Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR. Föstudagur 13. ágúst 1965. 7 ☆ A/rið íslendingar ættum að ’ fylgjast vandlega með þeim ískyggilegu fréttum sem ber- ast um þessar mundir úr efna- hagslífi Breta. Þeir atburðir skipta okkur verulegu máli, þar sem Bretland er nú, eins og oft áður, orðið mesta viðskipta- land okkar. í síðustu viku var ástandið sVo alvarlegt, að búizt var við því þá og þegar að Bretar yrðu tilneyddir til að lækka gengi sterlingspunds- ins. Ennfremur hafði stjórnin til íhugunar hvort hefja ætti takmarkanir á innflutningi. Bretar halda stöðugt áfram að lifa á lánum, skuldimar fara vaxandi og virðast ætla að vaxa þeim yfir höfuð. Engin skjót úr- lausn virðist vera fyrir hendi, þar sem verzlunarjöfnuðurinn er stöðugt óhagstæður. 'C’ftir að Edward Heath hafði tekið við forustu Ihalds- flokksins og hélt inn á þing- gólfið með þys miklum og á- rásar og gagnrýnishug, þá lenti honum og Harold Wilson for- sætisráðherra saman í mjög harðri rimmu og reis deila sú einmitt um efnahagsmálin. Heath sakaði Wilson um að hafi svikið öll sín fyrirheit um að bæta úr efnahagserfiðleik- unum. Hann sagði að stjóm Wilsons hefði reynzt algerlega máttlaus, auk þess sem hún hefði valdið öryggisleysi i fram leiðslu með hótunum sínum um þjóðnýtingu stáliðnaðarins. Svo væri nú komið eftir níu mánaða valdaferil eða réttara sagt stjómleysisferil Wilsons, að allt virtist stefna niður á við til heljar. Bar hann síðan fram vantraust á stjórn Wil- sons, sem hefði reynzt ger- ónýt stjórn. Wilson brást harkalega við þessari gagnrýni. Hann sagði að þegar Verkamannaflokkur- inn hefði tekið við stjómar- taumunum hefði hann hlotið arfleifð 13 ára valdaferils íhaldsflokksins og sannleikur- inn hefði verið sá, að eftir hann hefði allt verið svo að segja í kaldakoli, Bretland hefði staðið á barmi gjaldþrots Aðeins hefði verið tímaspursmál, hvenær allt hryndi. Taldi Wilson að sér hefði tekizt furðanlega að bjarga hlutunum við, sér hefði tekizt að forða frá hmni og heldur að rétta við. Cíðan gengu deilumar og ^ klögumálin á víxl í margra klukkustunda umræðum og ríkti mjög mikil harka, jafnvel reiði í ræðunum en af orðum beggja mátti merkja þá stað- reynd, hverjum sem um verður kennt, að Bretland er I dag sjúklingur Evrópu. í nóvember s.l. þegar Verkamannaflokks- stjómin var komin til valda hlupu samstarfsríkin í Efna- hagsmálastofnuninni, það er ríkisbankarnir, undir bagga með Bretum til að bjarga þeim frá yfirvofandi hruni með því að lána þfrim 3 milljarða dollara. Þetta lán skyldi vera til bráða- birgða, ætlað til að hjálpa þeim að komast aftur á réttan kjöl og vissulega hefði það átt að geta gefið þeim góðan frest eða olnbogarými til athafna. En þann tfma hafa Bretar lítt get- að notfært sér, enda er sann- ast sagna varla við því að bú- ast að ríkisstjóm með 3 og 4 þingsæta meirihluta hafi nokk- uð bolmagn til að framkvæma þær róttæku ráðstafanir sem IMÍÍMtf Skopmynd úr brezka biaðinu Daily Express sem á að sýna samvizkubit Wil&ons íorsæfisráðherra. Myndin á að gefa hugmynd af því sem er á seyði í heiiabúi hans. Þar er mynd af honum við matarborð og er hann að fcorða „EJeetion promises“, þ.e. kosningaloforð og á matseðli sem steindur á borðinu er aðeins einn réttur tilgreindur: „Eating my own words en casserole", þ.e.: Að éta eigin orð úr kastarholu. Gengisfelíing og imfíutn- ingshöft vofa yfir Bretum nauðsynlegar eru. En útlitið er nú orðið svo