Vísir - 19.07.1965, Síða 15

Vísir - 19.07.1965, Síða 15
VÍSIR . Mánudagur 19. júlí 1965. JENNIFER AMES: Mannrán og ástir SAGA FRÁ BERLÍN Nístandi háðið í rödd hennar hafði ekkert dvínað. — Þú hefðir getað innifalið þakklæti fyrir drykkinn í þakkarorðunum, sagði hann. — Ó, þér... Glöðu geði hefði hún getað rek- ið honum utan undir. Hún ýtti aft- ur stólnum og næstum hljóp út úr bamum og upp stigann I herbergi sitt Er þangað kom varpaði hún sér á rúm sitt og grét hástöfum. Augnaháraliturinn rann í augun á henni og hana sveið í þau. Ailt I einu var barið á dymar. Hún reis á fætur og gekk óstyrk og fálmandi til dyra. Hún hugsaði sem svo, að kannski væri komin orðsending frá herra Sell eða lög- reglunni — já, kannski tilkynning um að faðir hennar hefði sloppið og væri kominn. Hún opnaði dym- ar harkalega upp á gátt En það var David Holden, sem stóð fyrir dyr- um úti. Vonbrigði hennar voru svo sár, að hana langaði tii1 þess að öskra, og reyndl það, en uppgötv- aði að hún gat engu hljóði upp komið. Hann brosti, svo fallegu brosi, að flest kvenmannshjörtu mundu hafa bráðnað. En það þurfti meira til að bræða hjarta Lindu. Og loks gat hún mælt, hásum rómi: — Hvers vegna komið þér upp á eftir mér? — Ég kom ekki upp á eftir þér — að minnsta kosti ekki á hælum þér. Það er meira en stundarfjórð- ungur síðan við skildum f barn- um. Ég var að borga reikninginn. Það hefði kannski verið riddara- legri framkoma að hlaupa á eftir þér án þess að hirða um að greiða hann, en þjónninn hefði kannski verið á öðm máli. En — ósköp er að sjá þig, stúlka, með farða út um allt andlit. — Ég var að reyna að ná hon- um af, sagði hún. Og hún bætti við I huganum: „Og hvort sem þú trúir mér eða ekki eða læzt ekki trúa mér er ég reiðubúin að rjúka í þig“. — Ég skal koma André í skiln- ing um, að ónauðsynlegt sé að maka á þig svona miklum farða, né heldur að nauðsynlegt sé að „mascara" til þess að augun þín virðist dekkri. Þau eru nógu dökk án þess. — Þú hefur þó varla komið upp á eftir mér til þess að segja mér allt þetta? spurði hún hvasslega. Ertnin hvarf úr rödd hans og aftur veitti hún því athygli, að andlitssvipurinn gerbreyttist og varð hörkulegur. — Ég vildi bara segja, að mér þykir leitt, að ég var til neyddur að haga mér eins og ég gerði, en ég sagði það, sem ég varð að segja, og þú veizt innst inni, Linda, að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hjálpa þér, og ég geri það með glöðu geði. — Þakka þér fyrir. Henni var skyndilega runnin reið in gersamlega, og hún fann, að hún vildi alls ekki vera honum reið. — Við leggjum af stað snemma í fyrramálið, svo að það væri sjálf- sagt hyggilegt fyrir þig að &ra snerrjma í háttinn og reyna aðtífá góða hvfla í hótt. Ég vona, að’þú sofir vel. Ég er smeykur um, að við þurfum öll á hugrekki að halda á morgun, en megi heppnin fylgja þér, Linda. Hann rétti fram hönd sína og hún sína og hann þrýsti hönd henn ar innilega. Þegar hún hafði lokað dyrunum var öll Iöngun til að gráta horfin. Henni leið betur en henni hafði áður liðig síðan faðír hennar hvarf. 