Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 15
V í SIR . Miðvikudagur 7. apríl 1965. 11 ■11 CECIL ST. LAURENT: SONUR C " I É KARÓ- LÍNU — Ég skil vel, að þetta hafi vakið forvitni yðar. Þetta er löng saga. Nú skuluð þér bíða þar til við komum til Segura, og mun ég þá segja yður frá bernsku yðar og hverjir foreldr- ar yðar eru. Þér hafið þegar beð- ið svo lengi, að ekki skiptir neinu um dálitla bið til viðbótar. - Ég vildi gjarnan geta kom- ið boðum til Saianches hershöfð- ingja eins ^ljótt og hægt er, og líka til Karólínu, ef hún skyldi vera komin til San Sebastian. — Við hittum vafalaust ein- hvern á leiðinni, sem ætlar til San Sebastian. Við skrifum hers höfðingjanum og þá þurfa þess- ir vinir okkar ekki að ala nein- ar áhyggjur lengur. Það er mik- ilvægt, að þau fái að vita hvað gerzt héfur hið fyrsta, því að Salanches hafði í undirbúningi að safna liði yður til bjargar, og kona hans gæti sömuleiðis tekið til sinna ráða og hafizt handa um einhverjar róttækar aðgerð- ir. Já, og svo er ung stúlka í bænum, sem skiptir litum í hvert sinn, er hún heyrir á yður minnzi. — Ung stúlka? — ... sem heitir Pilar. Ég hélt, að hún væri unnusta yðar. Til þess að leyna undrun sinni yfir, að Pilar væri komin til San Sebastian — eða kannski vegna gleði yfir að hann var frjáls og var aftur korriinn til Spánar, benti hann yfir slétt- una, sem náði allt til hafs og sagði á því máli, er hann mælti sem barn: — Que magnificos horizontes! Og víst var sjóndeildarhring- urinn fagur, en hefði hann litið í aðra átt og nær sér, hefði hann séð eitthvað rautt milli lárverja- runna... Conchita horfði á eftir reið- mönnunum tveimur, unz þeir þurfu þar sem bugða var á veg- inum. Svo sneri hún sér að Villa Campo, sem var nýstiginn af hesti sínum. — Ég veit ekki hvers vegna þú hefur aldrei sagt mér, að þið eruð ekki systkin, sagði Villa Campo eftir stutta þögn, og ég veit ekki hvers vegna þú varst svo áfjáð í að fá hann dæmd- an til lífláts, en ég veit, að það vakti reiði þína, er ég reyndi að bjarga honum. Þú ætlar kann- ski að yfirgefa mig? — Hvers vegna reyndurðu að bjarga honum? - Vegna þess, að Englend- ingurinn lofaði okkur vopnum og skotfærum, ef lífi hans væri þyrmt... Eitt sinn var sú tíð, að ég var í þann veginn að hætta þessari baráttu, en eldheitur á- hugi þinn og hrifni var mér hvatning, svo mikil, að ég var reiðubúinn að fórna ást minni málefnisins vega. Þau horfðu hvort á annað, bæði stolt, en heitlynd, þrár ... lengi niðurbældar... í beggja brjóstum. Conchita gekk hægt til hans. Hún tyllti sér á tær og kyssti hann beint á munninn. Svo hörf- aði hún aftur, tíndi rós af runna, og stakk í munn sér, og hallaði sér aftur í grasvellinum milli lárverjarunnanna. Og án þess vottaði fyrir blygðunarsemi svipti hún til kjólnum sínum rauða, svo að brúnn, nakinn líkami hennar afhjúpaðist og bauð blíðu sína: — Ven muy mio. Klukkan var átta og veður hið bezta. - Geturðu ekki komizt hjá því að fara til Bilbao? spurði Karólína, — henni þótti mjög miður, að Gaston áformaði að fara þangað. — Gætirðu ekki skrifað? spurði hún, er hann svaraði engu. Gluggatjöldin voru dregin niður til hálfs, svo að rökkur- blær var á öllu í herberginu. Hann reis upp við dogg til hálfs og smokraði fingrum sín- um inn milli Ijósu íokkanna á kolli hennar. — Það er fvrirtaks hugmynd. Og ég skrifa utan á til „bófanna í Bilbao“. Hér gæti ég ekki einu sinni safnað saman iðjuieysingj- um á götum úti, en gamall iiðs- foringi í Bilbao er búinn að safna saman flokki manna, sem eru reiðubúnir að fara með mér í búðir Villa Campo. Við höfum fengið bréf um, að Juar. sé þar. Ég verð að fara til Bilbao, sem ívrirliði flokksins, — mér er skylt að gera þetta — ég vona, að .Tuan verði kominn hingað á morgun. Vertu nú skynsöm, - ég verð að komast á fætur. — Þú hefur nógan tíma — ekki þarftu að kvarta yfir hús- næðinu, eins og í fangelsinu. Við búum hér í rauninni kon- unglega •- og því skyldum við ekki njóta þess? í fyrrinótt vorum við í hús- skrifli í útjaðri San Sebastian og þú kvartaðir ekki yfir áhuga- leysi mínu. Várst það ekki þú, sem að lokum fórst að tala um hvað það yrði gott — að sofa. Karólína brosti, er hún minnt- ist. næturinnar, hallaði sér að nöktum barmi manns síns og lét fara vel um sig. Hún fyrirvarð sig dálítið i gleði sinni og ham- 62 ingju, en hjá Gaston var sem hver gleði- og hamingjualdan risi í huga hennar. Og þó kvald- ist hún