Vísir - 06.04.1965, Page 9

Vísir - 06.04.1965, Page 9
V I S I R . Þriðjudagur G. apríi 1965. 9 ★ Jóhann Gunnar Olatsson bæj- arfógeti á ísafirði á tvímæla- laust eitt af vönduðustu og beztu einka-bókasöfnum sem nú eru til á landinu utan Reykja- víkur, enda þótt hann geri sjálf- ur ekki svo mikið úr bókaeign sinni, enda maðurinn hógvær. Fyrir alllöngu fór Vísir þess á leit við Jóhann Gunnar að hann segfr eitthvaft ír» tióka- eign sinni 1 blaðinu og fiú loks hefur hann látið til leiðast og sent Vísi þessa fróðlegu og skemmtilegu grein. (Ljósmynd- ir allar teknar af Kristni R. Gunnarssyni). 'IYI'argir hugsandi menn, sem 1 bókum unna, eru teknir að ugga um örlög þeirra á þessari öld útvarps og sjónvarps, tækni og hávaðasemi. Franska skáldið Georges Duhamel skrifaði í aðvörunar- skyni í kringum 1938, áður en sjónvarpið var komið til sög- unnar, skemmtilega og alvöru- þrugna hugvekju til varnar bókinni. Hann hafði illan bifur á hinu síglymjandi útvarpi og ekki mundi honum fremur hafa litizt á blikuna, er sjónvarpið hefur bætzt í hóp andstæðinga bókarinnar. 1 kveri sínu kemst hann svo að orði um bókina: „Bókin er eilíf. Hún ryður sér til rúms bæði í andlegu og ver- aldlegu lífi voru. Hún krefst að- stöðu í heimkynnum vorum, svo að við bæði höfum hana fyrir augum og getum rétt hendi eftir henni. Hún er gædd eiginleikum til skrauts og prýði, eða eins og nú er sagt: hún nýtur sin. Gylllt bók, bundin í skinn eða annað fagurt efni, líkist djásni. Við lítum til hennar með hollustu og þakklæti. Við vitum að hún er okkur innan handar, að við þurfum ekki nema eitt handtak, þá segir hún okkur samstundis hverju hún býr yfir. Ef við færðu mér þessa gjöf. Ég sé ennþá fyrir mér þetta litla kver Framan á því var mynd af lit- illi stúlku, sem var með kött í kjöltunni. Var hún að reyna að kenna honum að þekkja stafina Líklega hef ég, eins og kisa. lært að lesa á þetta starfrófs- kver. Síðan hef ég ekki séð það, en sakna þess oft að geta ekki litið á og handleikið þessa fyrstu bók mína. Þetta mun hafa verið Nýja stafrófskverið eftir Jón Ölafsson, 7 úte sem kom út 1905. Ég hef aldrei verið bókasafn ari, þó ég hafi haft sterka löng- un til þess að eignast og lesa bækur. Ég hef hvorki haft tóm. aðstöðu, fjármuni né húsa- kynni til bókasöfnunar og harma það. Að sjálfsögðu hef ég ekki komizt hjá því að eign- ast nokkuð af góðum bókum á langri ævi, bæði að gjöf frá góðhjörtuðum mönnum og vin- veittum, og vegna þess að ég hef ekki getað haft hemil á ástríðu minni i bækur, enda eru. þær gæddar miklu aðdráttarafli og töfrum. ÁTTI TIL BÓK- HNEIGÐRA AÐ SÆKJA. Foreldrar mínir voru bæöi bókhneigð. Presta- og bænda- blóð rann í æðum beggja for- eldra minna, og í ættum beggja voru bókamenn og fræðimenn. Faðir minn var skyldur Svein- birni Egilssyni rektor, þeim á- gæta fræðimanni. Ólafur, afi föður míns og Sveinbjörn, voru bræðrasjmir. Heima hjá foreldrum minum var ekki mikið til af bókum, en þau lásu mikið, bæði af dönsk- um bókum og íslenzkum. Faðir minn hafði átt nokkuð af bók- um, en fyrir mitt minni gaf Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti á ísafirði segir frd bókaeign sinni kunnum að spyrja hana, hefur hún svarið á reiðum höndum. Arður sannrar menningar er að kunna að færa sér bækurnar í nyt. Það, sem við krefjumst af bókinni er, að mínu viti, grund- vallarþekking á lífinu, skiln- ingur . . . Bókin er lífi gædd.