Vísir


Vísir - 27.11.1964, Qupperneq 8

Vísir - 27.11.1964, Qupperneq 8
VI S I! 3 nóvember 1964. 1 y Otgefandi: Blaðaðtgáfan VISIR Ritstjóri. Gunnar G Schram Aðstoðarritstióri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsia Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði ! lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis — Edda h.t Einingu hafnað [>að hefði einhvern tímann þótt tíðindum sæta að lannibal Valdemarsson væri farinn að skrifa í Tímann. 4Ú er það komið á daginn og auðvitað er það Alþýðu- ambandsþingið sem er til umræðu. Tilefni greinar iannibals eru skrif Vísis og Morgunblaðsins um hina urðulegu afstöðu meirihlutans á þinginu. Lýðræðis- ánnar buðu meirihlutanum upp á heiðarlega og nána ■amvinnu um lausn vandamála verkalýðshreyfingar- innar gegn því skilyrði að þeir fengju aðild að stjóm- inni eftir styrkleikahlutföllum á þinginu eða fjóra menn af níu. Sú krafa var bæði sjálfsögð og eðlileg, vegna þess að það er ekki leið til góðrar samvinnu að neita öllu samstarfi við nær hálfa verkalýðshreyfing- una. Þessu tilboði neitaði meirihluti kommúnista og Framsóknar. Afleiðingin var sú að verkalýðshreyfingin í landinu er klofin og hún mun ekki ganga einhuga mót þeim viðfangsefnum og vanda sem hennar bíður á næstu misserum. Það skal fúslega viðurkennt að Hannibal Valdemarsson vildi sjálfur, eins og hann sagði í setningaræðu sinni,.koma á hlutfalls- koshingum til stjórnarinnar, eihíifirtt bví sem lýðfcéðis sinnar lögðu höfuðáherzlu á. Og hann vildi einnig að samstaða tækist með þinginu öllu um Iausn vandamál- anna. En hann var ofurliði borinn af sér verri mönnum og hugmyndin um hlutfallskosningar hvarf sem dögg fyrir sólu. Harmatölur að loknu þingi breyta ekki þeirri staðreynd. . ’ Rafvæðing sveifanna t sumar hafa Rafmagnsveitur ríkisins unnið að lagn- ingu rafmagns til 450 bæja og býla í sveitum landsins. •Senn kemur að því að rafmagn verður komið á alla bæi, þar sem unnt er að koma línum við. Er það mikill áfangi í svo strjálbýlu og erfiðu landi. Grundvöllur hinnar miklu rafvæðingar var rafvæðingaráætlun sú sem Ólafur Thors og aðrir ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins báru fram til samþykktar á þingi og í stjórn. Nú er aðeins síðasti áfanginn eftir, innan við þúsund býli á landinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga dreifbýlismáli byggist á þeirri grund- vallarstaðreynd að án rafmagns verður ekki öllu lengur búið í sveitum. Þess vegna er það einn höfuð þáttur- inn í jafnvægi í byggð landsins. Er vel að svo skammt er nú eftir að lokamarkinu. Brunnurinn og barnið |>aí> er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. í fyrradag birti Vísir margar mýndir af opnum gryfjum, brunnum og skurðum í bæjarlandinu, sem af stafar stór hætta fyrir börn. Það er lágmarks- krafa borgaranna í bænum að þeir sem fyrir fram- tvæmdum standa búi svo um hnútana að hættunni sé ^kki boðið heim. >f Tvær ungar Kaupmannahafn- arstúikur komu á dögunum fljúgandi heim ' til sín austan frá Kýpur. hær höfðu lent í einkennilegu ævintýri, sem hefði getað endað verr en fór. I«r höfðu ráðið sig sem dans- meyjar með flokki skemmti- krafta, en bráðléga komust þær að því að ætlazt var til þess, að þær veittu frekari þjónustu en að sýna danslistir. Þær höfðu lent í greipum hvítra þrælasala. Þar vantaði ekki nema herzlu- muninn, að þær yrðu glæpa- mönnunum að bráð, svo að þær ættu aldrei afturkvæmt heim til sín. Það var fyrir tilviljun eina, sem foreldrum þeirra tókst að bjarga þeim frá glötun á síð- ustu stundu. Mál þessara tveggja dönsku stúlkna hefur orðið til þess að gera mönnum ljósara, hve al- varlegt vandamál hvít þrælasala er enn í dag. Jafnframt hefur það styrkt grun manna um að það séu löndin fyrir botni Mið- jarðarhafsins, einkum borgin Beirut í Libanon, sem er mið- stöð þessarar starfsemi, sem tæl ir stúlkur jafnvel frá Norður- Evrópu og leiðir þær til algerr- ar glötunar. Þær, sem einu sinni eru lentar í