Vísir


Vísir - 16.06.1965, Qupperneq 11

Vísir - 16.06.1965, Qupperneq 11
VISIR . Miðvikudagur 16. júní 1965. 11 PYLSUSALA EÐA UPPB YGGINC ÍÞRÓTTA ? Þrír hlauparar náðu sínum lang- beztu tímum í 800 metra hlaupi, sem fram fór í fyrrakvöld á Laug- ardalsvellinum, en 3000 áhorfendur hvöttu hlauparana óspart til dáða. Hinir ungu hlauparar voru ánœ^ jir en þreyttir að loknu hlaupi. Þeir sögðu það mikinn mun að hlaupa frammi fyrir áhorfendum, það er mjög hvetjandi. Hlaupið fór fram í hléi á leik Akraness og KR. Það er sagt að það ha?i kostað talsvert þras og fyrirhöfn að fá framgengt þessu hlaupi sex okkar beztu 800 metra hlaupara f leikhléi knattspyrnukappleiks. En nú er ísinn vonandi brotinn og þegar FH náði að- © •• eins við Víking ... .Tti- FH og Víkingur léku í gærkvöld í 2. deild á vellinum á Hvaleyrar- holti í Hafnarfirði. Leiknum lauk án þess að liðin fengju skorað mark. Víkingur er neðsta liðið f b-riðli en FH efsta liðið. FH átti öllu meira í leiknum en fór mjög illa með tækifæri sín. Eftir leikinn er staðan i riðlinum þannig, að FH hefur 5 stig, ísa- fjörður 2, Vestmannaeyjar 2, Breiðablik 2 og Víkingur 1 stig. Öll liðin nema Vfkingur og FH hafa leikið tvo leiki, þessi tvö hafa leik- ið 3 leiki. ► Það sætir vaxandi gagnrýni í Brezka samveldinu, að The Beatles voru sæmdir heimsveld- isorðunni brezku. Líta margir svo á, að með veitingunni hafi lftilsvirðingarblær verið settur á - heiðursmerkið, og hafa nokkrir menn skilað því aftur. | stærri kappleikir fara fram verður í vonandi eitthvað slíkt á boðstólum j í leikhléi. Það er skemmtilegt fyr- ' ir áhorfendur, og ekki sízt mjög | gott fyrir frjálsíþróttamenn okkar, sem sjaldnast fá marga áhorfendur á mót sín og því sjaldnast mikla hvatningu. Ástæðan fyrir því að ekki hefur gengið betur að fá að hlaupa í leikhléi mun vera sú, að ÍBR rekur I pylsu- og sælgætissölu á völlunum ] og taldi að skemmtun f hálfleik ] mundi drag’ stórkostlega úr við- skiptunum. Hvort sem það er rétt eða ekki finnst fólki áreiðanlega óeðlilegt ef ÍBR ætlar að standa í veginum fyrir því að frjálsar íþróttir í landinu rétti, úr krypp- unni, því að vissulega er það góð auglýsing fyrir íþróttirnar að geta sýnt fyrir þúsundum skemmtilega grein. Það er því áreiðanlega fyrir munn flestra fþróttaunnenda, sem hér með er skorað á ÍBR að standa ekki í veg fyrir því að frjáls- íþróttamenn geti brúað 'hin Ielð- inlegu hlé með stuttu hlaupi eins og þarna fór fram. Tekjumissir bandaiagsins ætti ekki að verða mikill, ef nokkur. Og þó svo væri er það vel þess virði að fóma ein- hverju af því fé sem græðist á pylsu- og gotterissölu, en á síð- asta ári var það hátt á 3. hundrað þúsund sem ÍBR fékk í sjóði sfna á þann hátt. En svo vikið sé að hlaupinu í fyrrakvöld, þá vann Halldór Guð- bjömsson það hlaup, sem var mjög skemmtilegt á 1.55.9, sem er hans lang bezti tími, en annar varð Agnar Leví, líka á sínu lang- bezta, 1.56.4, og var keppni þeirra hnífjöfn og