Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 14.01.1965, Blaðsíða 4
14. ianúar 1963 Dr.Watson Kirkconnell jKrjú m'isseri eru nú liðin sið- an Dr. Watson Kirkconnell gat loks látið það eftir sér að heimsækja ísland, sem hann hafði haft í huga að gera allt frá 1930, er hann orti og lét. prenta á eigin kostnað Ijóða- bálk í minningu þúsund ára af- mælis Alþingis. Og á sama hátt sendi hann þá frá sér safn þýð- inga á íslenzkum ljóðum, North American Book of Icelandic Verse. Áður hafði hann birt þýð ingar íslenzkra ljóða í bók sinni European Elegies. Ritgerðir um íslenzk efni hefir hann birt í ýmsum tímaritum vestan hafs, þar á meðal gagnmerkar ritgerð ir um öndvegisskáld'in íslenzku vestra, Stephan G. Stephansson og Guttorm J. Guttormsson. — Þegar hann var hér í heimsókn sumarið 1963, sýndu bæði ríkis- stjórnin og Háskólinn honum margan virðingarvott, eins og skylt var og sjálfsagt, og fyrir- lestur flutti hann þá í Háskól- anum við góða aðsókn og ágæt- ar undirtektir um íslenzka ljóða- gerð vestan hafs síðustu 40 ár- in. Ásamt konu sinni sat hann boð forseta íslands á Bessastöð- um og var þá sæmdur Fálka- orðunni. 'Eftir að hafa um langt skeið verið rektor háskólans Acadia University í Wolfville á Nýja Skotlandi lét hann af því emb- ætti í ágúst síðastliðnum, enda verður hann sjötugur á þessu ári (f. 1895); en nokkra kennslu heðF hann á hendi þar ennþá, og má geta þess, að í vetur er hann að lesa Grettissögu með nemendum sínum. j ! Vísir sagði í fyrra frá hinu mikla og stórmerka Ijóðasafni hans, The Ukrainian Poets, sem þá var nýkomið út. Er það þýð- ingar á kvæðum öndvegisskálda, er ort hafa á ukrainsku 1189— 1962. Nú er hann að búa til prentunar um það bil helming þeirra ljóða sinna frumkveðinna, sem hann á í handriti, og er gert ráð fyrir að sú bók verði um 500 síður. Hann var um skeið á spítala árið sem leið vegna kransæðastíflu, en mun nú vera við sæmilega heilsu. Dr. Watson Kirkconnell hef- ir að vonum ver’ið á margan hátt heiðraður viðs vegar um heirn fyrir sín fágætu og fjölþættu afrek í þágu lærdóms og bók- mennta. Þannig er hann heið- ursdoktor ellefu háskóla. En ekki er okkar háskóli á meðal þeirra enda máske varla við því að búast þegar það er at- hugað, að hann varð síðastur háskóla til þess að heiðra Sir William Cráigie á þann hátt. Alltaf verður einhver að vera aftastur og reka lestina. Og þarna mátti með sanni segja, að við rækjum langa lest. Sn. J. ☆ UM ÁRSINS HRING Eftir Sigurbjðrn iinnrssnn bíshup Höfundur: Herra Sigur- björn Einarsson biskup. Útgefandi: Bókaútgáfan Setberg. Það vekur undrun mina, að einhver einn maður getur á nokkrum dögum fyrir jólin skrifað um margar stórar bæk- ur. Það hljóta að vera afreks- menn í bóklestri. Ég er lengi að lesa bækur, sérstaklega góð- ar bækur, og nú loksins hef ég lokið við að lesa eina þá beztu, sem komið hefur mér í hendur um langt skeið, bók biskupsins: Um ársins hring. Þegar ég lagði aftur bókina, varð mér Iitið á bókaskáp minn. Hann er ekkj einn h'inna stóru, en samt eru þar margar bækur, sem flytja mikinn boðskap, yndislegar kenningar, mikla speki, eilíf sannindi. Mér varð á að hugsa: Hvað gerðist, ef mannkynið gæti breytt eftir allri þessari speki, þessum eilífu einföldu sann- indum? í þessum bókaskáp mín- um erú nokkrar merkar bækur eftir biskupinn okkar. Þær hef ég lesið allar, en ætti að taka þær frá mér, myndi ég senni- lega sízt sleppa hinni siðustu. Hún er áreiðanlega harla sér- stæð bók í öllu prédikanasafni þjóðarinnar fyrr og síðar. Þar er vel sagt til vegar: Hvergi haltrað til hægi né vinstri. Stefnan skýr, markmiðið eitt, mikill aðeins einn, lausn allra vandamála e'itt. I heimi skugg- anna lýsir ljós heimsins, I heimi þjáninganna er hinn mikli græð ari, f heimi vegvilltra kynslóða góði hirð’irinn, í heimi hættunn- ar frelsarinn. Á þróttmiklu máli er fjöl- breyttu mannlífi lýst af mestu snilld, og opnuð leið út úr ó- göngunum, út úr mannlegum hugsanaflækjum, stærilæti, heimsku, vantrú og fálmi. Ritdóm ætla ég ekki að skrifa um þessa bók heldur aðéins nokkur aðdáunarorð, og mun hún þó ekki þurfa við neinna meðmæla Hún sér vel um sig sjálf. Frá upphafi til síðustn orða er bókin mikil kraftprédik- un, allar ræðurnar, einnig minningarræðan um Stein Stéinarr, eftir allar 'þær öfgar . qg . .vitleysjuy, sem