Vísir


Vísir - 04.03.1965, Qupperneq 2

Vísir - 04.03.1965, Qupperneq 2
V f S IR . Fimmtudagur 4, marz 1965. Viðtal við Sigurð Péturs- son, sem fékk verð- launin í bítlakeppninni Afgreiðslustúlkan í Fálkanum réttir Sigurði .ilötuna, sem hann valdi sér, Beatles for Sale. Valdi sér plötuna ,Beatles lorsale' Eins og lesendur vita var nafn Sigurðar Péturssonar dreg ið úr hópi þeirra, sem þátt tóku í bítlakeppninni og hlaut hann að verðlaunum hljómplötu, sem Hljómplötudeild Fálkans gaf. ~¥~ Sigurður kom hingað upp á blað og röbbuðum við smá- stund við hann. Hann segir okk ur að hann sé nemandi í 3. bekk Hagaskólans og hafi fyrst fengið áhuga á Beatles i sumar. — Þú greiddir atkvæði með BítlunUm? — Já, Bítlarnir eru skemmti Hverjir múta HVERJIR MÚTA HVERJUM? I nýútkomnum „Frey“ gerir rit- stjórinn harða hríð að þeim læknum og vísindamönnum, sem telja blóðtappahættu stafa af neyzlu mjólkur og kjötfitu, og hefur þar fyrir sér álitsgerð frá þýzkum vísindamanni, sem kvað telja fitumikla mjólk og feitt kjöt ódáinsfæðu. Ekki læzt rit- stjórinn þó trúaður á, að læknum og vísindamönnum hér hafi verið mútað til að rægja búvörurnar, en gefur í skyn að það sé mjög í mæli. Vitanlega hefur enginn heyrt þess getið að þeim þýzka hafi verið mútað til að halda fram því gagnstæða, hver hefði líka átt að gera það? Með öðrum orðum — við er- um ekki einir um að álíta allt þetta fæðutegundastagl eilítið grunsamlegt. Vitanlega eru mút ur algerlega útilokaðar I því sam- bandi — en þó er óneitanlega freistandi að brjóta heilann um það hver geti hafa mútað hverj um, í hvaða tilgangi og með hverju . . Hver hefur hag af því að við drekkum ekki mjólk? Hver hefur hag af því að við ét- um ekki feitt kjöt? Hver hefur hag af því, hugsi maður sér mút ur á hina hliðina, að við drep- umst úr blóðtappa? Þannig má spyrja endalaust. En — sem sagt — málið er að komast á það stig, sem varla -UHRHHIHaHHm legri, það er léttari músík hjá þeim en hjá Rollurunum. Roll ararnir eru ógeðslega ljótir og þeir semja ekki músíkina sjálfir eða voða lítið af henni. — Dást kunningjar þínir jafn mikið að Bítlunum? — Þeir eru allir með Rollur- unum, þeir eru búnir að fá leið á Bltlunum. — En ætlar þú að gefa Bítl- ana upp? — Ekki fyrr en þeir hætta — Hverjir heldurðu að taki við af Bítlunum? hverjum? getur talizt hávísindalegt. Og hvernig væri annars að búnaðar- þing skryppi flugleiðis austur á Egilsstaði og gerði þar eina litla samþykkt í málinu — að ekkert væri að marka læknavísindin í landinu . . . CARLSON SÉÐ FYRIR ÁFRAM- HALDANDI ATVINNU. Einu sinni var minkaeldi stund að hér á landi. Forgöngumenn þess boðuðu svo miklar gjald- eyristekjur af því, að leggja mætti niður alla atvinnuvegi aðra þess vegna. Brátt kom í Ijós að dýrt var að ala dýrin inni í búr- um og var þó horfið að því ráði að sleppa þeim lausum og gera allt landið að einni minkaeldis- stöð. Um skeið leit jafnframt út fyrir, að allir atvinnuvegir mundu niður leggjast þess vegna og urðu minkaeldismenn því að einu leyti sannspáir. En þá sendu máttarvöldin Carlson minkabana þjóð vorri til bjargar og minknum til miska. Var það harðsótt styrjöld ,en nú að und- anförnu hefur Carlson veitt bet- ur ... Nú þykjast vitrir menn sjá að þess muni jafnvel ekki langt að bíða að Carlson verði atvinnu laus með sína hunda. Hefur því mjög verið til umræðu, að hefja minkaeldi aftur, bæði til að koma í veg fyrir það, og að jafnvægið í minkabyggð landsins raskist... — Það eru margar hljómsveit ir komnar upp fyrir Bítlana, kannski the Kinks. — Fórstu á hljómleikana hjá The Swinging Blue Jeans? — Já. — Hvernig fannst þér? — Þetta var alltof einhliða hjá þeim maður, þeir voru allt of líkir Elvis Presley, eintómt rock and roll. Það glymur svo ferlega I þeim maður varð að halda fyrir eyrun til þess að heyra mátulega. — Heldurðu að lætin í krökk unum hafi verið af því að þau hafa séð þetta á bíómyndum? — Bara af því að þau fengu fréttir af þessu. — Tókst þú þátt I