Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 11
SíÐAN Chaplin ástfangii ? fimm • • aura kúlur * Jack Lemmon heldur því fram að í Hollywood eigi menn aðeins að nota fornafn kvik- myndastjarnanna — þær skipt'i svo títt um eftirnafn. Birgitte Bardot mun nú f sept ember heimsækja Bandaríkin í_ fyrsta skipti á æfinni. Það er í sambandi við frumsýningu. myndarinnar „Viva Maria“ þar sem hún lék annað aðalhlut- verkið á móti hinni frægu Jeanne Moreau. Geraldine Chaplin, le'ikkona og dóttir kvikmyndaleikarans heimsfræga, Charlie Chaplin, er komin með gullhring á baug- fingur og sézt oft með Manolo Velasco, 23 ára gömlum spönsk um kvikmyndatökumanni — hönd í hönd. En Geraldine sem er 21 árs gömul sagði í síðustu viku að hún hefði engar gift'ingaráætl- anir á prjónunum. Síðan leit hún til Manolo og bætti við: „Fræg lokaorð ... ég gæt'i alveg eins gifzt í næstu viku.“ Geraldine leikur þessa stund ina í kvikmynd sem gerð er eft ir sögu rússneska rithöfundar ins Pastemaks, Dr. Sívagó, — og Manolo er tíður gestur í kvikmyndaverinu. Sögur segja að þau hafi þekkzt í sex mán- uði. Rock Hudson varð að taka því með jafnaðar geði, þegar leikstjórinn John Frankenheim- ar, sem vinnur að myndinni „Seconds". skipaði honum að vera blindfullur fimm kvöld í röð. Ástæðan er sú að Rock á að leika, sem aðalleikari mynd arinnarinnar, í drykkjusenu,- og Frankenheimer fannst það bezt að það yrði gert á sem raun- verulegastan hátt. Þegar John Ford lét leikarann Victor Mc- Laglen gera þetta sama á sín- um tíma í myndinni ,The In- former“, hlaut McLaglen Ósk- arsverðlaun fyrir. vard. Þessi venja hófst er le'ik konan Norma Talmadge steig óvart fæti niður í óharðnaða steinsteypuna fyrir utan húsið er hún ætlaði að vera viðstödd frumsýn’ingu fyrir 40 árum síð an. - Hvers vegna vildi asninn ekki þiggja Whisky-sjússinn, sem fíllinn bauð honum á af- mælinu sínu? — Af því að hann var asni. — Hvað er það sem er lítið og loðið, hleypur á fjórum fót um á jörðinni og geltir? — Hundur? — Aha, þú hefur heyrt þenn an áður. * Frank Sinatra var 150. leik- arinn sem fékk fótspor sitt fest í steinsteypuna úti fyrir kín- verska Graumans kvikmynda- húsinu við Hollywood Boule- sri? Skál fyrir menningunni! Það hefur heldur en ekki rek- ið á fjörur íslenzkrar menning- ar á milli hafnargarðanna að undanfömu . . . og hafa hetjur hafsins, eins og við segjum sí- svona á sjómannadag'inn fært þar föng í bú, eins og svo oft áður. Er fyrirsjáanlegt að stór- kostlegur fjörkippur komi i blessaða menninguna á næst unni, rétt eins og hruma kerl- ingu við sterka vítamínsprautu ... Þó að sumir geri einungis að yppta öxlum yfir einni millj ón, þá munar menninguna um minna enda gerist glaðhlakka- legt gorhljóðið í spáfuglum hennar þessa dagana . . . Við slíka atburði sem þessa fer ekki hjá því að það rifjist upp fyrir manni og manni hvílíkt öfugmæli það er að telja áfeng- isnautn — og þó einkum áfeng- issmygl — til ómenningar með þjóð vorri, þar sem lögleg á- fengissala í landinu er einhver traustasti hornsteinn ríkisrekst- ursins, sú dropadrjúga Búkolla, sem sér sjálfstæðu stjórnarfari voru fyr'ir hversdagslegri lífs- næringu öðrum bústofni vorum fremur — en hámenning vor lifir, eða að minnsta kosti hjar- ir. fyrst og fremst á ofnautn á- íengi's- og áfengissmygii. Mein- hugsandi manni gæti flogið í þanka, að vart sé að undra þótt slagi útí fyrir menningunni endrum og éins, eða spáfuglar hennar séu á stundum hátt uppi ... en þama er að minnsta kosti fengin afsönnun á þeirri fornu kennisetningu: „Illur fengur, illa forgengur", því að hvað er óforgeng'ilegra en einmitt menningin, þó að það væri kannski skemmtilegra að lífrætur