Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 11
s Pann 24. febrúar s.l. birtist hér í blaðinu fvrsti GOLFþáttur- inn og var þar tekið fyrir gripið. Þar segir að undirstaða golfsins sé gott grip og er sú saga aldrei of oft sögð. Má segja að hægt sé að sjá hvort kylfingur sé góður^ kylfingur eða ekki á þvl hvern- ig grip hans er og staða handa í baksveiflu. NÁNAR UM GRIPIÐ: Til þess að þjálfa vinstri hönd- ina og gera gripið eiginlegt, er rétt að æfa skv. myndum nr. 1 —3 á hverjum degi í s'Sp sem fimm mínútur. 1. Skaftið á að þrýstast undir vöðvann og liggja fram f vfsi fingur. 2. Kreppið vísifingur. 3. Lyftið kylfunni upp og niður og notið elnungis vöðvann og vísifingur. sem leikur sjaldan golf ,að taka sér stöðu alltaf eins (sjá mynd nr. 5 tilvísun 3), en stilla kúl- unni upp misjafnlega, eftir þvi hvaða kylfu hann notar. Hann á þá að standa ekki gleiðar en ■ —'.............. • ^ f "“*****■ rnmmmm „ . v.- A ' V V a.. <. .i/w íÁ( <• v/y. v , ,v STAÐAN: Talið er, að rétt sé fyrir þann, • o OmóKsson varð í svigi REYKJAVÍKURMÓTIÐ í svigi (meistaramót) var haldið í Bláfjöll- um s.l. sunnudag. Skíðadeild Ár- manns annaðist mótsstjórn, og var mótstjóri Ólafur Þorsteinss. Braut arlagningu sá um Stefán Kristjáns- son. Nafnakall var kl. 10 I Ármanns skálanum í Jósefsdal, og mótsetn- ing fór fram um hádegi í brekkunni rétt hjá skíðaskálanum .Himnaríki*. 3ja stiga frost var og talsverð fs- ing. Ræsimark var um 660 m yfir sjávarmáli. Brautarlengd fyrir A- flokk var um 250 m. Bílfært var alla leið inn í dalbotninn. Úrslit urðu sem hér segir: I karlaflokki: Reykjavíkurmeistari í svigi: Valdimar örnólfsson IR 85.0 Þorbergur Eysteinsson ÍR 85.7 | Sigurður Einarsson fR 86,7 Guðni Sigfússon ÍR 88.8 Gunnlaugur Sigurðsson KR 89.8 B-flokkur: Bjöm Ólafsson Viking 100.1 Þórir Lárusson ÍR 100.1 Júlíus Magnússon KR 101.2 Ágúst Bjömsson iR 107.2 Þórður Sigurjónsson IR 114.0 C-flokkur: Amór Guðbjartsson Ármanni 90-5 Sigurður Guðmundsson Árm. 93.4 Örn Kærnested Ármanni 95.4 Sigfús Guðmundsson KR 95.9 Drengjaflokkur: Bergur Eiríksson Ármanni 70.5 Eyþór Haraldsson lR 70.9 Tómas Jónsson Ármanni 76.8 Haraldur Haraldsson ÍR 78.8 Kvennaflokkur: Reykjavfkurmeistari: Jakobína Jakobsdóttir fR 75.6 Guðrún Bjömsdóttir Ármanni 94.9 Þórunn Jónsdóttir Ármanni 110.4 Hrafnhildur Helgadóttir Árm. 112.2 Kristín Björnsdóttir Ármanni 117.4 Framh. á bls. 6 sem svarar axlabreidd og færa kúluna aftur og að sér, eftir því sem kylfurnar styttast. Ekki era allir sammála um þetta atriði og er ég einn þeirra, sem efast um réttmæti þess. — Þetta atriði skýrist nánar síðar. Ég legg til að farið sé eftir leið, sem sýnd er á mynd nr. 5. 