Vísir - 30.11.1964, Side 8

Vísir - 30.11.1964, Side 8
8 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði ! lausasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Landhelgin og togararnir Á aðalfundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna gerði sjávarútvegsmálaráðherra það nokkuð að um- talsefni hvort leyfa beri íslenzkum togurum að veiða innan 12 mílna markanna. Sökum hinna miklu vand- kvæða sem togaraútgerðin hefur átt í undanfarin ár er eðlilegt að þessi spuming vakni og sé tekin til um- ræðu. Það þarf ekki að fara í grafgötur um það að með landhelgisbreytingunni 1958 var togurunum bægt frá mörgum beztu miðum sínum. Afleiðing þess var versnandi fjárhagsafkoma þeirra, þótt þar lægju einn- ig aðrar ástæður til grundvallar. Með því að veita togurunum veiðiheimildir innan 12 mílna markanna myndi ugglaust hagur þeirra vænkast. En gegn slíkri breytingu munu heyrast ýmis mótmæli. Hætt er við að samtök brezkra togaraeigenda muni láta sitt hvað frá sér heyra. Þá er það augljóst að bátaútgerða- menn munu ekki ýkja hrifnir af því að fá togarana aft- ur á þau mið sem bátarnir hafa setið einir að síðustu árin. Þess verður þó að minnast að tilgangurinn með landhelgisútfærslunni var ekki einungis sá að vernda fiskistofnana, heldur einnig að veita íslendingum bætta aðstöðu til þess að nýta auðlindir hafsins við sína eigin landssteina. Þess vegna er það eðlilegt að togurunum séu vejttar slíkar heimildir, ef fulltryggt er að veiðar þeirra innan landhelgi spilli ekki fvrir uppvexti fiski- stofnanna. Gildi vísindanna Yestan við Háskólann er nú risið mikið hús, Rraun- vísindastofnunin. Þar mun verða miðstöð rannsókna- og vísindaiðkana í framtíðinni. íslenzkir vísindamenn tengja miklar vonir við þessa stofnun og það er heldur ekki ofmælt að þjóðin ætlast til mikils af henni. Það er líka tími til kominn að sæmilega sé búið að íslenzk- um vísindamönnum, betur en hingað til hefur verið. Hér er gnótt vel menntaðra hæfileikamanna, en starfs- kjör þeirra margra hafa verið þannig að þeir hafa orðið að slíta sér út við óskyld störf til þess að hafa ofan í sig og á. Sem betur fer er að vakna skilningur á því að vísindin eru meginás nútíma þjóðfélags og þessi mynd er í örri breytingu. Dæmin eru mörg um það hvert raunhæft gildi vísindarannsókna er fyrir þjóðar- búskapinn og eru fiskirannsóknir þar einna nærtæk- astar. En grundvallarrannsóknir eru ekki síður mikils- verðar, þótt afrakstur þeirra komi ekki strax í ljós. Nágrannaþjóðirnar eyða miklu fé til vísindarannsókna og til þess að mennta unga vísindamenn. Það fé sem þannig er varið kemur margfalt aftur. Við íslendingar ‘þurfum ekki einungis að auka mjög vísinda og tækni- menntun í landinu, heldur gera störfum vísindamanns- ins hærra undir höfði í öllum þjóðarbúskap okkar. V í S I R . Mánudagur 30. nóvember 1964 Noregsbréf til Vísis Úr Harðangursfirði Brunborg stóðu fyrir því að ís- Ienzku stofunni í stúdentabænum í Sogni var komið á fót. Hýn er mjög smekklega innréttuð. Hér er arinn, lítið bókasafn og samkvæmt góðum og gildum ís lenzkum sið er teppalagt horn- anna á milli er það gjöf frá Vef- aranum I Reykjavík. Annars höfum við veitt þvá eftirtekt með mikiili ánægju að Norðmenn eru á undanhaldi þeg ar Leifur Eiríksson ber á góma. Mörg blöð hafa minnst á Is- lenzku greinargerðina, sem var send til Washington og reiði- skrifin, sem út af því máli spruttu og þar að auki birtar stórar greinar um hvar Leifur væri fæddur. Samt sem áður eru nokkrir, sem halda því fram að hann hafi hvorki verið Norðmaður eða íslendingur, vegna þess að hann fiuttist svo ungur til Grænlands. Norskir sagnfræðingar vilja því helzt — eins og Helge Ingstad einnig heldur fram kalla Leif norrrænan, og þeir halda að þetta sé það eina rétta vegna þess að þá var hugtakið ríkis- fang ekki ains hlutlægt og það er nú á tímum. — Við getum lát ið þá lærðu deiia um þetta, en segjum aðeins frá því að Kjeil Bondevik (Leiðtogi Kristelig Folkeparti á þingi) harmar í norska stórþinginu að Norðmenn hefðu flýtt sér um of að tileinka sér Leif, sem þrátt fyrir allt var ekki norskur. Osló, í nóv. 1964. jslenzka nýlendan í Osló er nú stœrri