Vísir - 21.05.1965, Page 11

Vísir - 21.05.1965, Page 11
VlSIR . Fimmtudagur 20. maí 1965. KR VARÐ REYKJA VÆISTARI Buldvin Baldvinsson skoraði bæði mörk- in ó lánsskóm félaga síns Baldvin Baldvinsson, hinn nýi miðherji KR-liðsins, vann Reykjavíkurbikarinn handa liði sínu í gærkvöldi eftir glæsilega frammistöðu sína. Hann skoraði bæði ronrk liðsins og var „hinn hættulegi“ maður, sem Valsvörnin gat ekki stöðvað. Það er greinilegt að skarð er fyrir skildi í Framliðinu sem sér á bak svo góðum liðsmanni. Nú er það bara spurningin hvort Baldvin hafi unnið sín afrek í seinni hálfleik eftir að hann fékk lánaða góða knattspyrnuskó hjá einum varamanna liðsins? í fyrri hálfleik lék hann á miklum hnöllum, sem hann hafði nýlega keypt á hundrað krónur, gömlum skóm með uppbretta tá og uppháir upp á gamla móðinn. í seinni háífleik var hann á fisléttum Adidas-skóm og fannst sem hann væri berfættur miðað við gömlu þungu skóna. Hvað um það, — það var Baldvin sem var sigurvegarinn í þessum leik, og einnig hann varð til þess að KR fékk þennan úrslitaleik, því það var honum að þakka að KR vann Fram á dögunum. Reykjavíkurmeistarar KR i knattspyrnu. Leikurinn í gær var hressilegur á svipaðan máta og veðrið. Liðin sýndu ágætan leik, ekki sízt KR, sem var betri aðilinn og vann þarna mjög sanngjarnan sigur. Fyrri hálfleikurinn var fremur jafn. Valsmenn voru í miklum víga- móði og voru oft fljótari á bolt- ann og ákveðnari. KR-ingarnir voru þó öllu hættulegri í sóknum sínum. ★ Á 43. mín. kom loks mark. Valsmenn fengu aukaspyrnu fyrir utan vitateig og skutu háum bolta að marki. Heimir greip boltann en missti hann yfir sig og og Reynir Jónsson sem hafði sótt vel ýtti boitanum inn í tómt markið. ★ Ekki liðu nema 4 mínútur af seinni hálfleik áður en KR hafði jafnað. Hár bolti kom að Vals- markinu og markvörðurinn Sigurð- ur Dagsson leyfði honum að hoppa fyrir framan sig, en þar misreikn- aði hann sig, því enda þótt nann sé með gjörvilegri mönnum fór boltinn hátt yfir uppréttar hendur hans, yfir annan bakvörð- inn og í ágætasta færi þar sem KR-ingar fengu gott færi, en Bald- vin Baldvinsson var sá sem ýtti boltanum í netið og jafnaði. ★ Og ekki liðu nema nokkrar mínútur, þar til KR hafði forystuna. Það var Sigurþór sem lék laglega upp að endamörkum og gaf þar fyrir á Baldvin, sem hafði fylgt §ökff{ntiF43yggneg^áI‘:^ftífcío|1yaT'JTiö í' Sgætu' skötfærT þ'ég'ár' háiin fékk sþhdih^u’ S ié'tfrþÖrs T3 oý<JS 4kórað i með fallegu skoti af fremur stuttu færi — 2:1. KR-ingar léku nú mjög taktískt og léku stífa varnartaktík á móti sóknum Valsmanna, en áttu á milli stórhættulegar sóknir, ekki sízt þegar Sigurþór og Baldvin fengu boltann til meðferðar og munaði oft mjög litlu að KR-ingar bættu við. Hins vegar áttu Valsmenn líka tækifæri á að jafna og stærst allra var óvænt færi sem Ingvar fékk, þegar Ellert missti skallabolta aft- ur fyrir sig inn á markteig, en bolt- inn þvældist fyrir Ingvari og hætt- unni var bægt frá. KR-liðið var sterkt I gær eins og j oft þegar virkilega reynir á. Gildir það um allar stöður, allt frá mark- Magnús fékk góð orð fyrir sinn fyrsta landsleik Fyrir nokkru dæmdi Magnús Pétursson sinn fyrsta landsleik, leik Svia og Kýpurbúa í heims- meistarakeppninni, og hafa blaðaumsagnir borizt af leiknum og er Magnúsi þar hælt mjög fyrir góðan dóm. Segja blöðin að þáttur íslenzkra dómara í milliríkjaviðskiptunum sé enn lítill, en mjög góður. Og annað blað hælir mjög dómi