Vísir - 19.07.1965, Síða 6

Vísir - 19.07.1965, Síða 6
VlSIR . Mánudagur 19. júlí 1965. Brejshnev reynir að hindra aukin tengsl Rúmena við vestræn lönd — Engir rnuðir fúnur i Búknrest og engnr forsprokkamyndir Rússar hafa sent mjög fjöl- menna sendinefnd á fjórða Landsfund Kommúnistaflokks Rúmeníu, sem settur verður í Búkarest í dag, en formaður hennar er Brezhnev aðalleiðtogi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, en sovétstjórnin er sögð hafa mjög sterkan áhuga á að að stöðva þá þróun, sem í vax andi mæli vart í löndum Austur Evrópu, að auka tengslin við vestræn lönd, og er sú þróun öflugust í Rúmeníu og Búlgar- íu, og að margra áliti svo sterk orðin, að hún verði ekki stöðv uð. Þegar sovézka nefndin kom til Bukarest á laugardag blöktu þar hvergi rauðir fánar, sem ávallt hafa blakt á öllum lands fundum kommúnistaflokka aust an tjalds, né sáust þar neinar stórar forsprakkamyndir sem á vallt hafa sézt á Rauða torginu í Moskvu og hvarvetna í höfuð borgum fylgiríkjanna við „hátíð leg tækifæri". Og íbúar Bukarest virðast hugsa meira um það að nota Brezhnev — engir rauðir fánar blöktu við.komu hans til Buk- arest. „sjóinn og sólskinið“ en að fjöl menna við komu nefndarinnar frá Moskvu og við komu ann- arra sendinefnda og hvergi heyrðust leiknir kommúnistisk- ir baráttusöngvar en á bað- ströndum og víða annars staðar hljómnðu dægurlögin, og þeirra tfðast DOWN MEXICO WAY, vinsælt dægurlag frá tíma síð- ari heimsstyrjaldar. Þess gætti mjög í blöðumS í Rúmeníu að gera sendinefnd-S um Sovétríkjanna og Kína jafnf hátt undir höfði. Jafnlangar fréttir eru birtar um þær og myndimar sem fréttunum fylgja em nákvæmlega jafn- margar og sömu stærðar. arinnar lýkur í dag I dag lýkur störfum Norrænu menningarmálanefndarinnar, er kom saman í Alþingishúsinu sl. laugardag. Þar starfa þrjár deildir, sú fyrsta um fræðslu og menningarmál varð andi háskólastig, önnur um al- menn skólamál og sú þriðja um Skdlholt — Framhald -I bl* 1. stemningu. Ræðu flutti Jóhann Hánnesson skólameistari á Laugar vatni og talaði m.a. um óvin kirkju og trúar, efnishyggjuna. Ávarp flutti Magnús Víglundsson ræðis- maður. Kl. 5 sfðdegis var guðsþjón usta á ný. Séra Sigurður Pálsson prófastur á Selfossi predikaði og þjónaði fyrir altari. Hátíðinni lauk kl. 9 í gærkveldi með þvi, að síra Guðmundur Óli Ólafsson, prestur í Skálholti, flutti kvöldbæn. Susanna — Framh. af bls. 1: og haft vel undan. Að auki voru til vara 2 10 tommu dælur, ein 3 tommu og 2 tveggja tommu, en sú sem notuð var er 6 tommu dæla. Susanna Reith er 6 ára gam- alt skip og virðist vera hið bezta, en er að vonum heldur óhrjálegt eftir langan og strang an vetur á strandstaðnum við Raufarhöfn. mál er varða listir og alþýðu- menntun. Formaður Norrænu menningar- málanefndarinnar er K. Hellveg Petersen, fyrrum menntamálaráð- herra Dana. Fulltrúar eru frá sex til níu frá hverju hinna norrænu landa, utan Færeyja, og eru fundir nefndarinnar haldnir að mestu ár lega, eða eftir þvf sem tilefni gefst til. í fyrstu deildinni hafa verið m. a. til umræðu kannanir á nýjum leiðum til samstarfs á vísindasvið- inu og ennfremur le'iðir. til að styrkja samband íslendinga og Finna Við hin Norðurlöndin. Önn- ur deild hefur haft til umræðu ýms fræðslumál, og í þriðju deild- inni hefur m.a. verið rætt um hugs j anlega styrki til handa gagnrýn- endum, til að ferðast um meðal landanna og kynna sér listir. Auk þess hefur þar komið til umræðu samvinna á sviði sjónvarpsmála. Sólfaxi — ihaltí at bls. I. íbúar á eynni eru sárafáir. Nokkrir kofar eru á flugvellin um, en á eynn'i er ekkert þorp, heldur aðeins nokkur lítil bændabýli, víða torfkofar, eins og tíðkaðist á Islandi á liðinrii öld. Ibúarnir eru afar einangr- aðir, tala ekki ensku heldur Gel ísku, sem er e’in grein Keltnesk unnar. Var áhöfn og hinum mörgu farþegum sérlega vel tekið f eynni, enda ekki mikið um gestakomur, allra sízt að áætlunarflugvél prúðbúinna he'imsborgara trufli kyrrðina þar. Einar Helgason, stöðvarstjóri Flugfélagsins á Reykjavíkur- flugvelli sagði í morgun að hér hefði flugstjóri aðe'ins verið að fylgja ströngustu varúðar- reglum og engin hætta hafi ver ið á ferðum. Vestmannaeyjar — Framh. af bls. 16 er