Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Fimmtudagur 4 m'"-7 ’<>6C* 9 m STIFNUBRC YTINGAR Þ 9 9 ■ ■ á dagskrá | Svíþjóð hefur stjórn jafn- aðarmanna farið með völd í áratugi. Þar hafa mörg af helztu stefnumálum þeirra verið framkvæmd og mun eng inn draga það í efa, að þar standi eitt mesta velferðar- ríki veraldar og þar séu lífs- kjör almennings einna bezt í álfunni. Þrátt fyrir það eru þó meir en 90% atvinnufyrir- tækja Svía í einstaklingseigu. Þetta er auðvitað ekki nein tilviljun. Þótt marguppfrædd- ir sósíalistar hafi lengi setið þar við stjórnvölinn er þeim samt sem áður sú staðreynd ljós, að þorri atvinnufyrirtækj' anna í þjóðfélaginu er betur kominn í höndum einstakl- inga en ríkisins. Ella væri eignaraðild fyrirtækja í iðn- aði og atvinnulífi Svía ekki á þann veg sem raun ber vitni. Hér á landi eru ekki kunn- ar neinar opinberar tölur um eignarhluta ríkisins á þessu sviði. Það er þó alkunna, að miklu stærri hluti atvinnufyr- irtækjanna hér er rekinn af opinberri hálfu en í nokkru öðru Evrópulandi. Til þess liggja að nokkru skiljanlegar og eðlilegar orsakir. ísland hefur ætíð verið fátækt af fjármagni. Verkefnin hafa hins vegar mörg verið risa- stór og einstaklingum ofviða. Byggja hefur þurft upp fjöl- mörg þau þjónustufyrirtæki á fáeinum áratugum, sem aðrar þjóðir hafa mátt gera á öld- um. Fámennið og fjármagns- skorturinn hefur því valdið því, að hér á landi hefur rík- ið beinlínis orðið að ráðast í margar þær framkvæmdir, sem sjálfsagt hefur þótt að einstaklingar, félög þeirra og samtök, önnuðust annars stað ar. Við slíkri þróun ber vissu- lega ekki að amast. Hún hef- ur í mörgu orðið grundvöllur framfaranna á undanfömum áratugum. JTn breyttir tímar boða ný viðhorf. Vaxandi velmegun hefur valdið því að verulegt fjár- magn liggur nú í höndum ein- staklinga, fyrirtækja þeirra og einkabanka landsins. Því hafa nú skapazt forsendur fyrir miklum mun meiri þátt- töku einstaklinga og fyrir- tækja þeirra í athafnalífinu en áður var. En þótt þetta hafi breytzt er hinn gamli hugsunarhátt- ur þó enn óbr * ttur: að ríkið eigi að framkvæma flesta hluti á þessu landi — þau á- form og þæf athafnir, sem einstaklingar hafa þó fengið bolmagn til að gera að veru- leika. Það er þess vegna eitt mesta og mikilvægasta verk- efni næstu ára að skapa þann skilning og þau viðhorf, að það sé sjálfsagt hlutverk ein- staklinga og samtaka þeirra að vinna að atvinnuþróun og uppbyggingu landsins. í því efni á ríkið ekki að starfa sem sífelldur samkeppnisaðili um vinnuafl og fjármagn. Það á að takmarka störf sín og fjár- festingu við þá þjónustu, sem sjálfsögð er, en ekki seilast svo langt inn á athafnasvið einstaklinganna sem það hef- ur gert á undanfömum ára- tugum. Stefna banka landsins og annarra fjármálastofnana verður ð mótast af því megin- sjónarmiði að styðja framtak einstaklinga þjóðarinnar og gera þeim kleift með fjárhags legu bakhjarli að koma nýj- um hugmyndum í fram- kvæmd. Það er óþarfi að rifja hér upp forsendumar fyrir slíkri stefnubreytingu. Þær