Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 8
8 anríl 196». VISIR Ctgefandi: Blaðaútgáfan VISIÍ? Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsor, Fréttastiórar Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarenser Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3 Áskriftargjald er 80 kt á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f Víti sem ber að varast „Viggen“ — Saab 37, mywá af módeii þeðsarar gerðar. Hun er talin tæknilegt furðuvcrk, eins og segir i meðfylgjandi grein, og „aHra-veðra-þota“, geín er auðveld í meðförum, svo að hægt er að gera með henni ýmsar „Uúnstir“, jafnvel i lftilli hæð. I£ins og bent hefur verið á í öðrum blöðum, ber stjómmálaályktun Framsóknarflokksins það greini- lega með sér, að flokkurinn er í stjórnarandstöðu. Sama ábyrgðarleysið og yfirboðin, sem einkennt hafa afstöðu Framsóknar síðustu árin, er þar að finna. Furðulegast af öllu er ábyrgðarleysið i fjármálum. Þar er gengið svo í berhögg við heilbrigða skynsemi, að þótt það standi svart á hvítu í Tímanum, er varla hægt að trúa því, að nokkur stjórnmálaflokkur sé svo óskammfeilinn, að bjóða almenningi upp á að kyngja slíkum kenningum. Þeir, sem settu þetta sam- an, eru ekki svo skyni skroppnir, að þeir trúi þvi sjálfir. Þeir vita ofur vel.'að það rekst á við heilbrigða skynsemi og einföldustu staðrevndir í efnahagsmál- um. En þeir ætlast eigi að síður til að landsmenn taki það fyrir góða og gilda vöru og trúi þar hverju orði. Ef þetta er ekki virðingarleysi fyrir dómgreind kjós- enda, er vandséð hvað því nafni mætti hefttást. Samkvæmt stjórnmálaályktuninni telja leiðtogar Framsóknarflokksins að hægt sé að lækka skatta og tolla um hundruð milljóna, án þess að draga nokkuð úr framkvæmdum á móti. Og þeir láta ekki þar við sitja ,heldur gera þeir í þokkabót tillögur um stór- aukin ríkisútgjöld og hundruð milljóna í auknu láns- fé. Er það ekki bein móðgun við almenning, að bjóða honum upp á að trúa svona „hagspeki“. Framsókn- armenn vita það eins vel og aðrir, að hvorttveggja er ógerlegt í senn, að skerða tekjur ríkisins og stór- auka útgjöldin. Ef einhverjum dytti í hug að bera fram slíkar kröfur, þegar Framsókn væri í ríkisstjóm, mundu foringjar hennar vafalaust svara því til, að slíkt ráðslag hefði óhjákvæmilega í för með sér stór- felldan rekstrarhalla hjá ríkissjóði. Og sennilega mundi þeim ekki lítast á blikinu, ef ofan á þetta væri krafizt aukningar útlána, sem næmi mörgum hundr- uðum milljóna króna. Ætli þeir segðu ekki að þeir, sem slíkar kröfur gerðu, ynnu að upplausn og óða- verðbólgu? En hvar telja Framsóknarmenn að hægt sé að spara? Þeir snúast alltaf æfir gegn hverri hugmynd í þá átt, þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Og þegar þeir eru í ríkisstjórn, eru þeir síður en svo nokkur fyrirmynd í hagsýni eða sparnaði. Núverandi fjár- málaráðherra hefur sýnt ólíkt meiri viðleitni til þess að draga úr óþörfum útgjöldum ríkissjóðs og koma á hagkvæmara skipulagi í ýmsum greinum en Eysteinn Jónsson gerði öll þau ár, sem hann var fjármálaráð- | herra. Framsóknarmenn geta því áreiðanlega ekkert kennt núverandi ríkisstjórn í því efni. Hið eina, sem Framsókn getur kennt öðrum er það, að allt ráðslag hennar er víti, sem ber að varast. Svíar smíða sínar eigin herþotur Verja 8-10 milljörðum sænskra króna til smíði á nýrri gerð af orustuþotum Það var alloft að því vikið á dögiun borgarastyrjaldarinnar á Spáni, að stðrveldin Sovétríkin og Bandaríkin og ef til vill fleiri herveldi kæmu til með að hafa anlega fengist reynsla af notkun vopna og tækja í þeim átökum, sem þar áttu sér stað. í öllum smástyrjöidum eru sjálfboðalið- ar, „tæknilegir ráðunautar“, sem ýmsir telja vera hermenn í raun og veru, en hvað sem um þetta er, þar sem barizt er þar hafa stórveldin — eða einhver stórveldi að minnsta kosti — sinn fingur með I sprlinu, og m. a. af ofangreindri ástæðu. Sú reynsla, sem þannig fæst, getur orðið mikilvæg. Tökum til dæm- is: Bandaríkjamenn eiga herþot- uf, sem taldar eru hinar full- komnustu í heimi. Þeim var beitt í áfásunum á Norður-Viet- nam fyrir fáum dögum — en það kom i ljós, að þær standast ekki snúning flugvélum af eldri gerð, MIG-orrustuþotunum sov- ézku, við þær hernaðaraðgerðir sem þar