Vísir - 30.11.1964, Side 9
V í S I R . Mánudagur 30. nóvember 1964
t sl. októbermánuði frum-
sýndi Magnús Jóhannsson út-
varpsvirki á kvöldvöku Ferða-
félags íslands kvikmynd, sem
hann hefur unnið að af lífi arn-
arins á íslandi. Kvikmynd þessi
er stutt, en hún er stórglæsileg
og án efa í röö þess bezta ný-
stárlegasta og skemmtilegasta
sem íslenzkur kvikmyndatöku-
naður hefur gert til þessa
Magnús hefur nefnt kvikmynd
þessa „Amarstapa“, eftir kletta
dröngum, sem emir við ísafjarð
ardjúp hafa búið sér hreiður-
stæði á.
1 tilefni af þessar’i sérstæðu
kvikmynd Magnúsar leitaði Vís-
ir á fund hans til að spyrja
hann nánar um tildrög og atvik
að kVikmyndinni.
— Frá blautu barnsbeini hef
ég haft áhuga fyrir öllu þvf sem
er sérkennilegt og fagurt í nátt
úrunni. Eitt af því, sem vakti
athygli mína og áhuga í bernsku
var örninn. í æskustöðvum mín-
um v'ið Kaldalón hafði verið
arnarsetur frá ómunatíð og það
datt engum í hug að gera þess-
um gömlu trygglyndu vinum
mein. Þeir voru friðhelgir
Heyrði furðusagnir
— Var örninn ekki talinn
grimmur vágestur i umhverfi
þínu eins og annars staðar?
— Það má vera. A.m.k.
heyrði ég ýmsar furðusagnir
um örninn á uppvaxtarárum
mínum, um barnsrán o.fl. Þess-
ar sagnir bitu sig fastar í sál
mína, en þær orkuðu ekki t'il ó-
vináttu við örninn, heldur hið
gagnstæða. Ég bar æ meiri virð-
ingu fyr'ir honum, sem konungi
fuglanna, og þannig held ég líka
að nágrönnum mínum hafi verið
farið. Þeir létu örninn í friði.
— Sástu oft örn þegar þú
varst krakk'i?
— Iðulega. Arnarhjónin í
Kaldalóni sveimuðu oft yfir
bænum heima, einkum á haust-
in þegar þau voru að leita
fanga í Selá í Skjaldfannardal.
Hún rann við túnfótinn hjá
okkur. Þar var gnægð silungs
og mikið æti fyrir öminn.
Allra fugla trygg-
lyndastur
— Er arnarsetur enn í Kalda-
lóni?
— Nei, það er búlð að vera.
Þegar ég kom árið 1945 í Kalda-
lón var þar einn örn á sveimi.
Eiturbyrlun í varplöndum æðar-
fugls hafði orðið maka hans að
bana. En örninn er allra fugla
trygglyndastur og í 12 löng ár
sve'imaði einmana ekkjufugl yf-
ir Kaldalóni, þá hvarf hann
iíka. Síðustu árin hefur nýr örn
tekið sér þar bólfestu, sennilega
yngri fugl.
En þessar minningar minar
um örninn og sVipIeg örlög
hans hafa vafalaust orðið til
þess að ég valdi örninn sem eitt
meðal fyrstu viðfangsefna
minna eftir að ég fór að hand-
le'ika kvikmyndavél.
— Hvenær byrjaðirðu á því?
— Árið 1950. Og strax árið
eftir gerði ég út fyrsta leiðang-
urinn f leit að arnarhreiðri.
— Hvert?
— Vestur að Djúpi. Ég hafði
heyrt getið un gamalt arnar-
setur í ■ Hvanneyrardal inn af
ísafirði. Það varð erfið ferð og
klifur í illgengum hömrum með
myndavélina bundna á bakið.
Loks fann ég amarhreiðrið —
það fyrsta á ævinni, á háum
klettastapa. Þar eru margir stap
ar, hver öðrum líkir. Þeir heita
einu nafni Arnarstapar, og.eftir
Amarungi við hreiður.
gamlir? Og þoldu þeir svona
langt hungur?
— Þeir voru um það bil sex
vikna gamlir og vel stálpaðir
orðnir, en einmitt á því aldurs-
skeiði byrja foreldrarnir að
svelta þá og vekja áhuga þeirra
í að bjarga sér sjálfir. Og eftir
því sem þeir stálpast meira,
hætta foreldarnir að mata þá,
heldur fleygja ætinu í hreiðrið
til þeirra og láta svo ungana um
'að að bjarga sér.
v^elur sér hreiðurstœði
þar sem aðflug er gott
— Hefurðu ekki þurft að
eggja þig í lífshættu við að
difra upp að arnarhreiðrum?
