Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 16
ISIR MShðkndagur 7. april 1965. Fraeðslunám- skeið kvenna Næsti fundur á fræðslunámskeiði kvenna verður í Valhöll annað kvöld kL 8,30. Frú Guðrún P. Helga- dóttir skóiastjóri talar um fræðslu- mál. SJÓRINN VIÐ SUÐURLAND 1,7 STIGI KALDARI EN í FYRRA Maria Júlía er komin úr fiski- og hafrannsóknaferð við suður- ströndina. Var förin farin undir stjóm Aðalsteins Sigurðssonar. í ferðinni var m.a. Svend Malmberg, sem gerði hitamæl- ingar og sýndu þær, að sjórinn er allmiklu kaldari en hann var i fyrra. Það kom í ljós, að vest- ast á Selvogsbanka og útundir Reykjanesi var hann 1,7 stigi kaldari en í fyrra. Miðsvæðis var hann 1,3 stigi kaldari og við Vestmannaeyjar var hann hálfu stigi kaldari. Er hér miðað við yfirborðshita. Að svo komnu máli er erfitt að draga nokkrar ályktanir af þessu. Nákvæmur samanburður við sjávarhita á fyrri árum er heldur ekki fyrir hendi, nema í fyrra þegar sams konar mæl- ingar voru gerðar. En þegar þetta kemur fram mun þeirri hugsun skjóta upp hjá sjómönnum, hvort hér sé að finna ástæðuna fyrir því, hvað þorskurinn er núna seinn á ferð- inni. Annað einkennilegt fyrirbæri kom fyrir nú um mánaðamótin uppi á Akranesi. Þá var fiski- báturinn Haraldur tekinn í slipp til að botnhreinsa hann. Hefur það verið venja að taka hann upp um þetta leyti til að hreinsa slý og gróður af honum. En að þessu sinni bar svo einkenni- lega við, að ekkert slý eða gróð ur var á skipsbotninum. Hann var hreinn eins og hann væri nýkominn úr slipp. Þetta veldur mönnum nokkrum heilabrotum og virðist benda til þess að á- stand sjávarins, sé nú nokkuð annað en venjulega, þó erfitt sé að finna nokkurt orsakasam- band milli þessa og þorskleysis- ins. 20 tmina steypubfll festist illa í fjörunni við Ægisíöu síðdegis í gær. Verið var að vinna við skolprör og var steypublllinn að koma með steypu, þegar óhappið vildi til og þurfti hvorki meira né mlnna en þrjá stóra kraftmikla bila til þess að ná steypubílnum upp. (Ljósm. Visis I.M.) Loftleiðadeilan: ENGINN FUND- UR BODAÐUR Enginn fundur hefur verið boð- aður í Loftleiðadeilunni um kaup og kjör flugmanna á RR-400 flug- vélum félagsins. Virðist sem þar geti brugðið til beggja vona. Loftíeiðir hafa nú tekið á leigu DC-6 flugvélar til að anna flutn- ingunum, en hörgull er nú á leigu flugvélum á bandarískum markaði meðfram vegna ástandsins í Viet Nam, en einnig vegna þess að leiguflug vex mjqg um þetta leyti árs og verða verkefni flugvélanna mjög mikil yfir sumartímann. Kröfur flugmanna og flugstjóra voru í gær útskýrðar í fréttatil- kynningu frá Vinnuveitendasam- bandi íslands. Krefjast flugmenn í hæsta launaflokki. 810.000 kr. kaups á ári, en sennilega mundi þetta þýða rúmar 900 þús. kr. fyr ir Loftleiðir, sem þurfa að greiða í lffeyrissjóð og fleira. Aðstoðar- flugmenn á fyrsta ári ættu skv. kröfunum að fá 470-560 þös. kr. Jasskvöld A.F.S.