Vísir - 27.11.1964, Page 15

Vísir - 27.11.1964, Page 15
V í S T Tur 28. nóvember 1964. /5 ARTHUR CONAN DOYLE: Þegar ég skýrði frá öllu, sem gerzt hafði, lagði enginn trúnað á það. Svo endurtók ég frásögn mína við réttarhöldin — sagði nákvœm: lega frá öllu, sem gerzt hafði, og bætti ekki einu orði við. Ég sagði trúlega frá öllu, guð er mér til vitnis um það, sagði frá öllu, sem lafði Mannering sagði og gerði, og frá öllu sem ég sagði og gerði. al- veg eins og það bar til. Hvað hafði upp úr því? „Frásögn fangans var reikul og ósamkvæm, og án þess að vottaði fyrir neinu, sem stoð var I, til þess að afsanna það, sem fram hafði komið við vitna- leiðslumar". Á þessa leið var að orði komizt í einu blaðinu og aðrir létu í ljós þá skoðun, að ég hefði engri vörn getað við komið. En samt er það svo, að ég sá Manner- ing lávarð myrtan - sá það með mínum eigin augum, og ég er eins saklaus og nokkur kviðdómenda, sem dæmdu mig. Það er yðar hlutverk herra, að taka við bænarskrá fanga. Það er á yðar valdi hvað gert verður. Ég fer ekki fram á annað en að þér lesið þetta — aðeins lesið það — og gerið eina eða tvær fyrirspurnir um það hvern mann lafði Mannering i reyndinni hefir að geyma, ef hún þá ber sama nafn og hún bar fyrir þremur mánuðum, þegar svo hörmu lega vildi til, að fundum okkar bar saman Hugleiðið hver sæmdarauki það mundi verða fyrir yður, ef öll blöðin lýstu yfir, að réttlætinu hefði verið herfilega misboðið, ef yðar hefði ekki notið við, gáfna yðar og þrautseigju. Það mundu verða yðar laun, þar sem ég er fátækur maður, og gæti ekki launað yður. En ef þér gerið þetta. ekki megi þá allar yðar nætur hér eftir verða andvökunætur. Megi engin nótt líða svo, að samvizkan kvelji yður ekki vegna manns, sem kvelst í fangelsi, vegna þess að þér gerð uð ekki skyldu yðar, sem þér þiggið laun yðar fyrir að gera. En nú er þér hafið lesið þetta, munuð þér gera skyldu yðar. Ég er sannfærð ur um það. Og þér þurfið ekki að gera nema eina eða tvær fyrirspurn ir, og þér munuð fljótt komast að raun um úr hvaða átt blásturinn kemur. Munið líka, að hún — lafði Mannering — var eina konan, sem hagnaðist á glæpnum, því að afleið ing hans varð, að hún var ekki lengur óhamingjusöm eiginkona, heldur ung, auðug ekkja. Þér hafið endann á tauginni i höndum yðar og þurfið ekki annað en að fikra vður áfram og þér munuð komast -5 pví hvert hún liggur. Minnizt þess, herra, að ég er ekkert að kvarta að því er innbrotið varðar. Ég er ekkert að kvarta og kveina yfir því, sem ég fékk og átti skilið að fá, og fyrir innbrotið fékk ég það sem ég átti skilið, hvorki meira né minna. Það er víst og satt, að þetta var innbrot — og ég hefi verið í þrjú ár að taka út hegninguna fyrir það. Það var sýnt fram á það við réttarhöldin, að ég- var viðriðinn Merton Cross málið, og ég fékk eitt ár fyrir það, og frásögn mín hafði minni áhrif fyrir það. Maður, sem áður hefir verið dæmdur, getur ekki búizt við réttlæti næst. Ég kannast við innbrotið, en þegar kemur að morð inu, sem ég fékk ævilangt fangelsi fyrir — og ég verð að játa að hvaða dómari sem væri annar en Sir James hefði kannski dæmt mig í gálgann — þá segi ég, að ég á enga sök á þessu morði og að ég er saklaus maður. Og nú ætla ég að taka fyrir það, sem gerðist aðfara nótt 13. september 1894 og megi guð hegna mér og láta mig detta dauðan niður, ef ég vík hársbreidd frá sannleikanum. Ég hafði verið í Bristol þetta sumar að Ieita mér atvinnu og datt þá í hug, að betur kynni að ganga ef ég reyndi í Portsmouth, en ég var þjálfaður vélamaður, og ég þrammaði þvert yfir suðurhluta Englands, og vann dag og dag á leiðinni, til þesiað JiakJar;f-mér Iík tórunni. Það var einlægur ásetning ur minn, að brjóta ekki neitt af mér, því að ég hafði setið inni í svartholinu í Exeter og hafði fengið meira en nóg af að húka inni í fangelsum Viktoriu drottningar. En afstaða manna er hörð, grimmileg, gagnvart þeim, sem komnir eru á svartan lista vegna afbrota, og ég gat sem sagt aðeins