Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 6
VISIR . Fimmtudagur 4 marz 1965. Forðað með snarræci að höf n in á Ólafsfirði fylltist af ís Lovísa Sviadrottning veikist Lovísa Sviadrottning veiktist skyndilega og mjög alvarlega !í morgun. Sjúkdómur hennar er hjartaslag eða kransæðastífla. Hún var flutt í skyndi frá konungshöllinni til sjúkrahúss. — Ástand hennar var talið mjög alvarlegt. í gær safnaðist mikill ís inni á Ólafsfirði og þrengdi þar að höfninni. Var svo mikil ísspöng fyrir framan hafnarmynnið, að flóabáturinn Drangur varð frá að hverfa og síðan safnaðist enn meiri ís saman út eftir öllum firði, aðallega þó austan megin í honum. Leit þetta mjög ískyggi lega út um tíma. En í nótt skömmu eftir mið- nætti, þá lónaði ísinn aftur frá. Eftir eru nokkrir landfastir jak- ar. f mynni fjarðarins er enn krökkt af jökum, en engin sam- felld fsspöng nema fyrir framan ólafsfjarðarmúla og sést ekki frá Ólafsfirði hve langt suður á bóginn hún nær. Inni á Ólafsfjarðarhöfn eru nú um 15 jakar, sem valda þó eng- um vandræðum. En það hefði getað farið verr og má búast við að höfnina hefði fyllt af jaka burði, ef menn hefðu ekki gripið til þess snarræðis að stöðva ferð þeirra inn á höfnina með stálvfr, sem var lagður yfir hafnarmynn ið. Þessir 15 jakar, sem nú eru á höfninni, voru komnir þangað inn, þegar Gísli Magnússon byggingameistari kom til bæj- arstjórans Ásgríms Hartmanns- Ný leið reynd / Imnakenmn Kjararannsóknanefnd hefur að undanförnu unnið að athugunum á launum og vinnutíma þeirra, sem taka laun samkvæmt kjarasamn- ingum verkalýðsfélaga. Til þessa hafa þessar athuganir verið úrtaks- rannsóknir, sem hafa byggzt á 'ilt tölulega fámennu úrtaki frá fyrir- tækjum, en þorrf vinnuveitendá hefur ekki ennþá skipulagt bók- hald s'itt þannig, að þessi upp- lýsingasöfnun sé auðveld og fyrir- hafnarlítil fyrir þá með tilliti til þarfa nefndarinnar. Kjararannsóknarnefnd hefur því ákveðið að gera tilraun t'il þess að fara nýja leið í öflun slfkra upp lýsinga, m.a. í því skyni að fá fleiri einstaklinga, en tök hefur verið á til þessa með þéim úrtaks rannsóknum, sem gerðar hafa ver- ið. Hefur nefndin ákveðið að snúa sér beint til allra, sem laun taka samkvæmt kjarasamningum verka lýðsfélaga í þrem kaupstöðum landsins, Reykjavík, Akureyri og Akranesi, og farið þess á leit við þá, að þeir láti Kjararannsóknar nefnd í té upplýsingar um vinnu- laun sín og vinnutíma i marzmán- uði þessa árs. Nefndin leggur áherzlu á, að sem flestir verði við þessari beiðni þar sem athugunin nær ekki þeim tilgangi nema meginhluti sýni sam starfsvilja. Ætlunin er að leita til á milli 10-12000 manna. Tilgangur þessara rannókna er að fá sem réttasta og sannasta mynd af raunverul. ástandi á vinnu markaðnum og upplýsingar sem gætu komið að haldi við gerð Jcjarasamninga, og ef til Vill auð- veldað lausn þeirra mála hverju Megintilgangur með þessari nýju athugun, ef hún tekst, er að kom ast að raun um, hvort þetta stærra úrtak staðfestir í megindráttum niðurstöður þess fámenna úrtaks sem nefndin vinnur að, að sjálf- sögðu með þeim fyrirvara, sem hér verður að hafa, eða hvort það sýnir veruleg frávik. Kaupþegi, sem gefur skýrslu sfna, þarf ekki að skrá nafn sitt á eyðublaðið. Er það gert til að koma í veg fyrir ástæöulausa tor- tryggni. Hins þarf skýrsluútgef- andj að gæta vandlega að láta umbeðnar upplýsingar fylgja um það, hvaða stéttarfélagi störf hans tilheyra og hvort um karl eða konu er að ræða. Með allar upplýsingar varðandi einstaklinga verður farið sem trúnaðarmál. sonar og kom með þá uppá- stungu að strengja vfr yfir hafn armynnið. Þeir fóru niður að höfninni og þá var þessi ákvörð un tekin og framkvæmdi Krist- inn Gíslason verkstjóri við höfn ina verkið. Hann fór með vírinn yfir hafnarmynnið gangandi á ís og eftir það komst enginn jaki inn, þó að þrýstingurinn utan að væri um tíma