Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 4
4 V1SIR . Miðvikudagur 7. aprfl 1965 Frh. af bls. 2 Ferðalangur skrifar: Og að síðustu kemur hér bréf frá einum lesanda sem kallar ttg ferðalang: Ég varð fyrir furðulegri reynslu á einu af mörgum ferða lögum mínum fyrir firma mitt Ég rakst inn á eitt stærsta hót el norðan Holtavörðuheiðar síðla um kvöld, fékk herbergi og lagðist til hvíldar. Snemma morguns lagði ég aftur af stað og gerði upp reikning minn. Krónur 257.50 var mér gert að greiða, en upphaflega stóð á refkningnum 110 krónum hærri upphæð, — ég átti að borga fyrir tvo kaffi 110 krónur!!! Neitaði ég vitaskuld að greiða það, enda hafð'i ég aldrei fengið eða beðið um kaffi, allra sízt fyrir 110 krónur. En ég vildi spyrja þig Kári minn, finnst þér ekki fullmikið að borga kr. 257. 50 fyrir lítið herbergi, ískalt, með bilað útvarp, ofninn flak- andi frá veggnum og þurfa svo að borga í þjónustugjald rúm- ar 30 krónur. Ekki svo að skilja að þetta sé há upphæð fyrir stöndugt fyrirtæki að borga. En erum við ekki að b'isa við að vera ferðamannaland? Hvað Hvað segja útlendingar við þess um ævintýralegu verðskrám? Er það ekki fullmikið að borga 110 krónur fyrir kaffi (jafnvel þótt það sé i tvo bolla) og 257. 50 fyr'ir að liggja í óupphituðu og þægindasnauðu herbergi. JAFNAN FYRIRLIGGJANDl STÁLBOLTAR MASKÍNUBOLTAR BORDABOLTAR MIDFJAÐRABOLTAR SPYRNUBOLTAR SLITBLAÐABOLTAR STÁLRÆR JÁRNRÆR HÁRÆR VÆNGJARÆR HETTURÆR FLATSKÍFUR SPENNISKÍFUR STJÖRNUSKÍFUR BRETTASKÍFUR SKÁLASKÍFUR MASKÍNUSKRÚFUR BLIKKSKRÚFUR FRANSKAR SKRÚFUR DRAGHNOD * HANDVERKFÆRB * BRAUTARHOLTI 20 R.VÍK - SÍMI 15159 BING * GR0NDAHL POSTULÍNSVÖRUR oiæmns KRISTALLVÖRUR r'UöTU O ^Hr.K POSTUUtN & KRISTALL SÍMX 24860 HÓTEL SAGA, BÆNDAHÖLLIN Ferðafélag íslands heldur kvöld- vöku i Sigtúni fimmtudaginn 8. apríl. Húsið opnað kl. 20. Fundarefni: 1. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri talar um Hallormsstað og ná grenni sem ferðamannaland og sýn ir litmyndlr. 2. Myndagetraun, verðlaun veitt. 3. Dans til kl. 24 Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzl unum Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar. Verð kr. 50.00 Sængur Endumýjum gömlu sæng- umar. Eigum dún- og fiður- held ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57a Simi 16738 ■mbm —i rnr iIT—mmmwm Blómabúbin Hrisateig 1 símar 38420 & 3417 MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugavegi 12 Sími 22804 Hafnargötu 35 Keflavík Merkilegt bókasafn Frh af bls. 9. góð bók, sem vel má vera, þá vildi ég gjarnan eignast hana. Ég efast um að jafnmikill bóka- maður og Þorsteinn Jósefsson eigi kverið í fórum sínum, og kallar hann ekki allt ömmu sína. GALLAÐAR BÆKUR — OG ÞÓ GÓÐAR. Árbækur Espólins eru ekki heldur gallalausar. Menn vita að þær eru fullar af vitleysum og illkvitni, enda vildi Jón Jóhann- esson prófessor ekki leggja nafn sitt við endurprentun þeirra. En samt eru þær að öðrum þræði góð bók og hafa verið hinar nyt- samlegustu. Bækur geta orðið eigulegar af ýmsum ástæðum. Þær geta verið sjaldgæfar, skemmtilegar eða kostulegar, eins og Ögmundargeta, sem kom izt hefur í mjög hátt verð hjá Sigurði Benediktssyni. Árið 1699 kom út mjög frægt kver í Kaupmannahöfn tekið saman af Árna Magnússyni. Margur bókamaður vildi gjaman komast yfir það, en ekki mun auðhlaupið að því. Ég fékk einu sinni hjá dönskum fornbókasala 2. útg. þess, en titillinn er á þessa leið: Kort og sandfærdig Beretning om den vidtududraab- te Besættelse ndi Thisted. Til alles Efterretning af Original- Akter og troværdige Dokument- er uddragen og sammenskrev- en (af Arne Magnussen). Paany udgiven af Alfred Ipsen. Kjöbenhavn. Jnl. Gjellerups For- lag 1891. Þessi bók hefur nú komið út á íslenzku, sem gjafa bók hjá Almenna bókafélaginu. Andrés Björnsson íslenzkaði. Danskur dr. rped, Fr. Hall- ager, yfirlæknir við geðveikra- hælið í Ásósum segir, að kver Árna sé ekki sem nákvæmast og sums staðar villandi. Gaf hann út bók um þetta sama galdrastand 1901 (Magister Ole Björn og De Besatte i Thisted) og endar hún með þessum orð- um: . . den vidt udraabte Besættelse i Thisted. Den var ikke ,.et skammeligt Bedrag- eri“. men en hysterisk Epidemi". Sannaðist þar á Árna Magnús syni það, sem