Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 3
VÍ>TR SæSEKWiESS Fimmtudagur 14 iaruíar 1965 VíMJ Li Ll \UJ U L Konrad Adenauer, hinn gamli stjórnmálaforingi í Þýzkalandi, átt'i 89 ára afmæli 5. janúar. Þrátt fyrir háan aldur er hann ekki af baki dottinn og hefur tilkynnt, að hann ætli enn að vera í kjöri í kjördæmi sínu, sem er Bonn höfuðborg Þýzka- lands, í kosningunum næsta haust. hún: — Nú, það er sunnudagur, og hvað getur maður gert skemmtilegra í New York á sunnudegi en að fara á skauta? Ekki varð frú Ethel neitt um þetta. Ó1 hún barn sitt í fyrra- dag. ☆ ☆ Otto af Habsborg, sonur síð- asta keisara Austurríkis, hefur eignazt son og er það sjöunda barn hans. Var barnið skírt Páll Georg. Áður átti Otto fimm dætur og einn son. Hann býr nú í Starnbérg í Bæjaralandi og sækir nú mjög á að fá land- vistarleyfi í Austurrfki, en stjóm in þar er treg til að hleypa göml um Habsborgara til landsins. Anne Francis kvikmyndadís í Bandaríkjunum hefur fengið skilnað frá manni sínum, Ro- bert Abeloff, sem er tannlæknir að atv'innu. Hjónaskilnaðará- stæðan er að í öll þau fjögur ár sem þau hafa verið gift, hefur verið stöðugt ósamlyndi milli þeirra. ☆ Lady Bird forsetafrú Banda- ríkjanna hefur beðið dömuklæð- skerann John Moore að sauma á sig nýjan ballkjól. Hann er eini dömuklæðskerinn sem nokk uð kveður að f Texas, heima- ríki frúarinnar, og var sá eini, sem dirfðist á sínum tíma að gagnrýna klæðaburð Jacqueline Kennedy. Kjóllinn er gulur. — Lady Bird mun aðe'ins einu sinni klæðast honum, síðan verður hann settur á safn. ☆ Brigitte Bardot hefur dvalizt langdvölum suður í Brasilíu, en þar býr nýjasti elskhugi hennar, Bob Zaguri. — Hún kom sem snöggvast til Frakklands fyrir jól, en sneri fljótlega aftur til Brasilíu, „végna þess, að Suð- ur-Ameríka hefur gefið mér nokkuð, sem ég e'ignaðist aldrei í Evrópu, — hamingjuna". Kvikmyndaleikkonan Abbe Lane með nýjasta manninum sínum. Margrét Englandsprinsessa hefur farið fram á það við rík- isstjórnina að hún kosti algera endurnýjun og umbætur á Kens ington-höllinn’i, hinni gömlu höll sem hún og Tony Arm- strong af Snowdon búa í. Kostn aðurinn við viðgerðina er áætl- aður yfir 5 milljónir króna. ☆ Marlene Dietrich fer nú að verða svo gömul, að elztu menn muna varla eftir því, þegar. hún kom fyrst fram í sviðsljósið. Samt er hún ung í anda. Hún hefur nýlega haldið skemmtan'ir í London og er nú að fara með sama programið á Broadway í New York. Þar stendur hún sam fleytt á sviðinu f 75 mínútur, syngur og segir brandara og vinnur hylli áheyrendanna. Abbe Lane bandaríska kvik- myndaleikkonan, sem lengst var gift hljómsveitarstjóranum Xavier Cugat en sk'ildi við hann s.l. sumar, er nú komin f nýtt hjónaband. Nýi eiginmaðurinn heitir Perry Leff og er fram- kvæmdastjóri skemmtikrafta. — Þau giftu sig um jólin, höfðu kynnzt fyrir tveimur mánuðum. ☆ Brúðkaup í Hvíta húsinu? — Bandarísku blöðin segja, að nú séu brúðkaupsklukkumar byrj- aðar að hringja fyrir yngri dótt ur Johnsons forseta, Luci, þeirri sem ekki kom til íslands. Hún er þó aðeins 17 ára. Piltur sá sem sagður er væntanlegur lífs- förunautur hennar heitir Paul Betz, er 20 ára og var skólafé- lagi hennar. Hann dvaldist heima hjá Johnson-fjölskyldunni í Texas um jólin. Stúlkan með slæman sjúkdóm, ofnæmi fyrir kærasta sínum. ☆ Alvarlegur sjúkdómur. Stúlk- an sem sést hér á myndinni og er að skoða sig í spegli, er hald- in einhverjum ankannalegasta sjúkdómí sem um getur. Hún heitir Margarethe Larsen og ,v.v. Frægur nemandi. Háskólinn f Michigan í Bandaríkjunum efn ir á hverju misseri til ''nám- skeiðs I ensku fyrir útlenda stúdenta. í námskeiði því sem nú er að byrja taka þátt rúm- lega 100 nemendur Ein í þeirra hópi er Marina Oswald, ekkja forsetamorðingjans Sérstakar ráðstafanir eru gerðar til að losa hana við ónæði forvitinna. VV.V.’