Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 15
VlSIR. Föstudagur 13. ágúst 1965. 15 JENNIFER AMES: Mannrán og ástir SAGA FRA BERLÍN 19. KAFLI — Já, mér fannst ég kannast við þig ,sagði Rudolf og rak upp hlátur og mselti af miklum hroka. Og það er mér vissulega mikill heiður að hitta þessa ævintýralegu persénu sem menn kalla „Riddarann.“ Hann hne'igði sig fyrir David með háðssvip á vör. — Herra yfirhershöfðinginn verður mjög ánægður, er hann kemst að raun um, að ég hef hand- tekið „Riddarann." En yðar er leit að um allt Austur-Þýzkaland, mað ur sæll ,og það verður mikill við- burður og eftirminnilegur. Linda, sem hafði staðið utan vegarins, gat ekki stillt sig lengur og rak upp dálítið óp. — Og hvers vegna er ungfrú Red fem hér? hélt Rudolf áfram. Hví er hún ekki í sjúkrabifreiðinni hjá föður sínum? En fyrst við náðum yður líka ungfrú Redfem, verður ekki miklum erfiðleikum bundið að fá föðurf yðar til þess að koma til okkar aftpf. Við þurfum að hafa not hinna' skörþu gáfna hans. — Djöfuil, hvæsti Gerhardt, þeir handsama kannski prófessorinn, en það verður ekki þitt hlut- skipti að gera það, Rudolf Man- heim. — Og hvers vegna ekki, ef mér leyfist að spyrja? sagði Rudolf háð uglega. — Af því að þú færð ekki að lifa j nógu lengi til þess. Og áður en Rudolf fengi svarað I hieypti hann af skammbyssunni | beint framan f hann, ekki einu, j heldur tveimur, þremur, fjórum, i skotum... i - Eitt, tvö, þrjú - fjögur — ; j hefndarskyni fyrir að þú kúgaðír j Önnu og flekaðir hana, Rudoif; Manheim. Hún drekkti sér í gær. ■ Hún gekk með barni þfnu ... Og hann skaut enn. j David greip í handlegg hans • — Ertu genginn af vitinu, Ger-; hardt, maðurinn er dauður. — En hinir eru ekki dauðir,! sagði hann og gekk með skamm- j byssuna á lofti að bílnum, en verð i irnir hættu ekki á neitt, þeir óku aftur á bak út af veginum og sneru við og óku sem hraðast sömu leið og þeir komu. David, Linda og Gerhardt horfðu á eftir bílnum og svo á blóðugt lík Rudolfs og var það hroðaleg sjón Linda huldi andlit sitt við barm Davids. — David, David, hvíslaði hún snöktandi. Hvemig fer fyrir okkur öllum nú? David ýtti henni frá sér með hægð. — Svona .reyndu að herða upp hugann. Hann sneri sér að Gerhardt. — Þú áttir ekki að skjóta — gegn fyrirskipunum mínum. En ég skil hvers vegna þú gerðir það. Vesalings Anna, ég hafði ekki hug mynd um þetta. — Ég elskaði hana, elskaði hana heitar en ég hef elskað nokkuð, en þessi manndjöfull tók hana frá mér og þegar hann neitaði að gang ast við baminu, sem hún gekk með, drekkti hún sér. — Ég, skil, sagði David miidri röddu. Þér er vorkún'n — og kannski var dauði hans hið eina sem gat orðið okkur til bjargar, en þessu er ekki lokið. Bráðum senda þeir annan bíl af stað — við höf- um ekki nema nokkrar mínútur til þess að ákveða hvað við gssum gert — hvernig við getum skipu- lagt flótta okkar. — Ég skal vera hér ykkur til verndar — líf mitt er ekki lengur neins virði. Það em tvö vitni að því, að ég skaut Rudolf Manheim. — Nei, það væri tilgangslaust. Ég skal annast Lindu. Þú verður að ieita hælis f fjöllunum, Gerhardt, -- þú þekkir þau betur en nokkur annar, og þú ættir með einhverju móti að geta komist vestur yfir. --En þér og ungfrú Redfern, spurði Gerhardt. — Við reynum að bjarga okkur sem