Vísir - 27.11.1964, Síða 16
Haustmót í
Gullbringusýslu
Haustmót Sjálfstæðismanna í
verður haldið laug-
ardagínn 28. þ.
m. kl. 9 síðdegis
í Sandgerði.
Bjarrii Benedikts-
ion forsætisráð-
og Axel
Jónsson, alþingis
maður, flytja á-
/örp. Leikaramir
Róbert Arnfinns-
son og Rúrik Haraldsson skemmta.
Að lokum verður dansað.
SmíSi varðskips í undirbúningi
Ægir orðinn 35 ára
— Nýja varðskipið verður að
vera ganggott, sterkt, auðvelt
í rekstri og sérstök áherzla
verður lögð á radartæknina. Þá
verður þyrluþiifar á skipinu og
skýli fyrir þyrlu. Þannig komst
Pétur Sigurðsson, forstjóri Iand
helgisgæzlunnar, m. a. að orði,
þegar hann var að lýsa því
hvernig hið nýja skip Iandhelg-
isgæzlunnar yrði að vera. Vænt
anlega verður skipið á stærð við
Óðin og gert er ráð fyr'r. að
smíði þess verði Iokið 1967.
Pétur Sigurðsson, \ forstjóri
landhelgisgæzlunnar, ræddi við
fréttamenn í gærdag og skýrði
frá því, að ríkisstjórnin hefði
samþykkt tillögu dómsmálaráð-
herra, Jóhanns Hafstein, um
byggingu nýs varðskips.
— Okkur er það nauðsynlegt
að hafa minnst tvö stór skip á
sjó í einu og nú er Ægir gamli
orðinn 35 ára gamall og að
sjálfsögðu nálgast sá timi óð-
um að endumýja þurfi hann,
sagði Pétur. Hann gat þess einn
ig að Ægir væri vandað skip og
hefði reynzt landhelgisgæzlunni
mjög.vel alla tíð, en með út-
færzlu landhelginnar og stækk-
un fiskiskipa flotans, verður
landhelgisgæzlan að fylgjast
— Gert er ráð fyrir þvf, að
undirbúningsvinna fari fram i
ár.
— Athuga þarf með þarfir,
stærð, gerð og hraða og mun
landhelgisgæzlan ræða málið við
sina reyndustu starfsmenn, bæði
skipstjóra og vélstjóra, sagði
Pétur. Um áramótin flyzt svo
undirbúningsvinnan til Álaborg
ar, en skipasmiðastöðin þar hef
ur lofað að gera frumteikning-
ar að skipinu og útboðslýsingu.
Gera má ráð fyrir að nýja
varðskipið verði á stærð við Óð
in, eða um eitt þúsund tonn,
en Iandhelgisgæzlan mun að
sjálfsögðu við smíði þessa nýja
varðskips. notfæra sér þá
reynslu, sem fengizt hefur af
Óðni. Auk þess sem Ægir er
orðinn 35 ára gamall, þá rennur
á næsta ári út leigusamningur
milli ríkisins og Slysavamafé-
lagsins um Sæbjörgu.
VERÐTRYGGÐ SPARlSKÍRTFJNi
■
. tt9 $&* ■&*&* S»*«#**J
«NtM NtlNBIKW KnÓMXttt
Nw» •< ÍXt. CM
NM, *» V* ioto 3mWnt
- vmktm* 'AwAyn ■#*&$/*** mfo’
Mdt W-Oioon oc woiv Qim&u «r>öo% * ribrtwv
iksMm,j
iHUSMdídd ifrc ribiOulMli o! Jioml vxukxtum
c mm N* m ***»*>. :
......... A ....'..'....
f.h. BlKiswóaa islanps
• :>iO.
.
■
.{
Í3
V \ y'i'
. "<>* '
— segir Gunnar Guðjónsson formaður
stéttarsambands fiskibnaðarins
Gunnar Guðjónsson
Hið nýja stéttarsamband fisk
iðnaðarins á að gæta hagsmuna
allra fiskframleiðenda, sagði
Gunnar Guðjónsson, hinn nýi
formaður sambandsins í stuttu-
viðtali við Vísi £ morgun. Okk-
ur þykir sem aðsfaða fiskiðnað-
arins hafi verið nokkuð slæm
oft og ekki rikt nægilegur skiln
ingur á mikilvægi fiskiðnaðar-
Ins fyrir þjóðarbúskapinn, Fisk-
framleiðendur hafa hins vegar
verið skipulagðir í mörgum söla
samtökum og okkur virðist sem
ekki sé vænlegt að vlnna að
málum þessum hver £ sínu horn-
heldur muni verða bctra fyrir
fiskframleiðendur að sameinast
I einu stéttarsambandi.
Gunnar sagði, að allir stærstu
aðilar í fiskiðnaðinum væru með
I stéttarsambandinu. Kvað hann
sambandið opið þeim, sem enn
vildu bætast í hópinn. Gunnar
sagði, að stofr.funduriun á Sögu
hefði verið vel sóttur og lofað
góðu um samtökin. Hann sagði
að fyrir dyrum stæði nú að
skipuleggja starf hinna nýju
samtaka. Mundi verða ráðinn
sérstakur framkvæmdastjóri, en
ennþá hefði ekki verið ákveðið
hver það yrði.