6. kapftuli. Þegar hún hallaði sér út af bjóst hún ekki við að geta sofið, en hvort sem það var vegna þess, að hún var dauðþreytt eða ástæð- urnar aðrar og kannski fleiri, svaf hún eins og steinn um nóttina, en hún vaknaði þó fyrir birtingu, settist við gluggann og horfði út yfir borgina. Já, nú var sá dagur runninn, er hún færi til Austur- Berlínar, þar sem faðir hennar, er rænt hafði verið, var f haldi — eða var hann kannski ekki lengur í lifenda tölu? Stór bíll var leigður til þess að flytja allan hópinn og farangurinn til Austur-Berlínar. Þegar búið yrði að skoða vegabréfin var áformað að aka til Schloss Gasthaus. Stúlk- urnar fengu sér sæti, mösuðu sam- an á ýmsum málum og voru kát- ar, en Linda var ekki í viðræðu skapi. Tók hún sér sæti við hlið- ina á monsjör André, sem var ákaflega lítið málgefinn maður, þeg ar hann var ekki að leiðbeina á æfingum. En sá, sem Linda vildi sízt af öllu ræða við var David, og hún játaði með sjálfri sér, að hún hafði setzt við hliðina á André til þess að losna við að tala við hann. Það var ekki löng ökuferð til markanna. Bjart var af sólu þenn- an morgun og það, sem hún sá af Austur-Berlfn, voru gömul hverfi, ekkert nýtt að sjá, fátt eða ekkert til að gleðja augun. Hún horfði á hverja dansmeyna af annarri rétta fram vegabréf sitt, er skoð- xm var hafin, og hún varð gripin meiri taugaæsingu, þvf að hún var með falskt vegabréf, og nafnið Linda O’Farrell á þvt Kannski var það þess vegna, sem hún hafði ekki haft sig í frammi, og nú var loks búið að skoða vegabréf allra nema hennar. Sovézki varðmaðurinn tók nú við vegabréfi hennar og er hann hafði skoðað það sagði hann á þýzku: — Gerið svo vel að koma með mér, ungfrú, á fund yfirmanns míns. Hann þarf að tala við yður. Henni leið eins og hún væri augljóslega dauðskelkuð — varð- maðurinn mundi undir eins hafa séð, að vegabréf hennar var falsað. Ósjálfrátt sneri hún sér að David. Hún minntist aðvörunar hans frá deginum áður, að hún mætti ekki treysta á, að hann gæti hjálpað. henni, ef hún lenti f erfiðleikum, en hún þóttist viss um, að hann hafði tekið aðra ákvörðun eftir á, þá, að reyna að hjálpa henni. Hann hafði komið upp í herbergi hennar til þess að biðjast afsökunar. — 0, David, byrjaði hún... en hún steinþagnaði, er hún sá að- vörunartillitið í augum hans. — Ég er viss um, að þetta er bara formsatriði, Linda, sagði hann — en ég get þvf miður ekki beð- ið eftir þér. — Ég verð að fara með hópnum til Schloss Gasthaus. Ég bíð þar eftir þér. Gangi þér vel! Og svo fór hann með meyja- hópinn' og skildi hana eftir hjá sovézka varðmanninum. Henni var ekki hatur f hug, held- ur megn fyririitning, er hann yfir- gaf hana þannig. Hún hafði ávallt trúað á riddaraskap Englendinga, en hér hafði hún greinilega kynnzt manni, sem skildi ekki merkingu orðsins. Hann hafði fallizt á það, að hún gengi í flokk hans, en nú virtist honum standa alveg á sama um hvað af henni yrði. Aldrei á ævinni hafði henni fundizt, að hún væri eins einmana og yfírgefin. — Get ég orðið yður að ein- hverju liði, ungfrú Redfem, var allt f einu spurt við hlið hennar. Hún þekkti þegar röddina og verður feginleik hennar ekki með orðum lýst, er hún sneri sér við og sá, að það var í raun og veru herra Sell, sem mælt hafði. Og hve fagur og karimannlegur hann var. J — 0, herra Sell, guði sé lof, að I þér efuð hér. — Kæra ungfrú. ég kom úr við- viðskiptaferð í morgun. Þegar ég hringdi í gistihúsið og komst að raun um, að þér hefðuð farið msð dansmeyjaflokki til Austur-Berlín- ar lagði ég þegar af stað hingað, til þess að reyna að finna yður og komast að raun um hvar þér mynd uð dveljast hér. Eigið þér í erfið- Ieikum? — Ég veit það sannast að segja ekki, en ég er smeyk um það, hálfstamaði hún. Varðmaðurinn hérna vill, að ég fari með hon- um á fund yfirmanns sfns. Hann brosti. — Það er ekki