Vísir


Vísir - 04.03.1965, Qupperneq 16

Vísir - 04.03.1965, Qupperneq 16
ISIR Flmmtudagur 4. marz 1965 Rafmagns- truflanir í Sogsstöðinni í gær urðu nokkrar truflanir á fmagnsútsendingu Sogsvirkjunar ’nar vegna íshröngls og krapa- myndunar við vatnsinntakið i Ira- fossstöðina. Þeir erfiðleikar eru úr s'igunni f bili og verða það vænt- anlega á meðan frostin vara. Þetta fyrirbæri, sem átti sér stað f gær, vofir ávallt yfir ef hvass- '’iðri gerir samfara frosti áður én atnið leggur. í fyrrinótt og fram tir degi í gær var bálviðri og rak ÍJá íshröngl og krap að vatnsinn- taki orkuversins með þeim afleið- ingum að rennsli minnkaði til muna. Það varð aftur á móti til þess að grfpa varð til skömmtun- ar, þó ekki í Reykjavík svo telj- andi væri. Aftur á móti var raf- magn skammtað í Hafnarfirði og Keflavík og tekið af í Vestmanna eyjum um stund, þannig að Vest- mannaeyingar gripu til sinna eigin varavéla. Að fengnum upplýsingum frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í morg un er rennslið komið f fullan gang aftur og hættan úr sög- unni í bili. Um leið og lygndi í gær kvöldi lagði vatnið og eðlilegt rennsii hófst að nýju. Mesti árekstrastaður borgarinnar, — Miklatorg. FLESTIRAREKSTRAR A HORNUM ÞAR SEM GÖTUVITAR ERU Miklatorg er mesti árekstra- staður Reykjavíkurborgar. Þar urðu 43 árekstrar á árinu sem leiö og Miklatorg átti Ifka met- ið, hvað árekstra snerti, árið 1963. Tveir staðir aðrir hafa á að skipa yfir 30 árekstrum, en það eru fyrst og fremst gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar, Engin fjársvik Keflavíkur- i vallarmálinu segir Áki Jakobsson lögmaður Vegna fréttar sem birtist í Vfsi laugardaginn 27. þ. m. um gang nokkurra fjársvikamála, hefur Áki Jakobsson hrl. og lög- fræðingur Jósafats Arngrímsson ar, beðið Vfsi fyrir eftirfarandi athugasemd: „Ég verð að mótmæla stöðugu umtali um Jósafatsmál sem eitt- hvert fjársvikamál. Mál þetta hófst með gæzluvarðhaldsúr- skurði upp á 45 daga á Jósafat Amgrfmsson og nokkra aðra, og með meiri persónulegum árásum og álygum í dagblöðum en dæmi em til áður hér á landi. En rannsóknin, sem nú nemur tæpum 400 sfðum, hefur sannað að eneinn fíðrdríttiw eða fjársvik hafa átt sér stað. í pósthúsmálinu, sem saksókn ari vill tengja við þetta mál, skal fram tekið, að þar liggja ekki fyrir neinir tékkar, sem gefnir hafa verið út án heim- ildar, og hef ég nú sem lög- fræðingur Jósafats Arngrímsson ar, beðið um framhaldsrannsókn f því máli. Vegna margítrekaðra tilrauna til að tengja þetta tékkamál á pósthúsinu við Keflavíkurmálið eða Jósafatsmálið, vil ég taka fram, að Jósafat Arngrímsson hefur ekki gefið út neinn af þeim tékkum, sem málið fjallar um“. þar sem urðu 39 árekstrar á ár inu sem leið, og gatnamót Laugavegar og Nóatúns með 31 árekstur. En fjórði mesti á- rekstursstaðurinn eru gatna- mót Hverfisgötu og Snorra- brautar með 20 árekstra. Athyglisvert er að á öllum framangreindum gatnamótum — þegar Miklatorg eitt er und- anskilið — eru götuvitar. En hlutverk götuvitanna er einmitt fyrst og fremst að ákveða rétt farartækjanna og fyrirbyggja þannig óhöpp og árekstra. Það gegnir þvf furðu að einmitt götu vitagatnamót skuli vera lang hættulegust í umferðinni. Þeir aðrir staðir eða gatna- mót í Reykjavík þar sem hafa orðið 10 árekstrar eða fleiri eru þeir sem hér segir. Skúlatorg 16 árekstrar, gatna mót Birkimels og Hringbrautar, 16, Lækjargötu og Skólabrúar 16, Laugavegar og Snorrabraut ar 15 Nóatúns og Skipholts 15, Laugamesvegar og Lauga- vegar 13, Miklubrautar og Rauð