mikill. Ísinn — Von á Ashkenazi hingað í október Vladimir Ashkenazi, píanóleikar inn heimsfrægi, sem er íslending- um að góðu kunnur, heldur tón- leika í Oddfellow-höllinni f Kau.j- mannahöfn á miðVikudaginn kem- ur, en þetta er í annað skipti, sem hann heldur tónleika f Kaupmanna höfn. . Von er á Ashkenazi hingað í október og mun hann þá væntan- lega spila með Sinfóníuhljómsveit inni. Ekki er ráðið ennþá hvernig fyrirkomulag tónleikanpa verður, en ekki getur dvöl Ashkenazi orð- ið nema stutt, því að þá verður hann á leið til Bandaríkj- anna í stóra hljómleikaferð. Ashk- enazi er nýkominn til London frá hljómleikaferð til Japan, en þar hélt hann 9 hljómleika og var kona hans Þórunn Jóhannsdóttir með I ferðinni. I London hélt Ashkenazi tónleika bann 28. febrúar. Blaðið hringdi í Pétur Pétursson. sem áð ur hefur staðið fyrir hljómleikum Ashkenazis hér á landi og sagði hann að vel gæti komið til mála að Ashkenazi héldi hér aukatón- leika, þegar hann kæmi f október. Kvaðst hann vera nýbúinn að fá kórt frá þeim hjónum frá Japan, þar sem bau sögðust hlakka mjög til þess að koma hingað aftur. Framh. at bls. 1. hverfa úr augsýn innan tíðar. Stein dór Jónsson, forstjóri hjá afgreiðslu Drangs á Akureyri ,sagði að siglt yrði til Ólafsfjarðar f dag og vörur jafnframt teknar til Grímseyjar, enda þótt lítil von væri að komast bangað enn. Á Patreksfirði sást enginn ís í morg un og vindáttin var að snúast í suðvestur. Var talið að ísinn mundi þá byrja að reka. / Á Homi var allt fullt af ís, allar víkur hvftar og breiðan eins löng og augað eygði. Við náðum í Jó- hann Pétursson vitavörð á Horn- bjargi, en hann var þá enn á ísa- firði og bíður eftir flutningi, sem hann kvaðst vona, að yrði í dag með yarðskipi, en yitaskjpji teppt fyirir norðán ‘lahd. ’-jóh; kvaðst ‘þegar ætla að ‘fara ‘upp a bjargið með sjónauka sinn og reyna að sjá hversu breið fsbreiðan er. Við spurðum Jóhann hvort heilsan leyfði slíkt ferðalag, því hann varð fyrir áfalli á dögunum, datt f stiga 1 vitahúsinu og fótbrotnaði. Jú, hann sagði að ekkert væri í vegi fyrir þvf. Þarna fær hann 400 metra „útsýnispall" og með hinum góða kíki sínum á hann að sjá bæði vítt og breitt f góðu skyggni. „ísinn er ótrúlega fljótur að hverfa í suð- vestanátt", sagði Jóhann, „en auð- vitað er það mikið undir því komið, hversu breitt þetta er“. ísbimir? „Jú, því ekki það“, sagði Jóhann, „sá möguleiki er alveg fyrir hendi og ég vil vera viðbúinn þeirri heim- sókn“. Sigurbjöm Bjarnason, fréttaritari Vfsis á Akureyri sfmaði í morgun, að á Eyjafirði væm smájakar á sveimi. Skipsmenn á Drangi sögðu frá því f gær, að mikil isspöng hefði lokað höfninni á stuttum tíma. Hefði báturinn lokazt inni, ef hann hefði ekki verið svo lengi í förum í þetta sinn, 3 tíma í stað inn fyrir 2. Var talað um að reyna að koma vörum f land þarna við svonefndar Kleifar, sem er marg- býli í grenndinni, en erfiðleikar á því hefðu þó verið talsverðir. Ól- afsfjörður opnaðist svo rétt fyrir hádegið, eins og sagt er hér að framan. Ólafsfirðingar munu hafa verið búnir að gera ráð fyrir erfiðleikum og höfðu þegar birgt sig upp af ýmsum vörum, en sjálfir eru þeir ’sér nógir um mjólk. Jón Benediktsson á Höfnum á Skaga sagðist ekki hafa séð nema lítið af ís fyrr en nú í morgun. Hef- ur ísinn rekið inn á allar víkur i nótt. Vindur var af suðvestri, og taldi Jón að talsverður ís væri í mynni Skagafiarðar. Á Sauðárkróki varð ekki vart við nema ísiaka á staneli oe molnuðu beir jafnóðum þegar þá rak á land. Læknar — Framh. af bls. 1- skal heimilt að ráða aðstoðar- lækna til að sitja hluta ársins á Suðureyri, Raufarhöfn og Bakkagerði. 2. Heimilt skal að ráða einn lækni með ótiltekinni búsetu til að veita neyðarlæknisþjónustu í læknislausum héruðum. 3. Heimilt skal að sameina læknishéruð og koma upp lækna miðstöðvum fyrir hin sameinuðu héruð, eftir því sem nauðsyn krefur pg staðhættir leyfa, og þó ekki fyrr en hlutaðeigandi héruð hafa verið auglýst minnst þrfvegis án árangurs. 