“ Það var þvf varla til þess von, að Duhamel vildi láta bók- ina hverfa f skuggann í tilveru vorri. En ætli bókin eigi ekki. þrátt fyrir allt, eftir að þrauka lengi enn, mörgum til gleði og gagns, þó sjónvarpi og jafnvel útvarpi vaxi ásmegin? FVRSTA BÓXIN. Fyrsta bókin, sem ég minnisi að hafa handleikið, var stafrófs kver, sem foreldrar minir gáfu mér, þegar ég var um 5 'ára gaipall. Þau höfðu skroppið í höfuðstaðinn að vetrarlagi, og hann þær flestar bókasafninu á staðnum, enda þóttist hann eiga þar greiðan aðgang að þeim. Hann var stundum nokkuð fljót- huga, eins og hann áttl ættemi til. Hann keypti og var áskrif- andi að erlendum tímaritum og fylgdist vel með því, sem var að gerast í heiminum, enda mikill áhugamaður um hvað eina. Ég man eftir danska tíma- ritinu Det nye árhundrede og Kringsjá, norska tímaritinu, sem allir hugsandi menn sóttu vizku sína í um aldamótin síðustu, og jafnvel Þingeyingar líka. En ég á fáar bækur frá foreldrum mínum og engar frá forfeðrum mínum, svo lítið hefur varð- veitzt í ættinni af þess kyns eða horfið í aðra liði. Þó voru þar á meðal bókamenn og séð hef ég í uppskriftum dánarbúa afa minna og langafa bækur eins og Egils sögu og Norsku LO, frá Hrappsey, mjög eigulegar bækur nú á tímum, og Kirkju- sögu og Gyðingasögu Holbergs Ég minnist ekki að hafa í eigu minni aðrar bækur að heiman en 32. útgáfu Passíusálmanna frá 1880 og Samlinger til Hand- els Magazin for Island eftir Carl Pontopiddan, (ekki þó þann Pantopiddan, sem samdi ranga Ponta), frá 1787—1788, í tveim- ur bindum, fróðlega bók m*> 'ærzlunina á ísland' ÆTTARTÖLUBÖK SÍRA JÓNS f HÍTARDAL. En að heiman hlaut ég sanr áhuga á bókum og úr báðum ættum einhvern sagnfræði áhuga. Einn af langöfum mínurr sagði einhvern tíma: „allt histo rískt fellur mér bezt“. enda átti hann Gyðingasögu, Kirkju- og Danmerkursögu Holbergs frá Björgvin og sitthvað af öðru slíku, hvar sem það er nú nið- ur komið. Hann var svo mikill áhugamaður i ættfræði, að hann afritaði á 38 dögum ættartölu- bók síra Jóns Halldórssonar i Hítardal, til þess að komast yfir þessa miklu fræðibók, og jók nokkru við hana. Þessi bók er nú í Landsbókasafni og er mikil bók í fjögra blaða broti, tvö bindi, alls 487 blaðsíður. Var þetta mikið verk og vel vandað til þess, og einstaklega fallega og greinilega skrifað. íslend- ingar hafa alltaf verið góðir skrifarar. Þetta er nú eina, heila eintakið, sem til er af þessu grundvallarverki síra Jóns. HJÁ FORNBÓKSÖLUM. Ég man nú ekki hvaða bók ég las fyrst, en snemma gleypti ég allar íslendingasögurnar og eignaðist Njálu í útgáfu Sigurð- ar Kristjánssonar, en nú á ég líka útgáfuna frá 1772. Þær voru til í bamaskólabókasafn- inu. Það átti svolítinn kassa með bókum. Útlán á þeim fóru fram einu sinni í viku. Ungur að árum las ég Róbinson Krúsó í þýðingu Steingríms, ágæta bók, sem kom ímyndunaraflinu á hreyfingu. Ég á útg. frá 1886 og fletti henni stundum til þess að skoða myndirnar og rifja upp þessa ágætu ævintýrabók og gamla daga. Oft varð mér á ungum ámm gengið til Jóns bóksala í Jómsborg til þess að horfa á hillumar með