vegna minningarinnar um það, sem gerzt hafði í gisti- húsi Chabalgotis. í stað þess að taka á móti henni með venju- legri tortryggni og afbrýðisemi, hafði hann fagnað henni af inni- legri, óblandinni gleði, svo feg- inn var hann, að hún var komin til hans aftur. Og hann hafði enda beðið hana að fyrirgefa sér alla afbrýðisemi fyrr og síðar. Hann játaði að hann hafði oft kvalið hana að ástæðulausu, og svo sór hann þess dýran eið, að þetta skyldi aldrei koma fyrir oftar. Hann kvaðst hafa séð allt í sínu rétta ljósi, er hann var í fangelsinu - í einverunni, þeg- ar hann beið dauðans - og hann hafði hugsað framar öðru um allt þeirra samlíf. Og eftir allar þessar umþenkingar hafði hann skilið hana betur og sjálf- an sig. Og svo hafði hann hvísl- að í eyra hennar — með vott af hæðni þó í röddinni: — Kvenhetjan mín frá París. En það hafði vakið fádæma at- hygli í.Frakklandi og erlendis, er Karólína bjargaði manni sínum frá að verða fallexinni að bráð og var það í belgisku blaði, sem hún hafði verið kölluð „kven- het.jan í Paris“. Umsagnir blað- anna höfðu vafalaust átt sinn þátt i að viðhorf Gastons til konu hans var allt í einu orðið allt annað. í fyrsta skipti í mörg ár hafði hann ekki borið fram neinar ásakanir — og í fyrsta skipti í mörg ár hafði Karólína fundið til sektar. Hún hafði ákveðið með sjálfri sér, að skrifta ekki fyrir manni sínum um það, sem gerzt hafði í gistikránni, er hún hafði reynzt honum ótrú. Það mundi verða henni stoð í að gleyma því fyrr, hugsaði hún, og þar sem nú var allt gott þeirra milli, eining og ást ríkjandi fannst henni næstum að hún væri hrein á ný og gæti gleymt því liðna. Svo mikil og innileg var ást þeirra og gleði, að þeim gleymdist allt, er þau hvíldu í faðmlögum - jafnvel áhyggjurnar um .Tuan sópuðust burt og himinninn varð alheið- ur. Og þessi sæla átti sinn þátt í, að hún óttaðist að láta hann fara frá sér. Henni fannst, að einhver breytir.g gæti aftur kom- ið til, eitthvað sem breytti við- horfi hennar eða hans, ef nýr aðskilnaður kæmi til sögunnar. - Ástin mín, ertu að fara? spurði hún, er hann losaði hægt um arma hennar. Svona fljótt? — Svona fljótt! Klukkan er orðin níu. Hann stökk fram úr rúminu og dró upp gluggatjöldin. Veður var skínandi fagurt, himininn heiður, hafið blikandi. Þegar hann kom út úr snyrtiherberg- inu, eftir að hafa rakað sig, þveg ið sér og snyrt, mókti hún, en vaknaði skyndilega, reis upp við dogg, lagði hendurnar um háls- inn á honum og fékk hann til þess að lofa sér að koma aftur daginn eftir. Þegar hann var farinn stökk hún nakin fram úr rúminu og skýldi sér bak við gluggatjöld og horfði á eftir honum, er hann reið burt. Og þar stóð hún enn, er Jeanetta kom inn með morg- unverðinn. Hve fögur þér eruð, frú, sagði Jeanette og horfði á hana af aðdáun. Auglýsið í Vísi Hef opnað nýja hárgreiðslustofu á Frakkastíg 7 undir nafninu , Hárgreiðslustofan ARNA. Sími 19779. ‘ . ÍHárgreiðslu- og snyrtistofa STETNU og DÓDÓ Eaugavegi 18 3. hæð Gyfta) Simi 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðslustofa Ólafar Björnsdóttur HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðsiustofan PIROL / Grettisgötu 31, simi 14787 Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa | AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) ' Laugavegi 13, sími 14656 ' Nuddstofa á sama stað. Dömuhárgreiðsla við ailra hæfi 1 TJARNARSTOFAN iTjarnargötu 11, Vonarstrætis- i megin simi 14662. Hárgreiðslustofan DlS 5 Ásgarði 22, sími 35C10. ■ HÁRGREIÐSLU ) STOFAN ÁSTHILDUR KÆRNESTEDM GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENUS Grundarstig 2A Simi 21777 Hárgreiðsiustofan öley Sólvallagötu 72 Sími 18615 Uli höfðingi virðist vera ágæt ur siðameistari Tarzan, hvað sem það er sem við verðum vitni að. Það er hann foringi. Hann heldur að skipti á Tupelokonum og Kiki búpeningi tryggi frið milli þessara tveggja ættflokka og hjálpar okk- ur í áætluninni um samband ætt- flokkanna. Þú getur aðeins tekið einn hlut úr þessum poka, sem geymir hluti, sem þú getur ekki séð. En guðir vizkunnar munu hjálpa þér að velja þér þann hlut sem sú kona á sem mun verða góð kona fyrir þig. Endurnýjum gömlu sængurn- ar, eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðurr - PÖSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún* og fiður- hreinsun, Vatnsstig £ Simi 18740 (örfá skreí frá Laugavegi)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.