Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 1
VÍSIR
lanúar 1965. — 11. tbL
Dóma í togaramálunum
að vænta í kvöld
1 morgun var þingfest í Saka-
dómi Reykjavíkur mál skipstjórans &
af togaranum Pétri Halldórssyni
og nú skömmu eftir hádegi átti
að þingfesta mál brezka skipstjór-
ans af togaranum Hewitt. Pingfest-
ing er í því fólg’in að fulltrúj saka
dómara leggur fram kæru í mál-
inu. Síðan er eftir málflutningur
sem fulltrúi saksóknara og
verjandi reifa málið og loks eru
máiin tekin til dóms. Er búizt við
að dómur í báðum landhelgisbrota-
málunum verðj kveð'inn upp í
kvöld, því að jafnan er reynt að
hraða málum í Landhelgisbrotum
eins og mögulegt er.
Afli beggja togaranna var mjög
lítill eða aðeins um 15 tonn hjá
hvorum. Liggur aflinn enn I
brezka togaranum, og engin ósk
um það að honum verði skipað í
land hér, þó málið hafi tekið nokk-
um tíma.
Klettur hefur fest kaup
á síldarflutningaskipinu
Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjan
að Kletti hefur nú endanlega fest
kaup á olíuskipinu, sem Vísir hefur
sagt frá, að staðið hafi til að kaupa.
I>etta er 3500 lesta olíuskip frá
Bergen i Noregi og á að nota
jjað til sfldarflutninga til nýju
Faxaverksmiðjunnar.
Kaupendur undirrita samninga
með þeim fyrirvara, að skipið verði
afhent á þeim tíma, sem verksmiðj
an getur sætt sig við, en reiknað er
með, að skipið verði tilbúið fyrir
næstu sumarvertíð á síld.
Skip'ið heitir nú Hertha, tiu ára
gamalt og smfðað í Skotlandi. Það
hefur verið í olíuflutningum í Kara
biska hafinu en hefur einu sinni
komið til íslands að sækja lýsi.
Áður en skipið kemur hingað í
síldarflutningana, verður það tekið
í þurrkví, þar sem gerðar verða á
þvi ýmsar lagfæringar, auk þess
sem settur verður í það dæluútbún
aður, sem á að dæla sfldinni um
borð og frá borði.
Koma þessa skips hefur mikið
gildj fýrir nýtingu hinnar endur-
nýjuðu Faxaverksmiðju og gerir
kleift að starfrækja hana mestan
hluta ársins.
Mikill síldarafli á SuÍurlandsmiSum
Loksins í nótt náðu þeir í sild
ina á Suðurlandsmiðum svo um
munaði. Þar fengu í nótt 19 skip
rúmlega 24 þús. mál, sem fara að
mestu í bræðslu í Vestmannaeyj-
um. AHir síldarbátar, sem ekki eru
í verkfalli, eru komnir á þessi mið
og þar á meðal allir bátarnir af
Austfjarðamiðum. En stór hluti
sildarflotans liggur bundinn vegna
verkfallsins í flestum verstöðvum
suðvestanlands og geta þeir bát-
ar ekkert aðhafzt meðan hinir
moka upp.
Síldin veiðist á stófu svæði
nokkru austar en síldin sem veidd
ist í gær, eða við Tvísker og Hroll
augseyjar. Hún er heldur smærri
en síldin, sem var mæld i gær og
reyndist vera 30 cm. og 12-14%
feit.
í morgun voru bátarnir sem óð-
ast að tilkynna sig og síðast er
blaðið frétti voru þessir bátar
komnir á skrá: Náttfari 900, Berg-
ur 1700, Hannes Hafstein 1400, Ó-
feigur II. 800, Jón Finnsson 1200,
Ingvar Guðjónsson 2000, Súlan
1600, Halldór Jónsson 1000, Árni
Magnússon 1700, Sveinbjörn Jak-
obsson 800, Guðmundur Péturs
1000, Oddgeir 1500, Sigurður
Bjarnason 1500, Helgi Flóventsson
1300, Hringver II. 14Q0, Erlingur
III. 900, Engey 1500, Akurey 1500,
Húni II. 550.
Reikn'að er með að flestir þess-
ara báta landi í Vestmannaeyjum,
en einn eða tveir í Grindavík.
OXNADALSHEIDI BUIN
AÐ VERA ÓFÆRI VIKU
Obbinn af síldinni fer í bræðslu.