arárstígs 13, Fossvogsvegar og Reykjanesbrautar 13, Höfðatúns og Laugavegar 11, Grensásveg- ar og Miklubrautar 11, Baróns stígs og Hverfisgötu 11, Bar- ónsstígs og Njálsgötu 11, Póst hússtrætis og Tryggvagötu 11, Melatorgi 11, gatnamót Njarð- argötu og Sóleyjargötu 10, Kalkofnsvegar og Tryggvagötu 10, Hringbrautar og Njarðar- götu 10, Holtavegar og Suður- landsbrautar 10 og Grófar og Vesturgötu 10. Á öðrum stöð- um urðu færri árekstrar, en alls urðu þeir 2955 á öllu ár- inu. : ' ' . : . .. ■■ '■ : ~ ' : Flestir árekstramir gerast við götuvita. Klemmdist til dauða Tvítugur sjóliði í varnarliðinu beið bana á Keflavíkurflugvelli f gær, þegar hann varð milli vél- knúinna hurða á stærsta flugskýli vallarins. Slysið vildi til með þeim hætti, að sjóliðinn ætlaði inn í skýlið, en dyragættin var svo þröng, að hann komst ekki f gegn um hana. Seildist hann þá inn fyr ir til þess að þrýsta á rofa, sem myndi opna dyrnar, en þrýsti á lokunarrofann f staðinn, svo dyra- vængimir lokuðust á hann og krömdu hann til bana áður en menn gátu komið honum til hjálp- ar. Verzlunarfólk fær 6,6% hækkun Þann 1. marz fór fram endurskoð un á kaupgjaldsákvæðum samninga verzlunarfólks. Er ákveðið í samningum að þessi ákvæði skuli endurskoðuð, þegar al mennar og verulegar kauphækkan ir hafa átt sér stað. Endurskoðunin stóð yfir á nokkrum fundum í febrúar og náðist samkomulag milli aðila, sem er verzlunarmönnum hagstætt. Aðalatriði samkomulagsins er: HÆKKA SKYLDUTRYGGINGAR BIFREIÐA ÚR 0,5 í 2 MILLJ.? t gper var iagt fram á Al- þingi stjómarfmmvarp sem ger ir ráð fyrir að skyldutrygging bifreiða hækki f 2 millj. kr. úr 500 þús. Iðgjöld munu hækka eftir því sem næst verður kom izt um 10-14% við þessa hækk un. í greinargerð með frv. segir, að vegna verðlagsþróunar á undanfömum árum hafi gildi vátryggingafjárhæða rýrnað mjög, svo að skyldutrygging er hvergi nærri fullnægjandi. Eru dæmi til þess að heildartjón manns vegna persónuslyss hafi verið metið á nær 1.5 millj. kr. Þá eru ákvæði um það í frv. að veita megi heymarlausu fólki ökuskírteini. Eins og áður segir, er gert ráð fyrir, að skyldutryggingar hækki verulega eða í 1 millj. fyrir dráttarvél eg bifhjól og 2 millj. fyrir bifreiðir. Þetta er þó hærra fyrir stóra fólksflutn- ingabíla. Þetta mun þýða 10- 14% hækkun iðgjalda á 1. á- hættusvæði, sem er hér við Faxaflóa, en er tiltölulega lægra annars staðar á landinu. Ennfremur eru ákvæði í frv. um að slaka á kröfum til að standast bílpróf hvað viðkem- ur heyrn. Hefur þetta víða ver- ið gert á undanförnum árum, því það hefur þótt koma f Ijós að heyrnarleysi veldur bílstjór um ekki erfiðleikum. Er þessi tillaga flutt vegna tilmæla Fé- lags heyrnarlausra að fenginni umsögn íandlæknis. Gert er ráð fyrir að lög þessi taki gildi 1. maí n.k. 1) allt kaup hækkar um 6,6 2) eftirvinnuálag lækkar úr 50% og næturvinnugreiðsla ó- breytt, og er þessi liður í sam- ræmi við júní-samkomulagið 3) lágmark orlofs hækkar í 7% samkvæmt lögum. Að öðru leyti breytist orlofið til samræmis við orlof opinberra starfsmanna, sem þýðir að þeir sem unnið hafa lengur en 15 ár, fá lengingu or- lofs um 3 daga í 27 virka daga. 4) samkomulag þetta gildir frá og með 1. desember s. 1. eða þrjá mánuði aftur í tímann. Fræðslundm- skeið kvenna Næsti fundur á fræðslunám- skeiði kvenna verður haldinn f Valhöll annað kvöld, föstudags- kvöld kl. 8.30. Einar Pálsson skólastjóri leið- beinir um fram- sögn. Þátttakendur eru beðnir um að mæta vel og jstundvislega.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.