áttu sér stað að minnsta kosti, og skutu MIG- þotumar niður 3 hinna banda- rísku, og fyrir bragðið fer fram endurskoðun hertæknilegs efnis, að því er hermt er i fréttum frá Bandaríkjunum. Þarna fékkst fljótt reynsla dýrkeypt og dýr- mæt í senn, því að það kann að reynast miklls virði að hafa uppgötvað fyrr en seinna, að við vissar hemaðaraðgefðir henta hinar fullkomnu orrustuþotur ekki. Herþotur eru annars Orðnar tæknileg furðuverk og óskaplega dýrar, en stórveldín telja slík útgjöld ekki eftir — telja sér lífsnauðsyn, að hafa hið bezta sér til varnar og smærri lönd- um, eða bandamönnum sínum, sem eiga allt undir í rauninni, fjárgetu og tæknilegrí getu verjendanna hvort sem það nú eru kommúnistar eða V'træðis- sinnar. MITT Á MILLI — En svo eru þjóðir mitt á milli, ef svo mætti segja, þjóð ir, sem eru í flokki lýðræðis- og Indland, hlutleysisstemulönd in. Um eitt landanna i þessari fylkingu er það að segia.að það stendur að mörgu leyti betur að vígi til að standa á eigin fótum en önnur hlutlaus lönd, sem eru margfalt mannfleiri. Þetta land er Svíþjóð, auð- ugt land að náttúmgæðum, mik ið stálframleiðsluland á fjárhags lega traustum gmndvelli, sem tókst í tveim heimsstyrjöldum að vera hlutlaust, sem vafalaust má að nokkm þakka traustum vömum, — hvomgur aðila í styrjöldinni hefðu getað brotið Svía á bak aftur, nema með því að fóma of miklu. Á tima Evrópustyrjaldar eða heimstyrjaldar — og raunar á- vallt verður land eins og Svíþjóð að hafa sllk skilyrði til varnar, að það fái að vera í fríði. Til þess þarf hið bezta af vopnum sðm völ er á. Og Svlar em svo heppnir, að þeir þurfa ekki neitt til annars að sækja, þeir hafa efnið, verksmlðjurnar, pening- ana og tæknilega menntaða og þjálfaða menn — þeir hafa með öðmm orðum komið sér . upp fullkomnum nútíma flugvéla- iðnaði. „VIGGEN“ Og nú hefur sænska stjórnin ákveðið ,að smíða hvorki fleiri né færri en 800 orrustu- og elt- ingaþotur af gerðinni Viggen, sem mun vera fuglaheiti (grá- titlingurinn). Hér er um að ræða mest slík áform í sögu sænskra landvamaáforma og flugvélaiðnaðar og áætlaður kostnaður við flugvélasmíðina 8—10 milljarðar sænskra króna. „Viggen" er lýst sem elektron- isku furðuverki". þessar flugvél ar eiga að verða meginstyrkur flugflotans, og gert ráð fyrír, að þær verði tilbúnar til notk- unar um 1970. Með einföldum breytingum og fljótlegum er hægt að nota flug- vél af þessari gerð I þrennum tilgangi, til þess að elta uppi óvinaflugvélar, sem árásarflug- vél í' hvers konar veðri og til könnunarflugferða. Hraðinn er 2000—3000 km. á klukkustund og hún á að geta haft sig til flugs eða lent á 500 metra flug braut. Hún á jafnvel að geta notað þjóðvegi i sama skyni, ef um nauðlendingu er að ræða. Að þessari flugvél standa mörg sænsk iðnfyrirtæki og fremst SAAB (Svensk Aeroplan AB). Þegar flugvélin verður tekin i hotkun fer hún inn í algerlega nýtt landvamakerfi, kallað „System 37“. Mikilvægt er talið, að flug- vélin má fljúga með 1100 km. hraða á klukkustund í aðeins 50—100 metra hæð og er því vernduð gegn skothríð úr loft- vamabyssum og því að sjást i ratsjám. Vald er haft á hraðan um með aðstoð rafheila (elek- tronisk hjerne), sem sér fyrir því mikilvægasta í hvaða flugferð sem er: Réttum hraða í lend- ingu. Rafheilinn gegnir og víð tæku hlutverki við að stýra flug vélinni. Þetta er eins manns flugvél. Lagið á vængjunum er miðað við að gerlegt sé að ná hámarkshraða sem er tvöfaldur hraði hljóðsins samtímis sem hún getur notað stutta flugbraut Flugvélin er talin enn betur bú- inn en F & Phantom til vemdar gegn elektroniskum truflunum. Til þessa hafa áformin um smlði þessarar flugvélar kostað sænska ríkið 500 millj. króna (sænskar). Enn þarf mörg hundr uð milljónir til undirbúnings fjöldaframleiðslu og fullgerð mun hver flugvél, þegar allt er komið í gang, verða 8 milljónir sænskra króna. Svo nýstárleg er þessi flugvél að norskur ofursti H. G. Hall, yfimiaður norskra loftvarna, hef ir kallað hana „orrustuþotu næstu kynslóðar“. Það er búizt við, að sænska þingið samþykki áætlunina á þessu vori. mikii ; not. reynslu, sem þar fengist, eink- þjóða, en vilja ekki vera í varn- Ja Ijemaö&rþandalagi, og ar einkum nefna Svíþjóð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.