Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 9
V I S I R . Miðvikudagur 7. april 1965. Dr. Richard Beck: Nýtt vestur -íslenzkt ljóðasafn Jþað sætir nú orðið nokkrum tíð indum þegar út kemur vestan hafs bók á íslenzku (umrædd bók er það að miklu leyti) eftir einhvern úr vorum hópi, Islend- inga. Það er þó, góðu heilli, ekki enn með öllu úr sögunni, því að nýkomin er á bókamarkað- inn ljóðabók eftir Pál Bjarna- son skáld í Vancouver, B. C. Þetta er fjórða safn frumsam- inna og þýddra ljóða hans í ís- lenzku og ensku, og hafa fyrri bækur hans fengið lofsamlega dóma beggja megin hafsins, bæði af hálfu íslenzkra ritdóm- ara og annarra þjóða manna. Páll hefir valið þessari nýju bók sinni hið látlausa heiti Flísar, og má vel vera að hann hafi með því viljað gefa í skyn, að hann líti svo á, að hér væri um höggspæm eina frá hefil- borði hans, fremur en meirihátt- ar smíðisgripi, ef svo má að orði komast í þessu sambandi. Vitanlega er það rétt, að helztu kvæði hans, frumsamin og þýdd, er að finna í fyrri bókum hans. En þó að svo megi vera, að þessi nýju kvæði auki eigi á vaxtarhæð hans sem skálds, þá rýra þau hann eigi^ og þó að þessi kvæði hans séu mismun- andi að gæðum og gildi, eins og löngum vill verða, þá tel ég þau í héild sinni frambærileg, og þess virði að koma út í bókar- formi. Hefi ég þá sérstaklega í huga þýðingarnar, sem ég tel verðmætasta hluta bókarinnar Hún hefst á nokkrum þýðing- um úr ensku á íslenzku, og er þar fyrst á blaði lipur og geð- þekk þýðing á hinu alkunna ljóði „Home, Sweet Home“ (Heim, Aðeins Heim). Þá tel ég feng að þýðingunum af hinu fræga kvæði „The Blue and The Gray“ (Hinir Bláu og Gráu) og af snjöllu' kvæði dr. Watsons Kirkconnels „Til Stepháns G.“, sem er mjög vel þýtt. Frum- kvæði hinna þýðinganna hefi ég ekki við hendina, og hefi því eigi getað borið þau saman, en athyglisvert um efni og vel þýtt virðist mér smákvæðið „Lífið" eftir Mary Croft-Preston, en það er á þessa leið: Sem flókin hönk á hesputré Með hnútum líf vort er. Að fárast um að svo það sé Ei sæmir þér né mér. Þó skammt sé eins manns ævi- skeið Á eilífleikans braut, Er öllum gott á grýttri leið Að glevma sorg og þraut; Því óró hrellir hvers manns önd, Þó hjartað þrái frið; Og Líf og Dauði, hönd í hönd I hljóði talast við. Þessu næst eru 1 bókinni all- mörg tækifæriskvæði, aftnælis- kveðjur og erfiljóð, sem mæl- ast munu yfirleitt eins vel og slík kvæði almennt gerast. Er þar víða vel og maklega að orði komizt og þessi kvæði bera fagurt vitni drengilegum hlý- huga höfundarins til þeirra samferðasveit hans, sem hann hyllir i Ijóðum þessum. 7>á eru hér tvö iólakvæði, hugþekk að innihaldi, í anda tilefnis þeirra, og lipur að orðalagi. Fagurt og -érstaklega tímabært er loka- erindi kvæðisins ,,Friðar-jólin“- Svo himinn vors mannlífs sé heiður og blár Og hamingjan björt eins og sólin, F.r ráðið, sem gildir um aldur og ár, Að ílengja friðinn og jólin. Segja má, að andstasða þess- arra jólakvæða i vissum skiln- ingi séu skopljóðin tvö, sem á eftir fa m, en 'pau eru „Jónas Fjórði" (Einn þáttur heimfar- ar-málsins) og „Sérvitringar" (Smáfélag þeirra í Vancouver). Vitanlega eiga slík kvæði full- an rétt á sér, og auka á til- breytni bókarinnar, en þau eru löngum of stað- og tímabundin til þess að eiga varanlegt gildi, en gaman getur verið að þeim þrátt fyrir það. Kemur þá að lokakafla bók- arinnar. sem mér þykir hvað matarmestur, en það eru ensk- ar þýðingar á kvæðum Þorsteins F.rlingssonar „Mig hryggir svo margt. sem I hug mínum felst“ úr ,,Mansöngvum“), „Örbirgð og auður" og „Öriög guðanna“ og „Hvað er sannleikur?