haldið í mér líftórunni Og svo, eftir að ég hafði unnið að viðarhöggi og í grjót- námu í 10 daga fyrir sultarlaun, komst ég til Salisbury með einn eða tvo shillinga í vasanum og þol- inmæðina á þrotum. Við veginn milli Blandford og Salisbury er krá og ég settist þar inn og bað um öl glas, og rúm til að sofa í næstu nótt. Þegar komið var að lokunar tíma sat ég einn í ölstofunni. Kráin eigandinn — Allen heitir hann — kom til mín, og fór að masa um nágrannanna sína. Hann var einn þessara skrafhreyfnu manna, sem hafa gaman af að tala um náung- ann, og hafa þörf fyrir það að hafa einhvern til þess að hlusta á masið, svo að ég sat þarna þolinmóður og reykti, meðan hann lét dæluna ganga, en hann hafði líka komið með krús með öli, sem ég þurfti ekki að greiða fyrir. Ég hlustaði með öðru eyranu á það, sem hann sagði — hafði sem sagt engan á- huga á því þar til hann fór að tala um auðæfin á Mannering- ættarsetrinu — þá beindi sjálfur myrkrahöfðinginn athygli minni að því sem hann sagði: — Þú átt við stóra húsið til hægri áður en komið er inn í þorp ið?, spurði ég. Húsið sem stendur eitt sér inni í garði? — Alveg rétt sagði hann, — og ú endurtek ég allt, sem okkur fór í milli, svo að þér þurfið ekki að vera I vafa um, að ég segi sannleik ann og Ieyni engu. — Langa, hvíta húsið með súlun- um“, sagði hann, við Blandford- veginn. Nú var það svo, að mér hafði orðið starsýnt á húsið á Ieiðinni til kráarinnar, og það rétt si svona fiögraði að mér, að þetta væri hús, sem auðvelt væri að komast inn í, þar sem á því var heil röð glugga og gler í huðrum Nú, ég hafði bægt þessum hugsunum frá mér, en nú vöknuðu þær eins og af svefni, þegar þessi kráareigandi fór að tala um auðæfin innan dyra í þessu húsi. Ég lagði við hlustirnar og það kom ekki orð yfir mínar varir, en hann kom að þessu sama æ ofan í æ. ...... - ÖHMjiíSfa&ÍJÍj11, JjgKr á unga, aidri, svo að þú getur írriyndað þér hvernig hann er nú á gamals aldri. En honum hlotnaðist það, sem gott var og gat ekki þakkað það neinu nema auðnum. — Hvernig gat hann haft ánægju af peningum, ef hann tímdi ekki að eyða þeim?, spurði ég. — Jæja. Hann eignaðist falleg- ustu konuna í öllu Englandi og það var það góða, sem honum hlotnað- ist, af því að hann var svo ríkur. Hún hélt vitanlega, að hún mundi fá fullar hendur fjár, en hún veit betur núna. — Hver var hún þá?, spurði ég til þess að segja eitthvað. — Svo sem ekki neitt, þar til gamli lávarðurinn gerði hana að lafði sinni, sagði hann. Hún var frá London, og einhver sagði, að hún hefði ^verið Ieikkona eða dansmær, en enginn vissi um þetta með vissu. Gamli lávarðurinn var að heiman i heilt ár og þegar hann kom aftur heim kom hann með unga konu og hún hefðir verið þar alla tíð síðan. Stephens, húsbrytinn, sagði mér einu sinni, að það hefði eins og lifnað yfir öllu og orðið bjart, fyrst þegar hún kom, svo breyttist það fljótt. Karlinn gerði henni lífið þungbært með svíðingslegri fram- komu sinni, og hún var ósköp ein- mana, því að hann vildi enga gesti. Og svo var hann hvass og meinyrt ur, sá skratti. Roðinn hvarf úr kinnum hennar, og það var fölleit, einmana, hrygg kona, sem endrum og eins sást þarna utan dyra, ein á rölti í grennd við Mannering Hall. Sumir sögðu, að hún elskaði annan mann, og að það hefðu bara verið auðæfi lávarðarins, sem freistuðu hennar — og nú gat hún nagað sig í handarbökin, því að sá var henni glataður, og þrátt fyrir auð- æfin hafði hún ekki meira fé handa milli en fátækustu konurnar í þorp inu. Jæja, herra minn, eins og þér skiljið hafði ég ekki mikinn áhuga á að heyra um erjur lávarðarins og konu hans. Hvað kom það mér við, ef hún hataði hann svo, að henni var kvöl að heyra rödd hans, eða ef hann óvirti hana með öllu móti til þess að gera hana sér svo undirgefna, að hún þyrði hvorki að æmta né skræmta, og að hann talaði til hennar í þeim tón, sem hann hefði ekki þorað að tala í við nokkurn þjóna sinna eða þjónustu- stúlka en um allt þetta masaði kráareigandinn, og margt