikilsráðandi. Taflinu hefur enn verið stillt upp til nýrr- ar valdabaráttu og í henni eru sterkustu taflmennirnir í einkenn isbúningi Öryggislögreglunnar. ghepilov er tiltölulega ungur maður, 46 ára, myndarlegur en hefur þótt mjög harður I horn að taka, þó litið hafi borið á því hefur hann jafnvel á tímum frið- samlegrar sambúðar við Vestur- lönd sent flugumenn sína út af örkinni til að myrða fjandmenn Sovétríkjanna. Hann er kaldrifj- aður og tilfinningalaus maður, sem hefur raðað uþp í ýmsar valdastöður fylgifiskum sínum. Hann var fyrir nokkrum árum yfirmaður Öryggislögreglunnar, en færðist upp úr því embætti í svokallaða eftirlitsstöðu með öllu pólitisku lífi i landinu. Skjólstæð ingur hans er nú yfirmaður lög- reglunnar. Öryggislögreglan heyr- ir undir hann sem áður. Ghelepin' er maður^ sem einskis góðs er að vænta frá Hann ! er þröngsýnn eins og margir Ör- i yggislögreglumenn, mótfallinn því aukna frelsi í skoðunum og Iist- um, sem komið hefur verið á í; Sovétríkjunum á dögum Krús- jeffs. Hann vann að því að berja niður með harðri hendi ólguna meðal stúdenta eftir fall Stalíns og hann virðist fyrirlíta þá nýju strauma og stefnur, sem gert hafa vart við sig í rússneskum bók- menntum og listum. Sé hann hinn raunverulegi valdamaður i Sovét- ríkjunum, þá er útiltið ekki fag- urt. Þorsteinn Thorarensen. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför STEFÁNS FJLIPPUSSONAR frá Kálfafellskoti Fyrir hönd vandamanna Ingibjörg Stefánsdóttir BfnndrSfitf — Framh at bls 16 2) Hvaða þýðingu hefur notk- un frumhandrita gagnvart notk- un eftirmynda? 3) Hvaða áhrif hefur skipting safns'ins á starfsaðstæður I Árna safni? Er hægt að vinna bug á einhverjum erfiðleikanna með ljósmyndum, lánum og ferða- styrkjum? 4) Er nauðsynlegt að fram- kvæma viðgerðir á handritun- um áður en þau eru afhent. 5) Er mögulegt að auka fjár- framlög til Viðgerða handrita? 6) Hvernig er tækni sú, sem rannsóknarstarfið byggist á? 7) Setja þarf saman nákvæm- an fræðilegan lista yfir þá, sem annazt hafa útgáfur og sjá hluta íslendinga í því starfi. 8) Fá uppgefinn fjölda mál- fræðinga og stúdenta, sem hafa íslenzku að aðalfagi í Danmörku og íslandi. SíBdarfunnur Framh ,af bls. 1 mun betri. Gizkað er á, að þar geti unnið samtímis allt að 35 menn. í athugun er hvort tekin verður upp vaktaVinna í verk- smiðjunni. í sambandi við nýju tunnu- verksmiðjuna á Siglufirði á að koma upp geymslu fyrir 90 þús- und tómar tunnur, en meðan hún er ókom'in mun fást aðstaða hjá síldarverksmiðjum ríkisins á staðnum til geymslu á fram- leiðslu tunnuverksmiðjunnar. Framh ar hls I atvinnurekendur og kvaðst hann telja að breytingar á kaupi og kjarasamningum sjómanna gætu ekki orðið aðrar en í sam ræmi við heildarsamningana í sumar. Standa nú yfir viðræður milli LÍÚ og Sjómannasambands ins um bátakjarasamningana. Hefur uppsagnarfrestur verið framlengdur til 5. desember. Þó hafa sjómannafélögin á Snæ- fellsnesi og Vestfjörðum sagt upp samningum. En ef samning ar takast annars staðar án upp sagnar, er búizt við að samning ar takist á sama grundvelli bæði á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Helmingur í kaupgreiðslur Um togaraútgerðina sagði Sverrir m.a. að togarasjómenn hefðu fengið sömu kauphækk- anir og aðrar stéttir, enda þótt hagur togaraútgerðarinnar væri slæmur. Að öðrum kosti hefðu j engir menn fengizt á togarana.! Hefði þetta svo leitt til þess, i að hlutur skipshafnarinnar er! orðinn nær helmingur af afla andvirði skipanna. Er þetta tog araútgerðinni slíkur fjötur um fót, að jafnvel þótt afli tog- aranna stórykist yrði afkoma i þeirra áfram tvísýn. Sverrir sagði, að afli togar anna hefði verið mjög lélegur á þessu ári eða um 12% minni en sl. ár. Þessi slæma afkoma á rót sína að rekja mestmegnis til minnkandi afla bæði á fjar- lægum miðum og heimamiðum. Togarar hafa lagt meginðherzlu á sölur á erlendum ísfiskmörk uðum, farið 120 söluferðir til Þýzkalands og 90 til Bietlands. Eru það þó færri ferðir en und- anfarin ár vegna minni afla. Þrír stærðar- flokkar Um bátaflotann sagði formað urinn, að veiðar hans hefðu gengið vel, þó