Vísir - 14.01.1965, Side 8
8
v 1 F
ÁilUili 1965
VISIR
CJtgefandi: BlaQaútgáfan VlSIB
Ritstjöri: Gunnar G. Schraœ
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjöran Þorsteinn ó. Thorarensen
Björgvin Guömundsson
Ritstjömarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsia Ingólfsstraeti 3
Áskriftargjald er 80 kr. ð mánuði
t tausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (6 línur)
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Starfað fyrir ísland
I dag er útför Thor Thors sendiherra gerð frá Dóm-
kirkjunni í Washington. Við fráfall hans er mikið skarð
fyrir skildi. Hann hafði í áratugi gegnt einhverju
mikilvægasta embættinu fyrir land sitt og þjóð á er-
lendum vettvangi. Það starf vann hann af óvenjulegri
samvizkusemi og dugnaði og naut til þess mannkosta
og atgjörvis sem sjaldgæfir eru meðal sona svo lítillar
þjóðar. Þess vegna er ekki einungis söknuður kveðinn
að fjölskyldu hans og ættingjum, heldur þjóðinni allri
/ið fráfall hans á bezta starfsaldri. Úr föðurgarði kom
fhor Thors með mikið og farsælt vegamesti. Hann var
íngur kjörinn á þing og átti drjúgan þátt í setningu
•nerkrar löggjafar þau ár sem hann þar sat. Jafnframt
'ét hann mjög að sér kveða sem forystumaður í at-
hafnalífi landsins. Hálffertugur að aldri hvarf hann
síðan til nýrra starfa í utanríkisþjónustunni sem þá
/arð að byggja upp frá gmnni í miðri heimsstyrjöld.
jar reyndist hann hinn mikilhæfasti starfsmaður og
jafnan bezt þegar mest á reyndi, svo.,seín^ >sj.r^x kpm
i ljós á styrjaldarárunum. . ■ zs h&;>* ,v
' ' iíiíshsift .ftigtz íii (nfiii-iliii?
f>að hefur komið æ betur í ljós eftir því sem árin
hafa liðið hve mikilsvert það var að njóta þekkingar og
atorku manns sem Thor Thors við uppbyggingu
ainnar ungu íslenzku utanríkisþjónustu. Frá upphafi
var Thor oddviti íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna.
Þar vann hann þjóðinni skjótt virðingu og vinsemd og
þar var hann sjálfur ekki síður virtur og metinn fyrir
glæsimennsku sína og ráðhollustu. Kom það ekki sízt
i ljós á þeim tíma sem hann gegndi varaforsetastöðu
samtakanna. Sjálfum var honum starfið hjá Sameinuðu
iijóðunum injög hugleikið, starf að friði og sáttum milli
)jóða og baráttan við útrýmingu hungurs og skorts
úf veröldinni, Honum var flestum ljósar að þar er
ramlag minnstu þjóðanna einnig nokkurs virði á vog-
irskálinni. Á útfarardegi Thor Thors vottar Vísir frú
4gústu, börnum þeirra hjóna og öllum ættingjum sam-
ið og hluttekningu. Minningin um starf hans í þágu
ands og þjóðar mun lengi lifa.
Fordæmi Svía
l fyrradag lagði sænska stjórnin fjárlagafrumvarp sitt
fyrir þingið. Verður söluskatturinn í Svíþjóð nú hækk-
aður úr 6% í 9%.
Hér ganga Svíar lengra en áður í þá átt að draga
úr beinni skattlagningu og hækka þess í stað óbeina
skatta. Skemmst er að minnast þess að Norðmenn
bafa í ár farið sömu leið, hækkað söluskattinn upp í
12%. Þessi stefnubreyting frændþjóða okkar er íhyglis-
verð. Beinir skattar hafa aldrei átt vinsældum að fagna
hér, fremur en annars staðar, og því er spumingin sú
hvort hinn almenni skattgreiðandi kýsi ekki fremur að
þeim væri að mestu leyti breytt yfir í óbeina skatta.
+ Thor Thors
Síðast liðinn mánudag
barst sú harmafregn hingað
til lands, að Thor Thors, að-
alfulltrúi íslands hjá Samein-
uðu þjóðunum og ambassa-
dor íslands í Bandaríkjunum,
hefði þann dag andazt að
heimili sínu í Washington.