en nolfl{j:asii}ni^ður... Margir íslendingar jlögða, ■ leiö. sína í haust íil.Npregg-.fÍÍd}5^5 að læra eða þá að fá sér atvinnu og mestur hluti þessa hóps stund ar nám við Háskólann í Osló, við landbúnaðarháskólann í As sem er rétt fyrir utan höfuðborgina og við Tækniskólann í Osló. Við reiknum með því að alls séu í Osló og nágrenni um 200 íslend ingar þar af V4, sem hafa fasta aðsetu Undanfarin ár hefur samstaða íslendinganna hér úti stöðugt aukizt og batnað. Stúde.ntarnir hafa sinn eiginn félagsskap og eru fundir hálfsmánaðarlega í íslenzku stofunni í Stúdentabæn um á Sogni. Á þessum kvöld- um er bæði komið saman og dansað og haft það notalegt, og einnig eru kvöldvökur með ýms um menningarmálum á dagskrá. Núna er Valdimar Brynjólfsson frá Selfossi, dýralæknanemi for- maður Stúdentafélagsins. Á hundraðasta afmælisdegi skáldsins Einars Bentdiktsson var haldið minningarkvöld í ís- lendingastofunni í Stúdentabæn- um á Sogni. Sigurður Hafstað sendiráðsritari var fyrirlesari kvöldsins og flutti afbragðs skemmtilegt erindi um skáldið. Á eftir voru sýndar skugga myndir og Sigurður Sigurðsson frá Rangárvöllum las „Smá- sögur“, eftir Halldór Kiljan Laxnes. Á fjallaslóðum og Öskjugosið 1961 sem voru sýndar við mik- inn fögnuð áhorfenda. Á eftir var borið fram kaffi og rjóma- pönnukökur og kvöldinu lauk með dansi. Næstum hundrað manns mséttú' og allt "fyrirkomu lag var méð sórria. . s n Nú hlakka allir til 1. desem- ber, sem að gömlum sið er hald inn hátíðlegur með brauki og brambolti í veitingasalnum í eftir Mats Wibe Lund jr. Stúdentabænum á Sogni. Þetta er eflaust stærsta íslenzka hátíð in í Noregi en við megum heldur ekki gleyma Þorrablótinu, sem nú hefur verið haldið í 2 ár og við metaðsókn. Síðast fengum við • mat frá veitingahúsinu Nausti í Reykjavík og að það væri vinsælt — lék enginn vafi á. Húsráðandi og frú Guðrún Jjaunar höfðum við það á tilfinningunni að þessi, — eigum við ekki að kalla það mis skilning — á rætur sínar að rekja allt til þess er norsk-ame- rísku félögin í U.S.A. pöntuðu rétt fyrir aldamótin málverk af Leifi Eiríkssyni. Þétta--málverk var nefnilega hengt upp á Chi- chago-sýningunni árið 1893 — til þess að veita Norðmönnum brautargengi sem landnemum Ameríku — eins og það var orð að þá. Málverkið var málað af hinum þekkta Christian Krogh og hangir nú í Þjóðlistasafninu í Oslo. Norðmennirnir hafa nú aftur farið á kreik og hlotið meiri aug Iýsingu. Eftirprentun af þessari margumtöluðu mynd af Leifi Eiríkssyni var nýlega gefin Hvíta Iiúsinu í Washington af ekki minni manni en Ludvig Braathen útgrðarm. Það er alveg synd að Islendingarnir vöknuðu svo seint til dáða. Með því misstu þeir af hinu geysimikla auglýsingargildi, sem dagur Leifs Eiríkssonar bauð upp á. Norð menn og norsk-ameríkanarnir notfærðu sér hann á klókan en frekjulegan hátt. — Nokkuð sem nú er harmað í Norfegi af þeim aðilum sem ábyrgðina bera. ÉRLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI ★ NTB-frétt frá Stokkhólmi seg Moskvu. Forsætisráðherrum Finn ir að Tage Erlender forsætis- lands og Noregs er einnig boðið til tfitt félagið íslendingafélagið í ráðherra Svíþjóðar hafi verið Moskvu Osló heldur fundi 4 sinnum boðið að koma í heimsókn tii ýr í NTB-frétt frá Róm segir, að á ári. Fyrir skömmu var haldinn Sovétríkjanna. Áður hafði frétzt, leiðtogi kínverskrar „friðarnefnd- Iaðalfundur þar sem Skarphéðinn ag jens otto Krag forsætisráð- ar“, sem er í heimsókn á Ítalíu, Árnason — fulltrúi Fíugfélags Is herra Danmerkur hefði fengið hafi lagt tii, að samkomulag verði lands í Osló var valinn sem slíkt boð. Stjórnmálamenn ræða gert um kjarnorkulaust Kyrra- formaöur. Aðalfudinum lauk sjn j miili hvort einhverjar sér- hafs-hnattsvæði, og verði m. a. með skemmtiatriðum og dansi. íegar aðstæður kunni að liggja Bandaríkin og Kína aðilar að því. Ósvaldur Knudsen hafði verið hér að baki, en það er ekki ★ Ákveðin er heimsókn Erland- svo elskulegur að senda félaginu fengra en síðan i febrúar i ár, ers forsætisráðherra Svíþjóðar til tvær af beztu litmyndum sínum. sem Krag var í heimsókn í Indlands í marz næstkomandi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.