Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudf’frv*' 1 4 tanöar 1965 7 NÝI FAXI TIIBÚINN Hin endurfædda Faxaverk- smiðja er tilbúin að hefja vinnslu, hvenær sem síldin læt ur sjá sig. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á frágang hennar, en allar vinnsluvélar eru komnar í hana Blaðamaður og ljósmyndari Vísis skoðuðu þessa miklu 4500 mála verksmiðju í Örfirisey sem mun vera ein af þremur stærstu síldar- og fiskimjölsverksmiðj- um á landinu. Það er Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Kletti, sem á hana og hefur gert hana upp sem nýja. Aðeins húsið, síldargeymarn- ir lýsisgeymarnir og bræðslu- ketill eru eins og það var í gömlu Faxaverksmiðjunni. Allt annað, þar á meðal allar síldar- vinnsluvélarnar, er nýtt og af fullkomnustu gerð. Nú er aðeins að vona að það fari ekki fyrir þessari nýju eins og fór fyrir hinni gömlu, — að hún missi af síldinni. 35 menn eiga að starfa við þessa verksmiðju. Fyrirkomulagi öllu er mjög breytt frá því sem var áður og mikil sjálf- virkni höfð um hönd. Öll til- færsla milli þátta í vinnslunni, á færiböndum, í lyftum og í sniglum, er sjálfvirk og tækin passa sig að miklu leyti sjálf. Ýmsar nýjungar eru í verksmiðj unni en í stórum dráttum er hún sniðin eftir verksmiðjunni á Kletti, sem er jafnstór. Pressan í henni er af allra stærstu gerð og afkastar 4500 málum á sólar hrig. Við þá afkastagetu er stærð annarra véla verksmiðj- unnar miðuð. Ennþá er ekki löndunarað- staða við verksmiðjuna og er reiknað með því, að síldin verði flutt á bílpalli af bryggjunni fyrir framan og að Iyftunni milli síldartankanna, sem taka 22.000 mál í þróarrými. Lyftan flytur síldina yfir f tankana, en færi- band flytur hana sfðan eftir þörf um gegnum mjölhúsið, sem brann, yfir í verksmiðjuna sjálfa. Áður en síldin fer í sjóðarann, fer hún í gegnum segul, sem tín ir frá allt járnaruslið, sem oft kemur með síldinni, og hefur valdið stórskemmdum í síldar- verksmiðjum víða um land. Sjóðarinn er óbeinn og sýður f eig'in vatni. Hann hefur sjálfur stjórn á hitastiginu í sér, án þess að mannshöndin þurfi að koma þar rærri Vökvinn er síaður frá, áður en síldin fer í pressuna, sem áður er nefnd. Hún er tveggja skrúfa og annar 4500 málum á sólarhring. Þá tekur við mjöl- skilvinda, sem aðskilur vatnið og lýsið frá, en margar lýsis skilvindur skilja að vatnið og lýsið, sem síðan rennur í lýsis geymana. Vatnið fer f soðkjarna H'ramhald » Bls 4 v Við þessa stóru pressu eru afköst verksmiðjunnar miðuð, en þau eru 4500 mál á sólarhring. isii Hér er tekið við síldinni. Bílarnir sturta henni f trektina milli geymanna, sem taka samtals 22.000 mál. Lyftan flytur síldna í geymana. — Þessi vigt tekur endanlega við mjölinu, vigtar það í poka og lokar þeim sjálf. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.