-félagið í Reykjavík •— samtöl^ skólanema, sem dvalizt hafa í Bandaríkjunum á vegum American Field Service — efnir til jazzkvölds í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld kl. 9 síðd. Þama munu koma fram tvær íslenzkar jazzhljómsveitir undir stjórn Gunnars Ormslev og Arnar Ármanns, en auk þess mun leika 15 manna hljómsveit af Keflavík- urvelli. Kynnir kvöldsins verður Ólafur Stephensen. Allir skólanemendur og aðrir eru velkomnir á jazzkvöldið, og verður húsið opnað kl. 8.30. KÍNA-K0KKAR K0MNIR Hafa heitíS hátt á aSra milljón króna tíl stofnunar tryggingafélags „Stöðugur straumur fólks hef ur verið hingað á skrifstofu fé- lagsins undanfama tvo daga, bæði til þess aó ganga í félagið og eins til að taka þátt i könn uninni um stofnun tryggingafé- VorfagnaðurÞÓRS Lionsklúbburinn Þór efnir til vor- fagnaðar næstkomandi föstudag að Kótel Sögu. Ágóðinn af fagnaðinum rennur til þess að styrkja sjúkling, sem bráðlega gengst undir dýra og erfiða læknisaðgerð fyrir vestan haf. Borðhald hefst kl. 17, en kl. 8,30 setur Haraldur Á. Sigurðsson' fagn- aðinn. Kynnir kvöldsins verður Karl Guðmundsson. 14 Fóstbræður munu taka lagið, nemendur úr 5. og 6. bekk Verzlunarskóla íslands munu sýna vor og sumarfatnað frá þrem verzlunum, Herradeild P&Ó, Báru og Guðrúnarbúð á Klapparst. og klukkan tólf á miðnætti stjórn- ar Brynjólfur Jóhannesson, leikari uppboði á þeim fatnaði sem verður sýndur, en verzlanirnar hafa ákveð- ið að gefa hann. Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika fyrir utan Hótel. Sögu milli 6,45 og 7,45 vegna fagnaðarins. Aðgöngumiðar verða seldir í norð urdyrum Hótel Sögu milli kl. 5 — 7 i dag. Miðarnir kosta 200 kr. og er matur ekki innifalinn. lags,“ sagði Magnús H. Valdi- marsson, framkvæmdastjóri F. f.B. í stuttu viðtali við Vísi í morgun. Magnús sagði, að um 200 fé- lagsmenn og fyrirtæki í Reykja vík hefðu þegar lofað að leggja fram hátt á aðra millj. kr. Um þessar mundir er könnunin að byrja úti á landi, en F.Í.B. hefur rúma 40 umboðsmenn í flest öll um kaupstöðum og kauptúnum Sagði Magnús, að undirtektir úti á landsbyggðinni væru mjög góðar og ekki síðri en hér f Reykjavfk. Seinnipartinn í gær höfðu rúmir 180 einstaklingar og fyr- irtækj skráð sig fyrir ákveðr, um hlut ef úr stofnun félagsins yrði og var þá upphæðin kom in upp í iy2 millj. kr. Síðan hafa allmargir bætzt við hér i Reykjavík, svo að upphæðin er nú komin hátt á aðra milljón, sagði framkvæmdastjóri F.Í.B. Minnsti hlutur er 5 þús. kr. og er ráðgert ef að úr stofnun félagsins verður greiðist 20% út strax við stofnun trygginga- félagsins. í nótt komu tveir kínverskir matreiðslumenn til landsins á veg- um veitingahússins Hábær, en það opnar aftur á morgun eftir nokk- urt hlé. Menn þessir heita P. C. Chenivg I landi og víðar, t.d. var Lee hér á og T. M. Lee og koma báðir upp- íslandi í 6 mánuði 1953 á veit- haflega frá Hong Kong, en komu ingahúsinu Röðli. til London 1961 og hafa síðan Þeir kínversku hafa verið ráðnir starfað á ýmsum stöðum á Eng-' hingað i 6 mánuði. Kinversku matreiðslumennirair P. C. Chenivg og T. M. Lee

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.