“ eftir Stephan G. Stephansson. Allt eru þetta mcrkiskvæðit hverjum augum, sem menn kunna að líta á þær skoðanir höfundanna, sem fram koma í ádeilunum í þrem hínum síðartöldu. Samanburður við frumkvæðin leiðir f ljós, að yfirleitt eru þýð- ingarnar nákvæmar um efni, og anda og blæ furðu vel haldið, en Páll þýðir hér sem áður með stuðlum og höfuðstöðum. Verð ég jafnframt að játa það, að ég er honum hreint ekki alltaf sam- mála um orðaval, enda ósjaldan í þeirn efnum um smekksatriði að rseða. Hitt endurtek ég með ánægju, að mér finnst hann hafa merkilega gott vald bæði á fs- Ienzku og ensku máli. Er það sannarlega orðinn mik- ill skerfur og merkilegur, og þakkarverður að sama skapi, sem hann hefir með þýðingum sínum á ensku, lagt til þess að auka þekkingu erlendra manna á íslenzkum skáldskap, og þá um Ieið meginþætti bókmennta vorra. Þessi nýja bók hans, serfi prent uð er hjá Columbia Printers f Winnipeg,, er mjög snotur að frágangi, og blessunarlega laus við prentvillur, þvf að þær eru þar sárafáar. (Bókin kostar $3.00 í bandi, og er aðeins fáanleg hjá hðf- undi, en áritun hans er: 1016 Wer.t 13th Avenue, Vancouver, msnaSti: A MIÐVIKUDAGSKVOLDi Jtaignai -sí.q „Lögreglan í Reykjavík tók 17 ölvaða ökumenn úr umferð í nótt‘. Alltaf fjölgar árekstrum og slysum og þvf meira sem menn hugsa um þessi vandamál, þeim mun einfaldari verða niðurstöð- umar. Eftir þeim upplýsingum, sem lögreglumenn, dómarar og alþingismenn gefa, mætti halda, að öll umferðarvandamál leyst- ust af sjálfu sér, ef menn vildu gera svo vel að hætta að aka fullir. Vandlætingin yfir ölvuðum ökumönnum eykst stöðugt og glæpamennska þeirra er talin ganga morði næst. Alltaf er hert á refsingum ölvaðra ökumanna og lækkað hámark áfengismagns í blóði. Og nú siðast á að gera norrænt átak til að herða þessar refsingar. Samvinnunefnd vfsindamanna við læknadeild Harward háskóla í Bandaríkjunum rannsakaði ný Iega niður í kjölinn hundrað dauðaslys og uppgötvað ýmis- legt, sem ekki hafði verið reikn- að með. Þeir komust að því, að synda- selimir þrfr, ölvun við akstur, of hraður akstur og tillitslaus akstur skipta langtum minna máli en hingað til hefur verið haldið. Þáttur þessara þriggja orsaka umferðarslysa reyndist vera, eins og þeir orðuðu það, „lftilfjörlegur". Hinar raunverulegu orsakir umferðarslysa og einkum bana- slysa voru aftur á móti: • Utanaðkomandi ástæður, svo sem gallar umferðar- kerfisins, lélegar götur og slæm hom, veðurfarsbreyt- ingar, sem skapa t. d. hálku eða boku, og óskynsamleg umferðarœerking. • Skyndilegar breytingar á bíln um, sem gera hann óökufær færan t. d. ef eitthvað brotnar í öryggisútbúnaði. • Sálarlegar ásteeður, svo sem áhyggjur í starfi eða leifar af síðasta fjölskyldurifrildi. • Líkamlegar ástæður eins og sandkom í auga, skyndileg gæta lausn er ekki fyrir hendi, þá er orsök slyssins tilgreind: „ók of hratt“, eða „virti ekki aðalbrautarrétt“, o. s. frv. Þeir flokkar af orsökum slysa, sem lögreglan notar eru valdir of einhliða, og þar hefur hver étið upp eftir öðrum, unz allir telja sjálfsagt, að þetta séu slysa valdarnir. Þannig hefur hver sefj að annan árum saman um, að ölvun við akstur væri helzti slysavaldur 1 umferðinni. Ein- kenni á þessum tilbúnu flokkum slysa er, að þeir gera alltaf ráð 9 Endurbætur á umferðarkerf- inu með aukinni tækni og ^ aukinni gatpaggjr?. . • Upplýsingar til ökúnema og ökumanna um öruggan akstur. • Eftirlit með því, að umferð- arlögin séu haldin, Það er ekki nóg að einblína á síðasta atriðið af þessum þrem- ur og einkum á viss aukaatriði í sambandi við það. Að setja allan kraft lögreglunnar í