Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 07.04.1965, Blaðsíða 1
Myndln sýnir furðujeppann og var tekin í morgun fyrir ut- an hús Landssímans að Sölv- hólsgötu 11. Eiríkur Ámason, símvirki, framkvæmir mæling- ar. Hér stendur hann við hlið- ina á jeppanum og er sjón- varpsioftnetið hálfdregið út, eða um 5 metrar á lengd, en alveg dregið út er það tæplega 11 metra langt. Bíll í sjón varpsmælingum Móftökuskilyrði athuguð í R-vik og nágrenni Undanfama daga hefur sézt undarlegur jeppi á götum Reykjavíkur með merki Lands- símans. Hann er með alls kon- ar loftnet á hliðunum og þak- inu. Blaðið hafði samband við Sæmund Óskarsson, verkfræð- ing hjá Landssímanum og spurðist fyrir um bílinn. — Þetta er jeppi, sem fram- kveemir mælingar á sjónvarpsút breiðslu og er með mastri, sem hækka má upp f 10 metra hæð Það er gert á þann hátt, að mastrið er pumpað upp með loftdælu. Jeppinn er útbúinn með sviðstyrkleikamæli og auk þess er til f hann mælir, sem getur mælt sjónvarpsstyrkinn, mælisjónvarp. Mælingar þessar standa f sam bandi við áætlað sjónvarp f Reykjavfk og er mæld Iang- dregni í bænum og nágrenni hans frá sendi sem er staðsett- ur á Vatnsendahæð, eða þar sem fyrirhugað er að fyrsta sjónvarpssendistöðin verði. — Liggja fyrir niðurstöður af þessum mælingum? — Nei, ekki endanlegar, en það er hægt að fullyrða, að styrkurinn verður ágætur f Reykjavík og nágrenni f það minnsta. Það hafa reyndar verið gerðar mælingar áður, en þá voru þær miklu erfiðari og dýr- ari í framkvæmd. Þá þurfti marga menn við það, sem nú þarf aðeins 1 mann til að fram- kvæma með þessum jeppa. Þessi bíll verður notaður áfram út um Iand eftir því sem með þarf I sumar verða væntanlega gerð- ar mælingar frá sendi á Skála- felli, en sjónvaipssendirinn verður þar í framtfðinni. — Af hverju eru mælingar gerðar í 10 metra hæð frá jörðu? — Það hefur verið ákveðið í alþjóðasamtökum útvarps- og fjarskiptistöðva, CCIR, að miða mælingar við þessa hæð og gert vegna þess að sjón- varpsloftnet eru yfirleitt höfð nálægt þeirri hæð, en eins og margir vita þá næst því betur í sjónvarpsstöðvar þar sem langt er í þær eftir því sem Ioft netin Standa hærra. 220-230 milljónir króna á ári til íbúðalána Húsnæðismálastjómar < Lónoð 280 þús. króno út þAÐ kom fram í ræðt^ Þorvalds G. Kristjánssonar á Al- þingl f gær, að á þessu ári mun ráðstöfunarfé Húsnæð- ismálastofnunarinnar til útlána vera milli 220-230 milij. Lánin munu hækka úr 150 þús. í 280 þús. og mun þessi fjárhæð nægja til að lána út á 750 fbúðir. Auk þess skal 15 — 20 millj. varið til lána efnalítilla meðllma verka- lýðsfélaga, sérstaklega. Með þessum síðustu ráðstöfunum hafa lán Húsnæðismálastofnunarinnar hækkað um 280 - 300% á meðan vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um 77% ef miðað er við árið 1958. þvf að rekja nokkrar þær breyt ingar, sem eru í sjálfu frv. Meg inbreytingin er sú, að nú er lánshámarkið hækkað úr 150 þús. kr. í 280 þús. kr. Árið 1955 var þetta hámark 70 þús. kr., en var hækkað ’61 í 150 þús. kr. og er nú hækkað enn. Þá skal árlega veita 15-20 millj. kr. til hærri lána en almennt gerist trl efnalítilla meðlima verka- lýðsfélaga. Lánin eru til 25 ára með 4% vöxtum og af- í gær var stjómarfrumvarp um Húsnæðisrpálastofnun ríkis- ins tíl 2. umræðu f efri deild. Mælti Þorvaldur Garðar fyrir áliti meirihluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar. Leggur meiri hhrtinn til að frv. verði sam- þykkt með nokkrum breytingar- tiHögum, sem hún flytur, en nefndin Mofnaði í þrennt við af greiðslu málsins. Þorvaldur hóf ræðu sfna með ú 750 íbúðir borganalaus fyrsta árið en vísi- tölubundin. Þá skal heimilt að veita sveitarfélögum lán til byggingu leigufbúða. Um nýjar tekjur byggingasjóðs væri það að segja, að þær væru m.a. launaskattur, árlegt framlag rík issjóðs, sem nema ætti 40 millj. kr. og framlagi rikissjóðs til atvinnuleysistrygginga verð- ur varið til kaupa á vaxtabréf- Framh. á bls. 6 BLAOIÐ 1 DAG 2 Sonur Chaplins þiggur sveita- styrk. 3 Húnabyggð, þinn hróður gjalli. 7 ísfirzka bóka- safnið. 8 Svíar smíða eigin herþotur. 9 Áfengi og umferð. 10 Talað við Jón Sigurpálsson. Keyptu togaru á 25 þús. krónur Vestmannaeyingar kaupa Donwood Sex Vestmannaeyingar hafa keypt brezka togarann Don- wood, sem strandaði við Heima- klett fyrir nokkru. Keyptu þeir togarann fyrir 25 þús. krónur, en norska björgunarfélagið hef- ur gefizt upp við að ná togaran- um út og héldu björgunarmenn irnir til Noregs s.l. laugardag. Mjög vorít veður var við Vest- mannaeyjar í gærkvöldi og fram á nótt. Þrátt fyrir það hefur Donwood ekki haggazt af þeim stað, sem hann liggur á. Að sögn norsku björgunarmann- anna er togarinn mjög vel skorð aður við stóran klett á bak- borðshlið og Heimaklett að framan á stjórnborðshlið. Þeir, sem keyptu togarann voru hafnarverðirnir í Eyjum, hafsögumaðurinn og 3 smiðju- menn. Tóku björgunarmenn að- eins siglingartækin úr togaran- um. M. a. þess sem talið er vera í góðu standi og skilið var eftir er trollspil, vélar allar, vírar og keðjur. Þá eru í togar- anum 40 tonn af olíu, sem hinir nýju eigendur Donwood hyggj- ast byrja á að ná úr togaranum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.