eru svo alkunnar. Ekki aðeins hér á landi, heldur alls staðar annars staðar í löndum hins frjálsa heims hefur það sann- azt í raun hverjir kostir ein- staklingsrekstursins em fram yfir þjóðnýtingu. Sú er á- stæða þess að sósíalistastjóm ir þriggja Norðurlanda hafa ekki bundið atvinnulíf þess- ara landa í viðjar ríkisstofn- ana, og sú er ástæða þess að Verkamannaflokksstjórn Har old Wilson hikar við að þjóð- nýta annað en eina grein brezks athafnalífs. Kjarni málsins er sá, að ekki einungis eru fyrirtæki einstaklinga og samtaka þeirra mörgum sinnum betur rekin en ríkisfyrirtæki að öll- um jafnaði, heldur hefur þró- unin í öllum Evrópuríkjum orðið sú, að æ fleiri einstakl- ingar hafa orðið aðilar að framleiðslu og atvinnufyrir- tækjum. Þar í löndum hefur þessi þróun að miklu byggzt á aukinni hlutabréfaeign al- mennings. Hér á landi munu slík almenningshlutafélög eiga miklu erfiðar uppdráttar og síðar komast á vegna full- kominnar óvissu um arðsút- hlutun í íslenzkum fyrirtækj- um. Hitt er miklu mikilvæg- ara á þessu stigi þjóðfélags- þróunarinnar að lánastofnan- ir landsins og ríkisstofnanir styðji framtakssama einstakl- inga í áformum þeirra, í stað 'þess að leggja stein í götu þeirra eða hefja jafnvel beina samkeppni við þá. gkýrt hefur verið frá því í fréttum að í bígerð sé bygging kfsilgúrverksmiðju við Mývatn og verður heild- arkostnaður þess fyrirtækis um eitthundrað milljónir króna. Ég kem ekki auga á eina einustu ástæðu sem með því mælir að þetta fyrirtæki verði bundið viðjum þjóðnýtingar, eins og ætlunin virðist þó vera. Hér er um nýjan at- vinnurekstur að ræða og sér- fræðingar ríkisstofnunar hafa kannað vísindalegan grund- völl framleiðslu þess. En þrátt fyrir það er það engan veginn rökrétt atburðarrás að ríkið eigi síðan að eignast og stofn- setja verksmiðjuna, með fimmtungi eignaraðildar Hol- lendinga, sem framleiðsluna kaupa. Hér hefði vissulega verið full ástæða til að bjóða út eignaraðild í verksmiði- unni, leyfa þeim einstaklj \ um og fyrirtækjum sem vildu, að ganga með til leiksins. Ríkið gat eftir sem áður átt nokkum hlut á sinni hendi, hefði þótt nauðsynlegt að tryggja þess hagsmuni. ' Alla vega hefði ekki sýnzt ósanngjarnt að ætlast til þess að þeim bændum, sem kísil- gúrinn eiga, hefði verið gef- inn kostur á hluttöku, og eins> aðilum í þeim kaupstöðum og sveitum norðanlands, sem at- vinnu munu hafa af rekstri verksmiðjunnar Slíka hlut- deildaraðstöðu eru nú iðnað- arþjóðir Evrópu æ meir að skapa þeim sem að fram- leiðslufyrirtækjunum starfa, en við teljum ekki neina nauð syn á því í uppbyggingu nýrr- ar íslenzkrar iðngreinar. Þetta dæmi um kísilgúr- verksmiðjuna við Mývatn er ekki tekið til umræðu hér vegna þess að fyrirtækið sé svo stórfellt eða ágóðavonin óviðjafnanleg. Það er einmitt vegna þess hve fyrirtækið er tiltölulega. smátt ,í. sniðum að hlutdeild einstaklinga hefði vissulega átt að koma til greina, eins og bent var á hér í biaðinu löngu áður en vitað var um hvernig áætlanir um fjárhagsafkomu verksmiðj- unnar