fleira, en það fór inn um annað eyrað og út um hitt, því hvað kom þetta mér við? En það, sem ég hafði áhuga á- var að komast að í hverju auðæfi Mannerings lávarðar voru fólgin, Það fylgir meiri hætta en hagnaður skuldabréfum og hluta bréfum, en góðmálmar og steinar geta verið áhættu virði. Og nú var engu líkar en kráareigandinn hefði lesið hugsanir mínar, því að hann fór að segja mér, að lávarð- urinn væri mikill safnari — hann | ætti mikið safn af gullmedalíum, sem væri svo verðmætt, að ekki væri annað til verðmætara í öllum heiminum. Og hann bætti því við, að hald manna væri, að ef allar þess ar gullmedalíur væru settar í einn, sterkan poka, myndi mesti krafta jötunn sveitarinnar ekki geta lyft honum, hvað þá axlað hann. Og er hér var komið kallaði kona kráar eigandans á hann og ég fór að hátta. Ég er ekki að taka þetta allt fram til þess að svo líti út sem ég sé flekklausari en ég er, en ég bið yður, herra, að hafa altar þessar staðreyndir í huga, og spyrja sjálfan yður hvort hægt hefði verið að freista mín rækileg ar? Ég er svo djarfur að álykta, TAK.ZANI H0PE7 WEV GET HEKE - 6EFOEE THEY K.ILLE7 YOU AH7 CAPTAIW TSHULU1.1’M JUPP... <, • ..TAZZAfJ' YOU'EE að fáir myndu hafa staðist freist inguna. Þarna lá ég í rúminu um nóttina, andvaka, örvæntandi, von laus, atvinnulaus maður með minn seinasta shilling í vasanum. Ég hafði reynt að vera heiðarlegur, en heiðarlegt fólk sneri baki við mér Það glumdi í eyrum, er það kallaði mig þjófsnafni — og samt var mér ýtt út í að gerast þjófur á ný. Mér hafði verið kastað út í straum, sem ég gat ekki svamlað gegn. Og svo var þetta svo einstakt tæki- færi: Stóra húsið með öllum glugg unum, og allar gullmedalíurnar, sem var svo auðvelt að bræða. Þetta var eins cg að setja hleif brauðs fyrir framan hungraðan mann og segja honum, að hann mætti ekki borða það. Ég spyrnti gegn broddunum, eins lengi og ég gat, en það var tilgangslaust, Loks reis ég upp og settist á rúmstokk- inn og strengdi þess heit, að þessa nótt skyldi ég verða auðugur mað ur — og hætta á allt til þess. Svo smeygði ég mér í fötin og þeg ar ég hafði sett shillingin minn á náttborðið — vegna þess að kráareigandinn hafði verið mér vin samlegur — fór ég út um gluggann niður í garðinn. sem var umhverf is krána. Það var hár garðveggur, sem mér veittist erfitt að komast yfir, en svo varð allt erfiðleikalaust. Það var ekki sála á þjóðveginum. Stóra járnhliðið við enda trjágang anna stóð opið og engin hreyfing á neinu I húsvarðarbústaðnum. það var tunglskin og framundan var húsið — gljáandi í tunglsbirc unni — ég sá það við enda trjá- ganganna. Það var um fjórðungur úr mílu þangað og ég gekk á braut arjaðrinum þar til ég kom að mal bornu svæði fyrir framan húsið. Og nú stóð ég þarna þar sem skugga bar á og virti húsið betur fyrir mér. Og. skínandi tunglsbirtu lagði á alla framhliðina, steinflöt inn og gluggana. Ég húkti þarna um stund og hugleiddi hvernig ég gæti komizt inn með auðveldasta móti. Hornglugginn næst gaflinum virtist ákjósanlegastur, en vafn- ingsviður óx upp með honum beggja vegna. Ég læddist í skjóli trjánna þar til ég var kominn baka til við húsið. Ég heyrði hundgá og skrölt í keðju, þetta var varðhund ur I húsi sínu. Ég beið þar til hann þágnaði og læddist svo að glugg- anum, sem ég hafði valið. .■.■.■/•V.V.V.V.'.V.V.W.V.*. SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endumýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstlg 3. Sími 18740. .■.V.V.V.VV.V.VWWAV. Blómabúbin Um le’ið og fallhlífarlið Mom- buzzis svífur til jarðar finnur Tarzan að hann er að verða mátt farnari og máttfarnari bæði af blóðmissi og sársauka vegna sárs ins, sem samsærismaðurinn, er hann hafði tekið til fanga, hefur um tímanlega áður en þeir dræpu veitt honum. Fallhlífarlið lendir. þig og Tshulu liðsforingja, ég er Tarzan, ég vonaði að við kæm- Judd... Tarzan, það blaeðir úr þér. Hrísateig 1 simar 38420 & 34174

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.