Vísir - 16.06.1965, Page 3
VI§IR . Miðvikudagur !G. júní 1965.
Nýstúdentar frá M. R. í Hljómskálagarðinum.
Skólauppsögn Menntaskóla Reykjavíkur
í gær var Menntaskóla
Reykjavíkur slitið í 119. skipti,
en menntaskóli hefur verið
starfandi hér £ Reykjavík síðan
1846. Athöfnin fór fram í Há-
skólabíó og sleit rektor mennta-
skólans, Kristinn Ármannsson,
skólanum nú í niunda skipti.
Hann hefur verið rektor f hálft
níunda ár, en lætur nú af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Rektor gat þess í upphafi
ræðu sinnar að vegna óviðráð-
anlegra ástæðna færi fram útför
Alexanders Jóhannessonar fyrr-
verandi háskólarektors á sama
tíma og skólaslitin og bað hann
menn risa úr sætum og minnast
hans.
Næst minntist rektor lítils-
háttar á byggingarmál skólans
og sagði að s.l. haust hefði náðst
merkur áfangi í byggingamál-
unum, þegar nýbyggingu fyrir
ofan gamla skólann hefði verið
lokið. Með þeiiri byggingu væri
framtíð menntaskólans tryggð á
sama stað framvegis. Gamli
skólinn hafi upphaflega verið
reistur fyrir 100 nemendur, en
nú í vetur hafi nemendafjöldinn
verið kominn upp í 930. Lengi
hafi verið deilt um hvað gera
ætti í byggingamálum. Nefnd,
sem hafi verið skipuð af mennta
málaráðherra 1960 hafi lagt til
að þegar yrði ráðizt í það, að
reisa nýtt skólahús í svoköll-
uðu olíuporti fyrir ofan Mennta
skólann sjálfan, en jafnframt
hafi hún lagt til að þegar næsta
ár yrði hafizt handa um að reisa
nýjan menntaskóla á öðrum
stað i borginni. Ekkert hefði þó
orðið úr framkvæmdum við það
af skipulagsástæðum. Kristinn
^agði að samkvæmt reynslu
annarra þjóða væri þörf á þrem-
ur menntaskólum í Reykjavík,
eða um þáð bil einum mennta-
skóla á hverja 25000 íbúa.
Ekki gengu eins margir undir
stúdentspróf nú eins og í fyrra.
Nú gengu 166 nemendur undir
stúdentspróf og luku 164 stúd-
entsprófi, einn varð veikur og
einn stóðst ekki. 1 fyrra luku
211 prófi.
Einkunninar á stúdentsprófinu
skiptust þannig nú: 5 hlutu á-
gætiseinkunn, 70 1. einkunn, 86
2. einkunn og 3 3. einkunn.
Tvær hæstu einkunnirnar féllu í
, hlut tveggja stúdína, Borghildar
Einarsdóttur, fékk 9,41 og Sig-
rúnar Helgadóttur, fékk 9,32.
Á öðrum stað í blaðinu er við-
tal við þær og mynd.
Framh. á bls. 6.
24 NÝSTÚDENTAR FRÁ
VERZLUNARSKÓLANUM
Lærdómsdeild Verzlunarskóla
íslands var slitið í gær við há-
tiðlega athöfn. Að þessu
sinni voru brautskrá'ðir 24
stúdentar en með þeim hópi er
fjöldi brautskráðra stúdenta
orðinn 392 þar af 287 piltar og
105 stúlkur.
Hæstu einkunnir hlutu: Arn
dis Björnsdóttir I. ágætiseink-
unn 7.57 Gunnhildur S. Jóns-
dóttir 7.38 og Gunnar Björns
son 7.26. Hlutu þau öll bóka-
verðlaun. Auk þess hlaut Arn-
dís Björnsdóttir silfurbikar i
verðlaun fyrir beztan árangur
á stúdentsprófi 1965 sem stú
dentaárgangur 1954 gaf en bik-
arinn var fyrst veittur i fyrra.
Ennfremur gaf skólinn Arndísi
bókaverðlaun en hún er hundr
aðasti kvenstúdentinn, sem
brautskráist úr Verzlunarskólan
um. Elín Jónsdóttir, nemandi 5.
bekkjar hlaut bókaverðlaun en
á vorprófi hlaut hún I. ágætis
einkunn, sem er fátítt á prófi
úr 5. bekk.
Að lokinni afhendingu próf
skírteina og verðlauna flutti
skólastjóri dr. Jón Gíslason
ræðu og árnaði nýstúdentum
allra heilla. Viðstaddir athöfn-
ina voru 20 ára stúdentar, en
sá árgangur var fyrstur til þess
að brauskrást með stúdents-
próf. Tók fulltrúi þeirra Val-
garð Briem til máls og færði
skólanum að gjöf málverk af Vil
hjálmi Þ. Gíslasyni fyrrverandi færtði skólanum að gjöf styttu
skólastjóra, sem Sigurður Sig- af Þorláki Johnson, sem Rík-
urðsson listmálari gerði. Fyrir - harður Jónsson myndhöggvari _ ____^_ _____
hönd 10 ára stúdenta tók Árni gerði. Fluttar yoru Þakkir fyr lKristinn Armannsson rektor veitir Borghildi Elnarsdóttur ein" af
stiiirrs Lf^ o/v,asr»sSz»«-”«»■«»«»«^
kv.stj. tók næstur til máls og sungu Verzlunarskólasönginn.------------------------
Nýstúdentarnir 24 frá V.í. hafa sett upp kollana og tekið á móti stúdentsprófsskírteinum.