Thor Haraldur Thors fædd-
ist í Reykjavík 26. nóvember
1903 og voru foreldrar hans
hinn þjóðkunni athafnamaö-
ur Thor Jensen og Margrét
Þorbjörg Kristjánsdóttir,
kona hans_ Thor ólst upp á
fjölmennu og stórmyndar-
legu heimili foreldra sinna
í Reykjavík.
Ungur hóf Thor nám í
Menntaskólanum. Reyndist
hann mikill námsmaður og
var prófhæstur þeirra, er luku
stúdentsprófi vorið 1922. í
marz 1926 lauk hann lög-
fræðiprófi með bezta vitnis-
burði, sem þá hafði verið gef-
inn kandidat frá lagadeild
Háskólans. Þegar að loknu
námi hér heima hóf hann
framhaldsnám í hagfræði í
Cambridge og París og um
skeið á Spáni og í Portúgal.
Að loknu námi réðist Thor
til Kveldúlfs h.f. og var fram-
kvæmdastjóri félagsins um
nokkurra ára bil. Forstjóri
Sölusambands íslenzkra fisk-
framleiðenda var hann frá
1934 til 1940 Alþingismaður
Snæfellinga var hann frá
1933 til 1941.
Nokkru eftir að heimsstyrj-
öldin síðari hófst, urðu þátta-
skil í lífi Thors. Hann réðist
til starfa hjá hinni ungu ut-
anríkisþjónustu íslands og
var skipaður aðalræðismaður
í New York. Arið 1941 var
hann skipaður sendiherra fs-
lands í Bandaríkjum Ameríku
og síðar sendiherra og am-
bassador í fleiri ríkjum Vest-
urheims: Kanada, Argentínu,
Kúbu, Brasilíu.
Thor var formaður fyrstu
sendinefndar íslands hjá Sam
einuðu þjóðunum árið 1946
og var skipaður fastur full-
trúi íslands hjá samtökunum
árið eftir. Á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna vann Thor
hin merkustu störf. Hann var
framsögumaður stjómmála-
nefndar samtakanna 1950-
1953, formaður hinnar sér-
stöku pólitfsku nefndar 1954,
formaður kjörbréfanefndar
1958 og 1961 og einn af vara-
forsetum Allsherjarþingsins
haustið 1962. Auk framan-
greindra starfa gegndi hann
fjölmörgum vandasömum
trúnaðarstörfum í þágu lands
og þjóðar, sem of langt yrði
upp að telja.
í grein, er ég ritaði um
Thor sextugan fyrir rúmu ári,
26, nóv. 1963, rakti ég ýmsa
þætti í glæsilegum ferli hans.
Við vinir hans minnumst
stórhuga og víðsýnnar for-
ystu hans í málefnum ungra
Sjálfstæðismanna. Við minn-
umst mikilla kosningasigra
hans á Snæfellsnesi og þeirra
vinsælda og aðdáunar, er
hann naut hjá Snæfellingum.
Við munum starf hans og
baráttu á Alþingi fyrir mörg-
um umbóta- og framfaramál-
um. Við munum málsnilld
hans, hinn sannfærandi al-
vöruþunga og festu, er fylgdi
máli hans. Við munum
ákveðni hans og myndug-
leika, þegar hann var að
koma fram hagsmunamálum
þjóðar sinnar á erlendum vett
vangi. Við munum hjálpfýsi
hans við þá, er þurftu að-
stoðar við. Við munum ætt-
jarðarást hans hinn einlæga,
ósvikna fögnuð, þegar hann
átti þess kost að koma heim,
ferðast um landið og njóta
náttúrufegurðar fósturjarðar
sinnar. Og ekki sízt munum
við hina trölltryggu vináttu
hans.
Einlæg samúð umlykur
hina ágætu eiginkonu Thors,
frú Ágústu, syni þeirra og
aðra ástvini. Hugljúfar eru
minningarnar um hinn góða
dreng, er nú verður bor-
inn til hinztu hvílu fjarri
fósturjarðar ströndum, þeirr-
ar fósturjarðar, sem hann
vann af ást og elju allt sitt
líf.
Gunnar Thoroddsen.
t
Menn setti hljóða þegar sá
harmafregn barst hingað á
mánudagskvöldið, að Thor
Thors sendiherra hefði látizt þá
um morguninn, að heimili sínu
í Washington.
Flestir báru ennþá harm í
huga eftir fráfall afburðamanns-
ins og foringjans Ólafs Thors
og nú var enn vegið í sama
knérunn.
í meir en þrjá áratugi hefir
Thor Thors verið íslendinguni
að góðu kunnur fyrir marghátt-
uð störf i þágu þjóðar sinnar.