sett blýræma í plastið til að þyngja það niður. Þó gat komi á leiðslur mun ekki vera mikl um vandkvæðum háð að bæta það, þar sem ekki þarf annað en að dæla lofti í hana svo að j hún fljóti upp. Leiðslan verður lögð upp á Landeyjarsand vestan Markar- fljóts og þess freistað að bora þar eftir vatni. Þar er vatn nóg en ekki fullvíst hvort það er nógu .hreint. Ef ékki tekst að fá vatn þar, verður að leggja leiðslu austur yfir Markarfljót sennilega yfir brúna, en undir Eyjafjöllum er óþrjótandi vatn. Þjófisr — Framh. af bls 16 hann snaraðist í jakka og fór í Iand. Þegar hanri kom upp á bryggju veitti hann því athygli, að hann var ekki í réttum jakka og við nán ari athugun fann hann veski með 9200 kr. L Greip maðurinn þá tækifærið og fékk sér þama 9200 kr. vaxtalaust „lán“ og gekk létt- ur í sporí frá höfninni. 1 gær fékk hann svo heimsókn frá rannsókn- arlögreglunni og við yfirheyrslu viðurkenndi hann að hafa tekið peningana, en sagðist aðeins hafa ætlað að fá þá að láni í stuttan tíma. Skólamót Framhald af bls. 16. löndum sínum. Aðalviðfangsefni mótsins verður „Þróunarstefnur í uppeldis og kennslu á Norðurlöndum" og verða flutt 6 aðalerindi sem fjalla um þessi mál en auk þess 7 styttri erindi og auk þess verða 3 við- ræðufundir og verður einn viðmæl- andi frá hverju Norðurlandanna á þeim. Einn þáttur mótsins verður kvöldvaka þar sem íslenzk menn ing verður kynnt. Lýkur mótinu með athöfn á Þing völlum. Þrjár nefndir vora skipaðar 1 sambandi við undirbúning mótsins undirbúningsnefnd en formaður hennar er Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri, dagskrámefnd, formað ur Magnús Gislason, námsstjóri og gestanefnd, formaður Ingi Kristins son, skólastjóri. Framkvæmdar- stjóri mótsins er Stefán Ólafur Jónsson. Erlendu þátttakendumir skiptast þarmig á Norðurlöndin: frá Finn landi koma 163, Danir verða 208 en auk þeirra verða þrír danskir blaðamenn með í förinni, Norð- menn verða 110, frá Svíþjóð koma 312 þátttakendur og fjórir frá Fær eyjum. Mótsgestir fara nú óðum að streyma að en fyrstur þeirra hópur 65 finnskra skólamanna komu hingað flugleiðis á fimmtudag og héldu þegar til Akureyrar, en þeir munu ferðast um landið þar til mótið hefst. Mótsgestir koma bæði með leiguflugvélum og skipinu Fritz Heckert, en með því koma 370 manns, sem munu búa um borð á meðan á dvöl þeirra stend- ur. Sjá þurfti 400 erlendu gestanna fyrir gistingu meðan á mótinu stendur og reyndist nokkrum erfið leikum bundið að koma þeim fyrir. Leystist þó gistihúsavandamálið með því að 120 þeirra búa f einka húsum f Reykjavík, Kópavogi, Silf urtúni og Hafnarfirði. Hafa erlendu þátttakendumir sýnt mikinn áhuga á því að nota dvölina hér til þess að kynn ast landi og þjóð og hafa þegar látið skrá sig í ýmsar ferðir, sem verða famar út um landið og um Reykjavfk. N Hafa 300 látið skrá sig í kynnisferð um Reykjavfk, 100 f ferð til Akureyrar 470 f ferð um Suðurland m.a. verður farið f þeirri ferð til Skálholts, að Gull- fossi og Geysi, og margfalt fleiri sótzt eft'ir að fara til Grænl. en komast en um 40 þátttakendanna fara þangað. Þátttaka í fleiri ferð ir er einnig mjög góð. Era ferðim ar á vegum Ferðaskrifstofu ríkis ins. Surtseyjareréf — Framh. af bls. 8 Skálholti í þvf sambandi segir mér að til hafi komið og muni bergi því í turninum þar sem aðall safnsins verður staðsett- ur. Svo á „pupullinn" að fá að líta inn í fyrirheitna landið standandi í dyrunum og gón- andi gegnum glerið — gegn gjaldi. — Það er ekki öll vit- leysan eins. „Háir gerast nú hestar vorir“ sagði maðurinn sem hafði fengið dálítið í koll inn og átti erfitt með að kom- ast á bak. Venjulegir alþýðu- menn skilja auðvitað ekki þessi Skálholtsmál ,og koma þau sem sagt ekkert við, nema ef það væri að hjálpa til lftillega að öngla saman einhverjum aurum til styrktar fyrirtækinu. Austmaður. Tösku-útsala Útsala á alls konar töskum hófst í morgun. Mikið úrval í dag. TÖSKUBÚÐIN Laugavegi 73. Þökkum ynnilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför JOHN LINDSAY heildsala. Sigurborg Lindsay. Anne Helen Lindsay, Arnheiður og John Ólafur Lindsay. ícvwmmr i .v ■ m.-smaag- esBSmmBmexmaaemammasotœm

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.