þar með sagt, að nein alvara sé á ferðum. Það rætist úr þessu megið þér vita. Hún sagði við hann lágt, með ákafa í röddinni: — Verið svo vænn að kalla mig ekki ungfrú Redfern. Nafnið \ vegabréfi mínu er Linda O’ Farrel — ... Við, — ég hélt það væri betra að fara til Austur-Berlínar undir öðru nafni. Sjáið þér til, ég er sannfærð um, að faðir minn er þar einhvers staðar. — Gott og vel, ungfrú Farrel. Hann brosti, er hann sagði þetta og horfði beint f augu hennar og hún horfði hugfangin inn í hið dökka djúp augna hans. — Ég ætla að tala við vörðinn - og ef nauðsyn krefur mun ég tala við yfirmann hans. Sjáið þér til, viðskipta minna vegna verð ég að ferðast talsvert um og þeir þekkja mig ailvel orðið hér. Bfðið bara eftir mér hérna. Henni var mikil hugarfró að þvf, að hafa hitt hann, en kvfðinn fór þó að gera vart við sig aftur, er koma hans dróst, en svo birtiot hann aftur ásamt varðmanninum og töluðu þeir saman á rússnesku og af nokkurri ákefð, en þegar herra Sell kom til hennar sagði hann: - Þetta er í bezta lagi. Ég hef sagt þeim, að ég þekki yður mjög vel persónulega, og ég geti ábyrgzt að þér séuð ekki hingað komin til þess að njósna fyrir Vesturveldin meðan þér eruð hér f þessum dans- meyjaflokki. Það er annars dálítill kaffistofa hér nálægt. Eigum við að fara þangað og neyta morgun- verðar? Ég er ekki farinn að smakka matarbita í dag — en þér eruð kannski búnar að borða? — Nei, ég var í meiri hugaræs- ing en svo, að það flögraði að mér að neyta nokkurs. Þökk fyrir - ég vildi gjaman þiggja kaffi- sopa. Hann tók tösku hennar f vinstri hönd sér og stakk hinni undir handlegg hennar og leiddi hana burt. Þótt hún gæti í rauninni alls ekki áttað sig á þvf, að herra Sell hafði sópað burt erfiðleikunum — svo ótrúlegt var það, jafnskjótt og þetta hafði gerzt, — og að þetta væri ærið umhugsunarefni, var það þó hamingjutilfínningin f hug henn ar, sem var öllu ofar. Herra Sell hafði einkennileg, dularfull áhrif á hana. Margar byggingar, sem Linda leit nú augum, voru byggðar eftir styrjöldina, nýtízkulegar en kulda- legar, eins og byggingar eru oft, en henni varð ekki lengi starsýnt Þvf stærri sem þeir eru því skjótar svæfa deyfiskotin þá. For taginn var sniðugur að láta mig hætta við að drepa hann .. . með kúlu. Óvinur, sem hefur valdið okkur svo miklum vandræðum á skilið langa .. . pyntingu. Höfuð stöðvarnar eru að kalla á foringj ann í talstöðina Benito. Það er betra fyrir þig að fara til tal- stöðvarinnar svo þú látir hann ekki bíða. 15 á húsin, þar eð hún veitti fólkinu þeini mun meiri athygli. Svipur fólksins, ýfirbragð var allt annað hér en f Vestur-Berlín. 1 Vestur- Berh'n voru mén'n gfaðir, það voru glampar vonar og lífsgleði í aug- um fólks þar, en ekki hér. Hér voru allir alvarlegir, raunamæddir, bugaðir. Margir virtust vera að flýta sér, eins og þeir þyrftu að skunda eitthvað, ákaflega dul- arfullir á svip. Og þessu líkt var andrúmsloftið í litlu kaffistofunni. Sell bað um kaffi, egg, flesk og ristað brauð. Hann horfði á hana sama heillandi augnaráðinu: — Það er sjálfsagt margt, sem þér getið sagt mér, ungfrú Red- fern — eða ætti ég kannski held- ur að kalla yður ungfrú O’Farrel? ÆUGLÝSING I VÍSI eykur viðskiptin KÓPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karisdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVÍK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanii er að ræða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.