hennar drægju frjó- magn sitt úr einhverjum öðrum jarðveg’i en ómenningarinnar. Nóg um það — hið eina, sem oss finnst vanta á þetta þjóð- þrifafyrirtæki, smyglstarfsem- ina, er tæknilegra og nýtízku- legra fyrirkomulag, hvaða Vit er í því að verða að stór- skemma ágæt og rándýr skip með þiljuriírildi og öðru þess- háttar — hversvegna er ekki ráð fyrir gert þessari mlkil- vægu menningarstarfsemi, þeg- ar skipið er smíðað . . . einskon ar rennilásar settir á allar þ'ilj- ur, eða hreinlega komið fyrir áfengisgeymum á bak við þær, eða laglega földum krönum, svo að tollaramir fengju þó nokk- urt tækifæri til að sýna lfka sína snilli? Þá yrði þetta allt þægilegra við að fást, fyrir alla aðila . . og enn eitt — hvers vegna er hinna raunverulegu kostnaðarmanna merkilegustu útgáfustarfsemi menntamála- ráðs t.d. hvergi opinberlega get ið, hvers vegna stendur ekki á titilblað'i orðabókar: „Með virð ingu og þakklæti til þeirra smyglara, sem gerðu útgáfu þessa mögulega?" Kannski gleymist þetta ekki á t'itilblaði alfræðiorðabókarinnar væntan- legu - - - Norðurlandabúar heimsækja Ástralíu , „Ljóshærðar, skandinavískar fegurðargyðjur munu brátt yfirtaka baðstrendur í stralíu“. Þann- ig hljóðaði fyrir sögn eins ástralska dagblaðsins, þegar birt var frétt um að Svíþjóð, fyrst evrópskra landa, hygðist skipuleggja skemmtiferðir til stralíu. Norrænar stúlkur eru þegar allræmdar í löndum eins og Spáni og Ítalíu og nú eru ástralskir karl- menn farnir að hlakka til að fá sinn skammt af norrænni fegurð. Sænski ferðaskrifstofumaðurinn Torsten Berg- en-Holz er stendur fyrir þessum ferðum sagði að þær yrðu að vísu nokkuð dýrar, eða um 60 þús. ísl. krónur ,en það yrði án efa mikil eftirspurn eft- ir ferðum til þessarar fjarlægu heimsálfu. Ekki sízt þar sem í flugferðinni er innifalin dvöl á stöð- um eins og Beirut, Singapore, Bali og Nýju Gineu. , ■sxsm Kári skrifar: A usturbæingur hringdi t'il blaðsins og virtist óánægð ur með það hversu mjög væri notað af skarna i görðum á blettum inni i borg'inni. Ólykt í görðum Hann sagðist fyrir löngu vera hættur að sitja úti í garði hjá sér á laugardögum og sunnu- dögum, þótt gott væri í veðri — þvi tvéir nágrannar hans værg búnir að nota í tvö ár þennan töfraáburð — og lyktin af þessu ætlaði menn lifandi að drepa. Hann væri dauðhræddur við að opna glugga, nema rækilega væri áður úr skugga gengið um hver vindátt væri. Þetta væri að vísu verst á vorin og i hæsta máta réttlætanlegt á þeirri for sendu að með notkun áburðar- ins væri stuðlað að fallegum görðum. En þegar stöðugt sé verið að bera Skarna á fram yf- ir mitt sumar og borgaryfirvöld in nota hann í þokkabót á sín umgæzlusvæði, þá sé mælirinn að fyllast. Austurbæingurinn sagð'i að þegar Skarni hafi fyrst komið á markaðinn hafi verið sagt að þetta væri lyktarlaus áburður. Þetta kunni að vera rétt sé hann til dæm'is kældur til fulls áður en honum er dreift, en eins og hann er af greiddur núna frá verksmiðj- unni sé hann langt frá því að vera lyktarlaus. Snyrtilegt fjölbýlishús Nýlega átti blaðamaður frá Vísi leið um Safamýrina og sá þá að íbúar eins fjölbýlishúss- ins höfðu tekið sig til og mal b'ikað svæðið fyrir framan hús ið. Þetta hús virðist bera af öðrum hvað snyrtimennsku snertir, og sennilega einkum vegna malbikunarinnar. Það þarf varla að ímynda sér hversu m’ikill léttir það er fyrir húsmæðurnar að fá nú ekki leng ur I fbúðirnar alla þá for og þann sand, sem áður var um- hverfis húsið og er urahverfis flest eða öll önnur nýbyggð S?§1 býlishús. Kostnaður við þeria er alls ekki mikill á hverja íbúð aðeins örfá þúsund en hægindin geysimikil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.