þessu? — Nei, ég klappaði bara vel fyrir þeim. — Hlustarðu nokkurn tíma á klássíska tónlist? - Já. — Hvað finnst þér skemmti- legast? — Léttir valsar. — En hefur farið á sinfóníu tónleika? — Já. — Skólatónle'ika? - Já. — Hvernig var það? — Sumt var ágætt en sumt var drepleiðinlegt. ■ - ~¥ Sigurður fór svo niður f Hljómplötudeild Fálkans þar sem hann valdi sér plötu, Bítla plötuna Beatles for Sale. Kári skrifar: Að þessu sinni verð ég að skýra frá efni tveggja bréfa, sem mér hafa borizt með skömmu millibili og eru þau bæði líks eðlis að því leyti að þau eru frá foreldrum um mál varðandi skóla barna þeirra, annað frá föður nemanda, hitt frá móður nemanda. Yfirleitt tel ég ekki rétt að vera mikið að birta bréf um skólalífið, sem krakkarnir líta mikið á sem einkalff sitt. Samt tel ég vera rétt að birta þessi bréf. Bréf in eru nokkuð löng svo að ég held ég endursegi bara I stuttu máli aðalefnið I þeim. Fyrst er það bréf frá móður nemanda. Hún segir frá því, að fyrir nokkru kom hingað til borgarinnar stór hópur út- lendra miðskólanemenda, sem hélt hér skemmtanir með mikl um og margs konar hljóðfæra- leik og var þessi hljóðfæraslátt ur vafalaust fjölbreyttur og þar á meðal mikið af þessari nýju múslk, sem vafasamt er, hvað góð áhrif hafí á unglingana. AMBASSADORAR SÍNS LANDS Þessi útlendi flokkur var sagt I blöðunum m.a. í grein í Vísi að væri eins og beztu ambassa dorar slns lands. En móðirin, sem skrifar bréfið, segist stór- lega efast um, hvað góðir am- bassadorar þeir voru. Útlendu nemendurnir skemmtu sér m.a. með íslenzkum nemendum og satt að segja þá skilst kounni eftir þeim lýsingum, sem hún hefur fengið, að íslenzku nem- endurnir hafi verið alveg undr andi yfir „djarfri" og full frjálsmannlegri framkomu út- lendu nemendanna. Þeir. hlýddu t.d. alls ekki þeim reglum sem þar voru settar um að reykja ekki svo aðeins nokkuð sé nefnt Telur konan mjög vafasamt að fá fleiri slíka ambassadora hing að til lands. Það sé nógu erfitt að eiga við æskuna fyrir það. FRAMKOMA OPINBERRA STARFSMANNA Hitt bréfið er frá föður menntaskólanemenda og eins og við má búast er umræðuefni hans um „prógrammið“ fræga uppi I Menntaskólaseli sem fjallaði um tortímingu Is- lands I atómstyrjöld. Hann seg ist nú í sjálfu sér ekki vera svo stórhneykslaður á því, að gerð ur var leikur að því að spila furðulegt prógram. En hitt seg ir hann vera miklu verra, að það voru ekki nemendurnir sjálf ir, sem höfðu búið þetta pró- gram til. Það hefði verið fyrir- gefandi þó að nemendurnir hefðu verið að grínast sín á milli og verið að búa til eitt- hvert prógram. En hitt var miklu verra, að það hefði verið hópur manna útan' við skólann, hópur fullorðinna manna, sem hefði átt að hafa til að bera meiri ábyrgðartilfinningu en svo að fara að hræða unglinga með þessu. Hvað vilja þeir vera að skipta sér af skemmtunum Menntaskólanemenda? — Og það sem er ennþá verra, segir faðirinn. — Mér skilst að hér hafi verið á ferð inni við að setja þetta pró- gram saman menn sem eru op inberir embættismenn. — Og enn getur þetta versnað, því að þeir notuðu beinlínis hið opin bera starf sitt, sem þulir til þess að valda skelfingunni. Rödd þéirra sjálfra var í eyrum nemendanna eins konar trygg- ing fyrir því, að hér væru hinir raunverulegu opinberu starfs- menn að Iesa upp fréttirnar og það er fyrst og fremst vegna þess að þeir rufu trúnaðarsam band sitt við Ríkisútvarpið og hlustendurna sem leikurinn varð svo grár. Síðan spyr faðir- inn, hvort þetta eigi að viðgang ast átölulaust. Hann segir að það væri þörf rannsóknar I þessu máli, rannsóknar á því, hverjir opinberir starfsmenn hafi verið þarna að svívirðileg- um leik. Að þessu sinni get ég ekki annað sagt, en að bréfritari hafi e.t.v. bent þarna á alvarlegan punkt, sem við höfum ekki hugsað út I fyrr. En annars var prógrammið 10 ára gamalt svo að ætli þetta væri ekki fyrnt eins og þýzku stríðsglæpirnir? Eá..

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.