Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 2
Blaðið Daily Express í Lond- on segir frá því fyrir helgina, að Michael, 19 ára sonur Charl- ie Chaplins og ung kona hans lifðu í London á styrk sem at- vinnulaust fólk fær þar, með öðrum orðum að h'inn ungi Chaplin hefði sagt sig til sveit ar. ☆ Michael Chaplin er ungur maður og mótþróafullur, er með bítlahár skegghýjung og í sjúsk uðum og snjáðum fötum. Hann fer vikulega á skrifstofuna sem borgar út atvinnuleys'isstyrkinn 1200 krónur, meðan hann bíð- ur eftir hlutverki 1 kvikmynd, sem til þessa hefur látið standa á sér. Hjáfrú og veðurfræði Það kann að þykja undarlegt að nefna veðurfræðina ekki á undan hjátrúnrii — en það er gert til að halda réttri tímaröð, það er staðreynd „að hjátrúin er eldri og eiginlega móðir veð- urfræðinnar. Það hefur löng- um þótt annaðhvort um sam- komulag mæðgna, annaðhvort sætu þær ekki á sárshöfði eða ekki gengi hnffurinn milli þeirra Samkomulag hjátrúarinnar og veðurfræð'innar hefur hik- laust heyrt undir síðari flokk- inn. Með þeim hefur alltaf ríkt innileiki mikill, og er svo enn. Á stundum hefur raunin, jafnvel orðið sú, að þegar dóttirin hefur brugðizt manni algerlega, hef- ur móðirin hlaupið undir bagga — og ekki brugðizt sú gamla, enda verður það að segjast eins og það er, að dóttirin hefur ekki alltaf þótt sem ábyggilegust... en hafi móðirin brugðizt, þá hef ur maður alltaf fundið henni eitt hvað til afsökunar. Að sjálf- sögðu byggir dóttirin starf sitt á alls konar hjálpartækjum og tækni sem barn síns tíma. En sú gamla gat þar nokkuð líka, og getur enn, því að enn í dag er margur sá maður, sem tekur hana fram yfir dótturina, með veðurfræðitæki innbyggð i skrokk sinn — hárnákvæm tæki hingað og þangað innan um sig sem aldrei brugðust, en einung- is verða álesin samkvæmt „kerfi“ þeirrar gömlu. Ná- granni minn er t.d. með veðra- brigðamæli innbyggðan í mjó- hryggnum, sem varar Við snögg um breytingum með sárum verkjastingjum. Það tæki bregst aldrei. Fullorðna konu þekki ég af afspurn, sem gengur með fullkomnustu veðurvísindastöð í vinstri fætinum margfalt næm ari og áreiðanlegri en nokkur veðurfræðingur hefur yfir að ráða. . Til eru og menn með veðurfræð'ilegan radar í höfðinu einhversstaðan sem spáir veðri og veðurfari íangt fram f tím- ann — en svo langt er veður- fræðin ekki enn komin — en sá gall'i er á, að radarinn virðist það orkufrekur. að hann getur ekki urinið nema maðurinn liggi f svefni, þannig að radarinn hafi alla orku hans. Þar fyrir verður álesturinn ekki kannski alltaf eins nákvæmur og skyldi, en þegar bann heppnast getur við komandi oft sagt rétt fyrir hvernig verði vetur eða sumar — á meðan veðurfræðingar eru að burðast Við að spá veðrum næsta sólarhringinn og skjöpl- ast oft hrapalega. Sem sagt — það er ekki fyrir hendingu að maður nefnir hjátrúna á undan veðurfræðinrii... Kári skrifar: T Tundanfarnar vikur hafa mér borizt nokkur bréf um R- vfkurhöfn. Allir bréfritararnir kvarta mjög undan ástandinu, sem rfkir við þessa lffæð höfuð borgarinnar, sem höfnin er, en þar sem málið hefur mikið ver- ið rætt að undanförnu er ef tll vill verið að bera f bakkafull an lækinn með því að birta þessi bréf svo ég læt mér nægja að taka nokkra kafla úr tveimur þeirra. Léleg gæzla „Hvað þurfa margir menn að detta eða henda sér í höfnina áður en viðkomandi yfirvöld ranka við sér og sjá að það þurfi aukna gæzlu við höfnina" skrifar mér einn sem kallar sig gamlan sjómann og síðan bætir hann við: „Nú hefur Slysavarnar félagið ákveðið að setja upp bjðrgunartæki á nokkrum stöð ura og ber að þakka það. Hins vegar er það ekki nóg að setja upp