4. Rétt er að snúa hægra fæti beint fram en opna þann vinstri eilítið í áttina að þeim stað, sem slá á til. 5. Á þessari mynd sést hvemig kúlan er í sömu Ifnu en hægri fóturinn færist að og fram, eftir því sem kylfan styttist. Staða nr. 1 er fyrir trékylf- ur, 2 fyrir 1—2—3 jám, 3 fyrir 4—5—6 jám, 4 fyrir 7 —8—9 jám og 5 fyrir sand- jám. SPURNING: Hvað er tí? Svar: Tee er enskt orð yfir teig eða þann stað, sem byrjað er að leika frá á hverja holu. Tee er jafnframt tré eða plast pinni, sem kúlunni er tyllt á á teig. mFÞÁTTVR í UMSJÁ ÓLAFS BJARKA RAGNARSS0KAR Drykkjarvatn — i Frh at ols 7 inu til efnagreiningar á klór- innihaldi vatnsins. Klórmagnið óx frá tæplega einum þriðja af klórmagni sjávar f næstum helming af klórmagni sjávar. Sjór inniheldur 1.9 prósent klór eða 19.000 p.p.m. (parta per milljón). Hvaðan kom saltið og var þetta útþynntur sjór eða eitthvað annaö? Til að svara þessari spurningu var leitað til Eðlisfræðistofnunar Háskólans til að kanna þungavatnsinni- hald vatnsins. Þessar tvennar niðurstöður, þungavatnsmæling- in og klórmælingin, virðast mótsagnakenndar. Um Ieið og vatnið verður líkara sjó hvað seltu snertir, þá verður það ó- líkara hvað þungavatn varðar. Kemur til greina að skýra þetta misræmi á þungavatns- innihaldi vatnsins og saltinni- haldi með endurapplausn á út- felldum söltum í jarðlögunum? Ef um slfka endurupplausn hefði verið að ræða, hefði mátt búast við meiri röskun á hlut- fallinu milli hinna einstöku efna, þvf söltin myndu falla út á mismunandi tfma og stað,: einnig eru bau miög mislevsáh- leg aftur. 0° þá litlu hlutfalls- röskun. sem hefur átt sér stað. er bezt að skýra sem efnaskipti milli vatns og bergs eftir að I sjóblandan myndaðist. Hvernig á þá að skýra misræmið á milli klórinnihalds og þunga- vatnsprósentu? Ég held, að sú skýring verði að biða frekari rannsókna. Einkum. verður að fá að vita með fullri vissu, hvar saltvatnið kemur inni í holuna og hve há saltprósenta þess er, þegar kemur í holuna. Ur hvaða dýpi kom vatnið? Er nokkuð hægt að segja um úr hvaða dýpi vatnið kom, nema það hafi komið einhvers staðar fyrir ofan 900 metra. En vatnstapið er mjög mikilvæg- ur eiginleiki og segir okkur til tm vatnsleiðni bergsins. Þau jarðlög, þar sem ekkert vatns- tap er, leiða ekki vatn. Og þau jarðlög, sem ekki leiða vatn geta að sjálfsögðu ekki gefið frá sér vatn. Það er ekkert vatns- tap fyrir neðan fóðringu fyrr á 832 m dýpi, þá er það 0,1— 0,2 1/sek eftir borskýrslum bor- manna. Það er ekki ólíklegt, að vatnstapið hafi byrjað nokkuð fyrr en tekið var eftir þvf og það gæti vel hafa byrjað nokkru ofar, til dæmis f sandsteininum á roótum basaltslaganna og Ijávarsátsins eða jafnvel í sjávarsetinu sjálfu. Vatnið hefur sem sagt komið úr jarðlögunum á milli, 800— 900 m dýpi. En lítill hluti eða kannski ekkert af jarðlögunum, sem gefa frá sér vatn, eru mynd uð f sjó. Svo það verður að teljast alveg óvfst, hvort nokk- uð samband er á milli saltinni- hálds vatnsins og myndunar- sögu þeirra jarðlaga, sem vatn- ið kom úr. Sérstakar mælingar. I október 1964 voru gerðar mælingar á hita, bergviðnámi, jarðspennu og hraða jarðskjálfta bylgja f borholunni f Vest- mannaeyjum. Tilgangur þessara mælinga var sá, að afla viðbót- argagna um gerð og ástand þeirra berglaga, sem borað var í gegnum. Vegna þess að raf- strengur sá, sem notaður var til mælinganna, var