Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 16
ISIF Fimmtudagur 14/janúar 1965 92 þús. fóru um Kefluvíkurvöll Á árinu 1964 fóru um Kefiavíkur flugvöll: 92.834 farþegar (35.945), 857.805 kg. vörur (552.458), 97.421 kg. póstur (67.758). Tölur innan sviga frá árinu 1963. Smáhýsahótel byggt í Hveragerði Félugið Hluð h.f. sfofnuð 1 gærkvöldi var haldinn fram haldsstofnfundur félagsins Hlað h.f., en hlutverk félagsins er veitinga og gistihúsarekstur. — Hlutafé Hlaðs er 7 millj. króna og skipta hluthafar tugum. -<*> Forstjéri Norður- stjörnunnur rúðinn Akureyrarblöðin skýra frá því að forstjóraskipti hafi nú orðið hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Lætur Andrés Pótursson af starfi og tekur við forstjórastöðu hjá síldarniður- suðuverksmiðjunni Norðurstjörn- unni í Hafnarfirði. Við starfi Andrésar tekur kunn ur togaraskipstjóri á Akureyri, Vilhelm Þorsteinsson. Fyrsta verkefni hins nýja fé- lags verður bygging gistihúss i Hveragerðí. Verður það gistihús með bandarísku sniði, eftir svo nefndrj „motel" fyrirmynd. — Byggð verða mörg smáhýsi vest an við Hveragerði, undir heið- inni við þjóðveginn og auk þess veit'ingaskáli þar sem bæði verð ur „kafeteria“ og góður veitinga salur. Auk þess er ætlunin að koma upp miklum skála þar sem alls kyns leiktækjum verði fyrir komið til dægrastyttingar gestum hótelsins. Formaður hins nýja félags er hótelstjóri Sögu, Konráð Guð- mundsson. Aðrir í stjórn eru Bragi Einarsson Hveragerði, Steingrímur Hermannsson fram kvæmdastjóri og Styrmir Gunn arsson stud. jur. í varastjórn er Hörður Einarsson stud. jur. Manfreð Vilhjálmsson ark'itekt vinnur að teikningum hins nýja hótels. Svavar Gests formaður F.Í.H. skýrir hina nýju samninga félagsins á fundi í gær. Nú hefst dansinu afturí Efni somkomulagsins við hljóðfæruleikaru í gær samþykktu félagsfund- ir hjá Félagi íslenzkra hljóm- listarmanna og Sambandi veit- inga og gistihúsaeigenda samn- ing þann sem samninganefndir I Olvun viS akstur eykst stóríega meS hverju ári félaganna höfðu komið sér sam- an um kvöldið áður. Samkvæmt því verður kaup hljóðfæraleikara kr. 135,50 á tímann, auk 7% orlofs og 1% sjúkratryggingargjalds. Hér ber á það að líta að vinnutími hljóð færaleikara er yfirleitt ekki nema 15—20 tímar í viku og er tímakaupið miðað við það hve vinnutíminn er stuttur. Samkvæmt fyrri samningi hljóðfæraleikara var öll upphæð þessi í einu lagi, eða kr. 122,50 á tímann. Kaupkröfur hljóðfæra- leikara voru við samningana kr. 225 á tímann. Aðrar breytingar í hinum nýju samningum eru að kvaðningar- tími hljómsveita á föstudags- og laugardagskvöldum er nú frá kl. 20 en var áður frá kl. 21. Einnig var sú breyting gerð að tíminn á danshúsum milli kl. 1 og 2 á aðfarnótt sunnudags greiðist nú með næturvinnuálagi. Vísir hefur aflað sér upplýs- inga um að fyrr meðan gömlu samningarnir giltu var tltt .að hljóðfæraleikurum voru greiddar kr. 150 á tímann, svo hér er verið að staðfesta í samningum kaup sem mörg danshúsin hafa begar greitt um all langt skeið. Ölvun við akstur hefur stórlega aukizt f Reykjavík með hverju ár- inu sem líðúr og á árinu sem leið voru 677 blóðsýnishorn tekin úr mönnum, sem grunaðir voru um að hafa ekið bifreiðum undir áfengis áhrifum. Árið 1961 voru ekki tekin nema um 250 blóðsýnishorn úr ökumönn um, árið næsta á eftir hækkar sú tala næstum um helming, eða í 425. Árið 1963 eru blóðsýnishorn tekin úr 582 ökumönnum og nú 677. Þetta er ískyggilega há tala og ískyggilega mikil aukning. Þess ber þó að gæta að þó sýnishornin séu tekin, er ekki þar með sagt að það sé sönnun fyrir því að áfengismagn hafi fundizt í blóðinu, eða