Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 6
6 VI S IR . Fimmtudagur 5. ágúst 1965. Samið — Framhajd -t bls 1. vikur, að síldarverksmiðjur í Eyjum hafa ekki getað tekið á móti síld og sigldi flotinn um tíma með aflann til Reykjavík- ur og Faxaflóahafna. Síðasti samningafundur um málið hófst á miðvikudagsmorg un kl .10,30 og var nú haldinn í Vestmannaeyjum. Höfðu sátta semjari Torfi Hjartarson og full trúar Vinnuveitendasambands og Alþýðusambands Islands þeir Barði Friðriksson og Snorri Jónsson þá komið fljúg- andi til Eyja. Fundinn sátu auk þeirra þessir menn. Frá Verka- lýðsfélagi Vestmannaeyja: Engil bert Jónsson, Hermann Jónsson og Ásgeir Benediktsson. Frá Verkakvennafélaginu Snót Guð munda Gunnarsdóttir og Anna Erlendsdóttir. Þá voru þar frá Vinnuveitendafélagi Vestmanna eyja þeir Ágúst Matthfasson, Óskar Gíslason, Einar Sigurjóns son, Sighvatur Bjarnason og Þorsteinn Sigurðsson. Fundurinn stóð allan daginn og fram á nótt þegar samkomu lag náðist á þriðja tímanum. Samið var um sömu kjör og fólust í Dagsbrúnarsamningun- um, en lítilsháttar breytingar aðrar sem stafa af séraðstæðum í Eyjum m.a. verður leyft að vinna eftir hádegi á laugardög- um við að hreinsa tæki i frysti húsum o.s.frv. Höfnin — Frh af bls. 16: hefur komið að loka einhverjum af þessum götum alveg, en endanleg ákvörðun um það hef ur ekki verið tekin. Ferðafélag Islands Ferðafélag Islands ráðgerir eft- irtaldar ferðir um næstu helgi: 1. Hvítárnes-Karlsdráttur. Farið kl. 20á föstudagskvöld, gist í Hvít árnesi og farið inn I Karlsdrátt á laugardag. Á laugardag kl. 14 hefjast 4 ferð ir: 2 Hringferð um Borgarfjörð. Ekið um Þingvöll, Kaldadal, Húsafells skóg og gist þar í tjöldum. Á i sunnudag er farið um Hvítársíð! una í Borgarnes um Dragháls ogj fyrir Hvalfjörð til Reykjavíkur. ; 3. Þórsmörk. 4. Landmannalaugar 5. Hveravellir og Kerlingarfjöll. 6. Á sunnudag er gönguferð á Botnssúlur. Farið frá Austurvelli kl. 9.30. Upplýsingar og farmiðasala er á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3, Símar 11789 og 19533. Ferðafélag Islands ráðgerir eftir- taldar sumarleyfisferðir í ágúst: 10. ág. er 6 daga ferð um Laka- gfga og Landmannaleið. Ekið austur að Kirkjubæjarklaustri, um Síðuheiðar að eldstöðvun- um. Síðan farin Landmannaleið um Eldgjá Jökuldali, Kýlinga og I Landmannalaugar. 18. ág. er 4 daga ferð um Vatns- nes og Skaga. 18. ág. er 4 daga ferð til Veiði- vatna. Allar nánari uppl. eru veittar á skrifstofu félagsins Öldugötu 3. Símar 11798 og 19533. ÍWrrhm p >r«nlsml6Ja & gúmmlstlmplagerö Elnhoitl X - Slral 20940 Eins og kunnugt er af frétt- um hefur all-mikið verið um slys í Reykjavíkurhöfn á undan förnum árum og óþarfa um- ferð um hafnarsvæðið hefur færzt í aukanna. Með lokun hafnarinnar má koma í veg fyr ir þetta að miklu leyti. Ráðgert er að hafa opið hlið í Pósthús stræti um nætur og verða þar lögregluþjónar og tollgæzlu- menn til eftirlits. „Við höfum séð uppdrátt af þessari fyrirhuguðu lokun og fögnum þessari ákvörðun Hafn arstjórnarinnar", sagði Unn- steinn Beck, tollgæzlustjóri í stuttu viðtali við Vísi í morgun. Þessi lokun hefur þá þýðingu fjTir okkur, sagði Unnsteinn, að allt eftirlit með mannaferðum úr skipum, eftir að höfnin á að vera lokuð er mun auðveldari. Gera má fastlega ráð fyrir að tollvakt verði I því hliði eða hliðum sem opin verða á næt- urnar. Einnig er það mikil bót að fá þessi hlið því að reikna má með að öll óþarfa umferð