slæmt að greiðslu þrot virðist vofa yfir Bretum sem yrði á endanum varla leyst öðru vísi en með gengislækkun. Þetta veldur ekki aðeins forystumönnum þeirra og fjár- málamönnum áhyggjum heldur og forráðamönnum samstarfsþ. Breta, því að gengislækkun pundsins getur haft víðtæk og alvarleg áhrif í öllum heimin- um. Á blaðamannafundi sem Johnson Bandaríkjaforseti hélt i síðustu viku lét hann í ljósi áhyggjur yfir þessu, en skilja mátti á honum, að Bandarikja- menn vildu mikið á sig leggja og veita stórlán enn til viðbót- ar til þess að forða frá hruni pundsins. Tjað hefur verið að koma í ljós undanfarna mánuði, að gjaldeyrisstaða Breta heldur áfram að versna. í sumar var t.d. sagt frá þvf að 50 milljón mönnum, en þegar þeir fóru að spyrja hann um efnahagsörðug- leika Breta, rauk hann upp og var hinn uppstökkasti, spurði hvort jafnvel fréttamenn í Svi- þjóð gætu ekki talað um eitt- hvað annað en þetta þraut- leiðinlega umræðuefni. IVritt í þessum drunga gerðist 1 A það þó nú í vikunni, að svolítill sólargeisli náði að skína í gegnum hið þrútna loft. Á þriðjudaginn birti brezka viðskiptamálaráðuneytið tölur um verzlunarjöfnuði f júlí- mánuði og kom í Ijós að töl- urnar voru nú hagstæðari en áður um langt skeið. Otflutn- ingur nam 417 milljónum punda og hafði þannig hækkað um 41 milljón frá því í mánuðinum áður. Innflutningurinn var hins vegar 484 milljónir svo að bil- ið er enn nærri 70 milljón sterlingspunda. Upp í það fá Bretar hins vegar alltaf mikið samt að Wilson geti með nokkr um rétti borið þessar tölur fyr- ir sig, leita þurfti ástæðnanna fyrir því að útflutningur var meiri á þessum mánuði en áður og þá um leið, að ólíklegt sé að þessar tölur sýni að um nokkra lækningu sé að ræða. p’ins og getið er um hér að framan, deila stjórn og stjómarandstaða um það hvað valdi þessum ógöngum. Geta þeir vafalaust haldið á- fram að deila um það til ei- lífðamóns. Við skulum nú samt reyna að gera okkur nokkra grein fyrir því, hvað liggur. að baki þessum erfiðleikum. Mér virð- ist að það gefi auga leið, að orsök þess sé sú stöðnun sem hefur átt sér stað í iðnaði Bret-. lands. Hann hefur dregizt stór- kostlega aftur úr iðnaði megin- lands Evrópu og Bandarfkj- anna síðasta áratuginn. Þetta sterlingspunda lán Bandaríkj- anna væri uppurið, skömmu síðar 40 milljón punda lán þýzka ríkisbankans. Þá hefur það verið upplýst, að Banda- ríkjamenn séu enn að veita þeim viðbótarlán og talið að þar sé um að ræða 40 til 50 milljón pund. En ekki virtist útlit fyrir að það myndi lengi duga. Það táknaði aðeins að Bretar væru að sökkva dýpra f skuldafenið. Það mátti nokkuð skilja, hve ástandið f þessum málum er farið að leggjast á taugamar á Bretum, þegar viðskiptamála- ráðherra þeirra kom fyrir nokkm á ráðherrafund f Sví- þjóð. Hann átti fund með blaða af öðrum greiðslum, svo sem tryggingagreiðslur víðsvegar að. Þessar tölur lífguðu svo við Wilson forsætisráðherra að hann ákvað að kalla blaðamenn hið skjótasta á sinn fund til þess að tilkynna þeim, að nú væri útlitið orðið bjartara. Hann var þá sjálfur staddur í sumarbústað sínum á Scilly- eyjum, en það era hálfgerðar eyðieyjar út af Comwall-skaga. Þangað bauð hann nú um 40 blaðamönnum og sagði að þess- ar tölur sýndu hvað Verka- mannaflokkurinn hefði afrekað. Þær væru verðugt svar við röddum uppgjafarsinnanna. Það er þó talið mjög vafa- hefur vissulega gerzt á hinum langa valdatíma íhaldsflokks- ins, en það er ósanngjamt