16 árekstrar í gær
Eftir því sem Vísir fregnaði i
, morgun hefur færð enn ekki spillzl
i neitf sem nemur a. m. k. ekki í
| nágrenni Reykjavíkur.
| Þó mun sums staðar hafa hvesst
Danskir vísiadamenn reka úróðar
en gefa þingnefnd engar skýrslur
Það vekur nú talsverða at-
hygli 1 sambandi við handrita-
málið, að á meðan ýmsir vís-
indamenn, sem eru mótfallnir
afhendingu handritanna, láta
móðari mása í dönskum blöðum
og halda uppi harðvítugum a-
róðri með vafasömum og ein-
hliða röksemdum, þá hafa þeir
ekkert gert til þess að koma
skoðunum sínum fram við þing-
nefnd þá, sem hefur málið nú
til meðferðar í þjóðþ’inginu.
Formaður nefndarinnar, Poul
Nilsson, hefur látið I ljósi furðu
yfir því að þessi hópur vísinda-
manna, sem heldur uppi áróðr
inum skuli ekkert hafa gert ti;
að gefa þingnefndinni hlutlægar
upplýsingar. En búast má við
að þingnefndin láti sér ekki
nægja e’inhliða áróður eins og
þann sem birtist í bæklingnum
fræga, heldur vilji kanna málin
frá öllum hliðum.
Þingnefndina sem skipuð var
til að kanna handritamálið sitja
17 þingmenn. Starfar hún eins
og allar aðrar þingnefnd'ir og
er það yfirleitt siður þar, að
þeir sem hafa einhvern áhuga á
málum, sem þar eru til um-
ræðu, leita til nefndarinnar
með upplýsingar sínar. En það
hafa hinir andsnúnu vísinda-
menn ekki gert. Eru menn að
velta því fyrir sér, hvort
þeir vilji ekki mæta nema þeim
sé boðið, en slikt tíðkast ekki.
Nilsson formaður nefndarinnar
upplýsir að 16 spurningar hafi
verið lagðar f-yrir hana til at
hugunar, mestmegnis af einstök
um nefndarmönnum sjálfum. Á
að fá svar við þessum spurn-
ingum til að upplýsa mál'ið. Má
sjá af nokkrum þeirra, að nefnd
in vill m.a. kanna, hvort ýmsai
staðhæfingar mótstöðumanna at
hendingar eru réttar. Hér eru
nokkrar spurninganna:
1) Er bókakostur konunglega
bókasafnsins nauðsynlegur til
þess að geta rannsakað hand-
ritin.
Framh á bls. 6
í nótt, og í morgun var talsverður
skafbylur á Þrengslaveginum. Samt
kom hann ekki að sök hvað færð-
ina snerti því það skóf af veginum,
en h’ins vegar var eitthvað sein-
keyrðara fyrir bragðiið.
I Ekki höfðu fregnir borizt af færð
i inni í Hvalfirði f morgun, nema
j hvað mjólkurbíll kom úr Borgar-
I nes'i á eðlilegum tíma til Reykja-
i víkur.
i Vestur á Snæfellsnesi var færð
| tekin að þyngjast í gær og f gær-
; kvöldi og nótt mun hafa gert skaf-
! hríð þar.
Á Norðurlandi var byrjað að
hriða hingað og þangað í morgun,
en samt ekki svo mikið, að vegir
tepptust.
f Reykjavík sjálfri var sama
hálka á götunum og áður, enda 16
árekstrar bifreiða bókaðir hjá lög-
reglunni. Slys urðu ekki ð fólki i
umferðinni f gær.
★ Suður-Afríkustjórn hefur lýst
ánægju sinni yfir þvf, að brezka
stjórnin hefur ákveðið að rifta
ekki samningunum um sölu á
16 Buckaneer-þotum, og segir
Breta geta áfram haft nat af
Simonstown-flotastöðinni, að ó-
breyttu.
Skuldabréfin komin og
safa hefst eftir helgi
Svona líta nýju skuldabréfin út,
sem Seðlabankinn tók við í gær-
kvöldi. Samtals er verðmæti
þeirra 50 milljónir króna. Meira
en helmingur þeirra er þegar
seldur fyrirfram og hafa menn
fengið ávísanir út á skuidabréf-
in fram að þessu. Sjálf bréfin
komu í gærkvöldi með Flugfé-
lagsvél frá Kaupmannahöfn, en
þau lögðu af stað í gærmorgun
frá Helsinki, þar sem þau eru
prentuð, hjá Finnlandsbanka.
Þau komu í fjórum kössum, sem
vógu alls 230 kg. Þótt þau séu
nú komin til landsins, hefst sala
þeirra ekki fyrr en eftir helgi,
og verður áfram notazt við á-
vfsanir á skuldabréfin fram að
því. — Samkvæmt lauslegri at-
hugun virðast bréfin nokkuð ai-
mennt keypt, þannig að fáir
kaupi mörg bréf en margir bréf
fyrir tiltölulega Iitlar upphæðir.