að degi til minnki mik ið, svo þó að hliðin séu opin, sagði Unnsteinn. Öryggi — Frh af bls. 16: aður sá, sem Ingólfur vann að því að setja upp hafi nýlega bjargað Douglas DC-3 flugvél frá varnar liðinu, þar sem hún var að villast. Flugturninn í Reykjavík náði sam- bandi við vél'ina og leiðbeindi henni til lendingar. Ingólfur er starfsmaður íslenzku flugmálastjórnarinnar og hefur haft bækistöð sína í Nauthólsvík I gamla flugvallarhótelinu (Hotel Ritz) þar sem hann hefur unnið að fjarskiptastöðvum og radio- stefnuvitum. Snarnæði — Framhald af bls. 16. aðeins búinn að vera í sjónum stutta stund. Litli drengurinn var með litlum i dreng, sem gætti hans, og hafði hann ekið kerrunni niður á bryggju | Þar gerðist það, að litli drengur- inn skreið upp úr kerrupokanum og steypti sér út úr kerrunni og beint 1 sjóinn. Þióðhátíðin — | Framh f?f bls 16 ' Svæðið er býsna skrautlegt, i þar er stórt og mikið vfkinga-1 sfcip sem verður flóðlýst, le'ik- j svið fyrir botni dalsins, þar i sem áhorfendur raða sér í hring í uppi í hlíðinn'i, rétt eins og í; grískum harmleik. í dalnum erj búið að merkja göturnar, þar; sem tjöldin standa — þær heita i ýmsum nöfnum, svo sem Týs-1 gata, Þórsgata og Veltusund. Ástæðan til síðustu nafngiftar- innar er sú, að Veltusund stendur í halla og tjöldin eru aðeins öðrum megin við götuna. ; Og þegar góðglaðir menn koma j heim eru þeir stundum það valtir á fótum að þe'ir velta inn í tjöldin. I gærkvöldi voru trésmiðir að leggja síðustu hönd á hljómsveitarpallinn þar sem Svavar Gests og félagar hafa í hyggju að halda uppi fjöri og nokkru utar var búið að reisa Rondo-tríóinu svipaðan pall fyr- ir gömlu dansana. Þarna mátti sjá herbúðir skáta sem starf- rækja hjálparsveit. læknaþjón- ustu og munavörzlu, sem er nýj j ung. Fréttamaður Vís'is er var á | ferð í Vestmannaeyjum í gærí hafði tal af Hermanni Einars-1 syni, formanni undirbúnings- nefndar knattspymufélagsins Týs, er sér um hátíðina að þessu s'inni. ' j — Það hafa aldrei skapazt nein vandræði vegna drykkju héma. sagði Hermann, — það sést varla einkennisklæddur lög regluþjónn allan þann tírna sem hátíðin stendur yfir. Þó að á- fengisneyzla sé ekk'i bönnuð vita þeir sem sækja hátíðina ár , eftir ár hversu langt þeir mega I ganga, svo þeir verði ekki j sjálfum sér til skammar og öðr um til ama. — Hvert er viðhorf ykkar til þeirra utanbæjarmanna sem sækja hátíðina? — Þeir eru allir hjartanlega velkomn'ir. Allir sem koma hing að til að skemmta sér og haga sér vel eru teknir sem heima- menn. Klukkan tvö í dag flykkjast eyjaskéggjar inn i Herjólfsdal til að slá upp tjöldum sínum og í dag hófst fyrir alvöru straum- ur aðkomumanna. Flugfélagið heldur uppi loftbrú til Eyja og ferðir verða svo tíðar að eng- inn ætti að þurfa að vera í vandræðum. Enda tekur það lít ið lengri tlma að fljúga til Eyja en að fara einn hring með Voga strætisvagninum. Þegar í gær ’ flugu fimm vélar þangað sneisa fullar af fólki og í dag verður allur vélakostur félagsins gjör- nýttur. Syrtlingur er í ham og upplagt fyrir þá sem enn hafa ekki séð hafgosið fyrir sunnan Vestmannaeyjar að sjá það úr flugvél. Jakob — -<•1310 at b!s t mánuði seinna á ferðinni en f fyrra. Þetta er sem sagt allt í rétta átt, en spurningin er þó hver j áhrif skilyrði hafa á, hve lengi hún verður á þessum slóðum, en sjór er nú eðlilega hlýr orð inn á yfirborðinu, en undir er þessi ískaldi sjór sem oft hefur | verður minnzt á. Fyrir