Vísir


Vísir - 16.06.1965, Qupperneq 9

Vísir - 16.06.1965, Qupperneq 9
V I S I R . MiðvHuidagur 16. júní 1965. O Ármannsson, rektor, fyrir framan gamla skólann. „Ég hi Undir klassísku merki Gamla skólahúsið hef ur staðið þarna síðan Anno 1846 og sama og ekkert breytzt. Það kom frá Noregi fullsmíðað, en ósamansett og rekið saman á staðnum. Inni á skrifstofu rektors hangir boðsbréf með gotnesku etri frá Christi ani Rex VIII. um að, „skólinn“ sé fluttur frá Bessastöðum til Reykja- víkur. Síðan hefur sú yf irlýsing verið óhaggan- leg og verður um ár og aldir, eins og það, sem tilheyrir klassísku tíma- bili sögunnar. Gamli lat inuskólinn (öðru nafni lærði skólinn), sem síð- ar kallaðist Hinn al- menni menntaskóli og nú Menntaskólinn í Reykjavík verður við lýði á meðan óður Hór- azar eru þar kenndar. Rektorinn, Kristinn Ármanns- son, er nú að hverfa úr þessu húsi, þótt hann sé ekki skilinn við ástfólgin fræði sín, latinuna og grísknna, sem hann hefur kennt óslitið við þennan skóla og Háskóla íslands síðan 1923 eða árið sem hann lauk kandíi- datsprófi frá Hafnarháskóla. „Ég hef eiginlega verið við- loðandi hér sfðan 1909 er ég gekk inn i skólann, 14 ára gam- all“, sagði rektor. „Munduð þér kannski treysta yður til að rata um skólann blindandi?" „Ég held það — æti’ ég verði ekki draugur hér á eftir“, og nú brosti hann eins og lærimeist- ari i púlti, þar sem hann sat við skrifborðið gegnt tiðindamanni. Skaut upp þeirri hugsun að það væri einmitt til að viðhalda klassíkinni, sem nú er tekið að sverfa að, að boðberar sígildr- ar menntar færu aldrei úr þessu húsi, hvorki lífs né liðinir. Lat- ínudraugagangur væri tilvalið te’ikn. Kristinn rektor, sem þrátt fyr ir ástfóstur sitt við latínuna og grískuna, hefur aldrei verið svo sjálfbirgingslegur að opna ekki raunvisindum og nýju málúnum leið inn f skóia sinn (hann tók líka háskólapróf í ensku og Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í gær- dag. Kristinn Ármannsson, sem hefur gegnt rektorsstöðu við skólann undanfarin níu ár og stundað þar kennslu óslitið síðan 1923, hættir störfum. í tilefni af því hafði blaðið tal af honum. kenndi hana árum saman við Verzlunarskólann), var greini- lega hlynntur því að leggja ekki niður gömlu málin, hvað sem það kostaði: „Ég mundi sætta mig við að leggja niður latínu í stærðfræðileid, en í máladeild a b s o 1 ú t ekki. Öll málfræði byggist á þessu gamla latneska málfræðikerfi. Latínulærdómur er stuðningur við alla málfræði hugsun — ég lærði hvorki né skildi íslenzku, fyrr en ég hafði Iært latneska málfræði. „Nú hefur sama skölakerfið haldizt árum saman og nú eru uppi háværar raddir um, að breytinga sé þörf, svo að stú- dentar komi ekki eins og afglap ar í nýjum fræðum úr mennta skólunum — hvað hefur gerzt hjá ykkur? „Ýmsir yngri kennarar hafa reynt að framfyigja nýjustu að- ferðum í raunvísindum og nýj- um málum. Nú höfum við loks eign. zt hús með rannsóknarstof- um, sem ætti að fullnægja þess um þörfum. Vandamálið, sem við höfum átt við að stríða, eru þrengslin, húsnæðisvandræðin — þau hafa verið trafaii fyrir þessa nýju stefnu. Það er eng- in reynsla komin á þetta enn, þótt húsið hafi verið tekið í notkun í vetur. Það má búast við miklum breytingum á fræðslufyrirkomulaginu — jafn- vel er ekki ólíklegt, að stofnað- ar verði fleiri lærdómsdeildir, sem yrðu kjördeildir fyrir ýms- ar fræðigreinar, svo sem eins og náttúrufræðideild klassisk deild, þjóðfélagsdeild, og ennfremur er gert ráð fyrir kennslu í heim- speki- og listasögu. Það getur farið svo, að aðrar greinir verði að hopa fyrir ýmsum sérgrein um, og er ekki nema gott eitt um það að segja“. Þetta sagði Kristinn Ármanns- son rektor með sinn fjörutíu og tveggja ára kennaraferil — klass Iskt men..taður, einn af þeim sárafáu hér á landi (aðrir eru m.a. dr. Jón Gíslason og Jakob Benediktsson). Svo skemmtilega vill til, að rektor gamla skól- ans í R.