Vísir - 23.12.1964, Side 6

Vísir - 23.12.1964, Side 6
6 V í S I R . Miðvikudagur 23. desember 1964. Sföðv/ð heiminn i ., ... ,. . jjo /Jiioll Jólaleikrit Þjóðleikhússins er að þessu sinni Stöðyjð heiminn hér fer ég út. Frumsýning er annan jóladag. Einnig verður Sardasfurstinnan sýnd og Mjalihvít, bamaleikritið. — Stöðvið heiminn er brezkur gamansöng- leikur í nútímastil og felst í honum þung ádeila. Aðalleikendur eru Bessi Bjarnason, sem leikur Litla karl eða trúðinn sem brýzt úr sár- ustu fátækt til hinna æðstu metorða. Vala Kristjánsson Ieikur konu hans og einnig fylgikonur hans í mörgum gervum. Bregður hún sér í gervi vestur-þýzkrar stúlku, stúlku frá Moskvu og stúlku frá New York. Leikhúsin um jólin Ævintýri á gönguför Á þriðja í jólum fnunsýnir Leikfélag Reykjavíkur Ævintýri á gönguför eftir Hostmp. Er það í níunda sinn, sem leikurinn er sviðsettur í Iðnó. Fyrst var Ævintýrið sett á svið í Stift- amtmannshúsinu einhvern tima á árunum 1850—60 og mæltu leikarar þá á danska tungu, næst var það sýnt í Gildaskál- anum á árunum 1860—62 og síð an hefur það margsinnis verið tekið upp til sýninga og er sýn- ingafjöldi nú orðinn á þriðja hundrað. Þýðingin er eftir eldri þýð- ingu Jónasar frá Hrafnagili, sem Lárus Sigurbjörnsson breytti, en Tómas Guðmundsson endur samdi suma söngvana. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir og er það í fyrsta sinn, sem hún setur leikrit á svið hjá Leikfé- laginu, en alls hefur Ragnhildur sett Ieikrit á svið um 20 sinn- um, víða um land, t. d. setti hún á svið á Akureyri síðasta vetur leikritið Galdra-Loft, en með aðalhlutverkið fór þá Gunn ar Eyjólfsson sem gestur Leik- félags Akureyrar. Leikendur í Ævintýrinu nú eru þessir: Krantz, birkidómari, Brynjólfur Jóhannesson, asses- sor Svale, Haraldur Björnsson, Skrifta-Hans, Erlingur Gíslason, frú Krantz, Inga Þórðardóttir, Vermundur, Gísli Halldórsson, Lára, Björg Davíðsdóttir, Jó- hanna, Guðrún Ásmundsdóttir, Ejbæk, Arnar Jónsson, Herluf, Pétur Einarsson, og Pétur bóndi, Karl Sigurðsson. Leiktjöld eru eftir Steinþór Sigurðsson. Undir leik annast til skiptis Guðrún Kristinsdóttir og Máni Sigur- jónsson. Skömmu eftir nýár verður barnaleikritið Almansor kon- ungsson eftir Ólöfu Árnadóttur frumsýnt í Tjarnarbæ. Er leik- ritið gert eftir austurlenzku æv intýri. Leikstjóri er Helgi Skúla son. ^V&ugcítis , Jaroa/ðer/a/s / pöMÆum ístertur, skreyttar úr vanilluis og súkkulaðiís, Þrjár stærðir. 6 manna 9 manna 12 manna ístertur þarf að panta með tveggja daga fyrirvara í útsölustöðum á Emmess-ís. Mjólkursamsalan.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.