aðeins 1330 m langur, en holan er 1565 m, reyndist ekki unnt að komast til botns að fullu. Bæði af þess- ari ástæðu og ýmsum öðram er æskilegt að endurtaka þessar mælingar flestar, þegar fenginn hefur verið lengri strengur, en vonir standa til að svo verði innan skamms. Hitastigullinn, 58°C/km, er mjög nálægt þvf, sem nú er tal- ið eðlilegt á íslandi utan hinna eiginlegu jarðhitasvæða. Er það mjög mikilsvert frá almennu vfsindalegu sjónarmiði að fá staðfestinau á þessu í svo diúpri holu, sem hér er um að ræða. en flestar eldri mælingar á hita- stigli utan jarðhitasvæða eru gerðar í mun grynnri holum. Hitinn virðist breytast til- tölulega jafnt með dýpinu, en af því má draga þá ályktun, að vatnsrennsli f berglögunum trufli ekki hitaástand bergsins að neinu verulegu leyti. Frávik frá línulegri aukningu berghit- ans með dýpinu stafa venjulega af vatnsrennsli í berglögunum. Samkvæmt þeim jarðsveiflu- mælingum, sem gerðar hafa verið á byggingu landsins á undanfömum áram, hefur berg- myndun móbergssvæðanna hraða um 2,5 til 3,3 km/sek, en hinna tertieru basaltsvæða 3,8 til 4,4 km/sek. Þessi tertiera basaltmyndun virðist alls staðar taka við undir móbergsmyndun- inni. Hraðamælingin f Vest- mannaeyjaholunni og mælingar í landi undir Eyjafjöllum benda til þess, að a.m.k. 5—600 m dýpra sé niður á tertieru basalt- myndunina í Vestmannaeyjum en í landi. Ef litið er á dýptar- kort af hafinu sunnan við land- ið sést, að um 15 km suður af ströndinni í Mýrdalnum og und- ir Eyjafjöllunum er stallur, þar sem dýpið vex tiltölulega hratt niður á meira en 1000 m. Líkur benda til þess, að þessi stallur haldi eitthvað áfram milli Vest- mannaeyja og lands lengra en séð verður af dýptarkortinu Mundi hann þá verka truflandi á hugsanlegar vatnsæðar f efri lögum basaltmyndunarinnar f landi og gæti valdið því, að þær næðu ekki út til Vestmanna- eyja. Varpar Ijósi á jarðsöguna. Borholan í Vestmannaeyjum er sú langdýpsta, sem boruð hefur verið hér á landi utan hinna eiginlegu jarðhitasvæða. Þó að árangur borunarinnar með tilliti til vatnsöflunar verði neikvæður kemur holan samt til með að gefa ómetanlegar upp- lýsingar frá almennu vísinda- legu sjónarmiði. Áformað er að gera ítarlega bergfræðilega rannsókn á bormylsnunni og mun hún væntanlega varpa nokkru ljósi yfir jarðsögu lands ' ins einkum að því er snertir af- stöðu Iáðs og lagar. Holan gef- ur mikilvæg gögn um hið ótrafl aða hitaástand bergranns lands- ins eins og búast má við, að það sé utan við jarðhitasvæðin. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir almennar rannsóknir á eðli og uppruna jarðhitans. Saman- burður á jarðlögum holunnar og þvf, sem vitað er um jarðlög á Suðurlandi, gefur tilefni til ýmissa spurninga um gerð berg | grunnsins við suðurströnd lands ; ins, sem hugsanlegt væri að fá svarað með jarðeðlisfræðilegum e rannsóknum. Þessi sjónarmið er vert að hafa í huga, þegar metinn er árangurinn af djúpboruninni f Vestmannaeyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.