Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 16
VISIK ■VS'., I ÍT? -::Tm I >•» tSWÞt-s I -1 m H.ífrT /V^AAAAAAAAAAAAA/VAA^ | DÝR I | BLÓM! j í sumar hafa nokkrir piltar og einstaka unglingstelpa hlotið fjár- sektir fyrir að slíta upp blóm í almenningsgörðum Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá lögreglunni í morg- un er hér ekki um neitt nýtt fyrir bæri að ræða, heldur hefur þetta þekkzt að meira eða minna leyti á hverju undangenginna ára. Hafa lögreglumönnum verið gefin fyrirmæli um að taka þá menn fasta sem staðnir eru að þessum skemmdarverkum, og hafa þeir verið sektaðir, oft í 1 þúsund krón ur, eða þaðan af hærri sektir. Margir þeirra aðila sem hér koma við sögu hafa e. t. v. ekki slitið upp nema 1 eða 2 blóm og má segja að þau séu orðin dýr ef þau kosta um 1000 krónur stykkið. í mörgum tilfellum eru það drukkn ir menn sem staðnir hafa verið að verki við að slíta upp blómin. Loks kom veiðiskip fjarðar með síid til til Siglu- söltuaar Mikill fjöldi Siglfirðinga lagði leið sína niður á Söltunarstöð- ina Hafliða h.f. á miðvikudags- kvöldið tii þess að horfa á at- burð, sem einu sinni var ekki ýkja sjaldgæfur á þeim stað. Það var verið að salta upp úr sildarbát, eina bátnum, sem komið hefur sjálfur með síld til söltunar til Siglufjarðar síðan 24. júní. Þetta var Hrafn Sveinbjarnar son III. GK-11 frá Grindavík, sem kom til Siglufjarðar kl. 8 á miðvikudagskvöldið með 600 tunnur af ágætri síld, sem veidd ist 120 mílur austnorðaustur frá Raufarhöfn. Þaðan er jafn- löng sigling til Siglufjarðar og Seyðisfjarðar. Koma Hrafns Sveinbjarnarsonar tii Siglufjarð ar gefur þeim vonum Siglfirð- inga byr undir báða vængi, að nú fari að lífgast söltunin á staðnum, en Siglfirðingar hafa undanfarin ár farið varhluta af síldinni eins og öilum er kunn- ugt. Á myndinni eru skipverjar að losa úr skipinu yfir í vagninn. (Ljósm. Jónas Ragnarsson). JAÐARSMOTIÐ UM HELGINA Hið árlega mót íslenzkra ung- tempara verður haldið að Jarðri um næstu helgi Þar verða ýmis atriði. Tjaldbúðir verða að Jaðri yfir helgina. Mótið hefst á laugardag og um kvöldið verður skemmtikvöld inni að Jaðri. Þar mun leika fyrir dansi TEMPÓ, hljómsveit unga fólksins. Á sunnudag verður guðsþjónusta, séra Árelíus Níelsson, formaður ÍUT prédikar. Skemmtun verður síðar um daginn. Þar mun koma fram Ómar Ragnarsson, glímu- flokkur úr Ármanni sýnir, Savannah-tríóið syngur. Þá verður handknattleikskeppni og frjáls- íþróttakeppni. Jaðarsmótinu lýkur á sunnudagskvöld með kvöldvöku og dansi. Jaðarsmótið er öllum frjáls að sækja, sem vilja skemmta sér án áfengis. Ferðir að Jaðri verða frá Góðtemplarahúsinu báða dagana. Ársþing islenzkra ungtemplara. Ársþing íslenzkra uagtemplara verður haldið að Jaðri 13. og 14. þ. m og hefst það föstudagskvöld- ið kl 8.30. Þá mun formaður fUT, séra Árelíus Níelsson, flytja ávarp, Árni Gunnlaugsson, hæsta- réttalögmaður, Hafnarfirði flytja erindi. Síðar verður flutt skýrsla stjórnar fUT. Þingstörf munu halda áfram á laugardagsmorgun. Þá verða umræður, stjórnarkjör og fl. Mun þinginu ljúka síðar um I daginn. Ók á og hljáp á brott Ökumaður á þríhjóla smábíl gerðist uppivöðslusamur rétt fyr- ir kl. 10 í gærkveldi á svæðinu um- hverfis lögreglustöðina, sem er í byggingu innst við Hverfisgötuna. Ók hann austur Hverfisgötuna að gatnamótum Snorrabrautar, þar sem tveir bílar biðu eftir grænu ljósi. Ók hann miili þeirra og utan í þá báða. Gaf hann síð- an í og þeysti yfir gatnamótin á rauðu ljósi, beygði inn á Rauðar- árstfg og síðan inn á Skúlagötu og upp á eyjuna á Skúlatorgi. Bllam- ir, sem ekið var á, veittu honum eftirför. Þegar smábíllinn hafði stöðvazt á eyjunni, stukku úr hon- Utauríkisráðherra Finn- lands kemur í keimsókn Ahti Karjalainen, utanrikis- ráðherra Finnlands, mun koma i opinbera heimsókn til íslands 26. ágúst n.k. ásamt konu sinni og dveljast hér til 30. ágúst. 