bezt við getum, en kom þú þér af stað Gerhardt, það ?r ekki eítir neinu að bíða. — Megi guð vera með vður „Riddari", sagði Gerhardt af mik- illi virðingu. Við hér í Austur- Þýzkalandi eigum yður mikið að þakka. Hann hneigði sig djúpt. Svo hélt hann í áttina til fjallanna — og var brátt horfinn sjónum. Linda og David horfðu hvort á annað. — Hvert eigum við að fara nú? spurði Linda rólega og bar svipur hennar því vitni, að hún óttaðist ekki með hann sér við hlið. Hann hló stuttlega. — Það kann að virðast f jarstæðu kennt, en ég held að bezt sé ,að við reynum að leita skjóls í skóg- arkofanum. Þar sem hann er á landareigninni sem fyigir höll- inni mun okkar sfður verða leitað þar en annars staðar. Ég held ekki að neinn gruni gamla fiskimanninn og að ég geti leikið áfram hlut- verk hans, en þú leynist í kofan- um á meðan. Við fáum þannig að minnsta kosti nokkrar klukkustund ir til þess að athuga nánara hvað við getum gert. — Nokkrar klukkustundir sam- an—endurtók hann og brosti, greip báðar hendur hennar og þrýsti þær. Hvorugt leit á ný á lfk Rudolfs Manheim. Svo gengu þau hönd í hendi inn f skóginn. Og eftir rösk- lega klukkustundargöngu voru þau komin í skógarkofann. — Það er nú ekki beinlínis mikið um þægindi hérna, sagði David um leið og hann opnaði dyrnar. Rúm, borð, tvö stólskrifli, vatnskassi og þvottafat — en það er allt sem ég þarf. — Vertu eins og þú sért heima hjá þér, Linda. Hún brosti um leið og hún gekk inn á eftir honum. -— Mér líður eins og ég væri heima hjá mér, David, sagði hún, af því að ég er hjá þér, en ég hef ekki einu sinni tannbursta, hvað þá annað, — það var f töskunni, sem var í sjúkrabifreiðinni. — Vanhagar þig um eitthvað? Púður, varalit til dæmis? David dró kistil undan rúminu og opnaði hann. — Það er allt saman hérna, nóg handa leikhúsi í heilt ár, hárkollur fölsk skegg og hvað eina — Svo að það er hérna sem þú... — Já, og ef það er þér ekki á móti skapi ætla ég nú að taka á mig gervi gamla fiskimannsins. Ég held ekki, að það væri heppilegt, ef dr. Reichmann sæist á vakki hér í grennd við höllina, eftir allt það sem gerst hefur. En það er nú svona, að gamli fiskimaðurinn fékk leyfi til að dorga í fjarveru herra yfirhershöfðingjans. Linda fór að hlæja. — Ég gæti trúað að Hans yrði alveg æfur af reiði, ef ... — Kallarðu hann Hans, Linda? spurði hann hvasslega. — Hann bað mig um það. þegar mig grunaði ekki neitt og hélt að hann væri vinur minn. Það var dag- inn, sem þú vildir ekki hjálpa mér yfir mörkin. Við drukkum kaffi í lítilli kaffistofu. Þá kvaðst hann vera vinur minn og bað mig um að kalla sig Hans. — Það verður að játa, að glæsi- leik skortir hann ekki, sagði David, þú ert þó ekki ástfangin í honum, Linda? — Astfangin af honum? Ertu genginn af vitinu? Ég verð að játa að hann er aðlaðandi, eða gat ver ið ,en ég var alltaf dálltið hrædd T A R 2 A N Svo að þú Kozenku komst með nýja tegund af djöflabyssu til Af ríku, sem gerir þér kleift að lama aðra menn. Þú skauzt á við hann. Fyrsta kvöldið, sem ég kom fram með dansmeyjaflokknum kyssti hann mig ,en mér líkaði það ekki. — Ef þú hefðir látið það þér vel líka, hefði ég barið hann niður. Annars' vildi ég gjarnan segja þér nú hvers vegna ég varð að yfir- gefa þig þegar við komum til Aust ur-Berlínar. Það lagðist í mig að