Vísir - 19.07.1965, Side 8

Vísir - 19.07.1965, Side 8
 VISIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VISIK Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe! Thorsteinson Kréttastiórar: Jónas KristjánssoD Þorsteinn O. Thorarenser Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla IngólfsstræM 3 Áskriftargjald er 80 Ki á mánuði f lausasölu 7 kr eint. — Simi 11660 i£. linur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f BciiniiJHWHMiii mmttmgmmmmmmammimaam V eröból guófreskjan IJndarleg er sú kenning stjórnarrndstæðinga, sem einkum kommúnistar hafa haldið fram fyrr og síðar, að stórfelldar kauphækkanir, eins og hér eiga sér stað æ ofan í æ, þurfi ekki að hafa Cthrif á verðlagið. Það er þó augljós staðreynd, að launahækkanir hafa bein áhrif á kostnað við ýmiss kouir framleiðslu og þjónustu í landinu. Það er einmitt þetta, sem hefur verið að magna verðbólguna undaniarinn aldarfjórð- ung, og engri ríkisstjórn hefur tekizt að stöðva þá þróun til frambúðar, hvað þá heldur að snúa við. Það er rétt ,að verðbólgan er að mestu leyti heima- tilbúið vandamál. Núverandi forsætisráðherra hefur oftar en einu sinni rætt það mál af fullum skilningi og sanngirni og sagt, eins og rétt er, að allir stjórn- málaflokkar eiga þarna sök, mismunandi mikla, en allir nokkra. Hvenær skyldu núverandi stjórnarand- stæðingar sýna þann manndóm og drengskap að játa. að þeir hafi átt og eigi þar nokkurn Þó eröþaö staðreynd, að engin stjórnarandstaða Æefur iagt sig:;:_ eins fram um að reyna að gera allar viturlegar ráð- stafanir til stöðvunar verðbólgunnar að engu og ein- mitt þessi. Einar Olgeirsson mun nú vera „afleysari“ við leið- araskrif Þjóðviljans og er í kasti, rétt einu sinni! Hann ræðst með offorsi gegn borgarráðí Reykjavík- ur fyrir nokkra óhjákvæmilega hækkun á heitu vatm og fargjöldum strætisvagna; og hann talar um „verð- bólgusókn skuldakónganna“ og þar fram eftir göt- unum, og hann talar um „nátttröll í atvinnurekenda- herbúðum“ — veður sem sagt úr einu í annað, eins og hans er vandi, og því er erfitt að finna nokkurn botn í vaðli hans. Hefðu stjórnarandstæðingar sýnt þá þjóðhollustu að fallast í meginatriðum á nauðsyn þeirrar stefnu- breytingar, sem gerð var þegar viðreisnarstjórnin kom til valda, væri nú búið að stöðva verðbólguna. Þeirra sök er því þung og löngu kominn tími til að þeir játi, að þeir hafi ekki farið rétt að í öllum grein- um. Engin ríkisstjórn er þess megnug að vinna það verk ein með stuðningsflokkum sínum, a. m. k. ekki eins og flokkaskiptingin er nú hér á landi. Öll þjóð- in verður að skilja, að endalaust verður ekki haldið áfram á verðbólgubrautinni, að hið eilífa kapphlaup og metingur milli stétta og starfshópa um kaupgjald- ið verður að hætta. Allir stjórnarflokkar þurfa að taka höndum saman um að sigrast á ófreskjunni, fyrr verður hún ekki lögð að velli. Það er nóg eftir til að rífast um fyrir því. Stjórnarandstæðingar vita ofur vel, að viðreisn- arstefnan var eina færa leiðin út úr þeim ógöngum. sem þióðin var komin í, þegar vinstri stjórnin vah úr sessi. Og þeir vita það líka, að hvaða ríkisstjórri sem við kynni að taka af þessari, yrði að velja mjög líka leið, ef allt ætti ekki að komast aftur í sama óefni og 1958. VÍSIR . Laugardagur 17. júlí 1065. KASAFNIÐ iT I '•< 'V>, Sjz TURNINUM í bréfi mínu í Vísi 1. júlí andmælti ég harðlega þeirri fyr irætlan að koma bókasafni Þor steins he'itins sýslumanns, sem góðu heilli hefir verið keypt til Skálholts, fyrir í turni Skál- holtsk’irkju ,,hvort