hljóðuðu. Og annað varðar hér einnig miklu. Með þjóðnýtingu á kísilgúrverk- smiðjunni er gefið varhuga- vert fordæmi, er lagt verður út í fleiri greinar stóriðju en nú eru fyrirhugaðar. Sumir þættir hennar eru vissulega svo risavaxnir í sniðum og fjárfrekir, að aðrir aðilar en ríkið myndu reisa sér hurðar- ás um öxl í framkvæmd á- formanna. En eru allir á eitt sáttir um það tiltölulega lítil fvrirtæki á því sviði skuli jafnan byggð upp innan þröngs ramma ríkisins? Um hug og vilja þjóðnýtingar- manna þarf ekki að spyrja. En er það ekki einmitt ,megin stefnumark Sjálfstæðismanna að spyrna á móti mætti ríkis- afskipta og ríkisrekstrar, þar sem afl og áræði einstakling- anna fær látið gull spretta úr grasi? yið þurfum að gera okkur ljóst, að þjóðin er nú stödd í þessum efnum á vegamót- um. Henni hefur vaxið auður, afl og ásmegin á undanföm- um árum. En ennþá ríkir hugs unarháttur þjóðnýtingarár- anna á allt of mörgum svið- um þjóðlífsins. Við búum enn við ókosti handahófssósfal- ismans - án þess að njóta þó kosta þrautskipulagningar þjóðarbúsins, eins og það tíðk ast í sósíalistaríkjum. Öllu lengur er varla unnt að fresta ákvörðuninni um það í hvora áttina skuli haldið. Að minnsta kosti þurfa þeir sem telja að framfaranna sé ekki að leita á opinberum stjórn- arskrifstofum varla að vera í vafa um stefnuna, Það er sú stefna, sem flestar þjóðir Ev- rópu hafa reynt á undanförn- um árum að hefur margfald-- að þjóðarframleiðslu þeirra og stórbætt lífskjörin. Það er sú stefna sem ísraelsmenri hafa, öðrum til góðrar fyrir- myndar, tekið upp, er þeir selja ríkisfyrirtæki í einstakl- ingseigu þegar þeim hefur tryggilega verið komið á lagg irnar. í þá átt eigum við íslend- ingar einnig að halda. Á ann- an hátt verður efnaleg velferð þjóðarinnar ekki til lengdar tryggð í þessu landi. Gunnar G. Schram. Tjaldanesheimilið senn tilbúið I fyrradag gafst fréttamönn- um kostur á að skoða Tjaidanes í Mosfellssveit en þar á að reka barnaheimli fyrir vangefin börn. Forsaga málsins er sú að í marz 1963 komu saman á fund 30 áhugamenn, sem stofnuðu með sér styrktarfélag til að byggja og koma á fót barnaheimili fyrir vangefin börn og ráða til þess hæft fólk til þess að kenna börn unum eftir því sem kostur væri. Keyptj félagið iand af Mos- fellskirkju, sem staðsett er í Mos fellsdal, fyrir neðan Hrísbrú norðanvert við þjóðveginn. Land þetta er um 3ha. og fylgdi því réttur til heits vatns. Hafizt var handa um bygging- arframkvæmdir og er nú risið af grunni hús sem er 118 ferm. að stærð. Viðbótarbygging við aðal húsið er nú í undirbúningi og er þegar búið að steypa grunn Inn, og verður það um 120 ferm. að stærð. I aðalbyggingunni eru vistleg og björt herbergi ætluð þeim sem veita heimilinu for- stöðu og börnunum til að byrja með, ásamt eldhúsi búnu ný- tízku eldhúsinnréttingu og eld- hústækjum. Auk aðalhússins er tilbúið föndurhús, sem í er her- bergi ætlað fyrir föndur svo sem smíðar o. ff. einnig eru þar Framhald á bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.