Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 4
d
VÍSIR . Fimmtudagur 4 marz 1965.
Dönsk danshljómsveit á Röðli
Fyrir nokkrum kvöldum hóf
dönsk danshljómsveit, „Preben
Granov’s kvintett", að leika að
Röðli. Með hljómsveitinni er dönsk
söngkona, Úlla Berg.
HÍjómsveit þessi hefur leikið í
mörgum borgum í Danmörku, með-
al annars í Kaupmannahöfn, og í
Noregi frá „Norðurhöfða til Líð-
andisness“. Áð sjálfsögðu hefur
hún einnig skroppið yfir sundið til
Svíþjóðar, og eitthvað hefur hún
leikið í þýzkum borgum. Enginn
þeirra félaga hefur áður komið til
íslands, en ýmislegt höfðu þeir
frétt héðan — meðal annars að
ekki þýddi að tala við landsfólkið
nema annað hvort á þess eigin
tungu — eða ensku. Þeir kváðust
þvf hafa orðið harla undrandi yfir
mjög góðri dönskukunnáttu manna
hér, sem þeir höfðu þegar átt tal
við. Hljómsveitarstjórinn, sem orð
hafði fyrir félögum sínum, kvaðst
bíða þess með eftirvæntingu að sjá
hvernig leik þeirra félaga yrði tek-
ið hér, — „það gerir maður alltaf,
þegar maður byrjar að leika á nýj-
um stað“.
Preben Garnov leikur sjálfur á
píanó og trompet; Sten Lindgren á
saxófón, Poul Andersen á tromm-
ur, Ib Finn Jensen á bassa og Ulla
Berg syngur á ensku, þýzku,
sænsku og dönsku.
Tjaldanes —
Framhald bls. 9.
geymslur og þvottahús. Miðað
er að þvx að þetta verði eins og
stórt he.imili þar 'sem þeim, tíu
börrium, sem rúm er fyrir geti
liðið eiris vel og kostur er á.
Ætlunin er að halda áfram
byggingu heimilisins og Ijúka
því að fullu í maí n. k. Er í und
irbúmngi að byggja litla sund-
laug og lítið gróðurhús og er
heildarkostnaður við heimilið á-
ætlaður um 3 milljónir króna.
Kostnaður við framkvæmdir mið
að við s. 1. áramót var 1.7 millj.
krónur. Fjársins til framkvæmd
anna hefur verið aflað á ýmsan
Planótónleikar
Ceinustu gestir Tónlistarfélags
ins voru bandarísku hjónin
Milton og Peggy Salkind, sem
léku fjórhent á eitt píanó í Aust
urbæjarbíói mánudags og þriðju
dagskv. í f. viku. Það var sönn
ánægja að hlýða á leik þeirra
aftur núna (þau komu hér í mý-
fiugumynd og spiluðu í Tónlist-
arskólanum í fyrravor) og fá
annað tækifæri til að skyggn-
ast inn í hinar alltöf lítt
þekktu góðbókmenntir fjór-
hents píanóleiks.
Flutningur þeirra var mett-
aður lejkgleði og fágun °g þar
bar hæst „Gæsamömmu" Rav-
els.
Leikur tveggja ólíkra per-
sónuleika á eitt og sama hljóð-
færið er efalítið eitt hið erfið-
asta samspil, sem til er. Píanó-
ið er viðkvæmt fyrir boðum tutt
ugu fingra á nótnaborði sínu.
Þar má lítið út af bregða, svo
að það svari ekki I axarskaft.
Flygillinn í Austurbæjarbíói
brást vel við öllum boðum,
kom þeim skilvíslega til áheyr-
enda — og meir en það, hann
flutti á sinn hátt þá einlægu
ósk, að þau hjónin kæmu hing
að aftur við fyrsta tækifæri.
Cinfóníuhljómsveit íslands
hélt aukatónieika' méð \,ein
hverju fyrir alla“ miðivkudags
kvöld í fyrri viku.
Stjórnandi var Igor ' Buke-
toff, einleikari var Asgeir Bein
teinsson i „Rhapsody in Blue“
eftir Gershwin. Svona tónleikar
eiga eflaust eftir að fagna mikl-
um vinsældum — og auka við
hóp velunnara hljómsveitarinn
ar — því að „ný andlit" voru
í áberandi meirihluta þetta
kvöld. Stjórnandinn var í ess-
inu sínu allt kvöldið — hljóð-
færaleikarar í skemmtilega
góðu skapi, sem smitaði út frá
sér.
Ásgeir Beinteinsson stóð sig
vel — merkilega vel, þegar tek
ið er tillit til þess að svona
músík er honum líklega lítið
hjartans mál, og þar að auki
þurfti hann að glíma við alger-
lega hljómlaust hljóðfæri.
Mér finnst alltaf mikill mis-
skilningur, þegar dirigentar
reyna að blása upp þessa
Rhapsodiu, það er eins og reynt
sé að klína glassúr á sápukúl-
ur.
Hámark skemmtunarinnar
var eitt af þremur aukalögun-
um, Ritvélarpolkinn („Efst á
baugi“). Spenningurinn var eins
og á kappleik, glíma bumbu-
leikarans við ritvélina mun lengi
í minnum höfð.
Þorkell Sigurbjömsson
hátt og hefir félagið fengið
syrk úr „tappasjóði" sem er und
ir umsjá félagsmálaráðuneytisins
að fjárhæð 750 þúsund krónur.
Undirtektir ráðuneytisins hafa
verið sérstaklega góðar svo og
annarra t- d. hefur Reykjavíkur
borg lagt félaginu til styrki svo
og Lionsklúbbarnir I Reýkjavík.
