Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 6
6 VlSIR. Föstudagur 13. ágúst 1965. Bændur — Frh. i bls. 4. bæinn/sem nú er kominn í eyði, tæplega kílómeter héðan“. „Er búsæld hér í Kjósinni?" „Menn hafa nóg til hnífs og skeiðar — en skuldugir eru nokkrir", sagði Bjami. „Hvað er túnið þitt stórt?“ „Það kom hingað maður frá Búnaðarsambandi Kjalarnes- þings til þess að taka mál af túninu — ég pantaði kort af því, en hef ekki fengið það enn“. „Átti hann ekki að vera bú- inn að skila teikningunni?“ „Ég lagði engar lífsreglur um það, hvenær hann ætti að skila þvi“. „Veiztu ekkert um stærðina?“ „Ekki fyrr en ég fæ teikning- una eða kortið“. Fyrir hádegi þennan dag hafði verið byrjað að keyra í súr, og *nú var farið að kvölda. Nú biðu bóndans og fólksins af bænum önnur störf — að mjólka kýrnar, gefa pútunum, kannski að huga að vélunum, (þarna er góður vélakostur, sem ekki mun af veita á stórri jörð). „Ertu giftur, eða eigum við að segja heldur kvæntur, bóndi góður?“ „Ég hef ekki hnusað af kerl ingu um mína daga“, sagði Bjarni og tók nú svo rösklega í nefið, að hrikti í... JJann bauð í bæinn. Systir hans Ásta byrjaði að hella upp á. Gamli maðurinn, faðir þeirra systkina, Jón Bjarna- son, sat þarna í eldhúsinu og reri fram í gráðið, með nef, sem minnti á fjallshrygg, og mildi hetju hversdagslífsins í grábláum augum. Hann er fæddur á Eyri og at- inn upp f Eilífsdal. Um hann ganga sagnir af afrekum hans og seiglu. „Ég hef alltaf verið í Kjósinni", sagði hann, „ég hef einu sinni komizt austur f Flóa — það er lengsta sem ég hef farið fyrir utan til Reykja- víkur, en þangað labbaði ég oft“. Hann sagðist m. a. s. aldrei hafa komið upp í Borgar fjörð þessi 84 ár, sem hann hefur lifað. „Hve lengi varstu á leiðinni til Reykjavíkur". „Svona sjö til átta tíma“. „Hann var seigur gamli mað urinn“, sagði Bjarni, „og allt- af bar hann þungar byrðar á bakinu, t. d. kálfsskrokka" Fólkið í Kjósinni hugsar um það fyrst og fremst að yrkja jörðina og annast skepnurnar. „Það eru ekki margir hér sem hafa tækifæri til að leika sér“, sagði Bjarni. ( „Hafið þið það ekki náðugt yfir veturinn?“ „Slátturinn er hægasti tím- inn — ég tala nú ekki um eins og viðraði í sumar“. „Af hverju er svo annasamt á veturna?" „Maður þarf að bera öll hey- in fram. Stanzlaus vinna allan daginn .. rétt að maður kemst inn til að éta“. „Getið þið ekki tekið ykkur orlof eins og þið virðizt eiga skilið, jafnvel brugðið ykkur í siglingar?" „Við megum ekki vera að því. Það er enginn til að mjólka fyrir okkur". „Hvernig heldurðu það út að vinna svona?“ „Ég verð að leggja mig svona fimm mínútur á hverjum degi. Ef ég fer með bita í kjaft inum og fleygi mér út af, er ég sofnaður óðara —ég þarf ekki nema fimm mínútur". „Skreppurðu á böll og skemmt anir?" „Kemur fyrir, en ég hef pass að mig að forðast skemmtanir í félagsheimilinu, þegar þeir eru þessir bittlar úr Reykjavík — ég er ekk'i gefinn fyrir svoleiðis böll“. Þegar út á hlað kom, var fjallahringurinn uppljómaður f kvöldsólinni: Eyrarfjall í suður og svo Esju-hringurinn fram að Sandi, Meðalfell, Reynivalla háls, Skarðsheiðin og Akrafjall — þvílíkt panórama. Það var léttskýjað eins og til skrauts. „Ég gæti trúað því, að það verði svona gott fram eftir ágúst“, sagði Bjarni. „Hvernig skynjarðu það?“ „Ég finn það á skrokknum á mér — ég verð betur vakandi og svo sá ég á dögunum rosa- baug kringum sólina yfir Eyrar- fjalli, sem var svo rosalegur — en þegar sólin var komin i vest ur yfir Hafnarfjallið var gíll á undan og úlfur á eftir. Kannski mun margur halda, að þetta benti til þess, að hann mundi ganga í sunnanátt og lands- synning, en sú hefur ekki orðið raunin á. Minnast ber líka „Sjaldan spáir gíll góðu nema úlfur á eftir renni“. „Hefur þessi veðrátta haft á- hrif á ástarlífið?