Vísir - 13.08.1965, Page 4

Vísir - 13.08.1965, Page 4
VÍSIR. Föstudagur 13. •'cúst 1965. Sjáffstæðir bændur Hér birtist síðasta greinin af þremur í greina- flokkinum, Sjálfstæðir bændur. Á ferð sinni um Kjósina á dögunum ræddi blaðamaður Vísis við bóndann og fólkið í Þúfu. gtafalogn og liðið undir með heyhlöður, sneisa- miðaftan á heitum dagi í fullar af safaríkri töðu. Kjósinni, Og þarna kúrði Piltungar voru að heyvinnu Þúfukot, efst við rætur Steinsnar frá afleggjaranum, ýmist á vélum eða með hrífum Eyrarfjalls, þar sem Loft eða heykvísium. mm ' Á hlaðinu á Þúfu i Kjós: Jón Bjamason, 84 ára, sem hóf búskap í Þúfu laust eftir aldamót, Grétar Halldórsson, 12 ára úr Kópavogi, Bjarni Jónsson bóndi í Þúfu. // / SVEITA Þ/NS ANDLITIS... // ur Guðmundsson starfs- bróðir á Vísi er borinn og barnfæddur, Kjósar- sveit til vegsauka. Neð- an og austan við er Þúfa, gerðarlegur bær „Þetta er fyrsti galtinn, sem ég sæti í dag“, sagði einn þeirra. „Hvað kemur til?“ „Ég sat á tröppunum áðan og var að hugsa“. „Hvað ertu gamall?" „Ég? Af hverju þarftu endi- lega að vita það?“ „Svo að ég taki þig ekki fyr ir eldri en þú ert“. „Jæja þá, ég er hundrað ára“. „Það er ekki hár aldur nú á tímurn". „Nei, annars, ég er yngri“, sagði hann og stakk kvíslinni á bólakaf í sætið og yggldi sig. „Ertu héðan?“ „Ég veit það ekki“. „Ég er að fara að gefa pútunum," sagði Jón Þorbergsson, 7 ára vikadrengur í Þúfu. „Ég hef ekki hnusað af kerlingu,“ sagði Bjarni bóndi og tók rösklega í nefið. Fremstur til vinstri er Jón Þorbergsson frá Reykjavfk, 7 ára vinnumaður; til hægri er Grétar Halldórsson. (Myndirnar tók stgr). „Hvað heitirðu?" „Þarf ég að segja það líka ... æ, vertu ekki að taka mynd af mér... ég er svo ljótur og grettur”. „Þú ert stórglæsilegur, hvað heitirðu, ljúfur?" „Guðmundur Þorsteinn Vetur liðason". Svo sagði hann, að faðir sinn væri Veturliði Gunnarsson list- málari frá Súgandafirði og móð irjn Jóna Loftsdóttir úr Hafnar- firði. „Ertu duglegur við hey- skapinn?" „Ég get ekki farið að hrósa sjálfum mér“. JOóndinn í Þúfu sást við bæj- arhúsin. Hundurinn af bæn um dinglaði rófunni og leit spyrjandi á húsbónda sinn. Bóndinn gekk í hægðum sín um til komumanns og hundur- inn á hæla honum. Þegar hann kom nær, tók hann upp pont- una og fékk sér í nefið. „Hvað er að frétta af hey- skapnum bóndi?“ „Það er aðeins eitt svar, sem hægt er að gefa við því, og hljóðar á þessa leið: Alveg á- kjósanleg heyskapartíð — mað- ur man ekki eftir henni ákjós- anlegri. Það væri sama, hvern þér spyrðuð hérna í Kjósinni. Alls staðar mundi vera sama viðkvæðið." „Hafið þið Kjósarbændur unnið til þess, að guð verðlauni ykkur svona?“ „Ætl’ það — ekki frekar en Austfirðingar, sem verða nú að bíta í hið súra epli“. „Hvenær byrjaðirðu að slá?“ „Ég hef aldrei verið svona snemma í því sláttur hófst hjá mér 10 júní“. „Þú byrjar í maí næsta ár samkvæmt þessu?“ „Ef guð lofar ...“ „Hvað veldur þessu góða surnri?" „Þetta hefur verið einstök blíðskapartíð, og svo var eng inn vetur — það er svo langt frá því að kallast vetur“. „Er enginn vetur orðinn á fslandi?" „Gömlu mennirnir, sem muna aðra tíma, klofórfærð og um- brot á hörðum vetrum, botna ekkert í þessu ... já, það er orðið svoddan öfugstreymi í Jón í Þúfu: „Ég hef alltaf verið í Kjósinni.“ Bjarni í Þúfu: „Aldrei talað um hreppapólitík hér.“ öllu, það nær líka til höfuð- skepnanna". TJ jarni í Þúfu hafði fyrir ** nokkru lokið fyrra slætti og var nú í óða önn að verka og hirða hána. Heyið, sem ungu vinnumenn irriir voru að hirða, hafði ver- ið keyrt heim á tún — — „þetta er hey af landi, sem ég beitti beljunum á í sumar og allt fram á þennan dag — ég sló þar 2-3 hektara“, sagði Bjami, “ég kalla þetta beiju- nögur“ og ber á þetta árlega — það er gamalt tún við litla Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.