.V.V.V.V.W.V.W ☆ Pia Lindström, dóttir Ingrid Bergman af fyrsta hjónabandi, er nú orðin kvikmyndaleikkona. Hún leikur í kvikmyndinni Fall- ega vatnið, sem nú er verið að taka upp, Leikstjóri er Rosse- lini annar eiginmaður móður hennar. i ■ ■ n ■ ■ i Tillaga í bæjarstjórn Akureyrar um rannsókn uppmælingartaxta Robert Kennedy með fjölskyldu sinni á skautum. Fjölskylda á skautum. Menn sem komu að skautasvellinu fræga í Rockefeller-hverfinu í New York, dag nokkurn um áramótin, urðu hissa þegar þeir sáu Robert Kennedy öldunga- deildarþingmann þar á skaut- um með fjölskyldu sinni. Þar var kona hans Ethel á skautum og fimm börn þeirra. Þótti frúin djörf, því að almennt er vitað, að hún á von á níunda barninu í hverri stundu. Þegar hún var ;-urð, hvernig stæði á því að ’iún leyfði sér þetta, svaraði vinnur sem vélritunarstúlka í bænum Norwich í Englandi. — Hún er haldin ofnæm’i fyrir pilt- um, sem hún elskar. Hún hefur samtals átt fjóra kærasta. Til að byrja með gengur allt vel, en þegar hún er orðin ástfangin í piltinum, þá fær hún algert of- næmi fyrir honum, verður öll flekkótt í framan og steypist út í bóli.,.1. Læknar hafa engin ráð með að lækna hana. Þegar myndin var tekin var hún í bili ekki ástfangin í neinum, svo að húð hennar er slétt og falleg. Bæjarráð Akureyrar hefur nú til athugunar óvenjulegt mál, en það er tillaga um að rannsókn fari fram á ákvæðis- töxtum iðnaðarmanna og hvort þeir séu í samræmi við þá launasamninga, sem gerðir hafa verið. Er hugsanlegt að bæjar stjóm Akureyrar leggi fram á- skomn eöa tillögu til rikis- stjómarinnar um að vfðtæk rannsókn fari fram á þeim á- kvæðisvinnureglum, sem iðn- aðarmenn hafa tekið upp hjá sér og virðist Ieiða til stór- hækkaðra launatekna iðnaðar- manna, utan við venjulega kjarasamninga. Það var einn af bæjarfulltrú- um sjálfstæðismanna á Akur- eyri Árni Jónsson tilrauna- stjóri, sem bar tillögu fram um þetta á bæjarstjómarfundi og var samþykkt að vísa þessu til athugunar bæjarráðs með 7 atkv. Frávísunartillaga hafði komið fram frá öðrum bæjar- fulltrúa sjálfstæðismanna Jóni H. Þorvaldssyni. Hlaut hún að eins 3 atkvæði. Var það álit þeirra sem hana studdu að hér væri um að ræða mál, sem ekki væri ástæða til að taka upp. Ástæðan fyrir því að Ámi Jónsson tók þetta mál upp, var að það kom fram f ræðu Magn- úsar Guðjónssonar bæjarstjóra og Jakobs Frímannsonar bæjar fulltrúa Framsóknarflokksins, að byggingarkostnaður á Akur- eyri hefði vaxið stórlega og myndi ástæðan vera sú, að iðn- aðarmenn hefðu tekið upp á- kvæðisvinnu í ríkum mæli. Snertir þetta bæjarreksturinn mjög tilfinnanlega, þannig að allur byggingarkostnaður hefur hlaupið upp. Uppmælingar munu ekki hafa farið að tíðkazt á Akureyri fyrr en alllöngu seinna en f Reykja vík. Múrarar tóku þær fyrst upp. Frá 1962 hefur það auk- izt meðal trésmiða að þeir tækju uppslátt og innréttingu I uppmælingu, málarar byrjuðu á þessu 1963 og rörlagninga- menn 1964. Er nú svo komið að þessir iðnaðarmenn taka slík verk yfirleitt alls ekki að sér nema í uppmælingu. Akureyrarbær er aðili að öll- um launasamningum þar fyrir norðan, en tillögumaður kvaðst ekki vita til að bærinn hefði gert aðra samninga við iðnað- armennina en tímakaupssamn- inga, sem virtust nú lítið vera í gildi. Bærinn væri ekki aðili að uppmælingarsamningum og ekkert hefði verið hægt að stað reyna, hvort þeir væru í neinu samræmi við tímakaupssamn- ingana. Óskaði hann þess í tillögunni að mál þetta væri tekið til ýt- arlegrar rannsóknar. Það væri t.d. óviðunandi að vantaði alla lagasetningu varðandi uppmæl- ingu. Nauðsynlegt væri líka aS þessir taxtar væru f einhverju samræmi við umsamda kjara- samninga en ekki aðeins sem dulbúnar kauphækkanir og enn fremur þyrftu taxtarnir að vera gerðir almenningi kunnir og gerðir einfaldari þannig, að al- menningur gæti áttað sig á þeim. '3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.