að reyna að hirða skikkanlega borg ara á heimleið úr fimmtugsaf- mælum eða kvöldboðum og gera þá að glæpamönnum fyrir að hafa verið „ölvaðir við akst- ur“, er að berjast við vindmyll- ur. Áfengi og umferð Rangar formúlur gefa rangar niðurstöður ur hnerri eða inntaka verkja taflna. Þessar ástæður koma auðvitað ekki fram í „statistik" þeirri, sem lögreglumenn setja fram i fallegum hringjum og línuritum. Sú skýrslugerð, sem hér og annars staðar er gerð í sam- bandi við umferðarslys, byggist á yfirborðslegum athugunum lögreglumanna á slysstað. Lög- reglumennirnir fara jafnan eftir föstu kerfi, sem á ekkert skylt við raunveruleikann. Fyrsta verk þeirra er að ganga úr skugga um, hvort ökumaðurinn eða einn þeirra, ef um fleiri er að ræða, sé ölvaður. Ef svo er, þá er málið þar með leyst. Ef þessi á- fyrir, að einhver aðili í umferð- Bls. 9. . . - 2 inni hafi ekki hagað sér rétt. Slikt er í rauninni tilfellið í fæstum tilvikum. Til er viss hópur ökumanna, sem kalla mætti hazar-unglinga, sem aka eins og bandóðir menn, stela bílum og aka mjög ölvaðir. Þessi hópur veldur mörgum stór slysum og á undir engum kring umstæðum að komast undir stýri. Þegar þessi hópur manna hef- ur verið dreginn frá má rekja langflest slys til veðurfars, galla á umferðarkerfi og skyndilegra bilana á ökutækjum. Baráttan gegn slysum i um- ferðinni hlýtur að vera þríþætt. Áherzlan á að leggja á að koma upp umferðarljósum og hafa þau með skynsamlegu lagi: fjölga bflastæðum, svo menn aki ekki fram og aftur um göt- urnar: auðvelda skyggni fyrir hom: malbika göturnar: Ieggja gangstéttir: setja alls staðar upp hin alþjóðlegu umferðarmerki, þar sem þau eiga að vera og hvergi annars staðar: gera upp við sig, hver er meiningin með zebra-gangstígunum: gefa í út- varp tilkynningar um hálku og önnur veðurfarsskilyrði, sem eru óhagstæð fyrir akstur. Það er til dæmis ekki nóg að mála gul þverstrik yfir götu og segja fólki að undirrita sinn eigin dauðadóm með þvi að tck.-. mark á þeirri fullyrðingu, &ð ok'unienn muni stanza fyrir , í^gangandi mönnum við þessl sfrik. Það J>arf lika að sjá um, að ökumenn stanzi við zebra-gang- stígana. Og síðast en ekki sfzt þarf að haida þessari málningu við eins og raunar öllum atrið- uca umferðarkerfisins. Þegar menn aka undir áhrifum heim úr fimmtugsafmælum, eru menn sér meðvitandi um ástand sitt, einbeita sér við aksturinn, og afleiðingin er sú, að þessir menn aka ekki verr en alveg 6- drukknir menn, ef ölvun þeirra fer ekki fram úr vissu hámariri, sem varla er neðar en 1,5 pró- mille. Hér eru undanskildir hazar-unglingar, sem minnzt er á hér að framan. Maður sem hefur fengið sér tvær verkja- töflur eða rifizt við kollega sinn í vinnunni, eða leigubílstjórinn, sem gortar í blöðum af þvf að hafa ekið í sólarhring samfleytt, eru hættulegri f umferðinni en borgarinn á leið úr fimmtugs- afmælinu. En krossferðin gegn promille- stigunum heldur áfram. Á endan um hefur krossförum umferðar- menningarinnar tekizt að koma hámarki áfengismagnsins niður í minnstu mælanlega einingu, jafn fram því sem heill her lögreglu- manna verður önnum kafinn við að aka Pétri og Páli í blóðrann- sókn. En þá munu krossfararnir sjá, að slysin hafa enn aukizt hlutfallslega. Það er nefnilega ekki nóg með, að skýrslugerð sú, sem gerð er hér um orsakir slysa, sé marklaus, af þvf að flokkunin. sem hún gerir sér marklaus, — rangar niðurstöður vegna rangra formúlna, — heldur dregur hún athyglina frá hinum raunveru- legu slysavöldum og tefur fyrir þvf, að eitthvað raunhæft sé gert fyrir umferðarmenninguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.