-vík hafa mann fram af manni hlotið svipaða menntun (allt frá Sveinbirni Egilssyni, sem þýddi Ódysseifskviðu og Ilionskviðu eftir Homer) — þetta voru þjóðfrægir menn, sem lifa í sögunni: Björn M. Olsen, Jón Þorkelsson, Steingrímur Thorsteinsson, skáld, Geir Zoega, svo að nokkrir séu nefnd ir. Rektor kvaðst vonast til að leggja ekki kennsluna alveg á hilluna, þegar hann hættir störf um við Menntaskólann í ár — hann sagði ,að komið hefði til, að hann kenndi áfram grísk- una við háskólann. Það var á honum að skilja, að starfið hefði verið honum andardráttur. Og nú var langur kennsludagur að baki — ásamt undanfömum níu árum við stjórnvöl skólans: „Ég hef haft ánægju af hvorutveggja —líka rektorsstarfinu". Þegar hann tók við af Pálma heitnum rektor (fyrst settur í des. ’56 og skipaður í júnf ’57), kvaðst hann hafa gert sér gerin fyrir því, að hverju hann gengi. Hann hafði verið yfirkennari í mörg ár og því fylgzt meira með og tekið meiri þátt í skólastjóm en títt er um aðra kennara: Hann hafði hvað eftir annað ver ið settu- rektor I forföllum Pálma og fengið sína reynsiu. „Þér hafið verið farsæll í rektorsstarfinu —- að því er fiestir segja". „Ja, það má kannski orða það þannig, að ég hafi verið far- sæll, jú, það er líklega rétt. Ég gerði mér far um að taka Jón Krabbe, minn gamla húsbónda frá því ég vann á stjórnarskrif stofu íslands í Kaupmannahöfn, mér til fyrirmyndar. Hann var Kommitteret — umboðsmaður — og reyndi mikið á stjórn- Iagni hans og samningalipurð. Hann var laginn og lipur og fús á að mætast á miðri leið í hverju ágreiningsmáli" (Kristinn rektor var á námsárunum ritari Jóns Krabbe og eftir því sem hann segir siálfur frá, var það góður skóli í vinnu og jafnframt stjórn I eiginlega verið viðloðandi hér síðan 1909... “ (Ljósm. I.M.) kænsku — diplómasíu). Hann var spurður að því, hvort hann messaði yfir nem- endum sínum. „Ég hef yfirleitt ekki kallað á sal af tilefnislausu — það er helzt er koma fyrir einhver bekkjarvandamál — og svo nátt úrulega hefur það verið megin regla hjá mér í upphafi skólaárs að innprenta nýliðum reglur skólans“. „Við þennan skóla hafa lifað hefðir — hafið þér varðveitt þær?“ „Við reynum að halda í þær Nemendur eru hefðfastir, svo að það kemur af sjálfu sér (frekar en við). Þeir ríghalda t.d. í toll- eringarnar, sem stundum géta orðið vandamál, ef ekki er að- gæzla sýnd . . ,Hver er meiningin með því að tollera?" „Líklega er það tákn þess, að nýliðar skólans komast í hærra veldi og hugsa hærra, þegar þeir eru komnir inn í skólann“ „Þegar þér hafið þurft að tala við nemenda, hvað gerið þér til þess að það sé áhrifarikast?“ „Ég reyni alltaf að koma skyn seminni að hjá sjálfum mér og líka hjá honum — taía aldrei öðruvísi en óreiður við nem’- anda, sem hefur brotið af sér — hitt væri tilgangslaust”. Kristinn sagðist hafa kynnzt nemendum sínum betur eftir að hann varð rektor: „Ég kynntist þeim nánar, aðallega þeim verstu og þeim beztu. Þeim beztu, af því að ég þurfti oft að gefa þeim meðmæli, og svo á hinn bóginn próblembörnun- um, sem ég þurfti að ræða við um vandræði". í þessum svifum rak ljósmynd arinn höfuðuð í gættina með hlaðinn rolleyflexinn. „Ætlarðu að mynda rektor hér?“ „Ég hef hugsað mér að taka myndina á stéttinni. fyrir neðan skólann", sagði hann. „Það er allt í lagi“, sagði rekt- or“. Á leiðinni út, sagði hann: „Ég er ekki svo gamall, að ég geti ekki gengið þetta“. Nýstúdentarnir voru þarna nokkrir — þeir voru að selja miða á dansleik. Glampa sló á þilin og silfurhærur rektorsins þeirra, sem hefur verið þeim mildur faðir á erfiðu aldurskeiði þeirra ærfiðasta og kannski bezta tíma lífshlaúpsins. Inni á skrifst.ofunni var hann enn á ný spurður þrátt fyrir ann ir dagsins — hann átti að slíta skólanum daginn eftir. Ritari rektors, Guðrún Helgadóttir, sem hefur verið hægri hönd Kristins í umsvifum starfsins, leit annað veifið ima til okkar í nauðsynjaerindum — hún rétti tíðindamanni lista yfir stúdent- ana: „Viltu ekki fá fróðleik?" sagði hún. Frh. á bls. t

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.