grunur hefði fallið á mig — og ef ég hefði blandað mér í þetta hefði grunurinn ef til vill verið staðfest- ur og við í sömu hættunni. Per- sónulega hefði mér verið það gleði efni, ef þú hefðir verið send aftur til V-Berlinar öryggis þíns vegna Þegar ég fór til Austur-Berlínar hafði ég bara eitt >' huga, að bjarga föður þínum. Skilurðu nú hvers vegna framkoma mín var slík þá? — Já, ég skil það nú, en var æf af reiði út í þig þá. Hann kissti hana af viðkvæmni, en svo var eins og hann tæki við- bragð. Ég verð að taka á mig gervi fiskimannsins án tafar, það getur verið að Karl komi með orðsend- ingu til mín, og láti mig vita hvað gerzt hefur í höllinni. Hann er af- bragðs náungi. Og meðan ég skipti um föt geturðu reynt að kveikja á litla olíuofninum þarna í horn- inu. Það eru egg og flesk og brauð í búrinu. Ég geng út frá, að þú sért svo gamaldags, að þú snúir | baki að mér meðan ég fer í garm ana. — Þú getur nærri, sagði hún, en hana dauðlangaði til þess að sjá hvernig hann færi að því að taka á sig gervi fiskimannsins. Frægur læknir aðra stundina, gamall fiski maður hina, — hann var mesti snillingur. — Góðan dag, ungfrú Redfern, var allt í einu sagt að baki hennar. í Hún sneri sér við og starði á — gamla fiskimanninn. Svo fór ; hún að skellihlæja. Það var ekki I einasta, að gervi hans væri ann að og svipur, það var eins og per sónuleiki hans hefði breyzt — hann var í rauninni gamall fiskimaður. Röddin kom ekki einu sinni upp um hann. — Það var vinsamlegt af yður, ungfrú Redfern, að matreiða handa mér, sagði hann með fiskimanns- röddinni. — Þetta er alveg óskiljanlegt, David, maður gæti trúað að dr. Reichmann og þú væruð ein og j sama persóna. Ég hefði aldrei get I að trúað þessu. — Við skulum vona, að visst fólk í höllinni trúi því ekki heldur, j sagði hann þurrlega .... Ég ætla að dorga í ánni síðdegis í dag og ] reyna að komast að raun um hvort | þeir hafa náð föður þínum og : farið með hann tii hallarinnar. Karl : færir okkur fréttir í kvöld. ; — Ég veit, hann fer um silluna j í gilveggnum. i — Og það er eittlægt, þar má 1 eijgu muna ... — Ég veit það veslings Helga. Þau settust niður og fóru að ! borða. TAZZANi X’IL EE UNCONSCIQUS... IN A PEW SECONPSl PON’T LET THEM K.ILL ME,WHILE...I SLEEP! SNYRTISTOFA STELLA ÞORKELSSON Snyttisérfræðingur Hlégerði 14. Kópavogi Simi40613 VISIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Askriftar- „ 4 símmn er Kvartana- 11661 virka daga kl. 9-20, nema laugardaga Ki. 9 - 13. AUGLÝSING í VÍSI eykur viðskiptin mig án þess að ég vissi hvað skeði þegar ég var utan girðing ar þinnar. Ég er forvitinn að vita hvernig hún vinnur. Ekki m ðiahenni á mig Tarzan, hún er hlaðin. Tarzan ég verð meðvit- undarlaus eftir nokkrar sekúpd ur. Láttu þá ekki drepa mig, méð an ég sef ég skal segja þér allt. VÍSIft KÓPAVOGUR Afgreiðslu VlSIS! Kðpa vogi annast frú Bima Karlsdóttir, simi 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VISIS í rtafnarfirðí annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráis nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanii er að ræða KEFLAVÍK Afgreiðslu VlSIS i Kefla .fík annast Georg Orms- ^on, sími IS49. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartam, er að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.