Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 5
VIS? R. Föstudagur 13. ágúst 1965. 5 ut1önd í morgun STÓRSPRENGMISTOKKHÓLMI — í grend við sendirá ðsbyggingu Sovétríkjanna í gærkvöldi sprakk kröftug sprengja fyrir utan St. Ingrid- stofnunina í Stokkhólmi, nunnu heimili, sem er næsta hús við sendiráðsbygginguna sovézku, og ætlað, að þar hafi hún átt að springa, en verið farið húsavilt með hana — eða verið hent úr bíl og lent á skökkum stað. Rúð ur brotnuðu í nunnuheimilinu, og sprengingin heyrðist um all- an Stokkhólm. Margar af nunn unum urðu fyrir vægu tauga- áfalli. Mikið lögreglulið var þegar kvatt út og hafin leit að grun samlegum mönnum í þessum borgarhluta, og var mikið um að vera hjá lögreglunni í nótt, eða allt frá því sprengjunni var « varpað kl. 23 í gærkvöldi, því að þótt það sé engan veginn ótítt, að sprengjur springi í grennd við sendiráðsbygginguna hafa þær flestar verið litlar, en sökum þess hve kraftmikla sprengju hér var um að ræða, lítur lögreglan mjög alvarlegum augum á málið. Piltur nokkur sást á hlaupum skammt frá staðnum um það bil og sprengingin varð, en ekkert vitað tun, að hann hafi verið við málið riðinn. Konungur hafnaði tillögum Pappandreu Konstantín konungur hafnaði í gær tilmælum Pappandreu, að hann fæli honum að gera tilraun til stjórnarmyndunar, ella yrði þing rofið og boðað til nýrra kosninga. Konungur hafnaði báðum liðum tillögu Pappandreu. Fundur þeirra stóð eina og hálfa klukkustund. Eftir fundinn ók Pappandreu til heimilis sfns í út- hverfi borgarinnar og ræddi við fréttamenn. Hann kvaðst hafa var að konung við afleiðingum þess að virða að vettugi vilja þingmeiri- hlutans — með þvi tefldi hann konungdæminu f hættu. Afnám iþess gæti nú orðið mesta stórmál í landinu. Að loknum fundinum ræddi kon ungur við Novas forsætisráðherra, sem gégnir störfum forsætisráð- herra til bráðabirgða. Akstur er skemmtun í AKSTUR í Opel Kadett er skemmtun út af fyrir sig. Vélin fyrir framan yöur, sælið við bak yðar, skiptingin við hliö yðar - allt eykur það á ánægjuna. Er þér stígið á benzíngjöfina, hlýðir Kadett án nokkurs erfiðis (hann nær 100 km. hraða á 26 sekúndumj. Ekilssætið er skáiarlaga, og þér haggizt varla á kröppustu beygjum. Gírstöngin er í góifi og krefst mjög stuttrar skiptihreyfingar, Allt eru þetta eiginleikar, ssm hver sportbid værl stoitur af. Og ódýr skemmtun líka: Opei Kadett eyðir aðeins 6.5 itr. á lOO km, og hann hefur smurfrían undirvagn. Og verðiö? Spyrjist aðeins fyrir! SÍS VÉI.ADEILD ÁRMÚLA ’ OPEL éaíst- heims- horna milli ► Moskvufrétt hermir, að Sov- étríkin muni „mjög bráðega“ senda geimfar á braut kringum tunglið. Verður það ómannað, en síðar ráðgert að senda þang- að mannað geimfar. Þetta var haft eftir geimfaranum Yuri Gagarin. þ- í NTB-frétt frá Stokldiólmi segir, að til sölu sé 100 ára göm ul höll í Svíþjóð, í hrörlegu á- standi — en fyrir aðeins 50 aura, en enginn vilji kaupa. | Ekki hefir verið búið f henni í 50 ár. Sagt er, að það muni margfalt ódýrara að byggja nýtt hús, en gera við hana. Höllin stendur á vatnsbakka í fögru umhverfi. — Almenningur I grennd segir þar draugagang mikinn. ► Feisal konungur í Saudi- Arabíu og Nasser forseti Egypta lands hafa skipzt á orðsending um um Yemen, en S.-Arabía styður konungssinna þar en Egyptaland byltingarstjómina. ► McNamara utanrfldsráðherra Bandarikjanna segir Vietcong hafa misst 7500 menn í maí, júní og júií, stjómarherinn 3000 menn og Bandaríkjamenn 130. ► Fyrir nokkru var stolið skart gripum frá lafði Spencer Churc- hiil m. a. demantshring, sem Stalin gaf henni 1945, og var henni afhent gjöfin er hún heim sótti sjúkrahús í Moskvu, en út- búnaður í því var keyptur fyrir fé úr sjóði, sem hún stofnaði tii hjálparstarfsemi í Sovétrfkjun- um. ► 1 frétt frá Bem segir, að stjórnin hafi boðað mikia verð- hækkun sterkra drykkja. JigS ► 50 menn hafa látizt úr misl- ingum í námubænum Puica í Perú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.