Magnúsar ekki sízt fyrir það hvað hann falli vel inn í leikinn og láti smámunasemina eiga sig. í gærkvöldi rabbaði blaða- maður Vísis lítillega við Magnús um ferðalag hans: „Það var sérlega vel tekið á móti mér af Svíunum og allt fyrir mig gert og mér mikill sómi sýndur. Ég kom til Stokk- hólms tveim dögum fyrir leikinn og var komið fyrir' á lúxus- hóteli og stjanað við mig eins og þjóðhöfðingja“. — Varstu ekki kvíðinn fyrir leikinn? „Jú, ég get ekki neitað því. En strax eftir nokkrar mínútur var það búið. Ég gleymdi mér alveg og hugsaði eingöngu um leikinn. Þarna voru 20 þúsund áhorfendur samankomnir á stærsta leikvangi Norrköbing, en í þeirri borg búa liðlega 100 þús. manns og var völlurinn al- veg þétt setinn og raunar upp- selt“. — Og hvernig fannst þér að dæma þinn fyrsta landsleik? „Hann vsr erfiður. En ég get þakkað því að ég slapp vel að ég hefi æft a.m.k. annan hvern dag í meira en tvo og hálfan mánuð og var í góðri æfingu og gat fylgzt vel með. Það tel ég algjöra nauðsyn fyrir dóm- ara, sem vill ná langt í starfi sínu. Annars gekk allt vel, utan einu sinni í leiknum. Það var i seinni hálfleik að Svíar fengu aukaspyrnu á Kýpurbúana rétt fyrir utan vítateiginn. Spyrnan var óbein og mátti þvi ekki skóra úr henni beint. Svíinn skaut hins vegar og markvörð- urinn hjá Kýpurbúum gerði þá '’ skyssu áð kasta sér eftlr boltan-; um og snerti hann áður en hann J fór- inn. Ég dæmdi mark, en- þ^ð vildu Kýpurbúar ekki fallast á fyrr en ég Kafði útskýrt fyrir þe!fh<'að úm'leið og markvörð- urinn hafði komið við boltann var boltinn aftur í leik. Eftir leikinn var haldið hóf fyrir Ieik- menn og starfsmenn við leikinn, mjög glæsileg veizla. Kýpur- búarnir þökkuðu mér alveg sér- staklega og mér fannst það mikil uppörvun að fá hól frá þeim. Þarna hitti ég líka Gunnar Nordahl, frægan atvinnumann Svía. Hann var þarna að skrlfa fyrir eitt dagblaðið og fannst lítið til sinna manna koma. Hann spurði alveg sérstaklega eftir Albert Guðmundssyni, en þeir voru og eru góðir vinir ao léku saman á ftalíu“. Baldvinsson skoraði bæði mörk KR. verði til vinstri útherja, en vissu- lega má gera endurbætur á liðinu. Hvers vegna er Sveinn Jónsson t. d. ekki enn í liðinú sém framvörður og Ellert Schram í innherjastöðu? Og hvar er Guðmundur Haraldsson, mjög efnilegur og lipur leikmaður? Valsliðið féll hins vegar saman við mótspyrnu KR:ingá' ög var ekki eins gþtt og í fy/ri leikjum móts- ins, en átti þó dágodá' spretti og spái ég því að þeir eigi eftir að koma vel út á íslandsmótinu, sem mun allra náðarsamlegast eiga að fá að byrja á sunnudaginn kemur með leikjum á Akureyri og Kefla- vík. Dómari í gær var Magnús V. Pétursson og dæmdi mjög vel. Einnig var það honum góður styrk- ur að hafa línuverði þar sem voru góðir dómarar, Hannes Þ. Sigurðs- son og Baldur Þórðarson. — jbp. Lokastaðan á Reykjavíkur- mótinu Úrslitin og markhæstu menn i Reykjavíkurmótinu 1965: KR 5 4 1 0 9 12:3 Valur 5 3 1 1 7 15:3 Fram 4 1 1 2 3 6:7 Þróttur 4 0 2 2 2 5:12 Vikingur 4 0 1 3 1 2:15 VáíIIBlI f Mörk: —Haukur Þorvaldsson, Þrótti 4 Ingvar Elíssón, Val 4 Baldvin Baldvinsson, KR 3 Hallgrímur Scheving, Fram 3 Gunnar Felixson, KR 3 Reynir Jónsson, Val 3 Fundur hjá knattspyrnu- dómurum i Fundur verður í Knattspyrnu- dómarafélagi Reykjavikur á þriðju- dagskvöldið kl. 20.30 á Hótel Skjaldbreið. Eru félagar beðnir um að fjölmenna á fundinn og mæta i stundvíslega.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.