Fyrst sem atkvæðamikill stjórn-
málamaður og sfðar sem sendi-
herra í Washington og aðalfull-
trú'i íslands hjá Sameinuðu þjóð
unum. Aðrir munu 3kýra frá af-
rekum hans á þeim vettvángi,
en þann dóm hafa þeir kveðið
upp, sem gerst vita, að fáir ís-
lendingar hafi unnið þjóð sinni
meira gagn.
Thor eignaðist fjölda vina og
kunningja í öllum stéttum þjóð-
félagsins, sem dáðu hann og
virtu og er hans sárt saknað
af þessum stóra vinahóp.
En einn er sá vinahópur, sem
harmafregnin hefir slegið einna
harðast og l>að eru æskuvin-
imir.
Tliorvsettist i Menntaskólann
haustið 1916 og lauk þaðan
glæsilegu stúdentsprófi vorið
1932. Þremur og hálfu ári siðar
eða í marzmánuði 1926 lauk
hann lögfræðiprófi við Háskóla
íslands, hæsta lögfræðiprófi,
sem tekið hafði verið frá stofn-
un Háskólans.
Snemma bar á þeim hæfileik-
um hjá Thor, sem sýndu að
hann var vel til foringja fallinn,
og voru honum falin marghátt-
uð trúnaðarstörf af skólasyst-
kinum sínum.
Síðasta árið í Menntaskólan-
um var Thor kosinn forseti
Framtíðarinnar, málfundafélags
lærdómsdeildarinnar. í greirt
hans í bókinni „Minningar úr
Menntaskóla", sem út var gefin
árið 1946, á hundrað ára afmæli
skólans, rekur hann minningar
sínar úr skóla og sérstaklega
skýrir hann skemmtilega frá
starfinu í Framtíðinni. Ég er yiss
um að þetta var hans kærasta
trúnaðarstarf. Hér naut hann vel
hæfdeika s'inna. Hann var þá
þegar pilta fimastur í ræðu og
riti, rökfastur og fylginn sér.
Rætt og deilt var um hin
margvíslegustu efni eins og
gengur meðal ungra manna, bók
menntir, lífsskoðanir og dægur-
mál. Þjóðfélagsmálin voru oft
til umræðu, en nær éingöngu á
fræðilegum grundvelli og þar
réðu þeir ferðinni, sei» slðar
hafa sett svip sinn á þjóðlíf
vort. Ekki minnist ég þess að
þær deilur kæmu upp, sem
skildu eftir sárindi eða kala,
enda var félagslíf í Menntaskól-
anum ágætt á þessum árum og
sambúð nemenda og kennara í
bezta lag’i. Skemmtanir í Reykja
vík voru þá fábreyttari en síðar
varð og urðum við að vera sjálf-
um okkur nógir.
í Háskólanum var Thor þegar
á öðru ári kosinn formaður Stúd
entaráðs og lét hann þá mörg
góð hagsmunamál háskólastud-
enta til sín taka. Sérstaklega
beitti hann sér fyrir fjársöfnun
til byggingar Stúdentagarðsins,
sem tekinn var í notkun á árinu
1930.
Bekkur okkar-í Menntaskó)-
anum var fámennur, en því nán-
ari varð félagsskapurinn og þar
bundust vináttubönd, sem aldrei
hafa rofnað. Ótal gleðistunda er
að minnast frá skólaárunum og
síðar þegar fundum okkar bar
saman, ni hefir verið næsta
oft Á síðari árum, þegar Thor
og Ágústa hafa komið hingað
heim f sumarleyfum eða í styttri
ferðum, þá hafa nær alltaf ver-
ið haldnir gleðifundir, og við
orðið ung á ný.
Mannkostir Thors voru auð-
sæir og var drengskapurinn sú
eigindin í fari hans, sem við
dáðum held ég mest. Skapmikill
var hann, en hlýr í hjarta og
traustúr sem bjarg ef á reyndi.
Alvaran var ríkur þáttur 1 eðlis-
fari Thors, en hverjum manni
var hann skemmtilegri i vina-
hóp, ef gleði var á ferðum,
gamansamur og fyndinn.
Ekki var að furða þó að þess-
ir eðliskostir, samfara glæsi-
mennsku, gáfum élju og rögg-
semi öfluðu honum vinsælda og
skípuðu honum í fremstu röð
íslenzkra forystumanna.
Ungur að árum var Thor svo
þamingjusamur að kvænast
Ágústu Ingólfsdóttur héraðs-