Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 10
10 V I S I R . Föstudagur 13. ágúst 1965. borgin i dag w fj o?nr Næturvarzla vikuna 7-14 ágúst Ingólfs apótek. Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 14. ágúst: Guðmundur Guðmundsson, Suðurgötu 57 sími 50370._________________________ ÍJtVcirpið Föstudagur 13. ágúst 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síðdegisútvarp: Veður- fregnir . Létt músík. 17.00 Fréftir . Endurtekið tón- listarefni. 18.30 Lög úr söngleikjum. 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20.00 Efst á baugi. Björgvin Guð mundsson og Tómas Karls son greina frá ýmsum er- lendum málefnum. 20.30 Kvintett í D-dúr eftir Jo- hann Christian Bach. 20.45 Á Austurlandi. Steinþór Eiríksson talar um leiðina frá Egilsstöðum, um Reyð arfjörð til Borgarfjarðar. 21.00 „Þið þekkið fold með blíðri brá“. Gömlu lögin sungin og leikin. 21.30 Útvarpssagan: „ívalú' ‘eft- ir Peter Freuchen. Arnþrúð ur Björnsdóttir les (11). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Litli-Hvamm ur“ eftir Einar H. Kvaran Arnheiður Sigurðardóttir les (4). 22.30 Næturhljómleikar. 23.15 Dagskrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 13. ágúst 17.00 Dobie Gillies — Skemmti- þáttur. 17.30 Sheriff of Cochise. — 18.00 I’ve got a secret — Spurn- inga- og skemmtiþáttur. 18.30 Bold Venture — Ævintýri gistihúsaeigandans Slate Shannon á Trindad. 19.00 Fréttir 19.30 G. E. College Bowl Spurn- ingakeppni menntaskóla- nema. STJÖRNUSPA Spáin gildi fyr'ir laugardag- inn 14. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú getur orðið margs fróð ari, ef þú veitir orðum og við brögðum annarra i dag sem nán asta athygli. Reyndu að njóta hvíldar. og næðis þegar á dag inn líður. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Farðu gætilega í öllum skiptum við nýja kunningja. Ekk'i er ó- líklegt að þú verðir að taka verulegt tillit til álits og á- kvarðanna annarra í peninga- málum. Tvíburarnir, 22. mai til 21. júní: Þér ætti að ve'itast tiltölu lega auðvelt að koma ýmsum góðum hugmyndum á rekspöl. Ef til vill verður venju fremur skírskotað til ábyrgðarkenndar þinnar fyrri hluta dags. Krabbinn, 22. júni til 23. Júli: Samkomulagið við aðra verður að öllum líkindum talsverðum örðugleikum háð, einkum fyrr'i hluta dagsins. Gerðu þér far um a ðtaka tillit til skoðana eg á- lits annarra. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst: Reyndu að breyta til um starfs aðferðir og starfst'ilhögun, þann ig að þéré verði sem mest úr tímaum. Þú færð að öllum lík indum góðar fréttir f dag, sem veita ný tækifæri. Meyjan, 24 ágúst til 23 sept Það getur farið svo að þú lend ir f einhverjum átökum, eða um alvarlegan meiningarmun verði að ræða, kannski á vinnu stað. Láttu undan síga í orði, ef með þarf. Vogin, 24. sept til 23. okt.: Varaztu ofþreytu, taktu þér hvíld frá störfum u mfstund, ef þú telur með þurfa. Hagaðu orð um þfnum gætilega á vinnustað og láttu ekki ómerk'ilegt skraf hrinda þér úr jafnvægi. Drekinn, 24. okt til 22. nóv.: Þú verður haldinn sterkri löng un það sem eftir er vikunnar, til að lyfta þéér upp og gefa þér lausan tauminn og getur þetta bitnað á skyldustörfun- um, nema að þú gætir vel að þér. Bogmaðurinn. 23. nóv. til 21. des.: Þér berast góðar fregnir — og mun vart af veita, því að hætt er við að þú verðir í venju fremur þungu skapi f dag. Láttu það samt ekki bitna á nánustu v’inum þínum. Steingeitin. 22. des. til 20. jan.: Aðgættu vel bæði það, sem þú segir og skrifar í dag. Þú ættir ekki að taka neinar á- kvarðanir nema til skamms tíma, og farðu þér yfirleitt gæti lega í öllum skiptum við aðra. Vatnsberinn, 21 jan. til 19. febr.: Peningamálin þurfa að- gæzlu við, sér í lagi fyrri hluta dags. Hvfldu þig þegar á dag inn líður og gefðu þér tíma t'il að athuga þinn gang í ró og næði, og endurskipuleggja störfin. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Þú sérð að líkindum heppilega Iausn á einhverjum vandamálum, sem valdið hafa þér nokkrum áhyggjum, og skaltu ekk'i láta hana dragast fram yfir hádegið, sé annað fært. 20.00 Peter Gunn — Sakamála- þáttur. 