hann skrifaði ein- hvem tíma: „Svo gengur það til í heim- inum, að sumir hjálpa erroribus (vitleysunum) á gang, og aðrir leitast síðan við að útryoia aft- ur þeim sömu erroribus. Hafa svo hvorir tveggja nokkuð að iðja“. ÚR EIGN EGGERTS LÖGMANNS Eina bök þykist ég eiga úr fórum Eggerts Ólafssonar skálds og lögmanns. Fékk ég hana hjá dönskum fornbóksala. Þesi bók er Danakonungasög- ur Þormóðs Torfasonar (Series Dynastarum et Regum Daniæ o.s.frv.) prentuð í Kaupmanna- höfn 1702. Á titilblað er ritað með greinilegri rithönd Eggerts: E. Olavi 1764 H. Tislef. Gæti þetta táknað, að þessi danski maður, sem ég veit ekki deili á, hefði gefið Eggerti bókina eða þá hitt að Eggert hefði gefið Dananum bókina, sem er trú- legra. Að því er virðist em nokkrar prentvillur leiðréttar með sömu hendi. Þetta eintak er hreint og fallegt, að undan- skildu bandinu, sem er frá 19. öld. Hjá dönskum fornbóksala fékk ég Clavis poyética Bene- dikts Gröndals. Eintakið er i fallegu bandi með upphleyptum kili og sérkennilegum stimplum. Á tveimur upphleypingunum á miðjum kili stendur ritað með gylltum rúnum: Urðar orði kveð ur engi maður. Sá, sem lét binda þessa bók, hefur látið gera fyrir sig þessa stimpla og rúnaletrið og hafa þeir og vísu- orðin verið einskonar bókar- merki hans. Ef til vill hefur 'hann látið binda bókasafn sitt allt eða að einhverju leyti með sama hætti. Ég hef séð í fómm Þorsteins Jósefssonar bók í sams konar bandi komna frá Dan- mörku. Stundum er það metnað ur bókamanna að hafa bækur sínar með sérstakri útgerð. FÁGÆTT ÆTTFRÆÐIRIT Tryggvi Þórhallsson ráðherra stundaði ættfræði. Meðal annars vann hann að athugun á nokkr um ættum Strandamanna og lét prenta próförk eða uppkast að þessum ættum: Kollafjarðarness ætt, Tröllatunguætt, Finnboga- staðaætt og Ennisætt. Alls voru þetta 215 bls. í stóru átta blaða broti, prentað annars vegar á hvert blað. Mér er sagt, að að Tryggvi hafi dreift um 30 eintökum af bókinni meðal manna í Strandasýslu i þeim til gangi að fá þaðan viðauka og leiðréttingar. Þetta mun hafa verið á árunum, sem hann var þingmaður Strandamanna, 1923 —1932. En aldrei var bókin gef in út. Á það eintak, sem er í minni eigu, hefur Tryggvi skrif að: Með kærri kveðju frá Tr. Þ. Eggert Samiúelsson frá Miðdals gröf gaf mér bókina, en hann var af Tröllatunguætt. í bók- inni er einnig þáttur af Jóni á Þingeyrum. Þetta mun vera með sjaldgæfustu bókum, ef á að flokka hana undir bækur. MEÐ LEIÐRÉTTINGUM HÖFUNDARINS Einhverju sinni áskotnaðist mér hjá fornbókasala i Reykja- vík eintak af 1. útg. Hranna Einars Benediktssonar (Rvfk 1913). Bókin var heldur illa far- in, en það, sem vakti athygli mína, er ég fletti henni, var það að leiðréttingar með blý- anti voru víða í henni og yfir- lit yfir þær aftast. Þóttist ég sjá, að leiðrétting- amar væri með þekkjanlegri rithönd Einars Benediktssonar og reyndist það svo við nánari athugun og samanburð. Átti ég til samanburðar í fórum mínum kvittun með rithendi Einars. Leiðréttingar voru líka margar þess eðlis, að auðsætt var að kunnugur hafði um vélt. T.d. var i Sæþoku þessu vísuorði breytt: Lyftingin er öll í töfra- slæðum í lyftingin er höll í töfra slæðum. Og f Svani þessari hend ingu: sem ómar við, þó lífið óm- inn kæfi, í: sem ómar við þó líflð róminn kæfi. Og þessari hendingu í sama kvæði: En svan inn sjálfan dreymir lífsins draum, var breytt f: En svaninn frjálsan dreymir lífsins draum. Og ennfremur í sama kvæði: og vekja, knýja hópsins veiku hjörð í: og vekja, knýja hópsins blindu hjörð. Að vísu voru allar hend- ingarnar með rímgöllum vegna villnanna, en samt var ekki aug Ijóst, að um villur væri að ræða. Við síðustu leiðréttinguna var • bætt þessari athugasemd: „Þessu breytti B. Sv. óbeðinn. Hefur ekki viljað styggja „hóp- inn“.“ Benedikt Sveinsson bóka vörðu. mun hafa lesið próf- arkir af Hrönnum. Margar fleiri leiðréttingar eru f bókinni. Eiríkur K. Jónsson hefur skrifað nafn sitt á saur- blað bókarinnar, en að öðru leyti er mér ókunnugt um feril hennar frá Einari. <t> NYLON ÚLPUR 100% nylon í ytra og innra byrði, acrylmillifóður Stærðir: 6 —16 og 44 — 50 Sölustaðir: Kaupfélögin um land allt ogSÍS Austurstræti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.