nokkrir hlutar landsins séu þar undanskildir. Varðandi sfldveiðamar í sum ar skipti hann flotanum í þrjá flokka. í fyrsta stærðarflokki eru bátar allt að 90 rúmlest- ir, sem voru á veiðum fyrir Austurlandi tímabilið júní til september. í þessum flokki voru 88 bátar og var meðalafli þeirra 6.700 mál og tunnur að verð mæti 1.2 millj. kr. Hásetahlutur 46 þúsund krónur. í, öðrum stærðarflokki eru skip 90-140 tonn. 1 honum voru 60 skip. Mörg þessara skipa hættu 19. september. Meðalafli . var um 10 þús. mál og tunnur, verðmæti 1.9 millj. kr. Háseta hlutur 69 þús. kr. í þriðja stærðarflokki eru skip yfir 140 tonn. Þau voru 95 talsins, úthaldstími 4y2 mán. Meðalafli var 23 þús. mál og tunnur og aflaverðmæti 4,4 millj. kr. Hásetahlutur varð að meðaltali 144 þús. kr. Ranglát skipting Formaður ræddi sérstaklega um það hvað mikil verðmæti eru £ síldarflotanum og í þeim útbúnaði og veiðarfærum, sem í hann er lagt Þegar þess er gætt, að fullur helmingur af brúttó andvirði aflans fer til kaupgreiðslu, þá er lítið eftir hjá stórum hluta flotans, þegar allur kostnaður við útgerðina hefur verið greiddur. Tæknín og hagræðingin á flotanum hef ur kostað offjár, en í samskipt um sjómanna og útvegsmanna um skiptakjörin taldi formaður mjög hallað á útvegsmerin og þar ekki verið ríkjandi sá andi sem nú virðist vera ríkjandi milli Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins að ávinningur er fæst með vinnu hagræðingu á vinnustöðum skuli skiptast að jöfnu milli vinnukaupenda og vinnuselj- enda. Sagði formaður, að þetta yrði að lagfæra það væru jafnt hagsmunir sjómanna sem útvegs manna, að skiptakjör á þessum veiðum séu þannig að í meðal veiðiári geti bátur með meðal afla og eðlilegan tilkostnað staðið við sínar skuldbindingar. Skipuinnflufningurinn: Síðustu skipin að oma til landsins Undanfarin 1-2 ár hafa gífur lega mörg ný fiskiskip verið flutt inn til landsins. Hefur síld veiðiflotinn að verulegu leyti verið endumýjaður, ný og full- komin stálfiskiskip hafa verið kéypt í stað hinna eldri. Þess- ari miklu hrotu er nú að ljúka að því er Elías Halldórsson, framkvæmdastjóri Fiskveiða- sjóðs tjáði Vísi í morgun. Elías sagði, að í fyrra hefði verið samið um smíði 10 stál- fiskiskipa í Austur-ÞýzkaJandi, 250 rúmlesta skip. Kvað hann þau nú vera að koma til lands- ins og væri það endahnykkur- inn á hinum mikla skipainn- flutningi undanfarið. Elfas sagði, að markaðu^inn fyrir fiskiskip væri nú nær mett aður. Hann sagði, að fyrir tæpu ári hefðu verið settar nýjar reglur um innflutning fiski- skipa. Samkvæmt þeim yrðu kaupendur að leggja fram við viðskiptabanka sinn eigið fram lag áður en þeir gerðu pöntun á nýju skipi. En kaupendur yrðu að leggja fram sjálfir 30%.________________ MáBwerkusýning Nýlega opnaði frú Jóhanna Brynjólfsdóttir málverkasýningu f Drápuhlíð 44, kjallara. Á sýning- unni eru 19 olíumálverk, máluð á 20 árum, allt frá því að hún stundaði nám við háskóla f Kan- ada og Bandaríkjunum. Myndirnar eru ‘ sögulegar, biblíumyndir og symbólskar táknmyndir. Jóhanna er gift Ósvald Wathne, stjóm- og enskufræðingi. Hún hefur auk málaralistarinnar einnig lágt stund á smásagnagerð og hafa sögur hennar birzt í bamablaðinu Æsk- unni og Lesbók Morgunblaðsins. TILKYNNING Nr. 38/1964. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum: . Dagvinna Eftirvinna Næturvinna Sveinar Kr. 69.30 Kr. 100.15 Kr. 120.75 Sveinar nieð framhaldsprófi .... — 76.25 — 110.15 — 132.85 Flokksstjórar 79.70 — 115.15 — 138.85 Flokksstjórar með framhaldsprófi — 86.65 — 125.20 — 150.95 Eftir 2ja ára starf: Sveinar _ 72.75 104.25 126.00 Sveinar með framhaldsprófi .... — 80.05 — 114.70 — 138.60 Flokksstjórar — 83.65 — 119.90 — 144.90 Flokksstjórar með framhaldsprófi — 90.9C ' — 130.30 — 157.50 Eftir 3ja ára starf: Sveinar 74.50 _ 106.50 _ 128.60 Sveinar með framhaldsprófi .... — 81.95 — 117.15 — 141.45 Flokksstjórar — 85.65 — 122.50 — 147.90 Flokksstjórar með framhaldsprófi — 93.10 — 133.15 — 160.75 Söluskattur er ekki innifalinn i verðinu. Reykjavík, 24. nóvember 1964. Verðlagsstjórinn. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.