heldur í einu eða tveim turnherbergjum“ eins og það var orðað í blaðafregn. í Vísi 6. júlí komu fram at- hugasemdir við ummæli mín um þetta mál, að því er virðist stílsettar af ritstjórn blaðsins, en framsettar eftir beiðni bisk upsins yfir íslandi og sam- kvæmt upplýsingum biskups. Hið fyrsta í athugasemdun- um hljóðar svo: „Segir biskup það mikla fjar stæðu að bókasafn Skálholts komist ekki fyrir í turni kirkj- jafnvel svo að nem'i nokkrum hundruðum binda á ári. Án þess að svo verði eru bókasafns- kaupin og bókasafnsmálið allt vafasamur hlutur. Eiga h'inar nýju bækur einnig að urðast í turninum, þannig að þær verði ekki teknar í notkun fyrr en bókhlaðan er komin eftir 10- 12-15 ár? Og fer þá ekki að þrengjast í turninum? Þannig ber allt að sama brunni: Geymsla Þorsteinssafns í kirkju turninum í Skálholti er neyðar ráð og óhæfa, og svo vel vill til að það er óþarft neyðarráð. Sönnun fyrir því kemur fram í athugasemdunum í Vísi 6. júlí þótt óbeint sé. Sú missögn mín að Skálholt sé enn útkirkja er leiðrétt í athugasemdinni, „sóknarprestur inn situr á staðnum", og íbúð hans er í Biskupsstofu. „Þá er í því húsi mötuneyti vegna vinnu á staðnum og er það hús þar með gernýtt og ekki neitt rúm unnar. rnu Þessi - ummæliamsiíðastV mér .anþar ■ fyrir': bókasafn. sem. þetta 'fin.vera' alveg út t, hÖtt/semifSÍTéri i.Enðiégnáytfði.ibfiUfclA-i Biskups hugasemd við bréf mitt 1. júlí. stofu til geymslu bókasafnsins. Ekki minntist ég einu orði á það að bókasafnið kæmist ekki fyrir í turni Skálholtskirkju, hefi alls ekki heyrt neinn minn ast á þá hlið málsins. Hitt dró ég mjög í efa, og geri enn að þar sé „hin prýðilegasta geymsla í hvívetna", en sú full yrðing er endurtekin í athuga- semdunum 6. júlí, þá er þetta orðin „hin ákjósanlegasta (geymsla) á allan hátt“, í þessu sambandi er upplýst „safnið verður ekki tekið í notk un fyrr komin er bókhlaða og bókavörður á staðinn, og það verður ekki hægt fyrr en starf semin í Skálholti er orðinn fjöl- þættari en nú er“. — Svo er það. Þetta hefur heyrzt fyrr, að byggja eigi sérstaka bókahlöðu fyrir safnið, og svo þarf auð- vitað að byggja yfir bókavörð- inn. Hér er hátt reist. Væri ekki hægt að hugsa sér minna og viðráðanlegra, t. d. húsa kynni fyrir bókasafn staðar'ins í væntanlegri — fyrstu — skóla byggingu, jafnvel þótt sérstök bókahlaða og (sérstakur) bóka- vörður sé framtíðartakmarkið. Með þvl móti væri senn'ilega hægt að flýta nokkuð fyrir því að hægt verði að taka safnið í notkun. Það er sannarlega ekki álit- legt sem seg'ir berum orðum í athugasemdunum um þá hluti, verður ekki að gera ráð fyrir svo sem 10-15 árabið? Má ekkí búast við að það taki þann tíma að gera starfsem'ina í Skálholti verulega fjölþættari og að byggja bókahlöðu vegna þeirrar fjölþættu starfsemi. Á bókasafnið að hírast í turninum allan þarin tíma — ónotað? Minna en 10 ára tími getur það varla orðið þótt hugsað sé með bjartsýni ti! framgangs málefna Skálholtsstaðar Og í því sambandi kemur annað til. Árlega hljóta bókasafni Skál- holts að bætast nýjar bækur, Þessi upplýsing um mötuneytið í Biskupsstofu í sambýli við sóknarprestinn er tilefni þess að ég skrifa nú á ný bréf um þetta bókasafns-turnmál, ann- ars hefði ég þagað yfir athuga semdunum. Þessi upplýsing sr alveg stór furðuleg. Hver ræbur og stjórn ar slíkum aðgerðum? Hið dýr mæta húsrúm í Biskupsstofu tekið undir mötuneyti vegna vinnu á staðnum, í samráði við sóknarprestinn. Ekki svo að skilja að ég telji presti vansa að verkamönnum í húsinu, fjarri því, en hér kemur