skemmtileg. Þórarinn Arnórsson, ÍR, varð þriðji á 2.023, Þórður Guðmundsson, Kópavogi, fjórði á 2.03.9, sem er hans lang- bezti tími. Fimmti var Kristleifur Guðbjörnsson og 6. Marinó Egg- ertsson. — jbp — Akureyrarstúlkur stóðu sig ve!f handknattleik Mfl, kvenna og II. fl. kv. I.B.A. Akureyri dvöldu hér um helgina í boði Vals. Þær léku hér 6 leiki í fþróttahúsi Vals og á grasvelli í Kópavogi. — Á laugardaginn í íþróttahúsi Vals: II. fl. kv. Í.B.A. — Valur 2—6 Mfl. kv. Valur B — Í.B.A. 3—3 Mfl. kv. Í.B.A. — Valur A 6—9 M.fl. kv. Breiðablik/Stjarnan — Í.B.A. 9—10. Á sunnudaginn á grasvelli f Kópavogi: II. fl. kv. Valur — l.B.A. 6—2 Mfl. kv. Í.B.A. — Breiðablik/ Stjarnarí 9—4. Nýjar reglur / knattspymu Á laugardaginn kenuir fer fram merkilegur knattspyrnuleikur í Edinborg í Skotlandi. Allur knattspyrnuheimurinn mun fylgjast með þeim leik af áhuga. Þá leika tvö skozk lið reynsluleik eftir nýjum reglum, sem til kemur að teknar verði upp um allan heim. í stúkunni mun stjóm FIFA — alþjóða- sambands knattspyrnumanna sitja og fylgjast vel með. Þessar reglur mundu breyta knattspymunni mjög, gera hana skemmtilegri, og að sögn sjónvarps- manna, betri á skerminum. Hér sýnum við nokkur atriði sem munu breyt- ast ef ráðamenn samþykkja það að loknum leiknum 19. júní í Edinborg. Rangstaðan að mestu úr sögunni . . . Rangstöðu „taktík“ hefur tröllriðið knattspyrnunni í heiminum í allmörg ár og eyðilagt margt skemmtilegt augnablikið fyrir áhorfendum. Á fyrri teikningunni sjáum við rangstöðu eins og hún er dæmd í dag. Á síðari teikningunni sjáum við línuna, sem rangstaðan verður miðuð við, en það er vítateigslínán í stað miðlínu áður. Vítaspyrnur fleiri en fyrr . . . í dag dæmir dómarinn aukaspyrnu fyrir hindrun. Bakvörðurinn hefur þarna hindrað útherj- ann (teikning til vinstri) og það er óbein aukaspyrna. í nýju reglunum sjáum við á myndinni til hægri að vítaspyrna er dæmd fyrir hindrunina. öll brot innan vítateigs þýða sama: VÍTA- SPYRNU. Og annað sem gerist með hinum nýju reglum. Vítateigurinn nær alveg út að hliðarlínu. Brotið á myndinni er við hornfánann og samt sem áður er dæmd vítaspyrna. Innköst hverfa . . . Innkastið hverfur. Innspyrna kemur í staðinn. Það getur komið markinu í meiri hættu en innkastið. Þess vegna munu menn reyna að halda boltanum í leik fremur en að tefja með því að spyrna út af vellinum. Þetta þýðir minni leiktöf, — skemmtilegri leik. Bannað að senda til markvarðar . . . Þá verður og bannað að senda boltann til markvarðar - en þetta hefur oft gert mönnum gramt í geði. Nú verða varnarmennirnir að haf a fyrir því að snúa upp í sókn gegn framherjunum. „Múrinn lifandi“ hverfur . . . Eitt af því sem hverfur við nýju reglumar er „lifandi múrinn“, sem settur er upp í varnar- skyni i aukaspyrnunum nærri marki. í reglunum segir svo að engin rangstaða sé dæmd í auka- spyrnu og því verður það þýðingarlaust að bygg ja slíkan „múr“.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.