austan þennan kalda! straum, um 240 mílur ANA frá j Langanesi fékk einn bátur á- j gætan afla fyrir nokkru, en ! fleiri bátar reyndu ekki þar j vegna þess að síldin fór að veið j ast nær eða 130—150 mílur frá j landi. Jakob kvað veðurskilyrði hafa verið góð á miðunum. Nú væri þar SA gola. Víðsýnf — Framh. af bls. 4 fá einhverja góða vatnamenn og vatnahesta á innstu bæjum í Fljótshlíð. Ferðin skyldi að jafnaði aðeins taka einn dag og má þá geta nærri að við- staðan var ekki löng, oftast aðeins áð í Húsadal til að fá sér bita. En nú er öldin önnirr. Nú gefst ferðamönnum yfirleitt betra næði og tfmi til að skoða sig um í Þórsmörkinni, enda þarf til þess svo að vel sé eina viku og er þó sagt að aldrei verði Mörkin fullskoðuð. y^uðveldasta leiðin þangað inn úr er með Ferðafélag- inu sem hefur vikulegar ferðir þangað og miðstöð ferðalag- anna verður Skagfjörðsskáli þess. Hann stendur í unaðsleg- um grasivöxnum dal, sem kall- ast Langidalur og framhjá hon- um rennur tær bæjarlækur. Þar réði húsum til skamms tíma sem eftirlitsmaður skáldið Jó- hannes úr Kötlum en síðustu tvö ár er eftirlitsmaðurinn Jón Böðvarsson. Hann lýsti fyrir mér aðbúð á Þórsmörkinni, í | húsinu gætu hæglega komizt fyrir um 60—70 manns en það væri nokkuð þröngt þegar þar gistu 100. Kvað Jón mjög á- nægjulegt og rólegt að búa £ Skagfjörðsskála, gestir væru þar allt sumarið. Verzlunar- mannahelgin væri eini óeðlilegi og þreytandi dagur sumarsins, því að þá væri ösin alltof mik- il og úti sá heiðafriður sem þar ríkti. Þó ríkti kyrrð og friður við skálann hans £ sam- anburði við lætin I Húsadal. 'C'rá skálanum gefst kostur margra ferða. Þar ber fyrst að telja gönguferð inn með Krossá austur á bóginn £ áttina inn á Goðaland og ræð- ur hver um sig hve langt hann vill fara, margir fara aðeins inn í Stóraenda, aðrir alla leið inn að Búðarhamri. Þetta svæði geymir furðulegasta landslag Þórsmerkurinnar, þegar farið er inn með hlíðinni opnast stöð- ugt nýjar og nýjar gjár og margar þeirra dalkvosir með skóglendi £. Hamrarnir taka á sig alls konar furðumyndir og fyrir ofan þá ber við himin furðulegt typpótt og toppótt fjallaland. Hinum megin Kross- áraura blasa við stórbrotnir hamrar norðurhllða Eyjafjalla- jökuls og skuggarnir undir sól að sjá marka þá koldökku á- hrifamiklu svipmóti. önnur leið er að fara yfir í Húsadal og þaðan í Hamra- skóga. Þá er stefnt norður á bóginn, þar virðist yfir fjall- lendi að fara, en Langidalurinn teygist í gegnum hliðarnar f mörgum bugöum og myndar eins konar grasivaxið fjalla- skarð í gegnum móbergsvegg- inn. Tjriðja leiðln, sem Jón Böðv- arsson vfsaði okkur að fara, var að klífa Valahnúk, en bezta leiðin upp á hann er einmitt frá Skagfjörðsskála og sfðan að norðaustanverðu upp hliðarnar. En að sunnanverðu er ófært, þar eru ókleifir þrft- ugir hamrar og fjöldi berg- standa sem minna á tröll. Valahnúk kalla menn þama bæjarfell Þórsmerkur. Hann er eitthvað mitt á milli 400 og 500 metrar á hæð, en fjallgang- an mjög auðveld. í hlíðupum skiptist á margs konar lands- lag og gróðurbelti. Og þar má lesa þá hörðu lífsbaráttu sem gróðurinn verður að heyja á slfkum stað. Undirhlíðar hans eru víða gróðurlitlar, moldarflákar og börð sem em að blása upp. Hér sjást um- merki uppbiástursins og nóg er af sandinum allt í kring af aur- um og eyrum til að vinna sitt eyðandi sverfingarstríð. Ofan á það hefur bætzt að í Heklugos- inu 1947 gekk vikur og ösku- strókurinn f