— Yfirleitt ekki. í fyrsta lagi
. egna- þess að ég hef ævinlega
gert mér far um að vera ekki
of nærgöngull við hreiðrin, til
að valda erninum ekki styggðar
að óþörfu. En svo er erninum
ekki svo sérlega umhugað að
verpa í illkleifum hömrum. Hon
um er fyrir mestu að aðflug
sé gott og býr sér því helzt til
hreiður á stöpum. Oft er hægt
að ganga alveg að þeim ef mað-
ur vill..
— Þarf leyfi til að taka mynd
ir af arnarhreiðrum og þarf að
hlýða ákveðnum reglum í sam-
bandi við slíkar myndatökur?
— Já, menn verða að vera
tilhliðrunarsamir í samskiptum
sínum við örninn Og kunna að
umgangast hann. Ég hef sjálfur
frá upphafi talið mér skylt að
afla mér heimilda Fuglafriðun-
er hann meiri hræfugl heldur en
veiðifugl og það hefur orðið
hans ógæfa. Hann leitar í hræ,
sem hafa verið eitruð, oftast
anpað hvort fyrir svartbak eða
refi, og það hefur orðið honum
að aldurtila.
Ekki þurfíarfrekir, en
búa yfir furðulegri
sjónhæfni.
Örninn verpir í apríllok og
ungar út að sex vikum liðnum.
Eggin eru ýmist eitt eða tvö,
og fremur lítil, miðuð við stærð
fuglsins. Ungarnir ena litlir og
veikburða fyrst, en hjarna fljótt
við því móðirin fóðrar þá ríku-
lega, mest á rauðmaga eða sil-
ungi, fyrstu 2-3 vikurnar. Rauð-
magann sækir örninn um fjörur,
en þá hálffjarar hann oft og ein-
att uppi í grunnvatni.
Á þeim 9 vikum, sem ung-
arnir eru í hreiðrinu þurfa þeir
mikið að borða enda þurfa þeir
á þeim tíma að vaxa frá dún-
klæddum hnoðra og upp í tign-
arlegan ránfugl með 2ja metra
vænghaf. Síðustu vikurnar í
hreiðrinu fara svo flugæfingar
að hefjast, enda byrjar alvara
lifsins þá hvað úr hverju.
Fullorðnir ern’ir eru ekki
þurftarfrekir, síður en svo. Það
má miklu fremur telja þá neyzlu
granna fugla, miðað við stærð.
En sjónhæfni arnarins er blátt
áfram furðuleg. Það er eins og
þeir skynji minnstu hreyfingu
í ailt að 6-8 km. fjarlægð. Það
VIÐ ARNARSTAPA
þeim hef ég nefnt kvikmyndina.
í hreiðrinu var aðeins eitt egg
og þvi var aldrei ungað út.
Kvenfuglinn dó af eitri um likt
leyti og ég var á ferð þar vestra.
Þar með voru örlög eggsins og
fjölgunar úr hreiðrinu ráðin.
Karlfuglinn ungar aldrei út.
Hins vegar sveimaði hann langt
fram eftir sumri yfir hreiðrinu.
Öminn býr yfir órofa tryggð.
— Hvernig hefur svo fram-
haldið orðið á kvikmyndatöku
þinni af erninum?
Lagt í kvikmynda-
leiðangra.
— Næsta vor, þ. e. 1952,
komst ég í tæri við arnarhreið-
ur í Gvendareyjum á Breiðafirð.í.
— Já, ég tók, eða reyndi að
taka, kvikmyndir af örnum og
arnarhreiðrum öll þessi ár. En
á árabilinu 1958 —’62 gerði ég
itrekaðar tilraunir til að ná nær
myndum af arnarforeldri vera
að mata unga sína. Þetta tókst
loksins árið 1962. Það var vest-
ur á Arnarstöpum í ísafirði, þar
sem ég byrjaði fyrst að kvik-
mynda arnarhreiður.
í 72 klukkustundir
við arnarhreiður
— Var það örðugt viðfangs-
efni?
— í sjálfu sér ekki svo mjög
örðugt. En þolinmæðisverk var
það. Ég varð að liggja 72 klukku
arnefndar og leyfis menntamála
ráðuneytisins til kvikmyndatöku
af arnarhreiðrum.
Öminn er huglaus fugl
— Á þessum ferðum þínum
og yfirlegu yfir arnarhreiðrum
hefurðu að sjálfsögðu kynnzt
ýmsum háttum og eiginleikum
arnarins?
