Vísir - 19.07.1965, Síða 5
V í S IR . Mánudagur 19. júlí 1965.
5
LOKAÐ
Lokað vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 9.
ágúst. Nýja símanúmerið okkar er 31462.
Hárgreiðslustofan LOTUS.
Múrarar — Múrarar
Múrara vantar í innan og utanhúss pússningu
og einnig í flísalagnir. Uppl. eftir kl. 8 á
kvöldin í síma 34341. Þórður Þórðarson.
LÓAN tilkynnir
Sólföt fyrir telpur, aldur 3—14 ára. Telpna-
útijakkar, drengjabuxur, telpnakjólar, aldur
1—14 ára í miklu úrvali. Póló-bolir, drengja-
föt, náttföt ,barnateppi, dacron o. fl. vörur. —
Athugið, eldri sendingar af kjólum seldar á
lækkuðu verðí.
BARNAFATAVERZLUNIN LÓAN
Laugavegi 20 b
(gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg)
FLAKARA
vantar nú þegar. — Unnið í ákvæðisvinnu.
Hærri „bónus“ skv. nýjum samningum.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Sænsk - íslenzkn frystihúsid
Leigugjald vörubifreiða
Samkvæmt samningum milli Vörubflstjóraféla gsins Þróttar I Reykjavík og Vinnuveitendasam-
bands Islands og samningum annarra samband sfélaga verður leigugjald fyrir vörubifreiðir frá
og með 15. júlf 1965 og þar til öðruvlsi verður ákveðið, eins og hér segir:
Fyrir Dagv. Eftirv. N- og helgidv.
2 y2 tonna vörubifreiðar Kr. 136,60 158,30 180,10
— 2*4—3 tonna hlassþunga — 152,50 174,30 196,00
— 3 —3'/2 tonna hlassþunga — 160,50 190,20 212,00
— 3^—4 tonna hlassþunga — 183,10 204,80 226,60
— 4 —4y2 tonna hlassþunga — 196,40 218,10 239,90
— 4«/2-5 tonna hlassþunga — 207,10 238,80 250,60
— 5 —5Vz tonna hlassþunga — 216,30 230,10 259,80
— 5i/2-6 tonna hlassþunga — 233,60 255,40 277,10
— 6 —6*4 tonna hlassþnnga — 233,60 255,50 277,10
— 6Í4-7 tonna hlassþunga — 241,60 263,30 285,10
— 7 —7y2 tonna hlassþunga — 249,60 271,30 293,10
— 7i/2-8 tonna hlassþunga — 257,60 279,30 301,10
Landssamband vörubifreiðastjóra
Verkamenn — bílstjóri
UJ ii.
Verkamenn óskast. Einnig bílstjóri á vörubíl.
Upplýsingar hjá verkstjóra.
JÓN LOFTSSON h.f., Hringbraut 121
Fatamarkaður
erum að fara með fatamarkað um landið.
Viljum selja fy^F^^^^ðífö^rf^feWar —7
bama- herra eða kvenfatnað. Höfum góðan
bfl til umráða. Uppl. í síma 41982.
I frumskógum VIETNAM —
Framh. af bls. 9.
reyndist vera annar pólitískur
kommissar að nafni Kim, sem
talaði frönsku.
KIM HJÁLPAR TIL
Við hófum nú máls við hann
X erindi okkar. Við töluðum
um dyggðir og hæfileika Viet-
nam-þjóðar og þörf umheims-
ins á betri upplýsingum og
skilning á lífi Viet Cong skæru
liðanna. Þegar við spurðum
hann hvort hann gæti tekið okk
ur með sér til bækistöðva
skæruliðanna, .sagði hann, að
það mætti takast.
Eftir þetta mátti segja að
björninn væri unninn. Sóri for
ingjafundurinn var haldinn
þama skammt frá, en við feng
um ekki að koma á hann. 1
þess stað fylgdi Kim okkur
til þorpsins Din Diem. Það er
nýlegt þorp, sem var reist fyr-
ir flóttamenn frá Norður-Viet-
nam, þegar landinu var skipt
en nú eru íbúar þess allir á
bandi kommúnista. Okkur var
vísað til sætis í húsi þorpshöfð
ingjans og þorpsbúarnir flykkt
ust að okkur tfl að sjá okkur,
þeir hneigðu sig virðulega fyrir
okkur. Sumir brostu til okkar,
aðrir voru tortryggnir, þeir
sem sjá engan mun á Frökkum
og Ameríkönum. Þarna snædd
um við málsverð sem var mat-
armikill á mælikvarða Viet-
nama, mátulegur á okkar mæli
kvarða. Því næst ráðlagði Kim
okkur að taka okkur síðdegis
hvfld um kvöldið skyldum við
vera viðstaddir samkomu í þorp
inu og þar mætti Jean Pierre
taka myndir.
HÁTÍÐIN I SKÓGINUM
Þessi samkoma um kvöldið
liktist þjóðhátíð eða kjötkveðju
hátfð. Það var blandað saman
söng, dansi og pólitískum fyrir
lestrum, hverju atriði var hefls
að með fagnaðarlátum, jafnvel
þó fólk gæti ekki heyrt til
sumra ræðumannanna, sem
voru konur og böm, æði lág-
mælt. Um miðnætti fór fram
áhrifamikil fánakveðja. Fáninn
sem var hvítur og rauður með
gulri stjömu var dreginn niður
við hátíðasöng. Síðan færðist
kyrrð yfir staðinn, fólkið var
gengið til náða undir stjömu
björtum himni.
