Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 15
VÍSIR . Fimmtudagur 14, janúar 1965
75
RONA RANDALL:
GRETA
— Astarsaga frá Hollandi —
Marjet fannst allt 1 einu, að hún
væri orðin útslitin og gömul. Hún
virti fyrir sér systur sína, unga
og fagra, sakleysislega, aðlaðandi.
Svona hafði hún eitt sinn litið út.
Marjet hló tilgerðarlega, horfði
á böggulinn, sem Greta hélt á og
spurð'i dálítið hvasst:
— Áttu að skilja eitthvað eftir
héma? Hvers vegna stendur þú
þama og starir á mig? Það á að
fara með varning og þess háttar
um bakdyrnar.
Greta hélt áfram að stara á hana.
— Ert það virkilega þú, Marjet?,
spurði hún,
— Já vitanlega er það ég. Og
það er heppilegt, að forstjórinn
skuli ekki vera við, annars hefð-
irðu alls ekki fengið að fara inn
hérna megin . . .
Greta reyndi að taka þessum mót
tökum með jafnaðargeði, en hún
gat ekki varizt því, að tárin komu
fram í augun á henni.
— Reyndu nú að koma þér af
stað, sagði Marjet næstum heiftar
lega. Af hverju berðu ekki fram
aliar spurningarnar, sem vafalaust
eru ofarlega í huga þér og allra
heima í Leiendam? Af hverju
spyrðu ekki hvers vegna ég er hér
og ekk'i í Ameríku? Af hverju
spyrðu ekki hvernig standi á því
— ég hafi sagt öllum, að ég færi
þangað, Þú ættir annars að geta
sagt þér þetta sjálf, ef þú notar
það litla vit, sem guð hefir gefið
þér. Ég er ekki fyrsta stúlkan í
heiminum, sem hefir verið sv'ikin.
Það var eins og eitthvað brysti.
Hún gat ekki haldið áfram í þessum
dúr til þess að leyna því, að hún
var ólánsöm manneskja, og að í
rauninni var allt hrunið í rúst fyr-
ir henni.
Full meðaumkunar gekk Greta
t’il hennar. Hún lagði frá sér bögg
ulinn og faðmaði að sér systur
sína,
Hún sagði ekki neitt, spurði
einskis, bara hallaði henni að sér og
strauk Ijósa hárið hennar.
Marjet tók óstyrk vasaklút upp
úr vasa sínum og þurrkaði tárin,
svo að hún yrði ekki öll útötuð
og hún yrði að farða sig á ný.
Greta reyndi hins vegar ekki að
halda aftur af tárunum, sem glitr-
uðu á löngum augnahárum hennar.
— Þú átt að koma heim til okk-
ar — til Leiendam. Okkur þykir
öllum vænt um þig ennþá.
— Nei nei, ég gæti það ekki,
— ég gæti ekki þolað að heyra
sýknt og heilagt ásakanir ...
— Nei, nei, sagði Greta, við erum
ekkj þannig gerð — höfum við
nokkurn tíma verið þannig?
— Ég mundi sálast úr leiðindum
innan viku. Og það er enginn ung-
ur maður ókvæntur í Leiendam.
Greta tók upp böggulinn sinn og
sagði rólega:
— Ég þekki einn, sem ekki er
kvæntur.
— Og ’hver skyldj það vera?
Bjáninn hann Hans?
— Nei, — Dirk Kershoit.
—Dirk?
— Já hann kom aftur — þín
vegna.
Dirk gekk fram og aftur niðri
við höfnina um kvöldið og beið
þess að skurðabáturinn kæmi aftur
frá Rotterdam. Jan, sem hafði séð
til hans þarna, lcorn til hans, og
sagði við hann:
— Ég þekki Gretu. Þú getur
verið viss um, að hún kemur heim
aftur þegar í kvöld.
— Ég vona, að þú reynist sann
spár sagði Dirk.
Og Jan reyndist sannspár. Þegar
báturinn kom sáu þeir Gretu á þil
fari, í fallega þjóðbúningnum sín-
um, og svo lagði báturinn að
skammt frá brúnni.
Hann var þar þegar hún steig
á land. Hann tók hana styrkum
höridum og lyfti henni upp tröpp-
urnar sem Iágu að brúnni. Hann
var svo innilega glaður yfir að hún
var komin aftur, að hann vildi
helzt ekki sleppa henni, en hún
losaðj sig með hægð.
— Þú ert þreytt, Greta, sagði
hann af mikilli umhyggju. Nú skal
ég fylgja þér heim.
— Ég er sannast að segja ekkert
þreytt, sagði hún og sneri frá hon-
um, en þau urðu samferða eftir
stígnum á skurðbarminum. Sólin
var í þann veginn að hníga til við-
ar, og geislar hennar dönsuðu enn
á sjónum og þöktu litlu húsin í
þorpinu. Gretu varð ósjálfrátt hugs
að til stóru reykháfanna inni í bæn
um og stóru bygginganna og
skröltsins og hávaðans inni í borg
inni. Lfngfrú Bagley hafði sagt
henni að svona væri það líka í
London og niðri í jörðinni, þar sem
skarkalinn væri enn meiri.
Greta fann yiinn úr sterkri hönd
Dirks, sem leiddi hana, og það fór
eins og titringur um hana. Hún ótt-
aðist, að hún mundi ekki geta stillt
sig um að láta sína sönnu tilfinn-
Naomi hjúkrunarkona þrifur
yssu eins handtökumanna sinna
g í fyrsta skipti á ævinni launar
hún ofbeldi með ofbeldi. Gorg læð
an okkar hefur skotið Zerb. Ég hef
nógar kúlur fyrir ykkur alla,
ingar til hans i ljós, og dró hönd
sína til sín, og hann misskildi
þetta og varð sár og leiður. En
hann sagði bara dapurlega:
— ÞVi ert þreytt Greta.