1 för með utanríkisráðherranum verða Rantanen, deildarstjóri í finnska utanríkisráðuneytinu, Kurt Juuranto, aðalræðismaður íslands í Helsinki, og Kai Juur anto, ræðismaður fsiands þar í borg, ásamt konum þeirra. Tekið verður á móti Karjala- inen á Reykjavikurflugveiri kl. 3 á fimmtudaginn 26. ágúst og ræðir hann síðan við Bjarna Benediktsson forsæt’isráðherra. Um kvöldið snæðir utanríkisráð herra í Ráðherrabústaðnum i boði Guðmundar í. Guðmunds- sonar utanríkisráðherra. Á föstudaginn flýgur Karjalainen til Akureyrar og áfram landveg inn til Mývatns, og gistir á Ak ureyri um nóttina. Laugardags morguninn flýgur utanríkisráð- herra til Reykjavíkur og snæðir á hádegi á Sögu í boði borgar stjórnar Reykjavíkur. Hann heldur blaðamannafund síðdeg- is þann dag og býður síðan gest um til kvöldverðar. Sunnudeg- inum ver Karjalainen til lax- veiða en kona hans fer þá í ferð um Suðurlandsundirlendið. Á mánudagsmorgun heldur utan ríkisráðherrann og föruneyti hans heimleiðis. um tveir menn og skutust inn í port við lögreglustöðvarbygging- una. Þar var þeirra leitað en þeir fundust ekki. Lögreglan var kvödd til aðstoðar, en mennirnir fundust ekki. Heimsótti hún skráð- an eiganda smábílsins, en hann var þá erlendis og hafði selt öðcom manni bílinn. Þegar farið var tíl hans, kom í ljós, að hann hafði ennfremur selt bílinn öðrnm manni. Báðir höfðu trassað a5 tíl- kynna eigendaskiptin. I morgun hafði eigandi eða ökumaður ekki fundizt, en rannsóknarlögreglan átti þá að fara að taka málið til meðferðar. Útsvör i Kápuvogi Álagningu útsvara í Kópavogi er lokið og var útsvarsskrá lögð fram í gær, 12. ágúst. Útsvarsskráin Iiggur framrni hjá umboðsmanni skattstjóra að Skjólbraut 1 og er skrifstofa hans opin kl. 10—12 og 13—19 dagana 12. ágúst og 13. ágúst, en síðan alla virka daga nema laugard. til og með mið- vikudegi 25. ágúst n.k. frá kl. 16—19. Einnig liggur útsvarsskráin frammi í bæjarskrifstofunni á 3. hæð Félagsheimilis Kópavogs við Neðstutröð á venjulegum skrif- stofutíma frá 12. ágúst til 25. ág- úst n.k. að báðum dögum með- töldum. Lagt var á 2103 einstaklinga og námu tekju- og eignaútsvör þeirra samtals kr. 34.627.306.00 og að- stöðugjöld á 257 samt. kr. 911.- 000.00. Utsvör á 63 félög námu samt kr. 1.924.000.00 og aðstöðu- gjöld þeirra samt. kr. 1.805.000.00. Hæstu útsvarsgjaldendur eru: Einstaklingar: Friðþjófur Þorsteins son kr. 168.800.00. Guðm. Bene- diktsson læknir 115.000.00. Birgir Erlendsson 105.000.00. Páll M. Jónsson 94.200.00. Jón Pálsson 92.300.00. Þorsteinn L. Pétursson 80.000.00. Daníel Þorsteinsson 79.000.00. Halld. Laxdal 77.400,00. Andrés Ásmundsson 77.000.00. Baldur Einarsson 72.000.00. — Félög: Málning h/f 680.000.00. Byggingarverzl. Kópavogs 501.- 000.00. Sigurður Elíasson h/f 172.- 900.00. Rörsteypan h/f 181.000.00. ORA kjöt og rengi 38.500.00. Ók d tvo bíla, yfir steina og út í skurð Klukkan tvö í nótt ók bifreið á tvær aðrar við Gnoðarvog. Þegar lögreglan fór að leita að söku- dólginum, fannst bifreið hans fljótlega úti í skurði i Ártúns- brekku, og hafði ökumaður kom- izt yfir stokka og steina, áður en hann lenti í skurðinum. ökumaður var viðstaddur, áberandi ölvaður, og var fluttur í gæzlu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.