Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 16
LOFTBRÚIN TIL EYJA HAFIN Á morgun klukkan tvö hefst f Herjólfsdal hin árlega þjóð- hátíð Vestmannaeyinga. Eins og flestum er kunnugt var hún fyrst haldin „konungskomuár- ið“ 1874, þegar Vestmanna- eyingar komust ekki í Iand og urðu að skemmta sér heima við Hátíðin er alitaf haldin á sama stað og í gærdag og í morgun voru sjálfboðaliðar úr íþróttafélaginu Tý önnum kafn ir við að skreyta hátíðarsvæð- "■::■:■• ": , ■ ' > ið. Þar var Magnús Magnússon skreytingarmeistari sem skaff- ar hugmyndir og stjórnar strákunum. Hann mælir tím- ann í vindlum — einn vindill: ca. ein og hálf klst. — og ef Magnús kemur með fjóra vindla í vasanum eftir kvöld- mat mega strákarnir eiga von á því að komast ekk'i heim fyrr en eftir miðnætti. Framh. á 6. síðu. Hermann Einarsson formaður undirbúningsnefnd ar og Magnús Magnússon, skreytingameistari. — Vikingaskipið í baksýn. „Stórbætti öryggi flugvéla og farþegu ú N-Atlanzhafi'1 — segir FAA, bandarísko fiugmálostjórnin, sem heiðraði nýiega islenzkan verkfræðing íslenzkur rafmagnsverkfræðing- Ingólfur Bjargmundsson, var fyrir nokkru sæmdur þjónustumerki bandarísku flugmálastjórnarinnar, FAA, og fór afhendingin fram í að- alstöðvum FAA í Washington. Var Ingólfi launað fyrir „sérstaka ástundun og frábæra hæfileika í émmm j * 4f * 'á' >-*• fj. ' * V\ ______z::-■■■■■* : f T" , ■ starfi. sem hefur stórbætt öryggi flugvéla og farþega sem fljúga á Norður-Atlantshafsléiðum,“ eins og segir í verðlaunaskjalinu sem fylgdi orðunni. I Hvíta fálkanum, blaði varnar- liðsmanna í Keflavík, segir frá þessu. Segir blaðið, að Ingólfur hafi í þrjú ár lengst af verið burtu frá fjölskyldu sinni á Norð- urlandi við tilraunir ýmsar. Þá segir blaðið, að tækniútbún- Framh. á bls. 6 Fjör á flugvellinum í Eyjum og stanzlaus straumur aðkomu- manna á þjóðhátíðina. SnarræÖi 13 úra stúlku bjargar lífí litils harns | Uppdráttur 3 Á hann eru ......... Á * T. , ** af Hafnarsvæðinu sem sýnir þann hluta er verður lokað. merkt þau 8 hlið, sem verða sett upp. Snarræði 13 ára gamallar stúlku á Isafirði, Aðalheiðar Steinsdótt- ur Tangagötu 10, varð til þess fyrir nokkrum dögum að lífi rúm- lega árs gamals bams var bjarg- að. Var Aðalheiður stödd ásamt vin- konum sínum, niðri við höfn, þeg- ar kallað var á hjálp. Var það ■ drengur, sem stóð á bryggjunni og i kallaði. Var litla barnið þá á floti 1 í sjónum. Aðalheiður hafði hraðan ; á og kastaði sér eftir barninu. ; Varð hún að synda dágóðan spöl ! effir drengnum, ■ náði honum og | tókst að koma honum í land. Varð i honum ekki meint af volkinu, enda i Framh 4 ols 6 LOKUN AUSTURHLUTA HAFNAR-l INNAR BOÐIN ÚT Á NÆSTUNNI Á næstunni verða fram- kvæmdir við lokun austurhluta hafnarinnar boðnar út. Áætlað er að loka 8 götum og verður flestum þeirra lokað með hlið- um. Hafnarstjóm hefur fjallað um málið að undanförnu og hefur I.ún samþykkt að vinna að lokun hafnarinnar og auð- velda þannig alla tollgæzlu og lögreglueftirlit. Lokuriin verður frá Ingólfs- garði og vestur fyrir Hafnar- hvol í Tryggvagötu. Verða þvi ,hlið sett upp á Ingólfsgarði. Næsta lokun verður við bíla- vogina, sem er á milli Ingólfs- garðs og Faxagarðs, þá verður þriðja lokunin við Faxagarð, sú fjórða á Geirsgötu, fimmta við Pósthússtræti, sjötta við Naust in, sjöunda við Grófina og átt- unda við Hafnarhvol. Til greina Framh á 6 síðu ^/V/WWWVN/VWWW^AA» Mesta ösku- ;gos í Syrtlingíj til þessa Feikna öskugos er nú f Syrt- Iingi — vafalaust hið mesta til þessa. Björn Pálsson flugmaður, sagði blaðinu í morgun, að hann hefði aldrei verið vitni að slfkum umbrotum f Syrtlingi fyrr, — stæði kolsvartur strókurinn >mörg þúsund fet í loft upp og 1 öskufallið bærist langt suður yfir haf. Björn kvaðst hafa verið of fjarri til þess að ná mynd af gosinu, en þetta hefði verfð stór < kostleg sjón, einkanlega er; öskumökkur gaus upp — langt upp yfir gufumökkinn, sem var 1 hár fyrir._ _ ) >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.