stríðum straumi þvert yfir Þórsmörkina og má sjá leifar þessa vikurregns hvarvetna í hliðunum. |7n eftir þvf sem ofar dregur verður fjallið grösugra og áberandi verða mörg haga- blóm eins og ljónslöpp, mura Og jafnvel maríustakkur. Við förum að nálgast toppinn. Hann er þakinn grasi, hlíðin í þýfðum þrepum svo að það myndar eins konar tröppur sem hafa verið lagðar þarna fyrir háttvirt ferðafólk og rétt þegar síðasta bunga toppsins er að setja niður birtist hin glæsilega sýn upp yfir hana til suðurs, hátt yfir sveit og höfði björtu svalar, sjálfur konungur fjallanna Eyjafjallajökull. Að vfsu dregur það óneitan-1 lega úr sigurgleði fjallgöngu-1 fólksins, að þarna uppi á toppn um skuli verða fyrir því gaddavírsgirðing. Ekki veit ég hvað hún á að verja eða úr hverri átt hin fjórfætta hætta steðjar. En hitt er víst, að þessi heimskulega girðing á fjallstindinum er hrein móðgun við íslenzka fjallgöngumenn. Hugsið ykkur til samanburðar þá svívirðu ef það fyrsta sem fyrstu fjallgöngumennirnir á Mount Everest sáu á tindinum hefði verið fjárgirðing. lVú, setjum fjöður yfir girð- inguna og njótum útsýnis- ins í allar áttir, suður yfir Eyjafjallajökul, inn til Goða- lands með sínum hrikalegu skriðjöklum, norður yfir Mark- arfljót, Einhyrning, Torfajökul og Tindafjallajökul og út yfir Markarfljótsaura með Dímon í minni dalsins. Og í nærsýn yfir allar dásemdir Þórsmerkur, Húsadalurinn liggur fyrlr fót- um manns og til hinnar handar hina stórbrotnu kletta í suður- hlíð Valahnúks. Fáir munu þeir útsýnisstað- ir á fslandi sem geta boðið ferðafólki svo hrífandi mynd. Þ. Th. Prinsessa — Framh at ols 7 að beygja sig. Konungsfjölskyld an stóð öll með henni og Júlíana móðir hennar bað um samþykki þings og ríkisstjórnar fyrlr ráða hagnum. Þau stóðu öll saman óhvikul eins og ldettur, <x nú varð Claus von Ams- berg að gangast undir þungt próf. Fyrir 10 til 15 árum hafði hapn farið að starfa sem ný- græðingur í þýzka utanríkisráðu neytinu. Nú varð hann að láta kynna sig fyrir fjölda þing- manna og ráðherra, sem horfðu á hann eins og þeir væru að virða og meta einhvem stór- grip. Og loks varð hann að vinna sigur í stríðinu sem háð var um almenningsálitið, en sum blöðin voru þegar orðin honum þung £ skauti. Klaus greip til þess ráðs að hann fékk að koma fram í hollenzka sjónvarpinu og þar las hann upp smá ræðustúf á hollenzku og hafði þekktur málakennari æft hann í að tala málið. Þetta ráð hreif, ræða hans vakti athygli og vann hylii margra. þar með hafði hann hlotið viðurkenningu, svo að fjötrar fordóma leystust. Þar með er ekki sagt að allri and- úð sé rutt úr vegi. Hann má vissulega gæta sín. En Beatrix krómprinsessa hefur fengið að ráða. Hún hefur sjálf fengið að velja sér eiginmann. Hestaferð — •Hmh af bls. 9. Viil fara aftur „Ég vildi helzt fara strax aftur", sagði yngsti maðurinn í hópnum, Ólafur Haukur aðeins 13 ára gam- all. Hann hafði áður farið lengst í ferð um Hreppana inn í Þjórsár- dal og um Grímsnes'ið. „Þetta var allt eitt ævintýri", sagði hann. Ólaf ur Haukur á hest, sem heitir raun ar Haukur, en hann var ekki með í ferðinni, er norður í Skagafirði um þessar mundir. Næstu daga fer fjölskyldan aft ur í ferðalag. Nú á að sækja hest ana. þar sem þeir eru á Gröf í Hrunamannahreppi. Það verður ekki eins mikið ferðalag og það sem nú er nýlega á enda. Það er samt alltaf gaman af verunni með hestunum. -j-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.