bjðrgunartæki. Reykjavík- urhöfn er orðin það stór höfn að það er kominn tími tii þess að koma upp sérstakri hafnar- lögreglu. Þetta þyrfti ekki að vera fjölmennt lið, t.d. tveir menn á vakt f einu, en þessir menn þyrftu að vera sérþjálfað ir í að nota þau björgunartæki sem fyrir hendi eru og þekkja alla höfriina vel,“ segir þessi gamli sjómaður og spyr sfðan: „Má ekki t-d. sérþjálfa tvo til þrj lögreglumenn af hverri vakt götulögreglunnar og það yrði síðan stór hluti af starfi þeirra að annast eftirlit við höfnina, þegar þeir væru á vakt?“ Girðingar nauðsynlegar „Undanfarin 10 ár hef ég haft það fyrir fastan sið að fara f stutta gönguferð um Reykja- vfkurhöfn áður en ég mæti í vinnuna á morgnana," segir Sonur Charlie Chaplins þyggur sveitarstyrk Michael Chaplin — Milljónera- sonur í sveitarstyrk. ☆ Kona hans Pat og 6 mánaða gamall sonur þeirra búa f einu herbergi í Camden Town, sem er í nágrenni við fátækrahverf einn bréfritari, sem kallar sig skrifstofumann í Tryggvagöt- unni. í bréfi sínu segir hann m. a.: ,,Ég hef oft verið að furða mig á því hversu oft mikil verð mæti eru látin liggja á hafnar- bakkanum og við nærliggjandi skemmur og geymslur.*1 Síðan minnist bréfritari á bflastæð'i og spyr hvað það eigi að líðast Iengi að hafnarbakki sé notaður fyrir bílastæði éinkabifreiða, sem valdi oft hafnarverkamönn um og vörubílstjórum miklum vandræðum. í lok bréfsins segir bréfritari: „Það hefur oft verið rætt um það og ritað undanfar- in ár að girða Reykjavfkurhöfn og án efa kostar það stórfé. En nú langar mig til þess að spyrja Er ekki kominn tími til þess að nafizt verði handa um að girða Reykjavíkurhöfn, vernda þann- ig þau verðmæti, sem ekki er hægt að koma inn í skemmur eða geymslur og síðast en ekki sízt að stuðla að auknu öryggi við Reykjavfkurhöfn?" Framh. á bls. 4 ið, sem ól gamla Chaplin upp, snillinginn, sem sfðar græddi tugmilljönir á list sinni f kvik- myndaverum Hollywood. ☆ Hinn ungi Chaplin segir, að það muni verða sitt síðasta verk að snúa sér til föður síns til að fá pen’inga til að framfleyta sér og litlu fjölskyldunni ,allt yrði reynt áður, jafnvel sú auð- mýking að verða að þiggja sveitarstyrk. ☆ Daily Express hefur fengið mörg bréf frá lesendum um þetta efni og eru hér tilfærð nokkur dæmi: — Hvernig i ósköpunum get- ur Michael Chaplin fengið at- vinnuleysisstyrkinn, þegar hann á ríkan föður, sém á ekki vérra méð að hjálpa honum, en að klóra sér f hnakkanum? ☆ — Sem ekkja, án ekkna- styrks, og sem skattborgari er ég yfir mig reið, þegar ég les um að milljónerasonur fær 1200 króna styrk á v'iku. Úr því- að hann kærir sig ekki um að vinna, hvers vegna getur kona hans þá ekki unnið? Þetta ger- um við hin. Og enda þótt ég sé orðin 65 ára gömul þá vinn ég fullan vinnudag. Þannig er tónninn. Ekki mjög vinsamlegur unga og reiða „milla“syninum, sem er of stór karl t'il að leita undir verndar- væng föður 'síns og of dramb- samur til að geta unnið venju- lega vinnu. SMÁSTJARNA: með stóra von Þessi stúlka heitir Gloria Paul og er smástirni í hinum enska heimi kvikmyndagerðarinnar. Hún er aðens ein af fjölmörgum, sem bíður! og vonar að einn góðan veðurdag vakni hún upp við að vera orðin fræg stjarna. Það er alkunna, að í kvikmyndum geta stjörn-; ur „fæðzt“ á örskömmum tíma og þvi skyldi það ekki geta orðið1 hjá stúlku á borð við Gloriu. Sem stendur vinnur hún aðallega * •sem model fyrir fataframleiðendur, en á myndinni hefur hún rifið • !kjólinn svolítið upp fyrir hné tii að sýna heiminum örlítið meiraí >f Gloriu Paul en framleiðendur kjólanna vilja að öllu jöfnu gera.f i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.