að kenna þeim flokki um þessar ó- farir. Mér virðist að þeir sem einna mest bera sök á þessu standi einmitt mjög nálægt Verkamannaflokknum og þeim sem nú hafa tekið við völdun- um f Bretlandi. Brezkur iðnaður hefur dreg- izt aftur úr. Stundum er sagt að þvf valdi hin rótgróna íhaldssemi Bretanna. Og þess hefur verið getið sem dæmi, að ef menn heimsæki verksmiðjur í Frakklandi eða Þýzkalandi muni forstjórinn sýna gestinum hinar nýju og fullkomnu vélar sem fyrirtæki hans hefur tekið í notkun. Komi maður í heim- sókn í brezka verksmiðju sé líklegra að forstjóri sýni gest- inum framleiðsluvélar, sem þar hafi verið notaðar í 20 ár og miklist af því, hvað vélamar endist lengi. * ðalorsökin fyrir því að brezkir iðnrekendur hafa ekki treyst sér til að fram- kvæma nýsköpun iðnaðarins í jafn ríkum mæli og megin- landsþjóðirnar, er að verkaiýðs- félögin, einmitt þau sömu sam- tök sem öflugustu áhrif hafa á Verkamannaflokkinn, hafa ver- ið andvíg slíkri nýsköpun. Þau hafa stundum barizt gegn henni með hnúum og hnefum. Þótt sjálfvirkar framleiðsluvélar hafi verið teknar í notkun hafa þau krafizt þess og þvingað það fram, að fyrirtækin greiði jafn mörgum starfsmönnum og áður laun, þótt sumir þeirra hafi ekkert að gera. Og þetta gerist á sama tíma og skortur er á vinnuafli í ýmsum öðrum grein- um, svo sem í byggingariðnað- inum. Þess er skemmst að minnast, að þegar Ford verksmiðjurnar í Dagenham vora að endumýja framleiðsluhætti sína um líkt leyti og framleiðsla var að hefj ast á Cortina og Corsair bílun- um, þá var starfsemi þeirra stöðvuð ítrekað í lengri tíma, vegna sífelldra mótmæla- aðgerða. Varð þetta fyrirtækinu mjög dýrkeypt sérstaklega fyrstu vikumar sem nýju teg- undirnar komu fram og kost- uðu þær markaði fyrir bifreið amar víða um heim. Þá þótti það tíðindum sæta ef ekki var verkfall einhvem dag f ein- hverri deild þeirrar miklu verk smiðju. Og eftir árið var þess getið f fréttum að nærri 300 daga ársins hefðu einhvers staðar verið vinnustöðvanir hjá Ford. Slík skammsýni verkalýðs- samtakanna á eftir að hefna sín. Með því era þau að drepa kúna sem gefur þeim mjólkina. Skal nú sýna með örlitlum sam- anburði til hvers þetta hefur leitt. ^Jrezka blaðið Observer sem fylgir Frjálslynda flokkn- um að málum birtir nýlega grein sem kallast ,,Br‘itains bigg est scandal“, það er „Mesta hneyksli Bretlands" og fjallar hún um þessi hreinu skemmdar verk brezku verkalýðshreyfing- arinnar gegn framleiðni og framförum í atvinnulífinu. Blaðið bendir á að þýzka bif- reiðaverksmiðjan Volkswagen þurfi 75 starfsmenn til að fram leiða á ári verðmæti að upp- hæð 1 milljón sterlingspund. Brezku Mótorverksmiðjurnar þurfa til sama verks 82 starfs menn. Bandaríska félagið Du Pont þarf 101 mann til að framleiða efnavörur fyrir 1 m'illjón punda en brezka fyrirtækið I.C.I. þarf 167 starfsmenn til sömu fram- leiðslu. Bandaríska stáliðjuverið Youngstown þarf 95 starfs- menn til að framleiða milljón sterlingspunda virði af stáli, brezka fyrirtækið Stewart & Lloyds þarf til sama verks 259 starfsmenn. I Bretlandi hefur og sérstak- lega borið á því að stéttarfélög iðnaðarmanna og iðnverkafólks takmarki mjög ráðningar læri- inga, svo að heita má að sam- tökin séu víða Iokuð og sérstak ir erfiðleikar eru á að fá yngra fólk, sem yfirleitt er fúsara til að starfa við nýjar og afkasta- meiri tegundir framleiðsluvéla. Framhald ð bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.