bókunum, sem vom til sölu hjá honum. Fyrir l:om að ég hafði ráð á aurum til þess að kaupa kver og kver. Rétt eftir ferminguna gerðist ég áskrifandi að Óðni hjá Jóni, þvi snemma hafði ég gaman af þess kyns fróðleik, er hann flutti, enda hefur mér allt- af fundizt ég ekki þekkja neinn mann fyrri en ég vissi deili á ættemi hans. Á ég þetta timarit frá byrjun, nema hvað mig vantar nokkrar kápur. Eftir að ég fór til náms i Reykjavík dvaldist ég þar ár- lega nokkurn hluta ársins. Þá heimsótti ég iðulega Þorvald Guðmundsson afgreiðslumann f bókabúð Sigurðar Kristjánsson- ar í Bankastræti. Ég hafði kynnzt Þorvaldi um þetta leyti fyrir tilstilli frænda míns, sem bjó í sama húsi og hann. Þor- valdur var fróðleiksmaður og mikill bókamaður. Átti hann gott bókasafn, sem var selt til Frakklands, að mig minnir. Þor- valdur hélt fyrirlestra í stúkum þeim, sem hann var félagi í, og gaf Bogi Ólafsson m«rat®skóla- kennari þá út eða sá um" útgáf- una. Það var gaman að spjalla við Þorvald og gafst gott tóm til þess, því lítil ös var í búð- inni, aðeins einn og einn maður slæddist inn. Hjá honum keypti ég Sögur og kvæði Einars Bene diktssonar, en ekki loddi það eintak við mig. BÓKAUPPBOÐ Um þetta leyti (1920) byrj- aði Kristján Kristjánsson skip- stjóri fornbókaverzlun sína í Lækjargötunni. Ég leit oft inn til hans, því að hann var þægi- legur í tali. þó lítið yrði úr Fyrsta grein kaupum. Þar var ekki heldur mikið um að vera, þó að margt bóka sem nú er fágætt og eftir sótt, væri þar á boðstólum. Það var ekki mikil peningavelta á árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri og, þvf lítið afgangs hjá mönnum til bókakaupa. Á þess um árum voru iðulega stór bóka uppbið i Bárunni. Man ég eftir. sölu á bókum Gríms Jónssonar á ísafirði og Borgþórs Jósefsson ar og raunar mörgum smærri. Þar mötuðu þeir krókinn Bogi Ólafsson og Benedikt Þórarins- son, sem mættir voru á öllum slíkum uppboðum. Ég man eftir sölu á árbókum Espólíns, sem fór fyrir 300 krónur. Keypti Bogi þær fyrir Ólaf Thors, að því er sagt var. Þótti þetta mik- ið verð. ÚTGÁFUR BÓKMENNTA- OG FRÆÐIFÉLAGA Er tímar liðu áskotnaðist mér bók og bók, en einkum hafði ég áhuga á sagnfræði og á- þekku lestrarefni. Einhver góð- ur maður gaf mér Biskupasög- urnar gömlu, sem Bókmennta- félagið gaf út á árunum 1858— 1878 í tveimur stórum bindum. En sá galli var á gjöf Njarðar, að á vantaði aðaltitilblað og formála. Mörgum árum seinna bætti Magnús Stefánsson skáld úr þessum ágalla. Vélritaði hann fyrir mig formálann. Var það mikið verk og vandasamt. For- málinn er 90 blaðsíður og þurfti að jafna lesmálið á blaðsiðurn- ar og telja í því skyni stafa- fjölda og línufjölda svo vel færi á blaðsíðunum. Varð hann að skrifa formálann tvisvar sinnum til þess að fá allt jafnt. Fyrir þessar sakir varð úr þessu merki legasta bók, sem ekki á sinn líka. Seinna eignaðist ég 1. bind ið óskert. Fornbréfasafni og Safni til sögu íslands náði ég snemma saman og eins íslenzk- um skemmtunum, Landfræðisög unni og Sýslumannaævum. Ekki tókst mér þá og hefur ekki ennþá tekizt að ná saman öll- um bókuni Bókmenntafélagsins. þó að ág sé búinn að vera fé- Iagi þess í nær 40 ár. Elztu rit Framh. á bls. 4

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.