annað og meira til. Þeir sem líta með nokkurri bjartsýni til Skálholts og framtíðarstarfsemi á staðn um hljóta að gera sér ljóst að þar verður unnið margt að bygg ingum og öðrum verkefnum á komandi árum. Er vart of í lagt þótt gert sé ráð fyrir svo að segja þrotlausri byggingarvinnu í Skálholti 12—15 næstu árin, og jafnvel lengur. Liggur því í augum uppi að vandaður mötu neytis og verkamannaskáli er hið fyrsta sem byggja verður á staðnum, og það án tafar. Þetta er svo einfalt og augljóst að það er sönn hörmung að þurfa að benda á slíkt — þeim aðilum sem komið hafa fyrir mötuneyti í Biskupsstofu, illu heilli. Var ekkj einfalt mál að byggja skála fyrir mötuneytið nú þegar í sumar, losa Biskupsstofu við það og hleypa bókasafninu þar inn. Láta það vera í Biskups- stofu í sambýli við sóknarprest inn og í forsjá hans. Vart er hugsanlegt annað en að bókasafnið myndi rúmast allvel í því húsrúmi sem mötu neytið hefir nú til umráða, og ef til vill með því að þrengja eitt hvað að prestinum, sem raun verulega hefur staðfestu á tveim stöðum. Vær þá vonandi f „bígerð“ að setja upp gler- vegg innan við dymar á her- hægt að búa þann veg að hinu dýrmætasta úr safninu að það væri aðgengilegt í umsjá prests þótt ekki væri hægt að segja að safnið væri „tekið í notkun". Þess er að minnast, að ekki er svo mjög langt sfðan Þorsteinn sýslumaður geymdi safnið f einu herbergi í fbúðarhúsi sínu í Búðardal, og geymdi það þó þannig, að það var allvel að- gengilegt til skoðunar. Einnig mætti létta á bókasafnsgeymsl unni f Biskupsstofu með þvf að geyma tímarit og annað sem ekki vekur neinn fágætisáhuga og lítil þörf er á að geta komizt að fyrirvaralaust, uppi í tumi kirkjunnar. Þannig gæti málið verið leyst, að minnsta kosti nokkur ár fram í tímann. Ég nefndi að presturinn í Skálholti hefði staðfestu á tveimur stöðum, og kem ég þá að missögn minni, lítt fyrirgef anlegri, um að í Skálholt væri ennþá útkirkja. Sannleikurinn er að presturinn situr í Skál- holti svo sem vera ber. En þó er sá sannleikur dálítið skrýtinn og ekkj alveg krókalaus. Upp- lýst er í athugasemdunum í Vísi 6. júlí að presturinn búi í Biskupsstofu í Skálholti (því þetta Biskupsstofunafn á húsi sem sóknarprestur býr í og sem einnig hýsir mötuneyti verka manna?). En presturinn býr lfka á Torfastöðum, situr þá jörð sem bújörð og prestssetur. Þar var prestssetrið, meðan Skál holt var ekki annað en útkirkja. Má því segja að hann sé með sinn fótinn á hvorum stað Skál holti og Torfastöðum. Á Torfa stöðum hefir hann útbú og sel stöðu frá þurrabúð sinni I Biskupsstofu í Skálholti. Er þetta sagt presti fremur til lofs en lasts, og meta skal ég hon- um það til manndóms og dáða ef honum verður dvalasamt við búskapinn, grasið og búpening- inn á Torfastöðum, og þannig frátafasamt pokkuð frá Biskups stofunni. Enn villir það ókunnugurr sýn yfir búsetumálið, að presf urinn á Mosfelli í Grímsnes býr sem leigutaki f fbúðarhús- inu — prestshúsinu — á Torfr stöðum í Biskupstungum. Þanr ig skýrir greinagóður maður vel kunnugur þar eystra, mé) frá að þessu sé háttað. Skal nú vera útrætt um þettí bókasafnsmál frá minni hendi Ég skil þann einfalda sann leika, að okkur almúgamönnun kemur þetta bara ekkert við forsjármenn Skálholts ■ hafa „völdin og bílana" og setj; bókasafnið í turninn hvað sen hver segir, og fróðlegt er hii nýjasta í því sambandi. Maðu sem hefir á sérstæðan hátt haf dálítið með Þorsteinssafn ai gera, og nýlega hefir verið Framh á bls. 6. WA-’BJ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.