búið .e.f að ..: segja :um þarm>-ma-nnj-V«(fií ég^’ . spurður, hvaða ræða bókarinn- .; ar mér þætti bezt, ætti ég erf- ': itt með að svara. Ef til vill myndi ég benda á nokkrar, t.d.: Vakna þú, ein sú allra bezta, eða I Skálholti, hana ætti að þýða á alheimsmál. Tröllska — mennska, Ef helgin missir mál. Sigurbjörn Einarsson biskup. Vafalaust hefur þjóðin oftast átt og á sjálfsagt enn slíka and- ans menn og orðkappá en ve) fer á því að biskup landsins gangi þar í fararbroddi. Þegar fram líða stundir, gæti vafalaust eitthvert stórskáldið ort um bók biskupsins eitthvað svipað því, sem Einar Bened’iktsson hefur ort um Meistara Jón. Ein setningin í því stórbrotna listaverki er þessi: „Á hillunni er bók, hún boðar *rú, sem blessar og reisir þjóðir“. Mestu skáld, spámenn og andans menn allra alda, hafa flutt mannkynj þenna boðskap um trú, sem blessar og réisir þjóðir. Þessi boðskapur er flutt- ur ‘á verðugan hátt f bók bisk- upsins herra Sigurbjörns Ein- arssonar. Hið bezta og dásam- legasta á vissulega skilið dá- samlega meðferð, en því valda ekki nema hinir færustu og út- völdu, þeir sem hlotið hafa köllun frá guði sínum. í jólaræðunni, Væri það satt? eru þessar setningar: „Ef gengið væri beint framan að hverjum og einum og úr- skurðar beiðzt af eða frá? Hver yrðu svörin? Hvað ef barnið þitt saklausa spyr þig í kvöld? Þú vilt ekki blekkja það, rhátt ekkj blekkja það, inn í sálu þess má ekkert fara, sem ekki er satt, jafnvel þótt það væri fagurt og hugþekkt. Hvað ef þetta barn spyr þig blátt áfram: Var barnið litla í Betlehem Guðs sonur? Var það frelsar- inn? Er Betlehemsbarnið ljósið, sem að lýsa mér, konungurinn, sem ég á að lúta, er það hann, sem ég á að byggja á í lífi og dauða?" Á einum stað 'í bókinni eru þessi orð: „Guðsvitundin, guðsdýrkunm er móðir allra lista og sem tjáning á t'ilbeiðslu hefur listin náð hæst á öllum sviðum. Það er vegna þess, að í leitinni að Guði er maðurinn sannastur. frammi fyrir sönnum Guð’i hef- ur hann fyrst fundið sjálfan sig „Drepið trúna og listin er dauð,“ sagði Goethe. Trúar- sterkir tímar eru ævinlega skap andi timar á sviði listarinn- ar . . . Trúýilltir tímar, einkennast m.a. af listrænu fálmi og fá- tækt.“ Ræðan, Vakna þú! er flutt í Kapellu Háskólans 1. des. 1958 — fullveldisdaginn. Þar er boðskapur, þar er myndugleiki, þar er fast að orði kveðið, m. a. á þessa le:'' „Menntun er máttur. En hvað stýrir þeim mætti? Ein- hver hefur sagt: Það er aðeins eitt, sem er verra en djöfulf og það er menntaður djöfull. Víst er, að velferð he'imsins er ekki ógnað af ólæsum frumstæðing- um. Vér óttumst menntaða djöfla mannlegt djöfulæði, sem ræður yfir mætti menntanna, hefur vald á tæknigöldrum, á vísindalegum brögðum, bæði til áróðurs og ofbeldis, já, til tortímingar. Hver er manneskj- an á bak við máttinn, hugsun- in, sem notar tækin. hiartað bak við formúlurnar? Er mennt- un aðeins það að auka afl sitt án tillits til hugarfars? Slík menntun skapar ekki menn, heldur þursa." Þessar fáu tilvitnanir í bók- ina, sýna, hvaða máli þar er talað. Ég áræði ekki að viðhafa þar meira úrval og ekki heldur að bæta hér neinu v'ið. Þetta átti aðeins að vera nokkur að- dáunarorð og þakkir til okkar ágæta biskups fyrir þessa perlu í öllu bókaskrauti jóla- aðventunnar. Pétur Sigurðsson. Hér er ein af mörgum lýsisskilvindum í Faxaverksmiðjunni. Faxaverksmiðian - Frh. af bls. 7. tækin og soðkjarnanum er síðan bætt í mjölið, þegar það hefur farið í gegnum þurrkara, sem getur hitað upp í 6-700 stig. Sog vifta tekur loftið frá mjölinu í þurrkaranum og síðan flytzt mjölið til sjálfvirkrar vigtar og áfyllingarvélar, sem vigtar mjöl ,, ið í pokana. Það sem mjölhúsið brann, er ekki til nein geymsla fyrir mjöl ið, en ætlunin er að reisa skýli austan undir verksmiðjunni, þar sem mjölpokunum verði staflað. Það er mjög glæsileg sjón að sjá allar þessar miklu vélar og tæki fylla þessa miklu byggingu úti í Örfirisey en glaðastar verða konurnar sjálfsagt yfir hinum miklu tækjum, sem losa reykinn úr skorsteininum við bærðslu- lyktina. Fyrst er reykurinn síað ur í gegnum vatn og síðan er sett ari-wick lykteyðandi efni í reykinn, og á þessi útbúnaður að vera nokkru fullkomnari en á Kletti. Og svo er síldin beðin um að gera svo vel og koma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.