20.30 Shindig — Hljómlistarþátt ur táninganna. 21.30 Rowhide — Úr villta vestr inu“. 22.30 Fréttir 22.45 Northern Light Playhouse „Góð léttúðardrós" Sýn- ingartími er 1 klst. og 14 mínútur. Minningarspjöld „Hrafnkels- sjóðs“ fást í Bókabúð Braga Brynjólfssonar Hafnarstræti 22. Lárétt. 1. reiðver, 7. húð, 8. kona, 9. glíma, 10. hljóða, 11. fikur, 13. rödd, 14. tveir eins. 15. tvfhl. 16. atviksorð, 17. gerði. Lóðrétt. 1. úrgangur, 2. gagn, 3. samtenging, 4. flík, 5. ríki, 6. LiTLA KPOSSGATAN frumefni, 10. óð, 11. mánuður, 12. list, 13. ættingi, 14. umhyggja 15. persónufornafn, 16. neitun. árnað heilla Sunnudagmn 8. águst voru gefin saman f hjónaband af séra Þorsteini Bjömssyni, ungfrú Guð- ný Jóhanna Kjartansdóttir og Ól- afur Hannes Komeliusson. Heim- ili þeirra verður að Hæðargarði 8. (Ljósmyndastofa Þóris). Nýlega voru gefin saman í Dómkirkjunni af séra Ólafi Skúla syni ungfrú Björg Ragnarsdóttir og Baldur Héiðdal. Heimili þeirra verður að Mávahlíð 6 Reykjavík. (Ljósmyndastofa Þóris). * Sunnudaginn 8. ágúst voru gef in saman í hjónaband ungfrú Jó- nína Melsrted og Gunnar Hjörtur Gunnarsson. Heimili þeirra verð- ur að Rauðarárstíg 3. (Ljósmyndastofaj;í>óris). Ég hefði átt að Vita að Silk þessi svindlari myndi ekk'i láta mig hafa minn hluta. Já, hluta bréfin eru öll hérna en hvað er þetta? Er þetta ekk'i líka hluta bréf? Þetta c*r verðlaun fyrir hundasýningu asninn þinn. Ég ætla að gefa þér hana. • ViÐTALÍ DAGSINSi FELIX JÓNSSON, yfirtollvörður. — Tollmálin eru ofarlega á baugi núna og tollgæzlan kem ur þar inn í líka segið mér, hvernig er að vera tollvörður? — Það er ólíkt öllum öðmm störfum, sem til eru. Þann'ig að í flestum öðrum störfum er hægt að ganga að starfinu eftir nokkuð afmörkuðum leiðum en hjá okkur er þetta sífellt leit að því, sem ekki liggur f aug um uppi. Maður verður að þekkja, sk’ilja og meta málin á hverjum tíma. Það em oft vandfundnir menn í þetta starf, það þarf hörkuduglega menn sem em sérfræðingar líka. —Og þegar stórfelld smygl- mál eins og nú áttu sér stað koma upp, hvað þá? — Það er fljót sagt maður stendur undrandi frammi fyrir þessu fyrirbæri og mál'inu jnfir leitt. Mín persónulega skoðun er sú að undirbúningurinn hafi verið gerður í einu lagi og í einni höfn og þess vegna er þetta ólíkt öllum öðmm mál- um, sem fyrir mig hefur borið á langri starfsæfi. Þetta er orð ið mjög skipulagt. Ég held að það hafi átt að losa í höfn á austurströnd Bandaríkjanna skipið var búið að vera lengi í siglingu og átti að hafa stutta v'iðkomu hér. — Þú ert búiim að starfa lengi í tollinum? — í 38 ár. — Og á þessum Ianga starfs ferli hvað hefur þér virzt að væri vinsælasti smyglvam'ingur inn? — Ég myndi segja að gegn- um öll ár hafi áfengi og síga- rettur verið v'insælasta smygl- varan. Þetta era vörur sem lagð ir eru á háir tollar og þrátt fyr- ir að menn fái langmest viðlög í sektum þá taka menn áhætt- una fyrir meir'i þénustu. Ann- ars gengur það í bylgjum hvað er móðins að smygla. Við stönd um í erfiðastri aðstöðu allra tollvarða í heim'inum hvað snert ir háa tolla, innkaupaferðir til útlanda eru auglýstar, Islend- ingar em t.d. þekktir fyr’ir það að vera dragandi vömr erlend- is eins og áburðarbikkjur. — Hvemig er það þegar e’itt stórsmyglmál kemst upp fylgja þá ekki fleiri á eftir og verðið þið ekki að vera á enn meiri verði enn áður? — Það er eins og smyglmál fari í töluverðum bylgjum, það virð'ist gegna sama máli um þau og annað. En það kastar okkur ekki út af sporinu við tök um því með stóiskri ró hvort við finnum eitthvað eða ekkert. | Árnað heilla jjj Um borð i m.s. Esju opinber- uðu trúlofun sína s.l. laugardag Erla Gjermundsen framre'iðslu- dama, Skipholti 39 og Úlf Gúst afsson matsveinn Otrateig 2. Tilkynning Húsmæðrafélag Reykjavíkur fer í skemmtiferð þriðjudag'inn 17. 8. frá B.S.l. Farið til Þórsmerk ur. Velkomið að hafa með gesti. Upplýsingar í símum: 14442, 32452 og 15530.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.