greipar þrælasal- anna, eiga sér vart nokkurrar viðreisnar von, en lenda á vænd ishúsum í Arabalöndunum. Þessar tvær dönsku stúlkur heita Birgit Jensen, 22 ára, og Lis Enger, 19 ára. Þær höfðu s.l. sumar fengið atvinnu í Dýra- garðsbakkanum í Kaupmanna- höfn, sem nektardansmeyjar. En þegar Ieið fram á sumar hafði stjórnandi skémmtiflokksins, sem þær unnu hjá Rita Clair komið til dansstúlknanna og sagt að stjórnandi grísks dans- flokks, Anna Frangouilli að ‘vhfifði, tl stárfa átta arís: Lís Enger 19 ára kemur heim úr helju jsloppin og heilsar föður ^ítífi^^a'ÍSffeVeBtóuilÍ. Vinkona hennar stendur hjá. Tvær danskar stúlkur voru á barmi glötunar Höfðu lent í heljurklóm hvítru þrælusulu meyjar. Það voru aðeins þessar tvær, sem tóku fcoðinu og kváð ust þær ekki hafa óttazt neitt, þar sem þær þekktu Ritu Clair forsöðukonu að heiðarleika. Þær fóru síðan til manns eins á Vesturbrú, sem heitir Molder og undirrituðu samning um að starfa sem dansmeyjar og þann 3. september lögðu þær af stað í ferðalagið. Héldu þær méð jámbrautarlest frá Kaupmanna- höfn til Genúa á Ítalíu og þáð- an með skipi til Limassol á Kýpur Þær fengu inni á Hótel Capitol en áttu að starfa í næt- urkabarett sem kallaðist Chant Claier. En nú komust þær brátt að því, að starf þeirra átti ekki að- allega að vera að dansa, heldur að vera borðdömur, það er að taka á móti gestum og fá þá til að eyða sem mestu fé í drykkju. Skyldu þær fá greiðslu f hlut- falli við það fé sem viðskipta- vinir þeirra eyddu f áfengi. Þær voru aðeins Iátnar dansa í fimm mínútur, en í 6 klst. á hverri nóttu urðu þær að sitja með viðskiptamönnum að drykkju. Og bráðlega urðu þær varar við að hin gríska kona, sem stjórnaði fyrirtækinu, Anna Frangouilli ætlaðist til meira af þeim. Hún varð æ grófari og frekari við þær. Lét þær skilja á sér, að hún væri ekki ánægð með frammistöðu þeirra. Loks- ins sagði hún þeim beint út, hvað á vantaði, það var, að þær væru ekki nógu eftirlátar við gestina. þær ættu að sofa hjá þeim. Og nú var tekið að herða að stúlkunum. Þær fengu ekki greidd þau laun, sem þeim hafði verið heitið, og nú sátu þær fé- vana í fjarlægu landi. I raun- inni voru þær komnar fram á barm glötunarinnar. En þá kom tilviljunin þeim til hjálpar. Og hjálpin kom vegna þeirra sér- stöku atburða, sem gerzt hafa á Kýpur að undanförnu, borgara- styrjöld hefur geisað þar og danskt herlið hefur verið feng- ið til að stilla til friðar. Og nú vildi svo til, að nokkrir danskir hermenn úr gæzluliði S.Þ. komu í næturklúbbinn Chant Claier og hittu þar þessar dönsku stúlkur. Hermönnunum brá heldur í brún, þegar þeir heyrðu hörm- ungasögu þeirra ag komust að því að dansflokkurinn átti að halda til Beirut f Libanon eftir nokkra daga. Þeir fóru næsta dag til ræðis- manns Danmerkur.á Kýpur, sem gekk f málið og bjargaði stúlk- unum frá glötun. Þær voru send ar heim á kostnað danska rfkis- ins. Þær voru gráti nær, -þegar foreldrar þeirra tóku á móti þeim á Kastrup-flugvelli. Þær höfðu verið nærri þeirri mestu ógæfu, sem nokkrar stúlkur geta ratað i. Ef tilviljunin hefði ekki bjargað þeim væru þær nú orðn- ar innlimaðar í eitthvert værídis hús í Arabalöndum. Og ráð þeirra til jafnaldra sinna er þetta: — Ráðið ykkur aldrei í útlenda dansflokka Hættan er meiri en maður í- myndar sér. if Harold Wilson, forsætisráð herra Bretlands, tilkynnti f gær í neðri málstofunni, að Bretar myndu halda samninginn við Suður-Afríku um sölu Buckan- eer-þotanna, en annars væri stefna brezku stjómarinnar að selja ekki hergögn til Suður- Afríku, óbreytt. ir Brezka stjómin hefur til- kynnt vestur-þýzku stjórainni að unimæli Wilsons forsætis- ráðherra um kjamorkuvarnir séu í algeru samræmi við þær skoðanlr, sem Gordon Walker utanríkisráðherra hafi látið í ljós við vestur-þýzka ráðherra í heimsókn sinni til Bonn ný- lega. ic Nýr fundur stendur fyrir dyrum f öryggisráði nm árekstr anna milli Sýrlands og fsraeL

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.