Ennfremur hafa einstök fyrir-
tæki lagt til fé svo og einstakl-
ingar. Eins og áður er greint er
ætlunin að ljúka heimilinu að
fullu í maí og vantar aðeins
herzlumuninn á að svo geti orð-
ið. Framlög til heimilisins yrðu
vel þegin og tekið skal fram að
gjafir til heimilisins eru skatt-
frjálsar. Félagsmenn í styrktar
félaginu eru eins og fyrr segir
30, flestir félagar í Lionsklúbb
unum í Reykjavík. Formaður
félagsins er Friðfinnur Ölafsson,
forstjóri aðrir í stjórn félagsins
eru Sigurður Magnússon_ for-
stjóri, Hafsteinn Sigurðsson, lög
fræðingur, Hilmar Garðars for-
stjóri og Kristinn Olsen, flug-
stjóri.
Ekki dregið fyrr en
eftir viku
Auglýsing frá Happdrætti Há-
skólans birtist viku fyrr i blaðinu
en ætlað var. Var þar sagt að
dregið yrði á miðvikudaginn, þ. e.
í gær Það er því rangt. Það er
ekki fyrr en næsta miðvikudag, 10.
marz, sem drátturinn fer fram. Öll
um miðaeigendum og velunnurum
happdrættisins skal á þetta bent,
Enn verður að bíða í viku eftir
stóra vinningnum!
V
★ Bandaríkjastjórn hefir ákveðið
að byrja aftur að greiða Samein-
uðu þjóðunum framlag sitt til að-
stoðar þjóðum viða um heim, en
hún frestaði slíkum greiðslum s.l.
haust vegna deilunnar um skulda-,
skil. Hér er um 60 milljóna dollara
framlag að ræða, því að greitt verð
ur hið sama og í fyrra.
Innistæðulausum
ávísunum fækkar
Skyndikönnun á innistæðulaus-
um tékkum fór fram á fimmtudag-
inn í fyrri viku og kom þá í ljós,
að innistæða var ekki nógfyrirtékk
um að upphæð 557 þúsund krónum.
Er það lægsta fiárhæð í slíkri
skyndikönnun og má af því ráða,
að aðgerð bankanna gegn misnotk-
um tékka hafi miðað í rétta átt.
Alls hafa farið fram sex skyndi-
kannanir á innistæðulausum tékk-
dm síðan hinar samræmdu aðgerð-
ir bankanna hófust. Fyrsta könnun-
in var gerð 9. nóv. 1963 og voru þá
5,8 milljónir króna innistæðulaus-
ar á 210 tékkum. í fyrra voru gerð-
ar fjórar kannanir hin fyrsta 21.
febrúar og voru þá 1,3 milljónir
innistæðulaus á 127 tékkum, 4. júlí
voru 1.4 milljónir á 158 tékkum, 18.
júlf 0,806 milljónir á 105 tékkum,
24. okt. 1.092 milljón á 131 tékka
og svo loks 25. febrúar s.l. voru
0,557 milljónir innistæðulausar á
91 tékk. Sést af þessu, að bæði
heildarupphæðin og tékkafjöldinn
fer lækkandi.
Aðgerðum þessum verður haldið
áfram af fullum krafti. Nú hefur
að auki verið samin skrá um mis-
notkunina á þessum tíma og hafa
allir bankar og sparisjóðir aðgang
að henni.
Brauzt inn til
að skila þýfi
Sá undarlegi atburður gerðist að
faranótt sl. sunnudags að brotizt
var inn í hús til að skila hlut, sem
stolilð hafði verið úr húsinu dag-
inn áður.
Þetta skeði í KR-heimilinu við
Kaplaskjólsveg. Þaðan hafði ein-
hvern tíma eftir hádegi á iaugar-
daginn verið stolið karlmanns- ‘
veski, sem í voru um 300 kr. í pen-
ingum.
Nóttina eftir var brotizt inn í
KR-heimilið og veskinu þá skil-
að — að vísu peningalausu. Og til
þess að eiga eitthvert erindi annað
en skila veskinu hirti þjófurinn
um leið á að gizka 1 þús. kr. i pen
ingum, sem gleymzt höfðu þar inni
frá kvöldinu áður.
Edda Aðalsteinsdóttir og Árni Johnsen.
Eyjomenii sýna Féraarlambið
Síðastliðinn fimmtudag frum-
sýndi Leikfélag Vestmannaeyja
gamanleikinn „Fórnarlambið" eftir
finnska leikritahöfundinn Irjo
soini, í þýðingu Júlíusar J. Daní-
elssonar. Leikstjóri er Höskuldur
Skagfjörð en Sigurgeir Jónasson
gerði leiktjöldin. Var leiknum for-
kunnar vel tekið, en leikendur eru
allir úr Eyjum: Árni Johnsen, Einar
Þorsteinsson, Ásta Steingrímsdótt-
ir, Edda Aðalsteinsdóttir, Sigur-
geir Siguriónsson, Unnur Guðjóns-
dóttir og Gunnar Sigmundsson.
Laugardaginn var lagði leikfélag
ic svo „land undir fót“ Og flaug til
Hornafjarðar með leiktjöld og ann-
að hafurtask og hafði tvær sýning-
ar að Sindrabæ í Höfn við frábær-
ar viðtökur og húsfylli, en hélt
sjóleiðina til Eyja á sunnudag.
Róma þátttakendur mjög báðar
ferðirnar, einkum var aðflugið í
Ijfornafirði hið fegursta í glamp-
andi sól. Og viðtökurnar þar voru
eins og bezt varð á kosið og förin
öll hin ánægjulegasta.
Leikfélag Vestmannaeyja er nú
að athuga möguleika á að skreppa
til Reykjavíkur og efna þar til sýn-
inga, en aðalvandkvæðin verða að
fá hentugt húsnæði.