— Jú, maður kemst ekki hjá
MAGNÚS JÓHANNSSON segir frá kvik-
myndaferðum sinum oð arnarhreibrum rg
athugunum sinum á lifi og háttum arnarins
og síðan hef ég reynt á hverju
vori að fylgjast með arnarvarpi
á Vesturlandi, þ. á m. í ísafirði,
Mjóafirði, auk Breiðafjarðar-
eyja.
Árið 1958 fór ég í mikinn leið
angur vestur til að kynna mér
hreiðurstæði arna á Breiðafirði
og í Barðastrandarsýslu og afla
mér jafnframt upplýsinga um
háttu arnarins og viðhorf fólks
til hans. Ég lærði mikið í þess-
ari ferð og komst að raun um,
að með því að tala við fólk er
unnt að vekja áhuga þess á við-
haldi þessa tígulega og sjald
gæfa fugls, og að eitthvað verði
að gera til að hann deyi ekki
með öllu út.
— Jafnframt hefurðu kvik-
myndað?
stundir i einni striklotu yfir
hreiðrinu. Reyndar kom örninn
eftir 64 stundir — þá var þol-
inmæði hans þrotin. Or því var
hann tiltölulega spakur og tor-
tryggni hans gagnvart mér var
horfin. Þess vegna beið ég líka
nokkrar klukkustundir til við-
bótar í von um að fá einhver
ný viðhorf og ný atriði í kvik-
myndina. En f stórum dráttum
tók ég allt upp á 5 mínútum,
sem ég hafði þurft að bíða eftir
í þrjá sólarhringa.
— Og á þessum 5 mínútum
hefurðu náð góðum árangri?
— Það er án efa einn skemmti
legasti og lífmesti þáttur kvik-
myndarinnar, en þar er móðirin
að rífa hræ og mata ungana.
— Hvað voru þeir á að gizka
Magnús Jóhannsson
því að taka eftir ýmsu, sem
maður myndi annars ekki vita.
Það er t. d. eitt með öðru, að
örninn er ekki nándar nærri eins
grimmur fugl og hann er tal-
inn véra. Það er t. d. mjög fá-
títt að hann hremmi lifandi
lömb, sem hann er þó i mörgum
tilfellum ásakaður fyrir. Örninn
leggst heldur ekki á varplönd
í því skyni að veiða. Eini usl-
inn, sem hann gerir í æðarvarpi,
er að valda styggð. Svartbak-
urinn er þar margfalt meiri vá-
gestur. Örninn er langt frá því
að vera hugaður fugl — hann
er allt að því heigull. Þess vegna
er meiri sjónskerpa en við fá-
um skynjað eða skilið. Og þeir
vaka skyggnum augum yfir
férðúm manna og dýra, ekki sízt
í námunda við hreiðrin
Verðlauna þarf
varpeigendur
— Hvað telurðu að hægt sé
að gera eða þurfi að gera til að
viðhalda arnarstofninum í land-
inu?
Hér þarf skjótra úrræða við.
Það má ekkert látið ófreistað
úr þessu og þar þarf ríkið sjálft
að hafa forystuna. Við vitum að
viðkoman er Iftil, stundum ekki
nema 2—3 ungar á sumri á öllu
landinu, og þegar bezt lætur 7
—8 ungar. Aftur á móti berast
oft og einatt fréttir um dauða
erni, sem finnast hingað og þang
að. Mar;\.r finnast að sjálfsögðu
aldrei.
Ég tel, að málin gætu snúizt
við að einhverju eða öllu leyti,
ef jarðéigendum, þar sem örn
verpir, væri greidd álitleg upp-
hæð fyrir hvert arnarhreiður
eða arnarunga, sem kemst á
legg. Og á meðan arnarhreiðr-
in á öllu landinu eru éinhvers
staðar innan við 10 talsins ætti
ríkið að hafa efni á slíku.
Ef það telst sannanlegt, að
örn vald einhverju’ tjóni, t. d.
með lambadrápi eða í varplandi,
sem annars mun næsta fátítt, á
sá aðili einnig að eiga kröfu
um skaðabætur á ríkinu,, en
hefna sín ekki á erninum með
því að skjóta hann eða eitra
fyrir hann. Því miður eru þeir
menn til meðal þjóðarinnar, sem
telja örninn vágest og granda
honum vitandi vits.
En ríkið á líka sinn þátt, og
hann ekki hvað minnstan í út-
rýmingu arnarins. Það hefur að
Framhald á bls. 4
B "O