Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 8
V I S I R . Fimmtudagur 5. ágúst 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr. ð mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 llnur) Prentsmiðia Visis - Edda h.f Með 25 til reiðar Uppspuni Tímans Tíminn hefur lagt sig mjög fram við að útbreiða þau ósannindi, að forustumenn Sjálfstæðisflokksins, og þá einkum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra reyni að kenna Gunnari Thoroddsen um greiðslu- hallann 1964. Þetta er tómur uppspuni hjá Tímanum, eins og svo margt annað, enda hefur blaðið ekki get- að tilgreint eitt einasta orð eða setningu eftir forsæt- isráðherra, né úr málgögnum Sjálfstæðisflokksins, þessum ásökunum til stuðnings. Hins vegar eru Tímanum tiltæk ummæli, sem ganga í þveröfuga átt, ef blaðið vildi heldur hafa það sem sannara reyndist. Orsakir greiðsluhallans 1964 hafa verið rækilega ræddar og skýrðar í málgögnum ríkisstjórnarinnar, og ættu því allir, sem nokkurn áhuga hafa á því máli, áð vita hvernig á greiðsluhallanum stóð. Megin- ástæðan var sú, að grípa varð til ráðstafana til þess að draga úr vexti verðbólgunnar. Um þær ráðstaf- anir og nauðsyn þeirra var enginn ágreiningur í ríkis- stjórninni. M.a. varð ekki hjá því komizt ,að auka stórlega niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum, til þess að koma í veg fyrir mikla hækkun þeirra haustið 1964. Hefði þessi hækkun komið beint inn í verðlag- ið, mundi það hafa magnað dýrtíðina gífurlega, og þess vegna reyndist síðar nauðsynlegt að hækka söluskattinn, til þess að unnt yrði að halda þessum niðurgreiðslum áfram. Hér var um nauðsynlegar ráð- stafanir að ræða, sem öll ríkisstjórnin stóð að, og þess vegna er heimskulegt hjá Tímanum að halda^ því fram, að verið sé að reyna að koma þar „sök“ á einn eða annan. Sá einn væri sekur, sem ekki hefði viljað skilja, að hjá þessum aðgerðum varð ekki kom-j izt. Áð til að fá heitan sopa í gjóstrínu. Pétur, Haukur, Þorlákur og Margrét. ★ Það var spengilegur hópur fólks, sem kom akandi til Reykja- víkur fyrir nokkrum dögum á gljáandi Volvo Amazon-bifreið. Lengi í bígerð — Hvernig stendur á því að þið lögðuð i þetta óvenjulega ferða- Bílinn, sem nú til dags er búinn ! iag?, spyrjum við öm að öðlast nafnbótina „þarfasti þjónninn" hjá okkur íslendingum, hafði í mánuð ekki haft stóru hlut verki að gegna hjá þessum úti- tekna hópi fólks, þv£ að baki lágu rúmir 1200 kílómetrar lands, fjöll og firnindi, straumharðar jökulelf ur og trítlandi lækjarsprænur, ör- æfi og torfarið land í misjöfnu veðri, allt farið ríðandi á hestum. ic „Þetta verður okkur ógleyman legt ferðalag“, sagði einn fimm- menninganna, Öm O. Johnson, for stjóri Flugfélags íslands, við blaða mann Vís'is eftir ferðina, en í ferð inni tóku þátt auk hans, kona hans j frú Margrét Johnson, 13 ára son- ur Ólafur Haukur Þorlákur Otte sen, formaður Hestamannafélags- ins Fáks og 16 ára piltur, Pétur Hafstein. „Þetta er eiginlega búið að velt- ast lengi í okkur. Fyrst var ætlunin að fara til Homafjarðar og til baka sömu leið. Þá langaði okkur mjög til að koma norður i Víðidal og þá fannst okkur ekki fráleitt að fara þá leið sem v'ið svo völd um, enda lítið eitt lengri leið, lítið meiri tím'i sem fór í það. Við sjá um sannarlega ekki eftir því að hafa valið hana núna eftir á“. Leiðin Samir við sig Þegar afvopnunarráðstefnan í Genf kom saman aft- ur. eftir 10 mánaða hlé, sem hún gerði á störfum sín um, lýsti formaður sovézku sendinefndarinnar því yfir, að útlit væri fyrir stórstyrjöld í Suð-Austur-Asíu og að Vesturveldin ein bæru þar alla ábyrgð! Af þessari yfirlýsingu er auðsætt að Rússar eru enn við sama heygarðshornið. Er því lítil von um að árangur náist á ráðstefnunni nú fremur en áður. Ekki er sjáanlegt að nokkurt samkomulag náist um eftir- lit mpð kjarnorkutilraunum neðanjarðar. Rússar neita sem fyrr að leyfa slíkt eftirlit í sínu landí. Þeir virð- ast þá samir við sig. í sem styztu máli lá leið ferða langanna þannig um landið: Lagt j var upp frá Apavatn'i í Grímsnesi þar sem hestarnir voru í haglendi. Níu manna hópur lagði upp, en tvenn hjón, Sveinn Sveinsson í I Völundi og kona hans og Bergur j I.fagnússon framkv.stjóri Fáks og j kona hans gátu ekki farig alla le'ið j iaa með hópnum og sneru við, þeg ' ar komið var að Kirkjubæjar-; klaustri, og fóru sunnan jökla til baka. Farið var um Ske'iðin, upp Holtin og Landssveit, um Síðu, j Fijótshverfi, Skeiðarársand, öræfa j sveit og Breiðamerkursand til j Homafjarðar þar sem hópurinn j g'isti i 3 daga. Þá var haldið um Lón yfir Geithellnadal í Álftafirði j í Viðidal í Lóni og þaðan norður j I Fljótsdal, Grímstaði að Detti- fossi. að Hólmatungu, Hljóðaklett j um, Ásbyrg'i, Bláskógaveg, að I Þeistareykjum, Reykjadal, Bárðar , dal, síðan Sprengisandsleið að j Aijnarfelli, en síðast Fjórðungs- j sand niður í Hreppa. Þetta er löng leið eins og gjörla má sjá, ef le'iðin er skoðuð á landakortinu. Löng leið og víða erfið yfirreiðar, enda tók hún 30 daga, en 5 daga voru ferðamenn um kyrrt, fyrst á Hornafirði einn | í Glúmstaðaseli, sem er fremsti í bærinn, í Fljótsdal og einn að j Laugum í Reykjadal. Fyrsti hestahópurinn rekinn út í eina af Þjórsárkvíslunum. (Myndirnar tók Örn O. Johnson)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.