“ „Til hins verra, býst ég við“. stgr.- Ólafur — amh at bls. 9. vetur minn í Osló var ég frakka- laus, og þetta var kuldavetur, en ekki hafði ég neitt mein af því. Strandaglópur í Japan. Var þetta Iangt nám? — Ég var sex ár við nám í Noregi. Fór síðan t'il Ameríku til framhaldsnáms við skóla í New York. Vestur þar þjónaði ég um tíma við íslenzkamer- íska söfnuði við Kyrrahaf, og á margar indælar endurminn'ing- ar frá þeim tíma. — í ágústmánuði 1921 lagði ég svo af stað til Kína með kanadiska stórskipinu, „Em- press of Russia," og varð sam- ferða nokkrum norskum kristni boðum. Átti skipið að sigla til Shangha; með viðkcmu í þrem hafnarborgum í Japan. Þegar skipið korn upp undir Japans- strendur, beið okkar ógleyman leg sjón. Fúsiyama — hið heíl- aga fjall. Það var hulið móðu neðan til, en tindurinn gnæfði við himin og virtist iaus við jörðina, eins og fiallsmynd í skýi. Þstta var Japan, það var ckki um »8 villast. Enginn jap anskur maður gæti hugsað sér land sitt án þessa fjalls, cg það er eíns og fegurð þsss og helgi varpi ljóma yfir lar.dið allt og þjóðina sjálfa. — Skipig lagðist í höfn í Yokóhama. Þá var starfandi i Japan vestur-íslenzkur kristni- boði, Octavíus Þorláksson, en foreidrar hans og systkini höfðu beðið mig fyrir bréf og kveðjur til hans. Var svo ráð fyrir gert að hann kæmi til móts við mig í Yokóhama. og að ég færi með honum til að stöðva hans í Nago ya„ en þaðan gat ég svo farið með járnbrautarlest t'il Kóbe, næstsíðasta viðkomustaðar skipsins í Japan, áður en það héldi til ákvörðunarstaðar okk- ar í Shanghai. Ég held að ég hafi aldrei hlakkað meir t'ii neinnar skemmtiferðar, en þessa ferðalags í fylgd með séra Octavíusi — eða öllu heldur þessa sólarhrings viðstöðu, sem ég átti í vændum í stórborg á m'iðri Hondó. höfuðey japanska ríkisins. Og enda þótt við ækj- um í hraðlest alla nóttina og færum framhjá Fusiyama I myrkri, varð ég ekki fyrir nein- um vonbr'igðum af dvölinni í Nagoya, þó að skömm væri, því að margt nýstárlegt bar þar fyrir augu — raunar varð dvölin þar eilítið lengri en til stóð, og mér þótti gott. Þannig stóð á því ,að þjónninn, sem átti að vekja mig það snemma nætur, að ég næði hraðlestinni, sem átti að fara til Kóbe klukk an fjögur, en þá var öruggt að ég missti ekki af skipinu, svaf yfir sig og vakti mig ekki fyrr en á sömu minútu og hrað- lestin átti að leggja af stað. Varð ég því að bíða næstu lest- ar, sem átti að leggja af stað klukkan sjö og vera kominn til Kóbe klukkan tólf á hádegi — eða á þeim tíma, sem „Em- press of Russia“ átti að Ieggja þar úr höfn. Það má því gera sér í hugarlund hvernig mér leið. Séra Octavius kenndi mér nokkur orð í japönsku, sem gott væri að grípa til ef í nauð imar ræki. Lestin lagði svo af stað á tilsettum tíma, og var ekið um yndisleg héruð, en ég naut þess ekki, því að það lagð ist strax óþægilega í mig, að ég mundi standa uppi einn míns liðs f Kóbe, mállaus og peninga laus. — Lestin kom til Kóbe á mín útunni tólf. Ég þreif föggur mínar og hljóp til handkerru- stæðisins, hljóp upp í kerra fremsta mannsins í biðröðinni, fékk annan til að ýta á eftir og hét þeim tvöföldu gjaldi fyr- ir að hraða sér sem mest til hafn arinnar. Þeir hlupu líka eins og líf lægi við, skemmstu leið gegnum stórborgina og voru komnir niður á bryggju á met- tíma. Þá var klukkan tíu mínút- ur yfir tólf. Það stóð heima, skipið var aðeins lagst frá. Ég stóð langa stund og starði á eft ir þvl eins og hver annar — strandaglópur! — En brátt sá ég að það dugði ekki, og voru nú góð ráð dýr. Varð mér fyrst fyrir að snúa mér til afgreiðslu kana- diska skipafélagsins. Þar störf- uðu þrír Kanadamenn, en ég sótti víst illa að þeim, því að þeir voru allir drukknir og það heldur illa. Ég sýndi þeim far- seðilinn. Það hafði verið greitt fyrir hann alla leið til Shang- hai. Af