Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 5
VlSIR . Miðvikudagur 7. apríl 1965. 5 utlönd í:raorgun utlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun. CalEaghan flutti ffárlagaræðuna í gær: Skafíahækkim, spamaður og höml■ ar á fjárfestingu erlendis Með fjárlagafrumvarpinu, sem James Callaghan lagði fyrir neðri nr 'stofu þingsins í gær og gerði groin fyrir, er miðað að því að tre sta efnahag landsins sem mest. Er því lagt til, að skattar verði hækkaðir til þess að draga úr neyzlu, hömlur lagðar á fjárfest- ingu erlendis og dregið úr út- gjöldum ríkisins, einkum til land- vama, og em TSR-2 áformin lögð á hilluna. Á því einu sparast 35 milljónir punda á þessu ári. Von- azt er til, að þeim árangri verði náð, að til stórmikilla muna dragi úr óhagstæðum greiðslujöfnuði. Skattahækkanirnar hafa sem að líkum lætur vakið nokkurn kurr heima fyrir, en erlendis hefur frumvarpinu verið vel tekið, í Washington er bent á mikilvægi þess, að dregið verði úr hinum ó- hagstæða greiðslujöfnuði, og látin í ljós trú á, að það muni takast, en í Brussel hafa æðstu embættis- menn EBE (Efnahagsbandalags Evrópu) sagt, að þeir teldu rétt stefnt með frumvarpinu, og sama álit hafa svissneskir bankamenn látið í ljós. HÁVAÐASAMUR ÞIN GFUNDUR. Þingfundurinn varð svo hávaða- samur, að með fádæmum þykir, en þó ekki undir ræðu fjármála- ráðherra, heldur er Healy land- varnaráðherra fór að gera grein fyrir ákvörðuninni að leggja á hilluna áformin um smíði TSR2- flugvélanna og kaupa heldur F-lll orrustuþotur frá Bandarikjunum, en hver þota keypt þar kostar þriðjungi minna en kosta myndi að framleiða TSR-2-þotu, Þar að auki fengjust flugvélamar keyptar með hagstæðum skilmál- um. Healy var klukkustund að gera grein fyrir málinu, svo mikill var hávaðinn og lætin, en við venju- legar aðstæður hefði hann getað gert grein fyrir málinu á 10 mín- útum. SKATTHÆKKUNIN nemur á þessu ári 164 milljónum stpd. samkvæmt frumvarpinu og tekjur af hækkuðum burðargjöld- um nema 35 millj. punda. Dregið verður úr fjárfestingu fyrirtækja erlendis svo nemur 100 milljónum. — Ýmsar endurbætur á skatta- kerfinu hafa verið boðaðar og gagnger skipulagsbreyting að lok- inni athugun en ýmis nýmæli koma til framkvæmda þegar á þessu ári, þannig verður ágóði af sölu fast- eigna skattlagður, ágóði af sölu verðbréfa með föstum vöxtum verður skattlagður en var frjáls, og ráðstafanir hafa verið gerðar, til þess að gera reglur um skatt- lagningu fyrirtækja einfaldari, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir skattsvik. Gjöld á tóbaki og á- fengi hækka, einnig bfla-sölu- skattur o. s. frv. James Gallaghan. Ludwig Erhard. „ Vér hvikum ekki — sagði irhard honsSori í gær í V.B. ín á níorg-' rá'káhsTári „Vér hvikum ekki um hárs- breidd frá þeirri ákvörðun vorri, að sambandsþingið, komi samán til fundar í Vestur-Berlín ' un“, sagði Ludwíg Erhard við komuna til Vestur-Beriínar i gær, en Austur-Þjóðverjar með Rússa að baki sér hafa reynt með ýmsu móti að koma því til leiðar, að ekkert yrði af þinghaldinu. Undangengna tvo daga var umferð á vegum til Berlínar og frá stöðvuð klukkustundum saman, en eðlileg umferð hófst þó er kvöldaði. Fyrr í vikunni var Willy Brandí'' jjjHrtóörfárstjíófi Véstúr- Beriiftyr stÖðttóðtír á landamærun- um af austur-þýzkum vörðum og varð hann að fljúga til borgarinn- ar, en hann var í V.-Þýzkalandi, er þetta gerðist. Sagði hann þetta atferli lýsa heimsku og furðuleg- um bjálfaskap. En Austur-Þjóð- verjar hafa ekki verið einir um mótmælaaðgerðir. Sameiginlegar heræfingar hafa verið haldnar fyrir vestan Eerlín og sovézkar þotur hafa flogið yfir Vestur-Berlín með svo miklum gný og hraða, að ruður hafa brotnað og átti með þessu að skjóta íbúunum skelk | í bringu. En menn hafa ekki æðrazt. Yfir- menn hersveita Breta, Bandaríkja- manna og Frakka í V.-B. hafa sent harðorðustu mótmæli sín til þessa til yfirmanns sovézku hersveitanna segja Sovétríkin bera ábyrgð á af- afleiðingum þess, að með áður- greindu atferli hafi verið brotið í bág við sáttmálann, sem gerður var 1945. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. BRCWHGAR Á TOUSKRÁ I gær voru fundir í báðum deildum Alþingis, og sameinuðu þingi, þar sem fram fór rannsókn á kjörbréfi Sigfúsar J. Johnsen sem er varamaður Guðlaugs Gísla ,onar. 1 efri deild voru 2 mál tekin fyrir, fjármálaráðherra mælti fyrir frv. um tollskrá og mælt var fyrir nefndarálitinu á frv. um Hús næðismálastofnun ríkisins. í neðri deild urðu enn miklar umræður um læknaskipunarlög. BREYTINGAR Á TOLLSKRÁ í efri deild mælti fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, fyrir frv. um breytingar á tollskrá. Sagði hann, að frv. fjallaði að meginefni til um lækkun af toll- um af vélum og tækjum. Árið 1963 hefðutollar af landbúnaðar- vélum og vélum til fiskveiða lækkað en ekki hefði verið talið fært að svo stöddu að ganga lengra í þá átt. En í desember 1963 hefði hann svo ritað tollskrámefnd bréf þar sem tarið var fram á að athugun færi fram á því, hvort ekki væri tíma- bært að lækka tolla af vélum al- mennt. Árangur þessarar athug- unar væri svo frv. það_ seni hér lægi fyrir. Þá rakti ráðherrann nánar meg- inatriði frv. og sagði m. a. að í fyrsta lagi væri tollur á almenn- um iðnaðarvélum lækkaður úr 35% í 25, í öðru lagi væri tollur á vélum til útflutningsframleiðslu lækkaður úr 35% i 10 en væru slíkar vélar jafnframt framleidd- ar hér á landi þá verður tollur af þeim 15%. Þá mætti nefna, að tollur á síldardælum lækkaði úr 35% í 4%. Þá væri einnig gert ráð fyrir að endurgreiða tolla af efni í vélar, sem jafnframt eru framleiddar innanlands, þegar efn- istollurinn er hærri en tollurinn af vélunum sjálfum. Ennfremur er felldur niður söluskattur af vélum framleiddum innanlands og er það gert vegna þess að lækkunin er veruleg og þykir rétt að vernda með þessu innlenda framleiðslu. Nú væri sú nýjung að ryðja sér til rúms, að nota stóra mjólkur- geyma á sveitabæjum til geymslu mjólkur, sem síðan yrðu tæmdir af tankbíl frá mjólkurbúi og væri nú tollur af þessum geymum lækkaður úr 50% í 25. í tollskránni væri heimild til að fella niður innflutningsgjöld af bifreiðum fyrir fatlað fólk og nú væri gert ráð fyrir að fjölga þess- um bifreiðum um 100. Þá er það nýmæli í frv. að ef ákveðið verði með lögum, að koma á nafnskírteinum, þá skuli fjárnv''aráðuneytinu heimilt að mæla svo fyrir, að sérhver inn- flytjandi skuli tilgreina númer sitt á aðflutningsskýrslu. Verði þá komið upp sérstakri fyrirtækja- skrá hliðstæðri núverandi þjóð- skrá. Helgi Bergs tók næstur til máls og sagði að frv. gengi allt of skammt til þess að verða að veru legu gagni. Þá spurði hann ráð- herra hvort nota ætti heimild í tollskrárlögum til að sporna á móti undirboð- um. Björn Jónsson tók í sama streng og sagði m. a. að með þessu frv. væri iðnaðinum gert stórum erf- iðara fyrir en útflutningsfram- leiðslunni. Fjármálaráðherra svar- aði þessu og sagði, að varð- andi undirboðin hefði komið fram staðhæfirig um að þau væru einkum í veiðar færaiðnaðinum og væri það mál nú í athugun. Björn Jónsson hefði vikið almennt að vandamálum iðn aðarins og því vildi hann benda á, að þetta frv. skapaði engin ný vandamál heldur þvert á móti. Nú væru tollar lækkaðir að mun og flestir teldu það skipta einhverju máli. Það hefðu farið fram við- ræður við Félag íslenzkra iðnrek- enda um þessar breytingar og full samstaða hefði náðst við þá um þau. Þá svaraði hann nokkrum fleiri atriðum, sem fram höfðu komið í. ræðum þeirra Björns og Helga en síðan var málinu vísað til nefndar. I STUTTU MÁLI. í neðri deild urðu enn miklar umræður um læknaskipunarlög, en það hefur verið rætt á mörgum fundum deildarinnar og hafa þær umræður dregizt úr hófi fram. Fátt nýtt kom fram við umræð- una í gær, en henni varð lokið en atkvæðagreiðslu frestað. Þá mælti Björn Fr. Björnsson fyrir nefndaráliti á frv. um landa merki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.