4. Við veitingu héraðslæknis- embætta skal sá umsækjandi, sem hefur lengstan starfsaldur sem héraðslæknir, að öðru jöfnu sitja fyrir öðrum umsækjendum um stöðuna. 5. í 17 tilteknum læknishéruð- um og, ef nauðsyn krefur, í 5 öðrum, en ótilteknum héruðum, skal greiða héraðslækni staðar- uppbót á laun, er nemi hálfum launum f hlutaðeigandi héraði. 6. 1 sömu héruðum sem um ræðir f 5. lið, skal héraðslæknir sem hefur setið 5 eða 3 ár sam- fleytt í héraðinu, eiga rétt á að hljóta eins árs frí með fullum lapnum 1,11 frarphaldsnáms hér u ' ndi eða eríéndis. Þetta á- kvæði kemur fyrst til fram- kvæmda tveimur árum eftir gild istöku laganna, og ráðherra er heimilt, ef nauðsyn krefur, að takmarka fjölda þeirra lækna, sem njóta slíkra hlunninda á einu og sama ári. 7. Embættis-(starfs-)aldur hér aðslæknis í sömu héruðum, sem um ræðir f 5. lið skal teljast 5 ár fyrir hver 3 ár, sem hann hefur gegnt hlutaðeigandi hér- aði. 8. Heimilt skal samkvæmt til lögu landlæknis, eftir því sem nánar verður ákveðið í reglu- gerð, að veita læknastúdentum rfkislán til náms gegn skuldbind ingu um læknisþjónustu í héraði að afloknu námi. 9. Stofna skal Bifreiðalána- sjóð héraðslækna með 1 milljón króna framlagi úr ríkissjóði. Kostnaður við nýmæli frv. er: embættislaun 850 þús. til 1,2 millj. auk framlags til bifreiða- lánasjóðs 1 millj. Auk þess kem ur til laun og ferðakostnaður 4-6 lækna til framhaldsnáms 2 árum eftir gildistöku laganna og kostnaður við námslán, sem ekki er unnt að áætla nú. Þau 5 læknishéruð, sem lagt er til að lögð verði niður, hafa lengi verið læknislaus og Iftil líkindi að þangað komi læknir sökum mannfæðar. Þá er gert ráð fyrir, að koma upp einum 8 læknamiðstöðvum í framtíðinni, þar sem hentugt er að koma þeim við. Hins veg- ar eru 20 læknishéruð, þar sem ekki er mögulegt að koma slfk- um stöðvum við sökum stað- hátta. í þeim eru 13 skipaðir læknar, 5 settir en 2 læknislaus. Að lokum skal þess getið, að í þau læknishéruð, sem gert er ráð fyrir að leggja nið- ur, skuli gerð úrslitatilraun til að fá lækna, og takist það, verður héraðið ekki lagt niður meðan hann situr. Nánar mun verða skýrt frá þessu merka frv. þegar það kem ur til umræðu á Alþingi. íþréftir — Framhald af bls. 11. Stúlknaflokkur: Lilja Jónsdóttir ÍR 40.7 Áslaug Sigurðardóttir Árm. 70.5 Auður Harðardóttir Ármanni 86.8 Eftir keppni voru veitingar f Ár- mannsskálanum. Á síðastliðnu ári voru gerðar miklar breytingar á Ármannsskálanum og er hann nú mjög vistlegur. Margt var um mann inn í Bláfjöllum, og voru allir sam- mála um, að mót þetta hefði farið ágætlega fram og væri Skíðadeild Ármanns til mikils sóma. Margir gamlir Ármenningar mættu þar til bess að starfa, og meðal keppenda máttj sjá gamla skfðamenn eins og Ásgeir Eyjólfsson og Bjama Einars- son, sem lágu ekki á liði sínu. Tóbaksauglýsingabann samþykkt í efri deild í gær var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum frumvarpið um bann við tóbaksauglýsing- um, í efri deild. Ekki er frum- Varpið þó enn komið í örugga höfn, þar sem öll málsmcðferö þess er eftir f neðri deild. Það er Magnús Jónsson. sem frum- varpið flytur, en það er til kom- ið vegna bandarísku læknaskýrsl unnar um hættuna af krabba- meini f iungum vegna reykinga. Almenningur hefur tekið eftir þvf, að tóbaksauglýsingar eru nú fyrir nokkrum mánuðum farnar að sjást í dagblöðum. Einnig ber allmjög á þeim í kvikmynda- húsum, en eins og sakir standa eru þær fullheimilar samkvæmt íslenzkri löggjöf. Þær munu hvergi vera bannaðar f Evrópu og verður tsland fyrsta landið. sem slíkt bann setur á ef frum- varpið verður samþykkt. Stúlka óskast Stúlka óskast í nýja kjörbúð nú þegar. Uppl. í VERZL. VÍÐIR Starmýri 2 Sími 30425. tsr ■vii&Wi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.