Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 1
VISIR 55. árg. Fimmtudagur 4. marz 1965 - 53. tbl. Herranótt með rútu norður I morgun héldu nemendur Menntaskólans í Reykjavík norð ur til Akureyrar með Herranótt að sýna Akureyringum leikrit það, sem nú er sýnt á Herranótt, Grímudansleik. Það var ekki að sjá, að þeim leiddist neitt að vera að fara norður í land um hávetur með útlit fyrir kulda og íst heldur voru þau hin kátustu, enda fá þau frí i skólanum á meðan. Piltamir mótmæltu með alls konar hrópum, að þeir skyldu ekki fá að vera með á mynd, sem blaðið tók í sam- bandi við förina. Þeir hafa ekki lært enn hin ýmsu forréttindi konunnar, og það, að þeir eru ekki eins myndrænt efni. ÍSINN REKUR AFTUR FRÁ LANDI Fimbulfrost á Norðurlandi — 17 stiga frost á Rauf- arhöfn — Hætta á að ísinn frysi saman Hafísinn fyrir Norðurlandi hef- ur enn aukizt að sögn Veður- stofunnar í morgun, en hún hafði fregnir af ísnum allt frá Patreksfirði austur að Glettinga nesi. Jakar voru á reki allt frá Patreksfirði norður um Rit, en mestur var ísinn vestan til ð Norðurlandi og ófært var skip- um fyrir Hælavíkurbjarg, Dregið hefur til suðvestan áttar á fjörð- unum og ísrek stendur frá landi með vindum og straumum. Frost er 10 -12 stig allvfðast, kaldast á Raufarhöfn 17 stig. Hefði verið hætta á að isinn frysi saman, ef ekki væri hreyfing á honum. Á Siglunesi var ís allt í kring, á takmörkum að fært værj þar fyr- ir skip að sögn Erlends, vitavarð- ar þar. Hraflið lá þarna frá aðal- röndinni að landi allþétt i Ijóm- andi góðu veðri og 11 stiga frosti og góðu skyggni. ísinn hreyfðist heldur í austurátt undan straumn- um. Þetta var falleg sjón og til- komumikill að sögn Erlends. Frá Siglunesi bárust þær fréttir, að jakahrafl hefði verið komið inn á grynningar og fjörur, en jaka- burður er mjög lítill inn á Siglu- fjörð. Veður var þar hið bezta. Skemmdir af völdum ísjaka á bryggjustólpum voru ekki miklar og óverulegar taldar. Nemendur frá MA sýndu sjónleik á Siglufirði og fóru með Drangi til Akureyrar aft- ur. Munaði minnstu að skipið lok- aðist inni á Ólafsfirði, en höfnin lokaðist algjörlega á klukkutíma, og samgöngur við Ólafsfjörð því engar nema með flugvélum. Ætlaði Tryggvi Helgason að fljúga þang- að í dag, en allt í einu opnaðist höfnin jafn skyndilega og hún hafði lokazt í morgun rétt fyrir hádegið og var búizt við að ísinn mundi Framh. á bls. 6 Skipan læknishéraía gerbreytt Lagt til að 5 læknishéruð verði lögð niður. Enginn umsækjandi hefur fengizt í 16 héruð í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til læknaskip- unarlaga. Er frv. þetta allmiklll bálkur og í því mörg nýmæli. Er þaö samið af nefnd, sem' heilbrígðismálaráðherra skipaði | í maí f fyrra að tilmælum land- | læknis. í almennri greinargerð með | frv. segir m. a., að í október í i fyrra hafi enginn umsækjandi fengizt í 16 héruð og séu 7 þeirra læknislaus en gegnt af nágrannalæknum og f 9 hafi tek izt að fá læknakandidata til; bráðabirgða. Þó hafði hingað til tekizt að afstýra stórvandræð- um, en það takist ekki til lengd- ar. BLAÐIÐ I DAG Bls. 3 Sfðasta ferðin fyrir Horn. — 7 Vonlítið er að Eyja- menn fái drykkjar- vatn úr jörð. — 8 Bréf frá Suðvestur Afrfku. — 9 Á dagskrá: Stefnu- breytingar þörf. — 11 Golfþáttur. Helztu nýmæli frv. eru þessi: 1. Niður eru lögð 5 núverandi læknishéruð og þau sameinuð nágrannahéruðum. Héruðin eru: Flateyjarhérað, Suðureyrarhér- að, Djúpavfkurhérað, Raufar- hafnarhérað, Bakkagerðishérað. Þá er felld niður heimild til stofnunar Staðarhéraðs. Áður en Suðureyrarhérað, Raufarhafnarhérað og Bakka- gerðishérað verða lögð niður, skal auglýsa þau þrisvar L röð með þeim kjörum, sem ákveðin eru í 6. grein. Eftir að þessi þrjú héruð hafa verið lögð niður, Framh. á bls. 6 Hvassviðri Feikilegt norðanveður gekk yfir allt landið frá þvf í fyrra- dag og fram eftir öllum degi f gær. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd niður við Skúlagötu í gær og gefur hún hvorttveggja f senn til kynna, að sjógangur hefur verið mikill og að máv- arnir eiga fullt í fangi og verða að beita allri orku sinni til að hafa sig gegn veðrinu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.