Hún hristi höfuðið, en gat ekkert
sagt í svip. Það hafði sín áhrif, að
hann gekk þétt við hlið hennar —
henni varð nú fyllilega Ijóst, að
henni mundi aldrei geta þótt vænt
um nokkurn mann nema Dirk. Hún
v'issi líka, að hún mundi geta gert
hann hamingjusaman, en öllu þessu
yrði hún að leyna.
— Það er dálítið, sem ég verð
að segja þér, sagði hún Ioks.
— Þú ert þó vonandi ekki að
hugsa um að fara aftur til Rotter-
dam — til þess að vera þar?
— Nei, en ég hefi fréttir að segja
— af Marjet.
— Majet? Hvaða fréttir?
— Ég hitti hana í Rotterdam —
í dag.
— Þetta er ótrúlegt —
— Ég bæði sá hann og talaði
við hana, sagði Greta nú og var
svo hraðmælt, , að hún næstum
missti andann.
— Þú verður að fara til hennar
Dirk, sækja hana, fá.hana til þess
að koma í-.'tur til Leiendam. Ég
er viss um að hún gerir það, ef
þú biður hana um það. Ég gleymi
ekki augnatilliti hennar, þegar ég
sagði henni, að þú værir kominn
heim — og eingöngu hennar vegna.
Farðu til hennar, Dirk. Hún þarf
á hjálp þinnj að halda. Hún hefir
alls ekki verið í Ameriku og hún
hefir alls ekki verið gift . . Hún
þorir ekki að fara heim, og hún er
einmanna og óhamingjusöm, — þú
mátt ekkj bregðast henni, Dirk. Þú
verður að fara til hennar . . .
— Hvar er hún?
—í næturgistiskálanum Dans-
skónum.
Hún lagði hönd sína á handlegg
hans og hann stóð og horfði á
þessa litlu fíngerðu hönd. Honum
var það mikils virði að Greta
bar fullt traust til hans og leitaði
til hans, ef eitthvað var, sem hún
sjálf gat ekki ráðið fram úr.
— Marjet þarf á hjálp þinni að
halda, Dirk, sagði hún í bænarómi.
Hún þarf á einhverjum að halda,
sem hún getur elskað.
— Þið hafið öll reynt að hjálpa
henni, — ég verð að reyna það
líka.
Svo horfði hann á Gretu. Sein-
asti kvöldbjarminn féll á hár henn
ar og andlit, og það var mikil
birta í augum hennar í kvöldskin-
inu. En allt í einu komu nokkur tár
fram í augu hennar, sem gáfu
bendingu um hvernig tilfinningum
hennar var varið.
— Þú vilt, að ég leit uppi Marjet?
spurði Dirk.
— Já, Dirk, sagði hún ákveðin.
— Þá skal ég gera það eins
fljótt og ég get þvf við komið.
Hann fylgdi henni heim og þar
fékk hún honum bréfabunkann —
öil óopnuðu bréfin.
— Þú vilt sjálfsagt helzt fá
Marjet þau sjálfur, sagði hún.
Greta var ekki heima þegar Dirk
kotó heim með Marjet. Hún hafð'i
af ásettu ráði unnið lengur en hún
þurfti í gistihúsinu, til þess ef unnt
væri að þurfa ekki að sjá þau sam
an fyrsta kvöldið heima, eftir að
þau höfðu nú loks fundið hvort
annað. Og þótt hún ásakaði sjálfa
sig fyrir heigulskap leitaði hún eft
ir einhverri leið, til þess að leggja
á flótta. Og hún fann aðeins eina
leið: Að taka tilboðj ungfrú Bag-
Iey, en hún hafði sent henni ákveð-
ið, skriflegt tilboð þá um morgun-
inn.
AUGLÝSIÐ I VÍSI
Afgrciðsla VÍSIS er í
Ingólfsstræti 3
ÁSKRIFTARSÍMI
blaðsins er ▼
skepnurnar. En skyndilega stefnir
Gorg bátnum á aðra hliðina og Na
BUT-SW’P’EMLV-SOnS SWERVES THE
BOW- KW THE AWttLE-MJ7-WEIST-B0UN7
UAOfM TOFFLES OVER...
omi, sem bundin er höndum og
fótum veltur um koll.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINIJ og DÓDÓ
Laugavep 18 3. hæð Oyfta)
Simi 24616
Hárgreiðslustofan PERMA
Garðsenda 21, slml 33968
Hárgreiðslustofa ólafar Björns
dóttur
HÁTÚNl 6, slmt 15493.
Hárgreiðslustofan
Pl ROl
Grettisgötu 31 slmi
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAB
Grenimeí 9, slmi 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(Maria Guðmuridsdóttir)
Laugaveg 13, slml 14656.
Nuddstofa á sama stað
Dömuhárgreiðsla við allra hæf|
T.IARNARSTOFAN
Tiarnargötu 11 Vonarstrætls-
megin. simi 14662
Hárgreiðslustofan
1 Simi 35610
Ásgarði 22.
HÁRGREIÐSLU
STOFAN
I
f
Sittý
ÁSTHILDUR KÆRNESTEDM
GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR
S'lMI 12614
HÁALEITISBRAUT 20
VENUS
Grundarstig 2a
Simi 21777.
Hárgreiðslustofan
Soivallagötn 72
Simi 18615
C
22997 ■ Gretfisgotu 62 ST
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömhj
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver
Selium æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum
OON- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstig 3 Simi 18740.
I
í