þá svo mikið að dugi til að sakfella öku- manninn fyrir. í öðru lagi hefur í einstöku tilfellum blóðsýnishorn verið tekið úr fleiri en einum mannj úr einni og sömu bifreið. Það er gert þegar einhver vafi leik ur á hver ekið hafi eða líkur benda til að fleiri en einn hafi ekið. I sambandi við þessa öru fjölgun blóðsýnishorna frá ári til árs ber þess að geta að eftirlitið hefur ver ið hert með ölvuðum ökumönnum með hverju ári sem liðið hefur. Þar við bætist að bílum höfuðborgar- innar hefur fjölgað mjög ört á þessu tímabili og þar með öku- mönnunum. Sementsnotkun íslendinga sú næstmesta í Evrópu ísland og Sviss eru þau tvö lönd sem langsamlega ber hæst í Norðurálfu hvað sementsnotk un snertir. Sviss er að vísu talsvert hærra í þessu efni me<5 632 kg. notkun á hvern íbúa landsins, en þar næst kem ur svo ísland með 560 kg. á hvern íbúa. Þessar upplýsingar gaf dr. Jón Vestdal framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins í gær. Hann sagði að þriðja hæsta landið í Norðurálfu hvað sementsnotkun snertir, væri Þýzkaland með 484 kg. á íbúa, þá Austurrlki með 442, italfa 437, Svíþjóð 415, Belgía 392, og Frakkland 355. Sementsnotk un Dana er 293 kg. á ibúa, eða rétt rúmlega helmingur þess sem við íslendingar notum. Norðmenn nota 332 kg. (L mann Þá skýrði dr. Vestdal frá því, að sementsnotkun Islendinga hefði aldrei verið meiri en á árinu sem leið. Hún nam 103. 820 lestum, eða um 2000 lestum meira, en hún hefur mest verið áður. Það var í fyrra. Hefur orðið mjög mikil aukning á sem entsnotkun landsmanna tvö síð ustu árin, og hvort um sig kom izt yfir 100 þús. lestir. Aftur á móti nam sementsnotkunin 1961 ekki nema rúmlega 61 þús. lest og 72 þús. lestum árið 1962 Á sl. ári var ekkert sement flutt úr landi, en það hefur verið gert um nokkur undan- farin ár. Ekkert sement var þá heldur notað til Keflavíkurveg ar eða annarra stórfram- kvæmda, en árið 1963 voru nær 7 þús. lestir notaðar í Keflavíkurveginn. Sementsverksmiðjan á Akra- nesi starfaði samtals 350 daga á árinu sem leið og voru það fleiri framleiðsludagar en á nokkru ári áður til þessa. Heild arframleiðslan á árinu nam um 110 þús. lestum og sements- birgðir verksmiðjunnar um sl. áramót 25 þús. lestir. Verðmæti seldrar framleiðslu nam 129.7 millj. kr. á árinu 1964. ÞYTUR SKIPTIR UM EIGENDUR Hefur brátt 12 vélar til reiðu Flugskóiinn Þytur hefur nú skipt um eigendur og hafa þeir Björgvin Hermannsson og Otto Tynes keypt skólann og reka hann í framtfðinni. „Það verð- ur mikið að gera í sumar fyrir flotann okkar,“ sagði Björgvin í stuttu símtali í morgun „við höfum þegar fengið margar pant anir fyrir sumarið frá ferða- mönnum og ferðaskrifstofum." Þytur mun í framtíðinni verða rekinn sem flugskóli og flugvélaleiga en alls eru nú í flota Þyts 7 flugvélar, en verið að semja um kaup á 4-5 nýjum flugvélum, öllum af Cessna- gerð. Flugvélarnar sem Þytur á nú eru 2 Piper Cup og ein flug vél af gerðinni Piper Apache, Cessna 150, Cessna 140 og Cessna 172 og Aero. Verið er að sernja um kaup á Cessna 310, sem er nú á Reykjavíkurflugvelli við aðset- ur Þyts og félagið hefur hug á kaupum á tveim Cessnum af gerðinni 172 og tveim af gerð inni 150. Umboðsmaður Cessna-verk- smiðjanna á Norðurlöndum er hinn kunni flugkappi Thor Sol berg og er hann nú staddur hér til að semja við Þyts-menn um flugvélakaupin. FæreyjafíugiS hefst aftur 6. maí Flugfélag íslands, sem tvö und- anfarin sumur hefur haldið uppi flugi um Færeyjar, hefur ákveðió að halda þeirri þjónustu áfram á sumri komanda og verður fyrsta ferðin farin frá Reykjavík 6. maí n.k. Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.