ÓLEYFILEG VINÁTTA
Næsta dag fór Kim með okk
ur 1 smá leiðangur um yfirráða
svæði skæmliða, lengst í um
30 km vegalengd frá þorpinu
þar sem við höfðum dvalizt.
Á leiðinni sáum við víða stóra
hópa af vopnuðum Viet Cong
mönnum, sem voru vopnaðir
splunkunýjum amerískum vél-
byssum. Komu vopnin vafalaust
úr herteknum þorpum. Þeir
voru nú orðnir fjórir fylgdar-
menn okkar og hétu To, Thu-
ong og Kai auk Kims þess sem
áður er nefndur. Fór vei á með
okkur og var að takast með
okkur hin bezta vinátta. Þessir
félagar bjuggu okkur t.d. ágæt-
an náttstað um kvöldið.
Þetta áhyggjulausa líf gat
ekki haldið svo áfram til lengd
ar og þegar liðsforingjar úr
hópi skæruliða komust að þvi
að vinátta hafði tekizt með
okkur, þá létu þeir skipta um
fylgdarmenn og fengum við nú
aðeins óbreytta hermenn til
fylgdar sem skildu ekki frönsku
Jean Pierr sagði að það væri
greinilegt, að nú væri edikið
farið að súma. Hann fór að
fela þær filmur sem hann var
þegar búmn að taka á og láta
líta út fyrir að þær væru óá-
teknar, meðan hann skrifaði
alls konar áritanir á ónotuðu
filmumar ,svo að þeir gerðu
þær fremur upptækar. Við höfð
um æ minna af Kim að segja
og loks varð okkur ljóst, að
við vorum ekki lengur blaða-
menn, heldur fangar. Þannig
vorum við hafðir í haldi I 10
daga og langaði okkur nú litt
til að halda þessum leik áfram.
Fórum við nú að spyrja, hvort
við mættum ekki snúa til baka.
En það reyndist ekki vera eins
auðvelt og við höfðum vonað.
Svarið sem við fengum var
þetta:
„Héraðsstjórinn hefur gefið
fyrirmæli um að flytja ykkur,
á sinn fund. Ef hann sannfær-
ist um að þið séuð blaðamenn,
þá munuð þið verða frjálsir“.
Við féllumst á þetta og nú
hófst hið mesta ferðalag. Við
ferðuðumst 300 km á þremur
og hálfum degi og vorum færðir
fyrir héraðsstjóra kommúnista.
Aflar skrifbækur okkar, filmur
og ljósmyndavélar voru gerðar
upptækar og Jean Pierre bar
sig sérstaklega illa yfir því að
missa sfnar dýru myndavélar.
Við námum oftsinnis staðar við
ýmsa felustaði skæruliða, svo
sem radiostöð með stóru loft-
neti sem var hulin upp við gild
an trjábol eða löng skógar-
þykkni en op þeirra falin með
laufum og trjágreinum. Við
hefðum viljað gefa mikið til að
mega taka myndir að þessu.
Loks eftir 3 y2 dags ferð komum
við f sjálft amarhreiðrið þar
sem við áttum sfðasta fund okk
ar með Viet Cong. Nóttin var
svo köld að okkur kom varla
dúr á auga og snemma um
morguninn vorum við leiddir á
fund héraðsstjórans og hershöfð
ingja eins sem dvaldist með hon
um. Þeir voru hinir alúðleg-
ustu. Eftir að við höfðum rætt
við þá báðu þeir okkur að
gera skrá yfir þá muni sem
teknir höfðu verið af okkur.
Enn ræddum við um stund við
þá og loks sagði héraðsstjórinn
að okkur myndi innan skamms
verða sleppt niður á þjóðveg-
inn’.
ÁGIRNTIST MYNDAVÉLINA
Okkur létti svo, að við gátum
varla trúað þessu. Tíu mínútum
síðar kom héraðsstjórinn aftur
að tala um þá og starf okkar.
Varð hann nú mjög æstur og
og var nú f verra skapi. Hann
hafði með sér munina, sem tekn
ir höfðu verið af okkur og fór
reiður og þóttumst við loks
geta skilið að á bak við þetta
bjó að hann ágimtist myndavél
amar. Svo að Jean Pierre greip
til þess ráðs að spyrja hvort
hann mætti ekki færa honum
Leica myndavél sína að gjöf.
Þá sefaðist skap hans og skrif
aði hann nú lausnarbréf fyrir
okkur. í þvf stóð m.a.:
„Hinn 15. maf fóruð þið inn
á frelsaða svæðið leyfislaust.
Þið eruð útlendingar og það var
rangt hjá ykkur að gera þetta.
Þrátt fyrir það gefum við ykk
ur frjálsa, þar sem þið erað
fulltrúar franskrar blaða-
mennsku. Við gefum ykkur
lausa f stað þess að hafa ykkur
í haldi til loka styrjaldarinn-
ar. Þið eruð fulltrúar blaðanna
og viljið fá að vita sannleik-
ann. Við hvetjum ykkur til að
segja sannleikann". Hér fylgdi
á eftir löng upptalning á hryðju
verkum sem sagt var að Amerf
kanar og leppstjómin f Saigon
hefði framið.
AFTUR TIL FRELSISINS
Við kvöddum nú héraðsstjór
ann og hershöfðingjann og hröð
uðum okkur nú niður veginn f
áttina tfl frelsisins. Við fóram
30 km á 5 klst. Loks féllum
við f hendur öryggissveitar Suð
ur Vietnam, þeir leituðu eins
og óðir að filmunum sem við
höfðum falið. Þeir leituðu að
þeim f 20 daga meðan við vor-
um f haldi hjá þeim, en film
umar voru þegar komnar langt
frá okkur. En það er örnnir
saga.