vegabréfinu gátu þeir séð að ég laug ekki til mín. — Hraðlestin til Nagasaki, síð asti viðkomustaður skipsins í Japan, átti að fara eftir hálf- tima, en ég var peningalaus, því að fararstjóri okkar kristniboð- anna var með skipinu og ferða sjóðurinn í vörzlum hans. Ég var- áreiðanlega mjúkur á mann inn þegar ég spurði afgreiðslu- mennina, hvort þeir gætu ekki hjálpað mér — ekki skyldi standa á þvi ,að þeir fengju peningana endurgreidda, ef þeir vildu vera svo elskulegir að lána mér fyrir fargjaldinu. En þeir færðust undan, höfðu og engan sjóð til að grípa til undir svo óvenjuiegum kringumstæð- um, en bentu mér á að snúa mér til danska ræðismannsins þar í borg. Hann gaf svipuð svör og afgreiðslumennirnir; var þó ófullur — og þar að auki mátti heita að hann væri ræðismaður míns eigin lands. Er ekki að orðlengja það, að tvívegis gekk ég á milli af- greiðslunnar og bústaðar danska ræðismannsins, en ár- angurslaust — unz ég stakk upp á því við afgreiðslumenn- ina, að þeir sendu símskeyti til brytans um borð í „Empress of Russia" og bæðu hann að sjá svo um að ég endurgreiddi lán- ið. Upp á það lánuðu þeir mér fyrir fargjaldinu til Nagasaki og einni máltíð matar að auki... — Klukkan á mínútunni fimm ók lestin inn á brautarstöðina í NagasakL „Empress of Russ- ia“ lá utarlega á höfninni og stóð svartur mökkurinn upp úr reykháfnum. Ég kaus mér ung- an og frábæran handkerrumann — enda veitti ekki af, því að ég varð síðasti maður upp 1 síð- asta bátinn, sem flutti farþeg- ana um borð. L.G. Lax — ’ialíl al bls. 1. um 50 metra niður eftir ánn'i. Þegar ég kom á móts við hann, stökk hann aftur sömu leið til baka á tökustaðirin. Þegar þang að kom, fór hann um 100 metra niður eft'ir strengnum og út fyrir stórgrýti í ánni. Mér til happs var ég í „vöðlum" — brjóstháum veiðibrókum — og gat því vaðið út að þessum steinum og losað línuna af þeim. 1 hvert sinn sem ég fór a$ stramma á honum, þá tók hann strauið — stímið — og stökk níu sinnum í allt. Ég beið og reyndi að þreyta hann og þessi viðureign varaði upp und ir hálfan annan klukkutíma bæði mér og veiðifélögum mín um til margfaldrar ánægju. Svo þegar liðin var klukku- stund og þrjú korter, fann ég, að ég gat komið honum til hlið- ar í lón, sem myndast neðst f ánni. Ég stóð neðst f miðjum strengnum til að koma í veg fyrir, að hann kæmist upp eftir strengnum — ella var voðinn vís! Svo gat ég leitt hann öðrum megin í hyl, þar sem er sand- bakki, og þar tókst mér að koma honum út af. Veiðifélagi minn gekk út fyrir hann. Þá var Iaxinn kominn á grannt vatn, strandaður, hættur að láta illa, orðinn dasaður, en ég þorði samt ekki að taka á hon- um, var hræddur um að slíta (línurnar þola ekki til lengdar svona átök)“. Laxinn var nú fluttur heim að Laxamýri. Jakob V. Hafstein höfundur bókarinnar Laxá í Að aldal, var með í þessari veiði- för, en hann hefur sjálfur veitt þyngsta lax á stöng f Laxá, 36 punda fyrir all-mörgum árum. Jakob sagði Sigurjóni, að hann yrði að láta stoppa upp þennan mikla fisk og þvi yrði að fara með hann rakleiðis til Húsavík ur í frysti. Sigurjón var kom- inn þangað með fenginn þrem klukkustundum síðar. Laxinn er ennþá í frystihúsinu á Húsa vík og bíður eigandans, sem ekki hefur ennþá haft tíma til að stoppa hann upp. — stgr. Bifreiðaeigendur Höfum fengið mikið úrval varahluta í Bosch-startara, svo sem: Anker spólur, kúpl- ingar, rofa, fóðringar, kol o.fl. BÍLARAF s.f. Rauðarárstíg 25. Sími 24700 Mikið úrval af kvenmanns karlmanns- og barnagöngu og lesgleraugum. — Úr- val af tvöföldum glerjum (double focus). Lituð gler með styrkleika fyrir vinnu, keyrslu, sjónvarp, bíó o.s. | frv. TÖKUM RECEPT FRÁ ÖLLUM AUGNLÆKN- UM. \ Afgreitt á stuttum tíma. Gleraugnabúðin Laugavegi 46 — Simi 11945

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.