Hingað til hefur hún að mestu
farið í frystingu, en nú er hún
smærri og þ’ar að auki eru frysti
húsin mjög upptekin við að taka
við þorskaflanum, sem er góður
þessa dagana. Bræðslurnar í Vest-
mannaeyjum eru tvær og báðar
nýjar og afkastamikiar. Þær hafa
tr
A skautum
Á góðviðrisdegi eins og þess-1
| um er gaman að renna sér á .
' skautum á tjörninni, svellið er
tslétt og fínt því að slökkviliðið I
i tók til sinna ráða og sprautaði |
vatni yfir ísinn, sem var óslétt ,
ur og svo var skafið yfir á eftir.
I Við sjáum að ungviði borgarinn I
| ar notar sér óspart tækifærið,
| krakk'arnir streyma niður á I
| tjörn og renna sér á skautum |
I og sieðum daginn út og daginn |
undanfarið verið að bræða úrgang
frá frystihúsunum en í dag fara
þær í fullan gang.
Sjómannaverkfallið:
Enn kyngir niður snjó nyrðra
Norðanlands kyngir enn niður viku. Á morgun er áætlunardagur,
snjó og er mjög erfitt um allar
samgöngur þar eins og stendur
í gærmorgun batnaði veðrið rétt
sem snöggvast og var þá strax
hafizt handa um að moka aðai-
göturnar á Akureyri og eins á nær
liggjandi vegum til Akureyrar til
að létta undir með mjólkurflutn-
ingunum, sem eru allmiklum vand
kvæðum bundnir sökum ófærðar.
En þegar 1 /ða tók á daginn tók
að snjóa að nýju og hefur verið
stanzlaust ofankafald síðan. Hefur
færðin þyngzt enn og mátti þó
varla verri vera.
Engir bíiar hafa komizt yfir
Öxnadalsheiði frá þvi í síðustu
en engar líkur til að bílar leggi á
heiðina, þvi hún er ásamt Öxna-
dal, talin alófær.
Frá því seinni hluta dags í gær
og þar til í morgun eru mjólkur-
bxlar að brjótast með aðstoð vega-
gerðarvéla úr Fnjóskadal og Höfða
hverfi til Akureyrar og voru á
annað dægur að komast leið, sem
annars er farin á einni klukku-
stund. Mjólkurflutningar úr
Fnjóskadal hafa legið niðri frá því
um helgi og þar til nú, bæði vegna
ófærðar og snjóflóðahættu í Dals-
mynni.
Stórir trukkar hafa komizt um
Eyjafjörð að vestan og eins um
innanvert héraðið til þessa.
Deilan st< endur nú
um skipta iprósentu
Enginn sáttafundur hefur ver-
ið boðaður enn í deilunni um
kaup og kjör sjómanna á vélbáta
flotanum. Eftir því sem Vísir
hefur frétt, hefur í samningun-
um til þessa náðst góður árang
ur í viðræðum um kauptrygging
una en deilan stendur nú fyrst
og fremst um skiptaprósentuna.
Horfur eru á samkomulagi um
5% hækkun á kauptryggingu.
Verður nú á næstunni lögð
áherzla á að semja um skipta-
verðið. Sjómenn föru fram á
sömu skiptahlutföll á þorsknóta
veiðum og á síldveiðum með
nót en nú er skiptaprósenta sjó
manna á síldveiðum með nót
36,5% — 37.5%. Á veiðum með
línu og net fóru sjómenn fram
á 34% en prósentan á þeim veiö
um er nú 29.5%.
Fonnfergi á Húsavík
Mikil snjókoma hefur verið á
Húsavík þessa viku, snjóskaflar
víða miklir og jafnvel upp undii
húsþök. Bilar eru víða á kafi á
götum bæjarins en aðalbraut bæjai
ins er haldiS opinni meS jarðýtu.
Tveir mjólkurbíiar hafa brotizt tii
bæjarins þessa viku. Annar þeirra
öxulbrotnaði þó á heimleið í Aðal-
dal í fyrradag. Einn mjólkurbfll var
á Ieið til Húsavíkur úr Reykjadal i
gær með aðstoð jarðýtu.
Símasambandslaust hefur verið
við Húsavík í nokkra daga. Þrír
eða fjórir sfmastaurar brotnuðu á
Fljótsheiði og línur slitnuðu niður
undir hádegið í gær. Viðgerð var
enn ekki lokið í morgun..